Morgunblaðið - 07.09.1973, Page 30

Morgunblaðið - 07.09.1973, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1973 Bikarstemmning á Skaganum — er Keflvíkingar unnu heimanienn 3-0 EFTIR signr Kef'lvíkinga yfir Akurnesingum | undanúrslitum Bikarkeppninnar er spurningin sú hvort Fram tekst að hindra þá í þvi að vinna öil þau mót, sem þeir hafa tekið þátt í á árinu. Þeir unnu Meistarabik- arinn, Litla-bikarinn, islands- meistaratitilinn er svo gott sem i höfn og nú leika þeir til úr- slita í Bikarkeppni KSl. Það var sannköliuð b'kar- stemmning á Akranesi, þegar Akurnesingar mættu Keflvíking um þar á miðvikudagskvöldið. Það var barizt leikinn út og hvergi gefið eftir og oft sköp- uðust tækifæri til að skora. Sig- ur Keflvikinga gefur ekki rétta mynd af leiknum, þar sem jafn- tefli eða eins marks sigur þeárra var nær sanni. En loka- mínútur leiksins reyndust Ak- umesingum erfiðar, þar sem þeir íengu á sig tvö mörk á síðustu tveim mínútunum. ÖDÝRT MARK Ef frá er talið gott tækifæri Steinars á 1. mín. leiksins gerð- ist ekkert markvert uppi við mörkin. Sóknir gengu á víxl, en vamir beggja liða voru vel á verði. Á 13. min. var það að Keflvíkirigar sóttu upp hægra meigin. Varnarmönnum ÍA mis- tókst að hreinsa frá, þannig að Ólafur Júliusson náði að skjóta fremur lausu skoti að marki, sem Davíð varði, en hann missti knöttinn lítillega frá sér, en nóg til þess að Steinar náðd honum og skoraði í mannlaust markið. Eftir markið hélt sama bar- áttan áfram, en fremur fátt var um opin tækifæri, en á 30. min. var Hörður Jóhannesson í góðu færi, en Einari Gunnarssyni tókst að bjarga á siðustu stundu. Tveim min. síðar voru Akurnes- ingar aftur í sókn, en Matthías eít- skallaði gróflega framhjá ir sendingu frá Herði. Rétt fyrir leikslok, eða á 43. min. fengu Keflvíkingar gott tækifæri til að auka forskotið, er Steinar var kominn frir inn fyrir. Davið varði skot hans skemmtilega, en Steinar gerði þar mikil mistök að skjóta sjáif ur í stað þess að gefa knöttinn til Friðri'ks Ragnarssonar, sem stóð frír fyrir framan markið. SÍÐARI HÁLFLEIKUR Akumesingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og strax á 46. min. náði Þorsteinn að slá yfir þverslá hörkuskot frá Herði. Þessu fylgdu tvær homspymur og munaði litlu að mark værd skorað. Á 50. min. varði Þor- steinn glæsiiega hörkuskot frá Matthíasi og nokkru síðar var Matthias aftur á ferðinni. Lék hann á nokkra vamarmenn inni í vitateignum og fékk heldur ó- blíðar móttökur og var brugðið illilega. Þarna var að mínu viti um klára vitaspymu að ræða, en Eysteinn Guðmundsson dómari sá ekkert athugavert. Á 53. min. átti Hörður hörku- skot að marki eftir homspymu frá Matthíasi, en Þorsteinn varði vel. Leikurinn fór nú að jafnast og á 55. mín. sóttu Keflvíkingar. Steinar lék á tvo varnarmenn og skaut en Davíð varði. Akumes- ingar sneru vörn i sókn og von bráðar var Hörður rétt einu sinni í góðu færi, en varnarmenn björg uðu í horn. Á 65. min. fengu Keflvikingar bezta tækifærið i ieiknum, er Steinar komst frír innfyrir, en skot hans hafnaði i stöng. Á 69. og 70. mín. sóttu Keflvíkingar, en Davíð var vel á verði og varði tvisvar hörkuskot. Á 75. min. var svo Teitur í skotaðstöðu, en Sfkot hans hafnaði í fangi Þor- steins. TVÖ MÖRK Á TVEIM MÍN. Spennan var í algleymingi og spurning um það hvort Akumes- ingum tækist að jafna, en sú von brást þvi á 88. mín. lék Ólaf ur Júlíusson upp hœgra megin og Mjóp af sér varnarmann og skoraði. Leikurinn var ekki nema rétt hafinn á ný, er knötturinn lá i 3ja sinn í marki Akurnes- inga. Að þessu sinni var það Steinar, en hann fékk sendingu frá Karli Hermannssyni og skor aði af stuttu færi. SKEMMTILEGUR LEIKUR Þetta var sannkallaður bikar- leikur og áttu bæði liðin góðan leik. Eins og áður er sagt, fannst mér sigur Keflvíkinga of stór að þessu sinni, en hitt duldist eng- um að þeir voru sterkari aðil- inn, þótt Akurnesingar hafi að