Morgunblaðið - 27.11.1973, Page 15

Morgunblaðið - 27.11.1973, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 15 Willy Brandt og Pompidou ræða olíu- og varnarmál París, 26, nóv. AP-NTB. George Pompidou, forseti Frakklands og Willy Brandt, kansiari Vestur-Þýzkalands, hófu f dag tveggja daga viðræður sínar, hinar þriðju á þessu ári. Helztu umræðuefni þeirra verða olíu- málin, samskipti Evrópu og Bandaríkjanna og stefna Evrópu- rfkjanna ! varnarmálum. A fundi sfnum f dag urðu þeir sammála um nauðsyn aukinnar einingar aðildarrfkja Efnahags- bandalags Evrópu og samræmdr- ar lausnar á þeim vandamálum, sem orkuskortur kynni að hafa í för með sér. Brandt lagði til, að ráðherra- nefnd EBE tæki olíumálin til meðferðar á næsta fundi sinum 3. og 4. desember nk.; en haft er eftir góðum heimildum, að þeir Brandt og Pompidou hafi ekkert um það talað, hvað gera skyidi til hjálpar Hollendingum, sem Arabaríkin settu olíusölubann á eftir að Hollendingar höfðu lýst stuðningi við Israelsmenn. Er haft fyrir satt, að Brandt sé því hlynntur, að EBE-ríkin sýni Ifol- lendingum stuðning í verki en Pompidou hafi á þvf lítinn áhuga. Auk olíumálanna verður eitt heizta viðfangsefni fundar þeirra Brandts og Pompidou hvernig efla megi stjórnmálasamvinnu EBE-ríkjanna. Sömuleiðis er víst, að þeir muni ræða varnarmál Evrópu og afstöðu VesturEvrópu- ríkja til Bandaríkjanna með hlið- sjón af styrjöldinni í október og afleiðingum hennar. Þá er haft eftir frönskum embættismanni, að þeir muni ræða hugmyndir Frakka um sérstaka evrópska skipulagsnefnd í varnarmálum innan vébanda VesturEvrópu- bandalagsins. Segja sömu heim- ildir, að með því að hafa slíka nefnd á þess vegum, verði Banda- ríkin útilokuð frá starfi hennar. Willy Brandt sé þess fýsandi, að nefndin starfi innan vébanda NATO en Frakkar séu þvf andvig- ar, þar eð þeir taki ekki þátt í varnarsamstarfi NATO ríkja. Er fullvíst talið, að erfitt muni reynast að samræma sjónarmið Willy Brandts og Georges Pompi- dous f þessum efnum. Áskorun S.Þ.: HJALPH) AFRIKU RÍKJUM í NEYÐ! 15% minni olía til húsakynd- inga í USA í framtíðinni Washington, 26. nóvember, AP. NIXON forseti boðaði f gærkvöldi lokun bensínstöðva frá laugar- dagskvöldum til niðnættis á sunnudögum vegna olfuskortsins og að dregið yrði úr olfusölu — um 10% til iðjuvera, 15% til hýsakyndinga og 25% til verzlana. Eidsneyti til þotna verður minnkað um 5% frá 1. desember. Alþjóðaflugfélög fá sama eldsneytismagn og 1972, en 7. janúar verður eldsneyti til ailra flugfélaga minnkað um 15%. Nixon sagði, að hann mundi fyrirskipa 50 mílna hámarks- hraða, en 55 mflna hámarkshraða fyrir vöru- og hópferðabifreiðir, sem eyða minn.a magni á þeim hraða. Öþarfa ljósaskreytingar og ljósaauglýsingar verða bannaðar. Olíuskorturinn samsvarar um 17% neyzlunnar, en með þessum ráðstöfunum verður dregið úr neyzlunni um 10%. Væntanlegar Friðarráðstefna í Genf 18. des.? Tel Aviv,26. nóv. AP STJÓRN ísraels hefur birt til- kynningu þess efnis, að hún fallist f grundvallaratriðum á að taka þátt í friðarráðstefnu, er hefjist í Genf 18. desember, sam- kvæmt tillögu Henrys Kissingers, utanríkisráðherra Bandarfkj- anna. Utanríkisráðherra Egypta- lands, Ismail Fahmy, hefur einnig lýst því yfir, að Egyptar séu reiðubúnir til þátttöku og báðir aðiiar staðhæfa, að þeir óski friðsamlegrar iausnar deilumála þeirra svo að þeir geti I ifað f friði. Gert er ráð fyrir, að fulltrúar á ráðstefnunni verði frá ísrael, Egyptalandi, Jórdaníu, Sýrlandi, Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, auk þess sem Kurt