Morgunblaðið - 27.11.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR27. NÖVEMBER 1973
3
Minningar að vestan
En Wilma tolldi Utiðá sviðinu, hún virtist kunna bezt við sig úti f salnum með áhorfendum, sem
sungu og klöppuðu með henni.
Kom - söng og sigraði
Það er fremur óvenjulegt, að
fslenzkir áheyrendur syngi al-
mennt með listafólki, sem þeir
eru að hlýða á, og jafnvel enn
óvenjulegra, að þeir rfsi úr sæt-
um sfnum sem einn maður
fagni þvf með lófataki og
húrrahrópum. En þetta hvort
tveggja gerðist í Háskólabfói á
sunnudagskvöld, þegar þau
Wilma Reading og John
Hawkins héldu tónleika með
hljómsveit Félags fslenzkra
hljómlistamanna.
Ástæðan var augljós þeim
sem voru svo heppnir að ná sér
í miða, en það voru mun færri
en vildu. Wilma Reading er
ekki aðeins frábær söngkona,
sviðsframkoma hennarog hæfi-
leiki til að hrífa áheyrendur og
fá þá með sér upp f sjöunda
himin tónlistar er nokkuð, sem
við sjáum ekki oft hér á landi.
John Hawkins er ekki síðri á
sínu sviði og hann hefur að
sögn reynzt hljómsveit FÍH
gullnáma, sem hefur og á eftir
að auðga hana verulega. Fróðir
menn halda því fram, að eftir
nokkurra mánaða frekari
æfingar í þessum dúr verði
hun orðin fyrsta flokks og
frambærileg hvar og með
hverjum sem er. Og þá gæti
ævintýrið byrjað. Ray Lehr,
eiginmaður Wilmu er starfs-
maður fyrir skemmtikrafta í
heiminum, og hann hefur lýst
því yfir, að ef áhugi væri fyrir
hendi og svo hljómsveit FÍH,
væri ekkert þvf til fyrirstöðu að
fá einhverja af frægustu
skemmtikröftum heims til að
koms hér við. Hann hefur í því
sambandi nefnt nöfn eins og
Engelbert Humperdinck, Tom
Jones, Andy Williams og Gil-
bert O’Sullivan.
Þetta er í þriðja skipti,
sem Wilma kemur hingað
til lands, en nú f des-
ember verður hún hlaupandi
milli leikhúsa í Austur-og Vest-
ur-Berlín, þar sem hún er ráðin
til að skemmta. HUn er hins
vegar fastráðin í að koma aftur
til Islands í júní næstkomandi.
Sjónvarpið tók skemmtunina á
sunnudag upp á myndsegul-
band og gefst því væntanlega
fleiri tækifæri til að njóta
hennar, þótt vafasamt sé, að sU
„stemmning", sem þar nkti,
komist alveg til skila á skján-
um. x
Sviðið f Háskólabfói: Wilma syngur, Hawkins spilar og stjórnar o
Ray situr við sfn elektrónisku tæki fyrir framan sviðið og stilli
hl jóðnemana eftir þvf, sem við á.
Vilja rann-
saka Hafstein
íþriöjasinn
HAFSTEINN Björnsson, miðill,
er nýkominn heim úr annarri
ferð sinni til Bandaríkjanna, þar
sem hann var til rannsóknar
vegna óvenjulegra miðilshæfi-
leika hjá vfsindamönnum við
sálarrannsóknastofnun American
Society for Psychial Research f
New York. Með honum f förinni
var dr. Erlendur Haraldsson, sem
tók þátt í rannsóknunum ásamt
bandarísku vísindamönnunum.
Hafsteinn hélt vestur 12.
október sl. og bjó hann ásamt
konu sinni í húsi sálarrannsókna-
félagsins, en það á 5 hæða hús við
73. stræti. Að félaginu standa
aðilar Ur öllum fylkjum Banda-
ríkjanna og i byggingu þess fer
fram mikið starf allt árið um
kring. Starfsliðið er 6—8 manns,
auk prófessoranna, sem annast
yfirstjórn vísindastarfsins. I
byggingunni eru skrifstofur,
fundasalir, bókasafn og ein hæðin
er rannsóknarstöð, búin margvís-
legum vísindatækjum. Til stofn-
unarinnar berast skýrslur
hvaðanæva úr heiminum um dul-
ræn fyrirbrigði og eru þau könn-
uð mjög ftarlega.
1 upphafi dvalar si|jnar fyrir
vestan hélt Hafsteinn almennan
miðilsfund þar sem saman voru
komnir Islendingar búsettir í
New York og einnig Bandaríkja-
menn. Allir miðilsfundir voru
teknir upp á segulband af starfs-
liði stofnunarinnar.
Hafsteinn hafði einnig skyggni-
lýsingarfundi, bæði fyrir hópa og
einstaklinga. Var hann einangr-
aður í herbergi og gestir hafðir í
öðru á meðan athuganirnar voru
gerðar. Fékk Ilafsteinn hvorki að
sjá gestina né vita nöfn þeirra.
Ýtarlegar rannsóknir fóru fram
á líkama Hafsteins, bæði í dá-
svefni og einnig á skyggnilýsing-
arfundum. Ýmsum vísindatækj-
um var komið fyrir á höfði hans
meðan athuganirnar voru gerðar.
Skýrslur um niðurstöður rann-
sóknanna verða ekki birtar fyrr
en að ári liðnu.
Ein tilraunin, sem gerð var á
Ilafsteini, var að láta hann segja
til um hluti, sem komið var fyrir í
lokuðu herbergi á annarri hæð í
húsinu. Fundargestir gátu ekki
vitað neitt um þetta og hugar-
lestur því ekki mögulegur. Nokkr-
ar slíkar tilraunir voru gerðar.
