Morgunblaðið - 27.11.1973, Síða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973
SÁLUFÉLAG-
ARMÍNIR
JOHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR UM QQ|<^[\yi^[\|[\j-[-|p^
Farvegur þjóðlífsins
(JR VESTURBYGGÐUM
BARÐASTRANDAR-
SÝSLU
Safnað hefur Magnús
Gestsson.
Skuggsjá 1973.
Jón Gfslason:
UR FARVEGI ALDANNA.
Fyrsta bindi.
Skuggsjá 1973.
1 FYRRA kom Ut bókin Mannlíf
og mórar í dölum eftir Magnús
Gestsson, skemmtileg bók og fróð-
leg um marga hluti. NU hefur
MagnUs sent frá sér bók með efni
Ur Vestur-Barðastrandarsýslu.
Flestir þættirnir í bókinni eru frá
fyrstu áratugum þessarar aldar
og sumir þeirra eru frá síðustu
árum. Enginn fyrnskublær er þvf
yfir þáttunum.
Það, sem einkennir þessa þætti
öðru fremur er gamansemi; sumir
þeirra eru nánast skrýtlur. Þórð-
ur Guðbjartsson á Patreksfirði,
fóstri Jóns Ur Vör, er þekktur
fyrir tilsvör sín. Eftir sögnum
MagnUsar Gestssonar að dæma
hefur hann gaman af að stríða
höfðingjum þessa heims eins og
prestum og sýslumönnum. Sagt er
frá því, þegar hann reyndi að fá
prestinn og sýslumanninn á Pat-
reksfirði í uppskipun á kolum og
hvernig honum tókst að sannfæra
afgreiðslumann nokkurn um, að
hann reri við þriðja mann á trillu.
Drottinn var sá þriðji á trillunni
og það kom sér vel, þegar önglar
voru skammtaðir.
Sögurnar af Þórði Guðbjarts-
syni leiða hugann að Þorpi Jóns
Ur Vör, til dæmis ljóðinu Vetrar-
degi, þar sem segir frá kaup-
manni þorpsins. Kaupmaðurinn
leggur höndina á rauðhærðan koll
drengsins og stingur tveim kex-
kökum í lófa hans. En augnaráð
fóstrans veldur því, að drengur-
inn skilar gjöfunum aftur án þess
að þakka. Jón Ur Vör tileinkaði
Þórði Guðbjartssyni 2. útgáfu
Þorpsins.
Nóg er af skemmtilegu og læsi-
legu efni í bók MagnUsar Gests-
sonar. Sagt er m.a. frá Helga í
Raknadal, Guðmundi Jónssyni
vinnumanni, Gunnlaugi Kristó-
ferssyni, Eiríki á Konungsstöð-
um, Jóni bónda í Breiðavík og
séra Þorvaldi Jakobssyni. Dul-
rænu frásagnirnar eru magnaðar
og sama er að segja um sagnir af
fjörulöllum og sjóskrímslum.
Sagt er frá niðrilegu, sem er stórt
sjóskrímsli „á að gizka um tutt-
ugu faðmar á lengd, með tvo fjall-
háa hnUka upp úr hryggnum" og
kemur upp á sjöára fresti.
Það gefur bók MagnUsar Gests-
sonar aukið gildi, að hún sínir,
svo ekki verður um villst, sam-
hengi íslenskrar þjóðtrúar. Is-
lendingar hafa sfður en svo glat-
að trúnni á dulræn fyrirbrigði.
Um það vitna nýjustu sögurnar í
bókinni.
Um þessa bók Magnúsar Gests-
sonar eins og bókina frá í fyrra
má segja, að hún er vel skrásett.
Höfundurinn hefur auga fyrir
aðalatriðum I frásögn, en forðast
útúrdúra.
Jón Gíslason, sem nú sendir frá
sér fyrsta bindi ritsafns, sem
hann nefnir Ur farvegi aldanna,
hefur birt eftir sig marga sagna-
þætti f blöðum og tímaritum. Auk
þeirra hafa birst hugleiðingar eft-
ir Jón um söguleg efni.
í Úr farvegi aldanna eru sagnir
og fróðleiksmolar af Suðurlandi.
