Morgunblaðið - 27.11.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973
17
„Ég hef trú á því, að
hér verði aftur mjög
gott
mann-
líf”
Hið glæsilega sjúkrahús Vestmannaeyja.
••
Nýi spítalinn tilbúini. i ágúst rætt við Orn Bjarnason héraðslækni
„Þetta er eins og á stríðstím-
um," sagði Öm Bjarnason,
héraðslæknir í Vestmannaeyjum,
er biaðamaður Morgunbiaðsins
hitti hann og Pál Zópaníasson
bæjartæknifræðing í nýjasjúkra-
húsinu i Vestm annaeyjum um
helgina, en þá voru þeir að gera
úttekt á öllu sjúkrahúsinu til að
gera eftir verkefnalista fyrir
iðnaðarmenn. Nú er unniðá fullu
við að gera við það, sem aflaga fór
í gosinu, og lýkur því verkefni f
desember. í janúar verður svo
hafist handa við að fuligera
sjúkrahúsið, þar sem frá var horf-
ið, er gosið hófst. Er gert ráð
fyrir, að það verði tekið í notkun f
ágúst á næsta ári.
—Örn, hvernig er aðstaðan til
heilbrigðisþjönustu hér nú?
— Hér er einn læknir, 1
hjúkrunarkona og ritari hálfan
daginn. Ég hugsa, að við séum
ekki ver sett en afskekt land-
búnaðarhéruð. Aðstaðan fyrir
lækninn hér í sjúki-ahúsinu er
ágæt. Við erum flutt inn á neðstu
hæð spítalans, þar sem
þjónustudeildin er. Röntgentæki
eru að vísu óuppsett enn, en von á
tæknimönnum alveg næstu daga
til að setja þau upp. Þá verður
rannsóknarstofan væntanlega
komin í gagnið eftir áramót. Við
höfum aðstöðu til að hafa 2 sjúk-
linga hjá okkur í 1—2 daga á
sjúkrahúsinu, ef flug teppist. Við
getum gert hér að einföldustu
meiðslum, en höfum orðið að
senda allt frá okkur, sem þurft
hefur að röntgenmynda. Við höf-
um verið heppin með veður og
tekizt að koma öllum sjúklingum
frá okkur með flugi, en það er
ákaflega óþægilegt, ef senda þarf
sjúkling með skipi, til Þorláks-
hafnar.
Ilér má skjóta inn í, að frá því
að þetta viðtal var tekið frétti
undirritaður af þvf, að orðið hefði
að senda lítinn sjúkan dreng til
uppskurðar til Reykjavíkur. Þá
var flugvöllurinn ófær og bátur
var mannaður í snatri og hann
sigldi á útopnuðu til lands og var
aðeins þrjá tíma til Þorláks-
hafnar. Ilins vegar var sjúkrabíll-
inn 2 klukkustundir til Reykja-
víkur vegna slæmrar færðai'. Allt
fór þó vel, drengurinn komst á
skurðborðið í tæka tíð og er nú á
góðum batavegi. Ilér vaknar sú
spurnjng, hvort meira öryggi væri
ekki í þvf að hafa staðsetta flug-
vél f Eyjum, þvf að oftast má taka
á loft, þótt ekki sé lendandi. Þetta
mál hefur eitthvað verið rætt, en
ekki hlotið hljómgrunn hjá við-
komandi yfirvöldum.
—Nú eru komin hingaö um
2000 manns, er ekki dálftið rrikið
fyrir einn lækna að þjöna þeim
fj ölda?
—Ég hef ráðið við þetta einn
higað til, en ef fjölgar mikið úr
þessu, verður reynt að bæta við
lækni, en það er eins og kunnugt
er mikill læknaskortur víða ann-
ars staðai’. Læknarnir, sem hér
voru, eru í störfum annars staðar
og bíða eftir, að lokið verði við
spítalann, og sama er að segja um
hjúkrunarkonurnar sem koma til
með að vinna fulla vinnu, starfa
nú flestar á heilbrigðisstofnunum
í Reykjavík.
—Hvernig verður spítalinn full-
gerður?
—Í honum verða 48 sjúkrarúm
á tveimur deildum auk 4 á gjör-
gæzlustofu. Þá er sjúkrahúsið
þannig hannað, að hægt er, ef
nauðsyn krefur, að breyta lækna-
miðstöðinni á annarri hæð í
sjúkrastofur og þarf aðeins að
taka niður tvo veggi, til að hægt
verði að vista þar 16 sjúklinga.
Gert er ráð fyrir, að framkvæmd-
um verði lokið f ágúst nk., en þá
verður að vísu eftir að ganga
endanlega frá kjallara og öðru
slfku. Við getum hugsanlega
byrjað fyrr með aðra deildina.
