Morgunblaðið - 27.11.1973, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973
Margir hafa lagt leið sína í Norræna húsið til þess aS skoSa teikningar Ewerts Karlsson.— MeSal
gesta þar sfðastliSinn laugardag var Halldór Pétursson. Eftir þá heimsókn gerði Halldór þessa
m.vnd, og fylgir henni kveðja til EWK með vinsemd og virðingu.
HAFA ORÐIÐ AÐ BIÐAI
5 DAGA EFTIR LOSUN
Ekkert miðar í
samkomulagsátt í
þjónaverkfallinu
SAMNINGAFUNDUR í þjóna-
verkfallinu var haldinn á sunnu-
daginn, en ekkert miðaði i sam-
komulagsátt. Þjónar halda því
sem fyrr uppi sínum hætti og
loka veitingahús af fyrir gestum,
sem þangað ætla.
Fram til þessa hafa þjónar ein-
göngu meinað fólki að komast inn
á Óðal, en á sunnudagskvöldið
stöðvuðu þeir fólk af, sem ætlaði f
Atthagasal Hótel Sögu. V arð að
aflýsa dansleik, sem þar átti að
vera af þessum sökum.
Örn Egilsson blaðafulltrúi
Félags framreiðslumanna saeði í
samtali við Morgunblaðið, að
sáttafundurinn á sunnudag hefði
staðið yfir frá kl. 14—20.30, en
ekkert hefði miðað í samkomu-
lagsátt. Þjónar hefðu slegið af
sínum kröfum en veitingamenn
hef ðu ekkert komið á móti.
Hann sagði, að þjónar myndu
halda áfram að meina gestum inn-
göngu á veitingastaði, sem héldu
uppi ólöglegri starfsemi.
Varðskipin koma ekki
— þrátt fyrir loforð
SKlPEimskipafélagsísIands hafa
orðið fyrir töfum í Reykjavík að
undanförnu vegna þrengsla í
vörugeymslum félagsins og vegná
manneklu. Tvö skipa hafa orðið
fyrir verulegum töfum af þessu
sökum.
Sigurlaugur Þtrkelsson, blaða-
fulltrúi Eimskipafélagsins, sagði f
samtali við Morgunblaðið í gær,
að það hefði verið mjög erfitt að
fá hafnarverkamenn til starfa í
haust og um þessar mundir væru
nokkrar konur og stúlkur við
vöruflokkun í vörugeymslum
félagsins. Ekki þyrfti að kvarta
undan þeim vinnukrafti, því
konurnar hefðu staðið sig mjög
vel.
Sagði Sigurlaugur, að þrátt
fyrir að félagið hefði tekið nýja
vörugeymslu í notkun við Sunda-
höfn s.l. vetur, væru allar vöru-
geymslur Eimskips fullar út að
Allt óvíst með skreyt;
ingar í miðbænum
Þeir eru margir, sem hafa velt
þvf fyrir sér, hvort Austurstræti
verði skreytt að þessu sinni fyrir
jólin. Finnst mörgum nú tilvalið
tækifæri að skreyta götuna fal-
lega, þar sem bflaumferð er þar
engin og fólk gæti þvf notið
þeirra skreytinga, sem þar yrðu.
Við inntum Magnús E. Finns-
son framkvæmdastjóra Kaup-
mannasamtakanna eftir því f gær,
hvort Austurstræti yrði skreytt.
Hann sagði, að allt væri enn óvíst
um skreytingar í miðbænum.
Kaupmönnum í Austurstræti
fyndist t.d. rétt, að borgin tæki
þátt í skreytingum, þar sem borg-
arstjórnin hefði lokað Austur-
stræti í sumar.
Þá sagði Magnús, að enn væri
ekki búið að ákveða opnunar- og
Iokunartíma verzlana í Reykjavík
i desember, en hann yrði ákveð-
inn um næstu helgi.
dyrum. Þetta hefði meðal annars
leitt til þess, að ekki hefði verið
hægt að losa skipin með eðli-
legum hraða. Lítið væri um það,
að vörur væru teknar beint úr
vörugeymslunum og oftast væru
vörur settar í húsin um leið og
vörur væru afgreiddar úr þeim.