Wald- heim, framkvæmdastjöri Sam- einuðu þjóðanna, sitji fundi sem áheyrnarfulltrúi. Samkvæmt áætlun Kissingers, sem Abba Eban, utanríkisráð- herra Isr’ael mun hafa haft heim með sér frá Bandaríkjunum, er gert ráð fyrir, að ráðstefnan verði sett 18. des. en fundum síðan frestað fram yfir þingkosningarn- ar í ísrael, sem fram eiga að fara 31. desember. AP hefur eftir egypzkum em- bættismanni f Alsír í dag, að þessi yfirlýsing ísraelsstjórnar, þar sem hún fellst á ráðstefnuna, hafi verið gefin út á sunnudag í því skyni að skapa úlfúð í dagí Alsír. Agreiningur er sagður veruleg- ur meðal þeirra um hvort þeir eigi að ganga til friðarsamninga við Israel. Sömuleiðis sýnast forystumenn ísraels ekki á eitt sáttir um það, hvort vænta megi árangurs af friðarráðstefnunni. Moshe Dayan, landvarnaráðherra hefur lýst því yfir, að engin von sé um varanlegan frið, þvf að Arabar vilji ekki frið. Golda Meir hefur hins vegar látið í ljós meiri bjartsýni en jafnframt tekið fram, að ekki komi til greina að fela erlendum aðilum að tryggja Framhald á bls. 31 eru fleiri ráðstafanir til að brúa þetta bil. Ilúseigendur verða beðnir að lækka hjá sér hitann úr 23,3 gráðum á celsíus f 20°. DANIR HEIMA 1 Danmörku var sunnudags- akstur bannaður í fyrsta skipti f manna minnum í gær. Alls voru 17 ökumenn teknir fyrir að brjóta bannið. Miklu minna var beðið um leigubíla en búizt var við. 1 þremur öðrum Evrópulöndum var sunnudagsakstur bannaður í fyrsta skipti: Sviss, Luxemburg og Vestur-Þýzkalandi. Ökumenn í Ilollandi og Belgíu þekktu bannið frá fyrri helgum, og ítalía bætist í hópinn um næstu helgi. 1 Sviss braut enginn bannið, í Luxemborg þrjátíu. 1 Vestur- Þýzkalandi fjölgaði lítið far- þegum með járnbrautum og strætisvögnum. I Noregi var bensínsala bönnuð f gær ög bílaumferð var með minna móti. Flugfélagið SAS ætlar að minnka eldsneytiseyðslu Framhald á bls. 31 Sameinuðu þjóðunum, AP. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hefur farið þess á leit við aðildarrfki samtakanna, að þau leggi fram um 30 milljónir dollara og 520.000 lestir af matvælum til þess að bjarga frá hungursneyð íbúum á þurrkasvæðum í Afríku- rfkjunum Chad, Mali, Mauri- 8 bréfsprengjur til Israels Frankfurt, AP. Átta bréfsprengjur voru póst- lagðar f ýmsum pósthúsum í Frankfurt sl. föstudag og áttu öll bréfin að fara til Israels. Tvær sprengjanna sprungu á laugar- dagsmorgun í pósthúsunum, þar sem unnið var að greiningu bréfa og særðust þá tveir póstmenn. taniu, Niger, Senegal og Efri- Volta. Af þessu magni matvæla þurfa um 70.000 lestir að vera sérstök ungbarnafæða, fæða handa konum, sem nýlega hafa alið börn og hala þau á brjósti og sérfæða handa gamalmennum. Yfirmaður FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ., stendur að þessari áskorun ásamt Waidheim cg var hún send frá aðalstöðvum FAO i Rómaborg. Þar segir, að skýrslur þeirra, sem kannað hafi ástandið á þurrka- svæðunum, sýni, að halda verði áfram að veita íbúum þar aðstoð út árið 1974, þvi jafnvel þótt rigni svo, að eðlileg uppskera fáist á næsta ári muni hún ekki duga til að fæða fbúa þessara landsvæða. Volvo hækkar G AUTABORG (NTB) — Volvo- bifreiðar munu hækka í verði á næstunni vegna oliukreppunnar. Hækkandi verð á olíu hefur leitt til þess, að verð á plasti hefur tvöfaldazt, verð á zinki hefur hækkað um 325% og verðá kopar um 100%. Ákveðið verður í lok næsta mánaðar, hve mikil hækkun verð- ur og hvenær hún kemur til fram- kvæmda. Kennedy langefstur Washington, 26. nóvember, NTB. EDW'ARD Kennedy kemur sem fyrr langhelzt til greina sem