Jón segir frá flóðinu mikla í Hvftá
árið 1889, lýsir horfnum atvinnu
háttum, birtir brot Ur sögu sunn-
lenskra höfuðbóla og lýsir bygg-
ingu ölfusárbrúarinnar. Meðal
sagnanna eru sagnir úr Laugar-
dælahverfi, þáttur um sænaut hjá
Loftsstöðum og annar um dul-
arfullt hvarf Blómsturvallarimna.
En það, sem gefur bók Jóns
mest gildi, eru þjóðsögur séra
Steindórs Briem, prests f
Hruna. Þjóðjsögurnar voru
ætlaðar til birti^gar í safni Jóns
Amasonar, en komust þangað
ekki. Sögur séra Steindórs eru
mergjaðar draugasögur eins og
sagan um Staðardrauginn, sem
hristi framan í mann nokkurn
blóðug lungun og lifrina. I
Mýrdalssendingunni er sagt frá
konu, sem býr til köku Ur tíða
blóði sínu og gefur manni til þess
að ná ástum hans. Maðurinn
kemst að þessu ráðabruggi og
bregst hinn versti við, en konan
hét því að senda honum sendingu.
Prestsdóttirin í Hruna er dæmi-
gerð íslensk draugasaga eins og
þær gerast bestar.
Þær sagnir, sem Jón Gíslason
skráir sjálfur, eins og til að
mynda sagnir frá Svarfhóli,
gjalda þess, hve honum er
ósýnt um að vanda mál sitt og
gæta hófs f frásögn. Efni-
Jón Gfslason
viður Svarfhólssagnanna er
góður, en Jón spillir honum
með marklitlum ályktunum.
ÚtUrdúrar fara ekki vel í sagna-
gerð eins og þessari. Mestu máli
skiptir að komast að efninu og
leyfa lesandanum að geta í eyð-
urnar. Endurtekningar og ofnotk-
un lýsingarorða lýta stfl Jóns, en
þótt Jón sé yfirleitt margorður
getur hann sagt vel frá. Hann
þarf aðeins að beita sjálfan sig
aga.
Sagnir frá byggingu Ölfusár-
brúarinnar taka mikið rúm í bók-
inni, en eru því miður of þurrleg-
ar. Höfundurinn leggur mest upp
Ur alkunnum staðreyndum og að
vegsama Tryggva Gunnarsson.
Lítil saga frá brúarvígslunni
varpar ljósi á hugsunarhátt fólks
á þessum tíma. Bóndi nokkur
miklaðist af því að hafa drukkið
Ur sama staupi . og Hannes
Hafstein. Jón Gíslason þarf að
leggja meiri rækt við aðgrafa upp
sögur af þessu tagi, ef hann ætlar
ritsafni sínu þann hlut að verða
eftirminnileg þjóðlífslýsing.
Ur farvegi aldanna ætti að geta
orðið góð heimild um sunnlenskt
mannlíf, ef höfundurinn vandar
sig betur í næstu bindum. Af
nógu er að taka og áreiðanlega er
Jón Gíslason meðal fróðustu
manna um hérað sitt.
„Hvergi hræddur hjörs í þrá”
Brjóstbirta og náungans-
kærleiki
Torfi Halldórsson á Þor-
steini Re 21
segir frá sitthverju beggja
megin réttvísinnar
Bókaútgáfan Örn og Örlyg-
ur hf. 1973
Þó að ég hafi kynnzt mörgum
sjómönnum um ævina og þá ekki
sízt vestfirzkum, hef ég aldrei hitt
Torfa Ilalldórsson, sem eftir mik-
ið veraldarvaf stur hefur nú setzt
að á Hrafnistu. En oft hafði ég
heyrt á hann minnzt og um hann
talað, áður en ég sá nokkuð frá
honum á prenti. Ilann var sagður
nokkuð drykkfelldur, ófyrirleit-
inn og fíkinn í fjárhættuspií, en
öllum, sem nokkuð verulegt til
hans þekktu, kom saman um, að
hann væri dugandi sjómaður,
fiskinn skipstjóri og veðurglögg-
ur og ágætur stjórnari í vondum
veðrum. Hann var og sagður vel
viti borinn og slóttugur, þegar
honum þætti það henta, berorður
og meinyrtur þá er svo bæri und-
ir, og fyndinn og skopskyggn með
afbrigðum. Og mjög var haft á
orði, hver sjór hann væri af
skrýtnum og skemmtilegum sög-
um. Þá var og það, að þeir, sem
höfðu haft af honum nánust
kynni, sögðu hann hinn bezta
dreng, vinfastan og hjálpsaman,
hreinskiptinn og mikinn mann-
þekkjara — og síður en svo lægi
hann á þeim brestum, sem væru í
fari hans sjálfs.