Fyrir helgina var eitt af leigu-
skipum félagsins losað í Reykja-
vík. Aðeins var hægt að losa úr
einni lest skipsins í senn vegna
þrengsla í vörugeymslunum.
Siðan varð að skipa út í þá lest
sem hafði tæmzt til að rými yrði
fyrir vörur úr þeirri lest, sem
næst átti að tæma. Þá þurfti
Lagarfoss að bfða í 5 daga áður en
hægt var að byrja að losa skipið.
Fyrstu þrjá dagana eftir að losun
hófst var aðeins hægt að vinna
með einu gengi, en eftir það
komst sæmilegur hraði á losun-
ina. Ennfremur er Askja nú
búinn að bfða í fimm daga eftir
afgreiðslu.
GUÐMUNDUR Isleifur Gfslason
skipstjóri á skuttogaranum Ljósa-
felli frá Fáskrúðsfirði kom að
máli við Morgunblaðið í gær-
kvöldi og kvartaði hann undan
ágengni v-þýzkra skuttogara úti
fyrir Austfj örðum.
Ilann sagði að sjö v-þýzkir
togarar væru búnir að vera á
veiðum á Breiðdalsgrunni
austan við Berufjarðarálinn siðan
á laugardag. Strax á laugardag
hefði verið haft samband við
landhelgisgæzluna og hún beðin
un að stugga við togurunum, þar
sem þeir voru að veiðum innan
um íslenzk fiskiskip. En ekkert
varðskip kom. Þá var aftur haft
samband við Landhelgisgæzluna
á sunnudaginn. Svarið, sem
fékkst var, að varðskip væri á
Ármann á
Alþingi á
105 þús. kr.
KNUTUR Bruun hélt bóka-
uppboð í Átthagasal Hótel
Sögu í gær, og voru boðin upp
100 númer. Það verk, sem fór á
hæstu verði, var Ármann á Al-
þingi 1.— 4. árgangur
1829—1832, en 105 þús. kr
voru boðnar í verkið. Er þetta
hæsta verð, sem boðið hefur
verið í bók á uppboðum Knúts.
Áður átti Fjölnir metið, enþað
var 85 þús. kr.
Gott
heilsufar
í borginni
„HEILSUFAR í Reykjavík
hefur verið gott í haust. Engir
alvarlegir kvillar hafa komið
upp. Það eru helzt þessir
sígildu háls- og kvefsjúkdóm-
ar, sem hafa skotið upp kollin-
um,“ sagði Jón Sigurðsson
borgarlæknir, þegar við rædd-
um við hann í gær.
Sagði Jón, að ef tekið væri
mið af árstíma, þá mætti segja,
að heilsufar borgarbúa hefði
verið með bezta móti. Ilverju
það væri að þakka væri ekki
gott að segja, kannski góðri tfð.
Samningafundir
á Norðurlandi
EINS og kunnugt er af fréttum,
klauf Alþýðusamband Norður-
lands sig út úr samninganefnd
Alþýðusambands tslands við yfir-
standandi kjarasamninga. Ætlar
Alþýðusamband Norðurlands að
semja eitt og sér við vinnu-
veitendur á Norðurlandi.
Öskar Garibaldason. formaður
Verkamannafélagsins Vöku á
Siglufirði sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að samninga-
nefnd ASN og vinnuveitenda á
Norðurlandi hefðu ekki enn
komið saman. Undirnefndir
hefðu að vísu starfað um nokkurt
skeið, en nú væri gert ráð fyrir,
að samninganefndirnar kæmu
saman i lok vikunnar.
Óánægðir með
kvöldfréttatímann
Eskifirði 20. nóvember.
MEGN óánægja er rfkjandi hér
með kvöldfréttatíma hljóðvarps.
