Morgunblaðið - 27.11.1973, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973
Ungir sjálfstæðismenn:
Islands lag
— eftir Hallgrím
Helgason
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
bókin Islands lag eftir Hallgrím
Helgason og er hún gefin út af
Leiftri. A bókarkápu segir svo I
kynningu ábókinni:
Höfundur segir í formála:
„Tilgangur þessa þátta er að
bregða ljósi að lífi sex merkra
brautryðjenda á sviði íslenzkra
tónmennta. Fyrir mér vakti fyrst
og fremst að draga upp mynd af
aevi þeirra meðhliðsjón af undra-
verðum árangri við örðug skilyrði
nýs landnáms.
Tómenntauppeldi nýtímans
hefst með Pétri Guðjohnsen.
Grundvöllur að þjóðlegu sönglifi
er fyrst lagður af Bjarna Þor-
steinssyni. Ami Thorsteinson og
Sigvaldi Kaldalóns flytja lands-
búum fagnaðarboðskap islenzks
einsöngslags. Björgvin
Guðmundsson byggir upp
máttugan kórsöng I stóru formi og
Jón Leifs semur þjóðleg hljóm-
sveitarverk og berst fyrir viður-
kenningu á andlegum eignarrétti.
Innan ævimarka þessara sex
forystumanna á 19. og 20. öld er
gerð tilraun til þess að lýsa
íslenzkri tónlistarþróun. Hún
sýnir, að íslands lag á formælend-
ur fjölmargra i framfarafúsu
landi, sem þráir að tjá sig I söng
og tónum, alveg eins og fyrrum I
dýrri óðlist.
Megi sex-þáttungur þessi efla
skilning á hlutverki íslenzkra tón-
Iistarmanna í söng og sarntíð."
Nemendur MR:
Krefjast aðgerða í hús-
s
næðismálum skólans
ÞAÐ hefur lengi verið vitað, að '
míkið ófremdarástand ríkir í
húsnæðismálum Menntaskól-
ans í Reykjavík, en sjaldan hef-
ur ástandið verið verra en í
haust. Og þar með sannast mál-
tækið „lengi getur vont versn-
að“. Nemendur MR, sem komu
að máli við Mbl. í gær, sögðu
það eitt aðaleinkenni nemenda
MR, að þeir fengju oft höfuð-
verk og sömuleiðis bakverk.
Ilöfuðverkinn vegna lélegrar
loftræstingar í skólanum, bak-
verkinn vegna þess, að þeir
gætu ekki rétt úr fótunum í
kennslustundum.
Sögðu þeir, að þegar M.R.
hefði tekið til starfa fyrir 127
árum hefðu nemendur skólans
verið 60, en núna væru þeir
900. Þrátt fyrir þessa stóraukn-
ingu hefði framkvæmdavaldið
ekki séð ástæðu til stórfram-
kvæmda f byggingamálum skól-
ans. Aðeins eitt hús hefði verið
byggt af þess hálfu, Casa Nova
árið 1964.
Því hefði skólinn orðið að
leita í ýmiss konar bráðabirgða-
húsnæði eins og t.d. gamalt
gripahús. Utihús þessi væru
dreifð víða um gamla bæjar-
hlutann og kennarar og nem-
endur þyrftu að hlaupa milli
húsa í frímínútum. 1 svo niður-
drepandi og ömurlegu húsnæði
hlytu þreyta og leiði
dhjákvæmilega að gera vart við
sig, og því varla hægt að búast
við góðum árangri nemenda,
þrátt fyrir sífellt vaxandi kröf-
ur.
Vegna þessa ástands hefði
verið haldinn fundur um hús
næðisvandamál skólans I gær.
— Reyndar gátu ekki allir nem-
endur skólans komið á fundinn,
þar sem fundarsalurinn rúmar
aðeins lftinn hluta nemend-
anna. — Á fundinum var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
Ilúsnæði Menntaskólans í
Reykjavik er með öllu óviðun-
andi og engan veginn í sam-
ræmi við þær kröfur, sem gerð-
ar eru til eðlilegs skólahalds.
Því er brýn nauðsyn á, að hús-
næðisvandamál skólans verði
leyst þegar í stað.