Svo kom þá að því, að Á^eir
Jakobsson sagði eftir honum sög-
ur í bök, sem kom út fyrir nokkr-
um árum, og voru þar lýsingar á
nokkrum afburða skipstjórum og
aflamönnum, sem hann hafði
kynnzt. Virtust mér þær svo skýr-
ar og nærfærnar og gæddar svo
miklu lífi, að eftir lestur þeirra
dró ég ekki í efa glöggskyggni
Torfa Halldórssonar á galla og þó
einkum kosti þeirra manna, sem
hann haf ði á annað borð lagt rækt
við að þekkja sem gerst.
Þá kom Ut I fyrra ævisaga
Torfa, rituð af honum sjálfum, og
kennir þar margra grasa, meðal
annars sagt frá brellum hans f
bernsku og æsku, og kemur þar i
ljós, að hann og faðir hans, hinn
músikalski söngmálafrömuður
Bolvíkinga, Halldór Hávarðsson,
hafa lítt átt skap saman. Er það
lúmskur grunur minn, að það hafi
á ýmsan hátt mótað sitthvað í fari
Torfa, sem honum hefur lítt horft
til heilla. I bókinni frá í fyrra,
sem heitir Klárir í bátana, er sagt
frá fjölmörgu í þróun íslenzks
sjávarútvegs, sem vert er að
þekkja og muna, og ennfremur
frá skipstjórum og Utgerðarmönn-
um, sem alkunnir voru, og vissu-
Bára blá. Sjómannabókin
1973 Útgefandi sjómnna-
blaðið Víkingur.
FYRIR nokkrum dögum fékk ég
senda bók, sem heitir Bára blá.
Henni fylgdi miði, sem á var rit-
að:
Kæri Hagalín.
Mér þætti sízt miður, þótt þú
minntist einhversstaðar „sálu-
félaga“ okkar í Báru blá.
Guðmundur Jensson"
Eg held mér sé óhætt að fullyrða,
að til séu rithöfundar sem ekki
séu síður hégómlegir en ég, en
vissulega snart það mig notalega,
að ritstjóri Vikingsins skyldi
kalla mig „sálufélaga" sjómanna
enda tel ég það sannmæli en ekki
oflof. Ég ákvað svo að lesa bók-
ina eins fljótt og mér gæfíst
tóm til, og sannarléga þótti
mér vænt um, að
lestri loknum, að komast að
þeirri niðurstöðu, að hennar væri
vert að geta að góðu.
Efnið hefur Guðmundur Jens-
son valið, og er það allt Ur
gömlum og uppseldum árgöngum
Víkingsins nema kvæðið Eldgosið
í Vestmannaeyjum eftir Jónas
Guðmundsson, rithöfund og
myndlistarmann. Bókinni lýkur
á fjórum kvæðum, og er þar kly-
kkt Ut með kvæði Jónasar.
HUn flytur annars tuttugu frá-
sagnir og sögur og einni betur.
Þar af eru 16 frumsamdar, og eru
höfundar þeirra 15, þar af ein
kona, Astrid Vik Skaftfells, sem á
þarna vel ritaða smásögu, er ger-
ist á hernámsárunum við strend-
ur Noregs, og mætti af sögunni
ætla, að frU Skaftfells hefði ekki
aðeins sem farþegi á sjó komið. I
hópi hinna höfundanna eru tvö
þjóðkunn skáld, Einar Bragi og
Jóhannes Helgi. Hef ég frétt, að
Einar Bragi, sem sagnaskáld,
hafi ritað söguna 17 ára gamall,
og bendir hún ótvirætt til þess, að
hann hafði ekki siður getað ritað
sögur en ort ljóð. Þáttur Jóhann-
esar Helga í bókinni heitir Saltar-
inn og segir frá þvf, þá er hann
févana unglingur ræðst i það að
vinna við höfnina, þegar Hval-
fjarðarsíldin kom þar öllu í upp-
nám. Ber frásögnin skýr höfund-
areinkenni Jóhannesar Helga, og
er hún rituð af svo djörfu, sann-
eðlilegu raunsæi, að hún á vissu-
lega skilað að geymast. Þá er
þarna skýr og látlaus og sérlega
velrituð frásögn eftir Halldór
bónda Kristjánsson á Kirkju-
bóli um róðra hans sem
lega ber Torfi flestum betur sög-
una en sjálfum sér.