Almennt missir fólk hér af frétta-
tímanum kl. 18.30 og nú hafa
starfsmenn við byggingu Hrað-
frystihúss Eskifjarðar sent
útvarpsráði undirskriftalista þess
efnis, að fréttatíminn verði hafð-
ur seinna en nú er. Hér á eftir er
svo orðsending starfsfólksins:
Við Éskfirðingar viljum mót-
mæla breyttum fréttatíma hljóð-
varps á kvöldin og teljum, að
Iðnlánasjóður lánar 10%
til skipasmíða innanlands
IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ hefur
ákveðið að fela stjórn Iðnlána-
sjóðs að annast úthlutun og
afgreiðslu á 10% lánum vegna
skipasmfða innanlands, en af-
greiðsla þeirra lána var áður f
höndum Framkvæmdastofnunar-
innar. Þessum lánum er ætlað að
styrkja samkeppnisaðstöðu
fslenzkra skipasmfðastöðva með
því að veita hærri lán til skipa,
sem smfðuð eru innanlands en
þeirra, sem smfðuð eru eða keypt
erlendis.
Mun iðnaðarráðuneytið beita
sér fyrir þvf, að lögum um Iðn-
lánasjóð verði breytt þannig, að
þau nái til þessa nýja verkefnis
og að tryggt verði fjármagn til
þess.
fréttatíminn kl. 18.30 þjóni aðal-
Iega takmörkuðum hópi fólks, svo
sem skrifstofufólki, sem yfirleitt
hættir snemma í vinnu, en alls
ekki öllum þorra verkafólks og
iðnaðarmanna og þá sérstaklega
fólki úti á landi, sem yfirleitt
hættir ekki vinnu fyrr en kl. 19 á
kvöldin. í bæ eins og Eskifirði
með 900 — 1000 íbúa má fullyrða,
að 70 — 80% bæjarbúa missa af
fréttum kvöldsins í hljóðvarpi.
Því förum við fram á það, að
fréttatíminn verði færður á
sama tima og hann var fyrir
breytinguna.
Fréttaritari.
Lyftari og leigu-
bíll í árekstri
MJÖG harður árekstur varð um
kl. 08 á mánudagsmorgun á
mótum Ilringbrautar og Njarðar-
fötu, er gaffallyftari og leigu-
bifreið lentu saman. Verulegar
skemmdir urðu á bifreiðinni og
tveir menn, sem á henni voru,
hlutu minni háttarmeiðsli.
leiðinni. Ekki var skipið komið í
gærkvöldi og í gær höfðu skip-
stjórarnir á Barða og Ilvalbak
haft samband viðGæzluna. Fengu
þeir þá eitthvað loðin svör. Og því
spyrja skipstjörarnir. Á ekki að
verja landhelgina?
A móti frjálsum
fóstureyðingum
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi ályktun, sem Kvenfélag
Sayðárkróks sendi til alþingis.
„Fundur hakdinn f Kvenfé-
lagi Sauðárkróks mótmælir
eindregið þeim ákvæðum frum-
varps til laga um fóstureyðingar
o.fl., sem miða að þvf að gera
fóstureyðingar frjálsar. —Skorar
fundurinn á háttvirt alþingi að
fella þessi ákva'ði úr frumvarp-
inu. _
Nýir fulltrúar
Landbúnaðarráðherra hefur ný-
verið skipað tvo nýja fulltrúa
f landbúnaðarráðuneytið. Eru
þeir Haukur Jörundsson búfræð-
ingur og Guðmundur Sigþórsson
búnaðarhagfræðingur.
Hákoni veitt
lausn
frá embætti
FORSETI tslands hefur aðtillögu
dómsmálaráðherra veitt Hákoni
Guðmundssyni yfirborgara-
dómara lausn frá embætti frá 1.
janúar nk. að telja samkvæmt
eigin ósk.
Hákon Guðmundsson erfæddur
18. október árið 1904. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR vorið 1925
og embættisprófi f lögfræði frá
Háskóla íslands árið 1930. Hákon
var skipaður hæstaréttarritari
árið 1936 og gegndi þvf embætti
til ársins 1964, er hann var
skipaður yfirborgardómari.
Auk þessa hefur Hákon gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum
öðrum, m.a. verið forseti Félags-
dóms frá stofnun hans 1938.