Gert er ráð fyrir, að sex læknar
starfi við sjúkrahúsið sérfræðing-
ar í skurðlækningum og lyflækn-
ingum, svæfingalæknir, röntgen-
læknir og tveir almennir læknar,
sem fá aðstöðu fyrir sjúklinga á
sjúkrahúsinu. Gert er ráð fyrir,
að hjúkrunarkonur verði 15—20
og meinatæknar, ritarar hjúkrun-
arliðar, gangastúlkur, starfsfólk í
eldhúsi o.s. frv. verði um 50—60
talsins.
—Ilver er áætlaður kostnaður
við sjúkrahúsið fullgert?
— Kostnaður rétt fyrir gos var
orðinn 70 milljónir. Nú er gert
ráð fyrir, að kosti 140 milljónir að
ljúka við og búa spítalann tækj-
um. Þess má geta hér, að hin
stórrausnarlega gjöf Lions-
hreyfingarinnar á Norðurlönd-
um, 30 milljónir króna, nægir til
að kaupa á öllum lausum búnaði
fyrir spítalann, en það hefði bær-
inn annars þurft að greiða einn.
Þá hafa Rauði kross Islans
og Hjálparstofnun kirkj-
unnar samþykkt að veita til
bráðabirgða 40 milljónir kr. af þvf
fé, sem Ilándslag til ísland safn-
aði i Noregi. Er gert ráð fyrir, að
fé þetta verði síöan endurgreitt,
er framlag hins opinbera kemur.
Þá vantar okkur um 30 milljónir
til aðganga endanlega frá sjúkra-
húsinu, en ég hef ekki áhyggjur
af því, að það fé fáist ekki. Þegar
sjúkrahúsið verður fullgert, verð-
ur um mjög glæsilegt og fullkom-
ið sjúkrahús að ræða.
— Það ætti að geta orðið gaman
að starfa á svona glæsilegu og
fullkomnu sjúkrahusi.
— Já, þvi að hér verður mest
um hópstarfsemi að ræða.
— Að loknu Öm, finnst þér
hafa orðið einhver breytíng á
fólkinu frá því fyrirgos?
— Ég var nú úti í Bretlandi við
framhaldsnám, er gosið byrjaði
og kom ekkert heim, því að þess
gerðist ekki þörf, með þá Einar
Yiðreisn
r
i
Vestmanna
eyjum
Val Bjarnason og Kristján
Eyjólfsson hér, sem unnu frábært
starf. Frá því að ég kom heim i
ágústbyrjun, hef ég ekki orðið var
við nein eftirgosseinkenni. Það
hefur aðeins verið um smávægi-
leg mál að ræða, er fólk hefur
leitað til mfn. Þetta fólk er ákaf-
lega bjartsýnt og sér ekkert nema
jákvæðu hliðarnar á gosinu. Ég
hef trú á því, að hér verði aftur
mjög gott mannlíf. Skýringin er
kannski sú, að hið nána sambýli
fólksins hér við nátturuöflin hafi
búið það betur undir að mæta
slfku áfalli og aðlagast nýjum
aðstæðu.
— ihj.
Óm Bjarnason og Páll Zophaníasson við úttekt f sjúkrahúsinu.
Það gefur á bátinn
Ganga
5 millj.
lesta af
loðnu
meðfram
landinu?
LOÐNULÖNDUNARNEFND
og loðnuflutningasjóður hafa
nú sent frá sér skýrslu um
loðnuveiðarnar á sl. vetri f bók-
arformi. Þessi skýrsla er hin
athyglisverðasta aflestrar og
kemur þar margt fram, sem al-
menningi er ekki áður kunn-
ugt. Bókin.sem er 55 blaðsíður,
skiptist f 18 kafla, sem allar
fjalla á einhvern hátt um loðn-
una. Fram kemur í skýrslunni,
að framleiðsluverðmæti loðnu-
afurða á þessu ári eru áætiuð
3.360 millj. kr., sem skiptast
þannig: mjöl 2350 millj. kr.,
lýsi 410 millj. kr. og fryst loðna
600 millj. kr. Á síðasta ári voru
framleiðsluverðmæti loðnuaf-
urða 820 millj. kr. Þannig hef-
ur framleiðsluverðmætisaukn-
ingin orðið rúmlega 300% frá
sfðasta ári.
Flest bendir nú til þess, að
mikil verðmætaaukning verði á
næsta ári vegna loðnuveiðanna,
jafnvel þó að aflinn verði svip-
aður og á þessu ári. Kemur þar
margt til, mjöl- og lýsisverð hef-
ur stórhækkað frá síðasta ári,
líkur eru fyrir aukinni sölu á
frystri ioðnu til Japans og
jafnframt verulega hærraverði
fyrir þær afurðir.
Á þessu ári stunduðu rösk-
lega 80 skip loðnuveiðar að ein-
hverju marki. Nú er útlit fyrir,
að skip, sem stunda loðnuveið-
ar á vetri komanda verði a.m.k.
120—130.