Svo er það þá bókin í ár, Brjöst-
birta og náunganskærleiki. Þar er
enn getið föður hans, sem hann
hafði þó birt um „lokakafla" i
fyrri bókinni. Þar er sagt frá
ýmsu frá unglingsárunum og
getið ýmissa Bolvikinga, sagðar
ferðasögur og minnzt margra,
merkra manna sem Torfi hefur
þekkt fyrr og síðar, meira eða
minna. Þar bregður hann oft á
leik og segir frá ýmsu ærið
spaugilegu — og þar leysir hann
svo rækilega frá pokanum um sér-
stöðu og veilur sjálfs sín, að ýms-
um mun þykja nóg um, hve djarf-
yrtur og berorður hann er. En
ekki er að efa hæfni hans til að
segja sögur og að hann geri sér
grein fyrir, að vel getur farið á að
ýkja lítið eitt, enda tekur hann
sér I munn þessi orð SigfUsar Sig-
unglings í þrjU vor á
árabáti frá Kálfeyri í Ön-
undarfirði. Lýsir hann mjög vel
hinum fátældega og nöturlega
aðbúnaði- og hugsunarhætti
málfari hinna háöldruðu
sægarpa, sem voru félagar hans.
Og vel er það tilfundið hjá
honum að láta togaramenn koma
f heimsókn til þessara
vermanna, sem sé að leiða
hinn vélvædda nýja tíma til móts
við það, sem við var búið til bjarg-
ræðis á hinni löngu nauðanaótt
þjóðrinnar.
Allir aðrir höfundar hinna
frumsömdu frásagna hafa annað
t”?ggja gert sjómennskuna að
ævistarfi eða á sjónum komið
undir sig fótum til starfa á þurru
landi. Sambærileg greinarkorni
Halldórs á Kirkjubóli er frásögn
Þorbergs skipstjóra Steinssonar
frá Hvammi i Dýrafirði „Aleiðtil
sjávarl892.“ Þorbergur varðafla-
skipstjóri á þilskipum og siðan
hreppstjóri og áhrifamaður í sveit
sinni, en í raunsannri og stuttri
frásögn af hraðför sinni frá ferm-
ingunni til starfs og strits á auð-
vitað vélarlausri skakskútu sýnir
hann mjögljósa mynd af andstæð-
um gamals og nýs.
Maður var nefndur Sveinbjörn
Kristjánsson. Hann átti heima á
ísafirði, var þar aldurhniginn
kaupsýslumaður, þegar ég kynnt-
ist honum, en var sjómaður á
yngri árum sinum. Hann var
ágætur sögumaður, kunni vel að
herma raddir manna og orðalag
og hafði marga*þekkt. Hann var
sem sé vel greindur, og hann var
einnig hið mesta valmenni. Hann
á langa frásögn í þessari bók,
Fiskitúr frá ísafirði um aldamót.
Þar lýsir hann með ágætum sér
kennilegum mönnum, orðalagi
þeirra, athöfnum og viðlyndi, svo
að þeir standa ljöslifandi fyrir
sjónum lesandans, og þá ekki
sizt hinn með afbrigðum ein
kennilegi Guðmundur Sölvason.
Mun ýmsum, sem lesa þennan
þátt, koma til hugar, að sukksamt
hafi verið stundum hjá sjómönn-
um» höfn fyrir þremur aldarfjórð-
Framhald á bls. 31
Guðmundur
G.
Hagalín
skrifar:
Bók-
menntir
fússonar, þjóðsagnaritara: Sagan
heimtarsitt.
I rauninni hefði það getað orðið
mikil bók, skemmtileg, fróðleg og
sérstæð, ef steypt hefði verið í
samfellda heild frásögnunum,
sem Ásgeir Jakobsson ritaði eftir
Torfa og öllu þvf, sem hinar tvær
bækur hans sjálfs, Klárirá bátana
og Brjóstbirta og náunganskær-
leiki, hafa að flytja, og ef til vill
kemur að því, að það verði gert og
kannski einhverju bætt við Ur
hinum mikla minningarsjóði hins
gáfaða, glöggskyggna, skop-
skyggna og brostfelduga mann-
þekkjara og ævintýramanns.
Guðmundur Gfslason Hagalfn