forseta efni demókrata 1976. Samkvæmt síðustu skoðana- könnun Gallups styður 41% Kennedy, 15% George Wallace frá Alabama, en færri styðja Edmund Muskie, George MacGovern og Ilenry Jackson frá Washington-ríki. Edward Kennedy hefur sagt, að hann ákveði ekki, hvort hann gef- ur kost á sér fyrr en eftir þing- kosningarnar 1974. Svíar reiðast ofbeldi við sendiherra og flóttakonu Stokkhólmi, 26. nóvember. AP.NTB. UTANRÍ KISR AÐHERRA Svía, Sven Andersson, fól f dag Harald Edelstam sendiherra að afhenda Chilestjórn opinber mótmæli vegna meðferðarinn- ar, sem Edelstam og aðrir sænskir sendiráðsmenn fengu þegar þeir reyndu að halda verndarhendi yfir veikri konu frá Uruguay, sem hermenn reyndu að fjarlægja af sjúkra- húsi. í motmælaorðsendingunni er lýst viðurstyggð á því, að kona, sem hafði nýlega gengizt undir uþpskurð og læknar höfðu ráð- lagt að hvílast, var fjarlægð af sjúkrahúsinu og sagt, að það líkamlega ofbeldi, sem var sýnt sænska sendiherranum og sænskum sendiráðsmönnum brjóti í bága undirstöðureglur umfriðhelgi diplómata. Enn fremur segir, að afskipti hermannanna af konunni hafi verið svik við loforð, sem opin- berir sænskir fulltrúar hafi fengið hjá réttum yfirvöldum og þeir hafi treyst. Þess er krafizt, að konan, ungfrú Alonet Freiria, fái þegar I stað að snúa aftur til sænska sendi- ráðsins enda njóti hún verndar þess. „Sendiráðið mótmælir því, sem gerðist og krefst þess, að Chile-stjórn geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að svipuð afskipti endurtaki sig,“ segir í orðsendingunni. Edelstam var tvisvar sleginn niður og neglur voru tættar af honum þegar hann nghélt í sjúkrarúm konunnar. Þegar hann lá í gólfinu klemmdi hann fótunum i hjólin og hann er með kúlu eftir auk annarra áverka. Lögreglumönnunum tókst ekki að yfirbuga sendi- ráðsmennina. Starfsmaður flóttamannanefndar Sam- einuðu þjóðanna tók einnig þátt í áflogunum. Konan er pólitískur flótta- maður frá landi sínu og hefur búið í kúbanska sendiráðinu ásamt um 20 samlöndum. Edel- stam sendiherra hefur gætt hagsmuna Kúbu í Chile síðan starfsmönnum kúbanska sendi- ráðsins var vísað úr landi. Konan veiktist alvarlega í gær og varð að komast á sjúkra- hús. Edelstam bað um að hún fengi óáreitt að leggjast f sjúkrahúsið, en þegar þangað kom tóku lögregla og hermenn á móti þeim. Til öryggis var franski sendiherrann, Pierre de Mendhon, meðí förinni. Lögreglumönnum tókst ekki að fjarlægja konuna þótt þeir kölluðu á liðsauka. Þegar Edel- stam hafði vérið sleginn niður öðru sinni bað lögreglan yfir- mann herlögreglunnar um hjálp. Á meðan fengu sendiherrarn- ir af tur loforð um að konan yrði látin óáreitt, og að hún fengi að fara aftur til kúbanska sendi- ráðsins. En þegar sendiherrarnir komu út úr sjúkrahúsinu um- kringdu þá hermenn vopnaðir vélbyssum. Nokkrir sænskir sendiráðsmenn reyndu að veita viðnám en voru yfirbugaðir og konan var flutt burtu, en var róleg. „Við höfum þungar áhyggjur af þvi hvað verður um hana,“ sagði Edelstam sendiherra. Seinna vísaði utanríkisráðu- neyti Chile mótmælum sænsku stjórnarinnar á bug og sagði að Edelstam hefði ekki útvegað sér nauðsynleg skilríki til þess að flytja sjúku konuna f sjúkra- húsið. Talsmaður ráðunejdisins sagði að ráðuneytið hefði ekkert heyrt um málið fyrr en það fékk skýrslu um það frá sendifulltrúa Chile i Stokk- hólmi. Fullyrðing stendur gegn full- yrðingu því Edelstam segir að hann hafi fengið nauðsynlegt leyfi hjá utanríkisráðuneytinu en lögreglan og hermenn neitað aðtaka það gilt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.