Það eru því skýlausar kröfur
fundarins: 1. Að Alþingi veiti
nú þegar við afgreiðslu fyrir-
liggjandi fjárlaga fé til kaupa á
þeim húseignum, sem standa í
vegi fyrir öllum byggingafram-
kvæmdum á vegum skólans.
2. Að þegar verði hafizt
handa við undirbúning að ný-
byggingu, sem leysi af hólmi
bráðabirgðahúsnæði skólans að
Laufásvegi 7, Miðstræti 12 og
víðar.
Segja nemendur, að ekki sé
hægt að ganga lengur fram hjá
skólanum f fjárveitingamálum.
Fé sé veitt til allra menntaskóla
í landinu nema MR. Þeir fari
ekki fram á annað en að byggt
verði hús með nokkrum
kennslustofum f. Ilins végar
megi benda á margt, sem bæta
Frá hinum fjölmenna fundi nemenda MR. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna hélt ráðstefnu um öryggis-
mál Islands s.I. sunnudag í Miðbæ
við Háleitisbraut þar sem Björn
Bjarnason lögfræðingur flutti
erindi. A ráðstefnunni var sam-
þykkt ályktun, þar sem segirm.a.,
að það séu beinir öryggashags-
munir fslands, að enn um sinn
verði á Islandi lið til varnar og
eftirlits með svæðinu umhvefis
landið. tslendingar hljóti auk
þess að líta til öryggishagsmuna
bandalagsþjóða okkar f Atlants-
hafsbandalaginu, einkum Norð-
urlanda, sem telji öryggi sínu
ógnaðef varnarliðið hyrfi á brott.
I lok ályktunarinnar eru allir
lýðræðissinnar í landinu hvattir
til að sameinast í baráttu gegn
því, að farið verði með öryggis-
mál fslands af algjöru ábyrgðar-
leysi nú á næstu mánuðum.
Ályktunin fer hér
á eftir í heild
I.
i umræðum um öryggismál Is-
lands verða menn að gera sér
grein fyrir, hver staða öryggis-
mála Evrópu og - raunar alls
heimsins er, hvort sem mönnum
eru þær staðreyndir, sem þar við
blasa, Ijúfar eðaleiðar.
Grundvöllur umræðna, sem nú
standa fyrir dyrum um gagn-
kvæman samdrátt herafla
Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins f Miö-
Evrópu, er það jafnvægi, sem þar
hefur verið ríkjandi f vígbúnaði.
Á Norður-Atlantshafi er staðan
allt önnur. Þar hefur ekki skapazt
hliðstætt jafnvægi, sem greini-
legast kemur í ljós af
síauknum umsvifum norðurflota
Sovétríkjanna á þessum slóðum.
Auk þess er hætta á, aðárangur
viðræðnanna um samdrátt her-
afla í Mið-Evrópu leiði til þess, að
spenna aukist á jarðarsvæðunum,
þ.e.a.s. á Norður-Atlantshafi og
Miðjarðarhafi, vegna hugsanlegs
tilflutnings herafla Varsjár-
bandalagsins til þessara svæða.
Islenzk stjórnvöld þurfa því að
fylgjast vandlega með þessari
þróun.
Aður var hægt með all miklum
fyrirvara að fylgjast með stríðs-
undirbúningi og svara slíkum
undirbúningi með varnar- og
varúðaraðgerðum. Þróunin hefur
orðið sú í þessum efnum, með
aukinni tækni og fullkomnari her-
búnaði, að stríðsástand getur
skapazt nánast fyrirvaralaust,
eins og nýlegir atburðir í lönd-
unum við austanvert Miðjarðar-
haf eru glöggt dæmi um.
Við núverandi aðstæður er því
vart hægt að treysta algjörlega á
fjarlægan herstyrk, sem koma
ætti til skjalanna, ef stríðsástand
skapaðist.
II.
Ráðstefanan telur það skyldu
íslendinga að tryggja öryggi sitt
þurfti. Iþróttahúsið sé svo til
ónothæft og geti jafnvel talizt
heilsuspillandi, þrátt fyrir að
þar eigi menn að öðlast hreysti.
