Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 Lífsreynslusaga ljósmóður Halldór Pjetursson: SÓL AF LOFTI LÍÐUR. Þættir úr Iffsreynslusöeu Þorbjargar Guðmunds- dóttur Ijósmóður frá Ólafsvfk. Skuggsjá 1973. LlFSREYNSLUSAGA Þorbjarg- ar Guðmundsdóttur Ijósmóður frá Ölafsvík hlýtur að vekja athygli fyrir það, hve hreinskilin og opin- ská Þcrbjörg er. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, segir hiklaust skoðun sína á sam- ferðamönnum, stundum kannski af full mikilli hörku og vægðar- leysi. Þótt ég sé ekki dómbær um allar ályktanir Þorbjargar Guð- Þorbjörg Guðmundsdóttir. mundsdóttur er ég ekki viss um, að orð hennar séu sprottin af mis- skilningi. En lof -Þorbjargar og þökk fá margir. í eftirmála segir hún: „Ég hef kynnst mörgu góðu fólki og það orðið mér ómetanleg- ur styrkur. Það er líka veganesti að kynnast ranghverfu með bræðra sinna.“ Um minningu Jóhanns Jónsson- ar skálds frá Ólafsvík hefur lengi leikið töfraljómi. Þcrbjörg Guð- mundsdóttir eykur við þann ljóma í þætti sfnum af Steinunni Kristjánsdóttur, móður Jóhanns. Steinunn var móðursystir Þor- bjargar. Um Steinunni segir Þor- björg m.a.: „Steinunn var lítil vexti, ákaflega nett og fíngerð, fjörmikil og skörp. Gáfur hafði hún góðar, en naut engrar mennt- unar. Hún var geysifróð eins og það er orðað á gamla vfsu, kunni ódæmi af gömlum sögnum, sögum og ævintýrum. Af þessum brunni jós sonur hennar Jóhann Jónsson, hið ógleymanlega skáld.“ Jón Þor- steinsson, maður Steinunnar, var ekkjumaður, þegar þau kynntust 30 árum eldri en hún. Að sögn Þorbjargar var fátækt þeirra mikil og margir erfiðleikar mættu þeim. Þau hjón voru um tíma vinnuhjú á Staðastað hjá séra Eiríki Briem og þar fæddist Jó- hann skáld. Eftir lát Jóns var Steinunn ráðskona hjá Kristjáni Þórðarsyni frá Rauðkollsstöðum. Hún lést 1944. Steinunn hafði beðið Þorbjörgu að varðveita bréfin, sem Jóhann skrifaði henni frá Þýskalandi. „Milli þeirra mæðgina hafði alltaf ríkt einstök ástúð, svo ég hefi vart kynnst slíku,“ segir Þorbjörg. Bréfasafnið var orðið mikið, því Jóhann lét ekki líða langt á milli bréfanna til móður sinnar. En hvernig þessi bréf glötuðust „vegna hugsunarleysis og fá- kænsku“, eins og Þorbjörg orðar það.lýsir hún á sársauka- fullan hátL Óhætt er að leggja trúnað á þau orð hennar, að bréf Jóhanns hafi verið bók- menntafjársjóður. Allar heimild- ir um Jóhann Jónsson, skáldið, sem orti Söknuð, eru auðvitað verðmætar. Bréfunum lýsir Þor- björg með þessum orðum: „Ég hafði lesið flest eða öll þessi bréf og áhrif þeirra vara enn. Þetta voru engin venjuleg sendibréf. Hann skrifaði móður sinni allt, sem I hugann kom, langanir og f ramtíðarhorfur, með glæsilegum litum. Segja má, að skáldskapur- inn sindraði af hverju orði.“ Hinu innilega sambandi Jó hanns og móður hans lýsir Þor björg Guðmundsdóttur á eftir- minnilegan hátt. Hún segir frá bernsku Jóhanns, draumlyndi hans og óvenjulegum næmleika. I Ytri-Skógarnesi var Jóhann eitt sumar, en kunni ekki við sig. Hann lifði í annarlegum hugar- heimi. Þorbjörg segir: „Eg sá hann við slátt í Skógarnesi, og satt er það, að ekki leizt mér á sláttulagið. Fyrr em varði var hann rokinn upp um öll fjöll, eða lá einhvers staðar úti í náttúr- unni. Þar átti hann sína vöku- drauma og sá skáldlegar sýnir.