Ilafsteini er kunnugt um að tvær
þeirra a.m.k. tókust fullkomlega.
Ilafsteinn Björnsson dvaldi í
tvær vikur í New York og á hverj-
um degi hafði hann 2—4 fundi.
Áður en hann hélt heim fékk
hann afhenta skýrslu stofnunar-
innar um rannsóknirnar, sem
gerðar voru í ferðinni 1972. For-
ystumenn sálarrannsóknastofn-
unarinnar hafa óskað eftir því við
Hafstein, að hann komi aftur á
næsta ári til enn frekari rann-
sókna.
Þess má geta, að á skyggnilýs-
ingarfundi i Austurbæjarbíói kl.
9 á miðvikudagskvöld mun Ævar
Kvaran skýra frá ýmsu úr efni
skýrslunnar um fyrstu rann-
sóknarferð Hafsteins til New
York og fleiru um sálarrannsókn-
ir, sem nú farafram.
Dr. Erlendur Haraldsson, sem
för vestur með Ilafsteini, er nú í
Indlandi við rannsóknarstörf
ásamt vísindamanni frá sálar-
rannsóknastofnuninni í New
York.
myndefni allt aftur til landnáms-
aldar — i þann mund er Æsir og
KriStur eru að bftast um sálir áa
okkar og þar segir frá heiðinni
konu, sem berst gegn kristninni.
,,Ég hef alltaf málað frá íslandi,
jafnvel öll þessi 19 ár, sem liðu,
án þess að ég kæmi heirn," segir
Maria. „Og ég hef alltaf haft
mikla þörf fyrir að segja frá, það
er víst ríkt i öllurn íslendingum.
En samt reyni ég að gera hverja
mynd þannig úr garði, að hún geti
staðið sjálfstæð. Margar mynd-
anna eru með naturalísku yfir-
bragði, en í mínum huga eru þær
fremur ljóð en náttúrulýsingar.”
María hefur einnig skotið fáein-
um myndum, sem ekki eru i
reynd tengdar fyrrgreindum
flokkum, inn í sýninguna, og má
þar nefna stórt málverk.sem hún
nefnir Njálsbrennu. Á þeirri
mynd byxjaði hún hér í Reykjavík
f fyrra, þegar hún var hér í heim-
sókn.
Sýning Maríu Ólafsdóttur verð-
ur opin daglega frá 2 — 10 til
mánudagsins 3. desember.
Tillaga á Alþingi:
Z verði tek-
in upp aftur
Fram er komin á Alþingi tiI-
laga til þingsályktunar uni að
hrundið skuli þeirri ákvörðun að
fella z niður 1 fslenzku ritmáli.
Flutningsmenn þessarar tillögu
eru þeir Sverrir Hermannsson
(S), sem er fjTsti flutnings-
maður, Helgi F. Seljan (Ab),
Ellert B. Schram (S) og Bjarni
Guðnason (ut.fl.). Talið er, að
auk þessara þingmanna muni
vera verulegur stuðningur við
málið í þinginu.
Greinargerðin, sem fylgir til-
lögu þessari, er stutt og án mála-
lenginga. Ilún hljóðar svo:
„Ákvörðunin um að fella z niður i
ritmáli er tuidanhald. Öllu undati-
haldi, er varðar fslenzkt mál, talað
eða ritað. ber þegar í stað að snvia
í sókn ."
r
María Olafsdóttir opnar
sýningu í Norræna húsinu
MARtA H. Ólafsdóttir opnaði
málverkasýningu f Norræna hús-
inu sl. laugardag kl. 2. Þetta er
fyrsta sjálfstæða sýning Marfu
hérlendis, en hún hefur verið bú-
sett f Danmörku síðustu 26 árin.
Þar hefur hún sýnt árlega með
samtökum myndTistarföTks, sem
nefna sig SE, og eins hefur hún
haldið þar nokkrar sjálfstæðar
sýningar. Hér heima hefur hún
átt fáeinar myndir á samsýning-
um á undanförnum árum.
A sýningu Maríu í Norræna
húsinu eru alls um 40 myndir.
Sýningunni skiptir María f tvo
myndaflokka, og eru þeir frá
tveimur tfmabilum. Ilinn fyrri
nefnist „Þegar amma dó“. Er sá
málaður á árunum 1962 — 64, en
myndefnið er sótt til Vestfjarða
árið 1924. María fæddist þar —
nánar tiltekið í Vindheimum í
Tálknafirði árið 1921, en í þessum
myndaflokki rifjar hún upp
bernskuminningu um jarðarför
ömmu sinnar. María hafði ekki
vitjað fósturlandsins um árabil,
þegar hún málaði þessar myndir,
og ekki var laust við, að það lædd-
ist að henni sá grunur, að minni
hennar um litbrigði vestfirzkrar
náttúru væri eitthvað farið að
ryðga. „En einmitt þegar ég var
að fást við eina af þessum mynd-
um, leit Hörður (Ágústsson, en
hann og Karl Kvaran voru með
Maríu á Listaakademfunni) við
hjá mér, og égspurði hann auðvit-
að, hvort litirnir í myndinni væru
ekki út í bláinn hjá mér. — Nei.
þetta er alveg eins, sagði hann, ég
er einmitt nýkominn frá Vest-
f jörðum. — Þetta gladdi mig mik-
ið,“ segir Marfa.
Ilinn flokkurinn nefnist Kol-
finnusaga. Þar sækir María sér
Marfa við málverk sitt — Njálsbrennu.