Flutningastyrkir
í kaflanum um starfsemi
loðnulöndunarnefndar segir
m.a., að f byrjun vertíðar hafi
verið greiddir lágir flutninga-
styrkir til margra hafna og var
þá miðað við fjarlægðir frá ein-
stökum veiðisvæðum til við-
komandi hafna. Fljótlega varð
þó ljóst, að lágir flutningastyrk-
ir örvuðu ekki siglingar til f jar-
lsegari hafna.
Þá var tekinn upp sá háttur
aðgreiða háaflutningastyrki til
færri hafna, eða þar sem álitið
var, að þörfin væri mest hverju
sinni. Þetta mæltist vel fyrir og
1. Á þessari mynd sést, hvernig
loðnuafli tslendinga hefur auk-
izt frá 1964—1973.
f mörgum tilvikum má telja
víst, að siglingar til fjarlægari
hafna hafi komið í veg fyrir
löndunarerfiðleika austan- og
suðvestanlands.
Nefndin hafði sérstakan hátt
á skiptingu veiðisvæða varð-
andi styrkveitingar til ein-
stakra löndunarhafna. Alls var
heildarveiðisvæðinu skipt nið-
ur í sjö styrksvæði. 1. svæðið
var fyrir Austurlandi, en 7.
svæðið var Breiðifjörður. Hæsti
flutningastyrkur, sem var
greiddur, var kr. 1,75, en sá
lægsti 10 aurar.
Fyrsta loðnan veiddist 8. jan-
úar, en fór ekki að veiðast í
neimum mæli fyrr en í lok mán-
aðarins. Vikuna 4.—10. febrúar
veiddust 42 þúsund tonn á
svæðinu austan og vestan við
Vestrahorn, sem er mesta veiði
á einu svæði yfir vikutímabil.
Hámarki náði veiðin vikuna
4.—10. marz, en þá veiddustum
69 þúsund lestir, fékkst sá afli á
mörgum svæðum. A svæðinu
2. Móttekið heildarmagn eftir
veiðisvæðum.
austan við Dyrhólaey veiddust
247 þús. lestir, eða um 56% af
heildaraflanum. Alls veiddust á
vertíðinni 440.925.026 lestir, og
aflahæsta skipið var sem kunn-
ugt er Guðmundur RE 29 með
18.098, næsta skip, Eldborg GK,
fékk því sem næst 3000 lestum
minna.
Greiðslur loðnu-
flutningasjóðs
Það var ærið misjafnt, hve
mikið skipin fengu greitt i
flutningastyrki, en öll fengu
þau einhvern flutningastyrk.
Hæsta flutningastyrkinn fékk
Eldborg GK, samtals
5.405.249,00 kr., Guðmundur
RE fékk 4.736.457.00 kr. og
Börkur NK fékk 2.576.795,00
kr. Hæsta flutningastyrk fyrir
hvert veitt kfló fékk Kristbjörg
VE, 89 aura.
Skipting greiðslna loðnu-
flutningasjóðs eftir löndunar-
höfnum var mjög mismunandi.
Á eftirfarandi þremur höfnum
var landað mestu magni af
loðnu, sem flutningastyrkur
var greiddur á: Seyðisfjörður
12.827.808 kg, Revkjavfk
11.716.240 kg og Neskaupstað
ur 11.708.340 kg. En ekki er þar
með sagt, að þessar hafnir hafi
fengið hæstu flutningastyrki,
þá snýst dæmið nokkuð við, þó
að ekki sé mikil breyting. Hæsti
flutningastyrkurinn var greidd-
ur til Siglufjarðar, kr.
11.023.027, Seyðisfjörður
6.841.831 kr. og Neskaupsstað-
ur 5.395.789 kr.
Síldarvinnslan með
beztu nýtinguna
Tuttugu og fimm verksmiðj-
ur tóku á móti loðnu á vertíð-
inni. Á Austfjörðum vartekið á
móti mesta magninu, 11 verk-
smiðjur tóku á móti 188.533
lestum, á Vesturlandi tóku 5
verksmiðjur á móti 146.790 lest-
um og á Suðurlandi tóku 3
verksmiðjur á móti 53.494 lest-
um.
Þær verksmiðjur, sem tóku á
móti mesta magninu, voru:
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
an h.f. 48.736 lestir, Sfldar-
vinnslan h.f. Neskaupstað
38.366 lestir, Fiskiðjan . h.f.
34.360 lestir og Sfldar- og fiski-
mjölsverksmiðjan Akranesi
25.422 lestir.
Framleiðsla mjöls og lýsis hjá
einstökum verksmiðjum var
nokkuð mismunandi. Heildar-
framleiðsla loðnumjöls varð 62
þús. lestir og heildarfram-
leiðsla loðnulýsis tæpiega 21
þús. lestir. Meðalnýting loðnu-
mjölsframleiðslunnar varð
14,84% og loðnulýsisframleiðsl-
unnar 4.98%. Heildarnýting
varð því að meðaltali 19,82%.
Eftirfarandi þrjár verksmiðj-
Framhald á bls. 23.