“ Jóhann veiktist snemma af berkl- um og urðu þeir banamein hans. Hann lést í Þýskalandi 35 ára að aldri. Vinur Jóhanns, Halldór Laxness, reisti honum veglegan minnisvarða með útgáfu kvæða hans og ritgerða (1952) og með kafla um hann I Skáldatfma. En ástæða er til að þakka Þorbjörgu Guðmundsdóttur fyrir framlag hennar í Söl af lofti líður. Margir kaflar í Sól af lofti líður eru trúverðugar heimildir um snæfellskt mannlíf. Daglegu lífi I Miklaholtshreppi og í Ólafsvfk er glögglega lýst. Margir sérkenni- legir menn koma við sögu og að sjálfsögðu er ekki hægt að skrifa bók um Snæfellsnes án þess að minnast á Áma prófast Þórarins- son. En hræddur er ég um, að sú mynd, sem dregin er upp af pró- fastinum, verði umdeild, enda gengur hún i berhögg við ævisögu hans, sem Þorbjörg Guðmunds- dóttir segir að sé „engin heildar- lýsing á séra Áma“. Draumar Þorbjargar fá allmik- ið rúm í bókinni, enda eru þeir ekki ómerkir. Frásagnir af slys- förum eru nokkrar. Meðal annars er sagt frá, þegar maður Þor- bjargar, Steinþór Bjarnason, slas- aðist og ljótum eftirleik þess slyss. Einnig er lýst slysi sonar hennar, Sgurðar Steinþórssonar, en hann lenti f spili með hræðileg- um afleiðingum. Björn Pálsson flugmaður sem flutti Sigurð til Reykjavíkur, lét svo ummælt, að hann hefði aldrei séð jafn illa slasaðan mann. Átakanleg er lýsing á sjóslysi í Ólafsvlk 1924. I fjörunni eru menn með lukt að leita að týndum hlut. Menn, sem staddir eru um borð f bát í ofsaveðri fyrir utan höfnina, halda, að verið sé að benda þeim að lenda. Þetta kost- aði líf þriggja manna. Ljósmóðurstörfum Þorbjargar er að vonum lýst og sýna frásagn- ir af þeim æðruleysi hennar og þrautseigju, en þau einkenni koma vel fram í Sól af lofti líður. Haukur Ingibergsson: HUÓMPLÖTUR Ólafur Þ. Jónsson LP, MONO SG-hljómplötur Þeir eru sennilega margir. sem ekki kannast við Ólaf Þ. Jónsson. Valda þvi einkum langdvalir Ólafs við nám og starf erlendis. nú síðast við óperuna í Mainz í Þýskalandi en alls eru árin erlendis orðin u.þ.b. tíu, eða síðan Ólafur var um 25 ára að aldri. Alit að einu er Ólafur Þ. Jónsson einn sá besti tenór- söngvari. sem Island hefur alið og er það mikill skaði. að Ölafur skuli ekki sjá sér fært að koma oftar frarn fyrir íslenska áheyrendur en raun ber vitni. Ur þessu hafa SG-hljóm- piötur nú reynt að bæta með útgáfu piötu. þar sem Ólafur syngur 14 lög eftir jafnmarga íslenska höfunda. Er þar bæði að finna þjóðkunn lög Emils Thoroddsen. Sigvalda Kalda- lóns og Sigfúsar Einarssonar sem nýrri lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Leif Þórarinsson. Flest þessi lög eru Ijóðræn. og þar nýtur hin bjarta rödd Ólafs sín einkar vel og kemur í Ijós. að Ólafur á ekki svo langt eftir til að jafnast á við konung íslenskra tenóra. Stefán íslandi. Þá er eftir að geta um þátt Ólafs Vignis Albertssonar pianóleik- ara, en mikil næmni