þessu sinni náð að leika sinn bezta leik um nokkurt skeið. Markverðir beggja liðanna vörðu vel og verður Davíð ekki sakaður um mörkin, nema hvað mér fannst að hann hefðS átt að geta komið í veg fyrir fyrsta markið. Einar og Guðni stóðu sig vel að vanda og sama má raunar segja um allt Keflavíkurliðið, þar er hvergi veikur hlekkur. Að þessu sinni var enn ein ný uppstilling hjá Akurnesingum, þar sem Kári Maríusson sem hingað til hefur leikið miðherja var nú miðvörður ásamt Jóni Gunnlaugssyni. Sú tilraun fannst mér ekki gefast vel. Jón Gunn- laugsson var góður að þessu sinni og sömuleiðis Þröstur og Haraldur, sem voru tengiliðir. Hörður var óvenju frískur í fram línunni, en Matthías og Teitur ekki eins aðgangsharðir og oft áður. Jón Alfreðsson var bezti maður liðsins. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson og dæmdi þokkalega. Hdan. Vinnur Fylkir rið- ilinn á kæru? Fylkir og ÍBÍ gerðu jafntefli í leik sínum í úrslitariðli þriðju deildar og verða því að leika aftur um rétttnn til að mæta Reyni í úrslitum deildarinnar. Sú viðureign átti að fara fram í kvöid á Melavellinum, en vera kann að svo fari að Fylkismenn sleppi við leikinn, en komist eigi að síður í úrslitin. Fylkir hefur kært lið ÍBÍ á þeim for- sendum að í Iiðinu sé einn ólög- legur leikmaður. Er það Pétur Guðmundsson, en hann lék með Fylki síðastliðið keppnistímabil. Er Pétur skipti um félag í vor láðist bonum svo að tilkynna fé- lagaskipti. Duncan verður áfram með ÍBV SKOZKI þjálíarinn Duncan Skal takast næst. Aðstæður McDowell, sem verið hefur með Vestmannaeyjaliðið í sumar, og var með FH-ldðið í fyrra, hefur nú verið ráðimn þjálfari mreiistaraflokks iBV fyrir næsta keppnistímabil. 1 viðtali við Morgunblaðið í gær sagði McDowell: — Eyjaliðsins í sumar hafa ver- ið slæmar, en næsta sumar verður æft og keppt úti í Vest mamnaeyj'Uim, og þá á að vera hægt að koma upp mjög góðu 1181, þar sem ÍBV á mjög góð- Um einstaklingum á að skipa. Á næstumni verður birt við- tal við McDoweli um íslenzku Ástæðan til þess að ég endur knattspymuma, svo og fjall- ræð mig hjá iBV er sú, að ég að um framtiðarknattspyrnu hafði ætlað-mér að gera þetta Eyjamantia, en þar er á döf- lið að íslandsmeisturum. Það inni að koma upp mjög góðri tókst ekki i sumar, en það knattspyrnuaðstöðu. Ef þetta væri öll sagan virtíst liggja ljóst að ísfirðingar hefðu leikið með ólöglegt lið, en ekki er vist að svo sé. Pétur lék með Isfirðingum sumarið 1971 og segja Isfirðingar að hann hafi aldrei sótt um félagaSkipti tii Isa fjarðarfélagsins Vestra. Fyl'kis- menn segjast hins vegar hafa í höndum staðfestingu frá þvi um vorið 1972 um að Pétur sé ekki lengur í Isafjarðarliði. Spurning in er því sú hvort Pétur hafi verið ólöglegur með Fylki í fyrra, eða ísfirðingum í sumar. Dómstöll KSÍ tók þetta mál fyr- ir í gær, en niðurstöður lágu ekki fyrir er blaðið fór í prent- un. Líklegast verður að telja að lei'kurinn fari fram og hefst hann þá klukkan 16.30. Hreggviður hættir — sem starfsmaður KSI í GÆR lót Hreggviður Jónsson af störfum seim starfsmaður KSÍ, en því starfi hefur hann gegnt að undanfömu, eða síð- an Ámi Ágústsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, sagði upp störfum í sumar hjá KSÍ. í víðtali við Hreggvið Jónsson í gær kemur fram að honum var skýrt frá því að ástæðan fyrir uppsögn hans væri sú, að hann lét blaðamönmun Mbl. í té hókun þá er gerð var eftir Bjama Felixsyni á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Hreggvið'ur sagði: „Þe'giair ég koim til starfa á skrifetofu KSl í g®er var ég þtgar í stiað boðað'ur til gjald- kexa saimibaindsins, Fráðjóns Friðjónssonar. Þegar ég kom til hans, sagði hann mér, að það hefði verið hann, sem á sínum tírna hefði verið faildð að semja við mig um að taka við störfum hjá KSl. Nú vi'ldi hann gera upp við mig, þar sem elaki væri ósk- að eftir starfskröfbum minum 'Iienigur. Saigði gjaidlkerinn, að það, sem