Ekki sé hægt að sætta sig Ieng-
ur við yfirlýsingar og loforð
ráðamanna. Nemendur hafi
gripið til aðgerða fyrir tveimur
árum og þá hafi verið gef in góð
loforð, en ekkert gert. Ef ekk-
ert verði gert að þessu sinni, sé
ekki um annað að ræða en að
grípa til róttækra aðgerða. Það
sé ekki hægt að líða það, að
elzta og virtasta menntastofnun
landsins sé látin drabbast nið-
ur.
Bentu þeir á, að í Reykjavík
hefði ekki verið sparað að veita
fé í Ilamrahliðarskólann, enda
væri þar mikill munur á allri
aðstöðu. Sjálfur fþróttasalur
MR væri heldur minni en
kennarastofan f MH, og skrif-
stofa rektors í MH væri heldur
stærri en kennarastofan í MR.
Hlutí þátttakenda á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um öryggismál.
og eigi í þeim efnum samleið með
öðrum vestrænum ríkjum. Á
þessum forsendum erum við
aðilar að varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja i Atlantshafsbanda-
laginu.
Ljóst er, að Sovétríkin leggja
ofurkapp á að efla flotastyrk sinn
á Norður-Atlantshaf i og ógna með
því siglingarleiðum milli Norður-
Ameríku og Evrópu. Island er á
miðju Norður-Atlantshafi og
þaðan má halda uppi eftirliti og
verja þetta mikilvæga svæði og
koma í veg fyrir, að áhrifasvæði
Sovétríkjanna taki endanlega til
þess.
Félli ísland innan herfræðilegs
áhrifasvæðis Sovétríkjanna, gætu
þau áskilið sér rétt til pólitfskra
áhrifa í landinu, svo sem gerzt
hefur í Finnlandi. Því er ekki
eingöngu um árásarhættu að
ræða af útþenslu Sovétflotans
heldur ekki síður um óbærilegan
pólitiskan þrýsting, sem til kæmi
í skjóli ógnunar af nálægum
herstyrk.
Það eru því beinir öryggishags-
munir Islands, að enn um sinn
verði í landinu lið til vamar og
eftirlits með svæðinu umhvefis
landið. Auk þess hljótum við að
líta til öryggishagsmuna banda-
lagsþjóða okkar í NATO, einkum
Norðurlanda, sem telja öryggi
sínu ógnað, ef varnarliðið hyrfi
nú frá Islandi.
Af framantöldu er ljóst, að
hernaðarlegt mikilvægi Islands er
meira en nokkru sinni, og því
væri algjört ábyrgðarleysi, bæði
gagnvart íslendingum og banda-
lagsþjóðum þeirra í Atlantshafs-
bandalaginu, ef varnarliðið hyrfi
á brott. Þá myndi bresta einn
mikilvægasti hlekkurinn í
vörnum vestrænna ríkja.
III.
Ráðstefnan varar við sýndar-
tillögu þeirri, sem Iögð hefur
verið fram á Alþingi, og felst í
orðaleik um aðgreiningu á
varnar- og eftirlitshlutverki
varnarliðsins.
Ráðstefnan telur aðendurskoða
þurfi tilhögun varna á íslandi
með hliðsjón af aðstæðum á
hverjum tíma. Ilins vegar telur
hún, að slík endurskoðun hl jóti að
miða að þvi einu að tryggja öryggi
okkar og bandalagsþjóðanna.
Stefnt verði að því, að menningar-
leg og félagsleg áhrif varnarliðs-
ins á ísl. Þjóðlíf verði sem
minnst. Sennilegt er að gera megi
ýmsar breytingar á samskiptum
Islendinga við varnarliðið, þannig
að þessara sjónarmiða sé enn
betur gætt en nú er.
Ráðstefnan hvetur alla lýð-
ræðissinna í landinu til að
sameinast í baráttu gegn þvf, að
farið verði með öryggismál
Islands af algjöru ábyrgðarleysi
nú á næstu mánuðum.
Einangrunarplötur f loft
kennsluhúsnæðisins við Mið-
stræti detta oft á tfðum ofan á
koll nemendanna.
Hvetjum
í öryggis-
málunum
samemast
il. yiu
1 I
.i, ti4 íiiíjo jbv /íi.> ái ( yi>á > t* ' 4
-ii o i;J a ja ticiJii J\iiJ*Jllli liJIJll l'lvjOiJJ