og margvfs legir hæfileikar gera honum mögulegt að leika undir alls konar söngstíl hinna ýmsu söngvara. Eyjaliðið EP, STEREO Fálkinn Þessi plata er unnin í sjálf- boðavinnu og rennur ágóðinn til uppbyggingar í Yestmanna- e.vjum og það eru að meirihluta brottfluttir Vestmannaeyingar. sem koma hér frant. Arni Johnsen syngur lag sitt og ljóð „Eyjan mín", sent ort var. er eldgosið stóð sem hæst. Þetta er ekta „Árnaslagur" með ein- faldri laglfnu og þjóðlegu yfir- bragði. Arnþór og Gisli Helga- synir leika lag Arnþórs „Vestamannaeyjar". sem nálgast það að vera á þennan óákveðna en margumtalaða heimsmælikvarða. Ber þetta lag af öðrum á plötunni. Brynjólfsbúð flytur lag Arna Sigfússonar „Heimaey" og er það nýtískulegasta verkið á plötunni og samið á heimspeki- leganhátt. Að lokuni syngur svo Asi í Bæ ganialt lag eftir Alfreð Þórðarson. sem heitir Heinta- slóð. Það. sent einkuni er merki- legt við þessa plötu. er. hversu gott dænti hún er um tónlistar- líf í Eyjum. hversu vel hún tengir yngri og eldri tíma og speglar átthagatryggð þessara manna. sent og flestra þeirra. sent aldir eru upp í Vestmanna- eyjum. Einnig er rétt að benda á sérstaklega smekklegan trommuleik Sigurðar Þórarins- sonar. Gilbert O’Sullivan I’m a writer, not a fighter LP, Stereo Fálkinn Ekki er hægt að segja. að þessi nýja plata söngvarans. píanóleikarans og laga- höfundarins Gilbert O'Sullivan sé honum til mikils álitsauka. Þvert á móti virðist fiest benda til. að Gilbert O'Sullivan sé staðnaður. Þetta sést best. ef platan er borin saman við plötuna „Baek to front", sem kont út um sama leyti f fyrra. því að þessi plata er afskaplega svipuð í alla staði. Utsendingar eru eins og samvaxnir tvíburar. sem og söngmáti. Þá eru lögin svipuð, nema hvað lögin á þessari plötu eru i heild óáheyrilegri. þótt til séu undan- tekningar eins og A friend of mine. They _ have only themselves to blaine og Get down. Og það. að tvö af tíu lögum plötunnar hafa áður komið út á litlum plötuin gæti bent til þess. að Gilbert O'Sullivan sé konúnn í ein- hvers konar kreppu. annað- hvort með hugmyndir eða tíina. John Lennon Mind Cames LP, Stero Plötuporlið Sú þögn. sem ríkt hefur hjá John Lennin síðasta árið. hefur valdið því. að ýnisir hafa gert því skónaaðhannværiaðend urnýja lífsstílsinn ogtónlist. Sú hefur þó ekki orðið raunin á. Þessari nýju plötu hans má skipta niður i þrennt eftir efnisvali. I fyrsta lagi eru bar- áttusöngvar og lög um frið á jörð, s.s. tittillagið Mind games, sem er heilmikil ballaða með mikilli útsé'ndingu. Bring on the Lucie og Only people. I öðru lagi eru lög um eða til Yoka Ono og eru það i heild bestu lög plölunnar. s.s. One day. of the blue og You are here. I þriðja lagi eru lög um önnur efni svo sem rokkarinn Tight as og Meat City. Þetta eru sent sagt allt göntul viðfangs- efni hjá Lennon og þrátt fyrir að mörg laganna séu góð og öll tæknivinna í besta lagi verður þetta tæplega talið til þes^ besta, sem Lennon hefur látið frá sér fara á plötu. Ekkert pukur Gunnar Gunnarsson: BETA GENGUR LAUS. Skáldsaga. Utgefandi: Hilmir 1973. „HVERNIG stendur á því að fólk er ekki opinskárra? Hvers vegna þetta sífellda pukur? Það er yfir- leitt bannað að tala hreint út um hluti. Pólitík, kynferðismál, bók- menntir, heilsufar. Allt sem skipt- ir máli?