leegi til grundvallar uppsögn miinni, væri það, að ég hiefði gefið blaðamamni MbL upp bélkun, sem gerð var eftir Bjarna Felixsyni á síðasta stjómar- fundi KSl. Væri það sikoðnn sán, varaformanns KSl og farmamns- ins, að mér bæri að láta af störf- uim. Ég hafði hins vegar staðið í þeiirri trú, að það, væri sitefna KSl, að gefa blaðamönroum þær upplýsinigar, sem þedr óskuðu eftir. Varaformaður KSÍ stýrði þeim fundi, siem 'umrædd bóikun var gerð á, og hann óskaði ekki eftir því, að bókiun Bjama yrði haldj'ið ieyndri." Þegar við náðum sambandi Þróttur Ármann SÍÐASTI leikur annarrar deildar á Melaveliinum fer fram í kvöld og hefst klukkan 20.30. Eigast þar við Reykjavíkur-Þróttur og Ármenningar, leikur þessi skipt- ir í rauninni ekki máli, þar sem Víkingur hefur þegar tryggt sér sigur í delldinni. Fyrri leik lið- anna í sumar lauk með óvænt- um sigri Ármenninga, 2:1. Fjórir í bann Á FUNDI síroum í gær dæmdi aganefnd KSl fjóra leikmemn í keppnisbann. Leika tveir þeirra með 1. deildar liðum, einn með annarrar deildar liði og einn með þriðju deildar liði. Leikmennimir sem dæmdir voru eru eftirtaldir: Einar Friðþjófsson, iBV — hafði fengið 3 bókanir. Halldór Bjömsson KR — hafði fengið 3 bókanir. Hreimn Elliðason, Völsuinig; — hafði fengið 3 bókanir. Jónharður Vest Jakobsson, Reyni, — var vísað af leikvelii. ÍA má vara sig á Frömurum í kvöld Ef Framarar leika eins ákveð- ið á móti Skagamönnum á Laug ardalsvellinum í kvöld og á móti Vestmanneyingum í fyrrakvöld mega Skagamennirnir sannarlega vara sig á Frömurum. Það var hresst lið Framara sem lék iBV grátt í bikarnum og ekki er ástæða til annars en að ætla að Framarar verði áfram harðir í horn að taka í leiknum í kvöid. illa en Hrejgviður Jónsson við Allbeirt Guðmundsson, for- mann KSÍ, sagði hann, að hamn vœri fyrst að heyra um þetta mál roúna. — Ég get því eklkert sagt um það, sagði Allbeirt, anroað en það, að það sem álkiveðáð var stendur og mun standa meðan ég er formaðuir KSl, að blaða- mönnum er heimill aðgiangur að ölilu því sem fram fer á stjórroar- fundum KSl, og mieára að segja hafa þeir heimiid tiil þess að sitja fundineu Friðjón Friðjónsisoin, gjaidlkeiri KSI, kvaðst ekikeirt um mól þetta vilja segja fyrr en að lotav um næsta stjómarfundd KSÍ, sem verður nk. mánudag. Skagamenn léku alls ekki á móti iBK í fyrrakvöld máttu þó þola 0-3 tap í leiknum. Leikur Fram og lA hefst á Laug ardalsvellinum klukkan 18.30 í kvöld. Leikurinn átti ekki að fara fram fyrr en 15. septem- ber, en var flýtt vegna þess að Framarar halda þann dag utan tii þátttöku í Evrópumeistara- keppninni. BEA - OPEN Rástímar 1 BEA-golfkeppninni —- laugardagur 8. sept. Kl. 09.00 Gunnlaugur Ragnarsson Jóhann R. Benediktsson Brynjar Vilmundarson Kl. 09.10 Óskar Sæmundsson Ómar Kristjánsson Pétur Auóunsson Kl. 09.20 Siguröur Albertsson Júlíus Júlíusson Hallgrímur Júlíusson Kl. 09.30 Marteinn Guönason Heimir Stígsson Ólafur H. Ólafsson Kl. 09.40 Ragnar Magnússon Sigurjón Gíslason Ingimundur Árnason Kl. 09.50 Þorbjörn Kjærbo Loftur Ólafsson Pétur Antonsson KI. 10.00 Högni Gunnlaugsson Magnús Hjörleifsson Jóhann Ól. Jósefsson Kl. 10.10 Hilmar Steingrimsson Bert Hansson Ágúst Svavarsson Kl. 10.20 Kjartan L. Pálsson Guömundur Ringsted Björn V. Skúlason Kl. 10.30 Albert Watne Ingólfur Helgason Guöbjartur Jónsson Kl. 10.40 Aöalsteinn Guölaugsson Knútur Björnsson Kl. 13.30 Siguröur Héöinsson Svan Friögeirsson Hólmgeir Guömundsson Kl. 13.40 Jóhann Rúnar KJærbo Birgir BJörnsson Þorgeir Þorsteinsson Kl. 13.50 Haísteinn Þorgeirsson Ragnar Ólafsson Jón Þorsteinsson Kl. 14.00 Geir Svansson Höröur Guömundsson Siguröur Hafsteinsson Kl. 14.10 Ólafur Þorvaldsson Magnús Birgisson Skarphéðinn Skarphéöinsson Kl. 14.20 Ingólfur Báröarson Heimir Skarphéöinsson Guöjón Einarsson Kl. 14.30 Ólafur Skúlason Jón SigurÖ88on Þorvaröur Arinbjarnarson Marteinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.