“ Þessi orð eru úr nýrri skáldsögu eftir ungan rithöfund, Gunnar Gunnarsson að nafni. Beta geng- ur laus heitir bókin og er á marg- an hátt óvenjulegt byrjandaverk. Höfundurinn virðist ekki stefna að því að sigra heiminn með ódauðlegu bókmenntaverki, held- ur snýr sér beint að því að lýsa umhverfi, sem hann þekkir best: Reykjavfk nútímans. Það er ýkt mynd, sem Gunnar Gunnarsson dregur upp af Reykjavík, en líklega er hún trú- verðugri en'margur heldur. Beta gengur laus er æsisaga, söguþráð- ur hennar er reyfaralegur; áhersla er lögð á að koma lesand- anum á óvart með hispurslausum viðhorfum, hneyksla æruverðuga borgara. Ekki veit ég samt hvort Beta hneykslar marga. Flestir munu hafa gaman af sögunni. BOKMENNTIR Gunnar Gunnarsson Efnistökin eru fjörleg og oft er höfundurinn bráðfyndinn. 1 upphafi sögunnar kynnumst við hjónunum Betu og Ölafi mál- fræðirektor. Okkur er m.a. kynnt kynferðislíf þeirra. Ungur frændi Ólafs, Aðalsteinn aðnafni, verður brátt miðpunktur sögunnar. Hann er af Suðurnesjum og stundar nám í Verslunarskólan- um, en lærir fljótt að hagnýta sér tækifæri lífsins. Aðalsteinn gerist heildsali og einn daginn rænir hann hinni blóðheitu Betu frá frænda sínum. Málfræðirektorinn fer á Klepp, en Aðalsteinn og Beta skemmta sér. Um framhald sögunnar verður ekki upplýst hér. Persónulýsingar Gunnars Gunnarssonar rista ekki djúpt. Engu að síður gerir hann virðing- arverða tilraun til að skýra gerðir söguhetja sinna. Hann kemur með dæmi úr æsku Betu til að varpa ljósi á kynfýsn hennar, sem er í eðli sínu þörf eftir frelsi, uppreisn gegn borgaralegum siða- boðum. Margir rithöfundar fást einmitt við að lýsa þessu sama, til dæmis Klaus Rifbjerg í Dan- mörku, og hann grípur ofttil reyf- aralegra stílbragðaf þvf skyni, Ég er ekki að líkja þeim Rifbjerg og Gunnari saman, margt skilur þá að eins og vonlegt er. En Gunnar Gunnarsson er þrátt fyrir sinn „óbókmenntalega stíl“, ef ég mætti komast svo að orði, að fást við álíka viðfangsefni og margir samtímarithöfundar. Það verður þess vegna fróðlegt að fylgjast með því hver þróun hans verður. Hin yfirborðslega og ungæðislega saga um Betu (eða Ólaf, kannski fyrst og fremst um Aðalstein) vekur vonir um að hér sé á ferð- inni rithöfundur, sem er óhrædd- ur að fást við viðkvæm efni sam- tímans. Það er að minnsta kosti skemmtilegt að fá í hendur skáld- sögu eftir ungan mann, sem stork- ar flestum bókmenntalegum regl- um og gerir það án þess að úr verki hans verði lágkúra. Kannski þarfnast fslensk skáldsagnagerð þeirrar spennu, sem reyfarahöf- undar bjóða upp á? Ungir skáld- sagnahöfundar eru farnir að velta þessu fyrir sér. Mér dettur í hug Þráinn Bertelsson, sem hefur samið athyglisverðar skáldsögur með æsilegu ívafi. riitasT imliiíi uaauon>jii) íi ’l111 ! í í so :s ’c} j :: i i f i 'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.