Morgunblaðið - 27.11.1973, Side 19

Morgunblaðið - 27.11.1973, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 19 Sigurlaug Bjarnadóttir borgarfulltrúi: Skjótra úrbóta þörf 1 málefnum drykkjusjúkra Vandi drykkjukvenna brýnastur úrlausnar A fundi borgarstjórnar fyrr f þessum mánuði var vísað til borg- arráðs tillögu frá Sigurlaugu Bjarnadóttur (S). Tillaga Sigur- laugar var svohljóðandi: Alvarlegt ástand rfkir f mál- efnum drykkjusjúkra í Reykja- vfk og þörf margþættra og sam- ræmdra aðgerða þeim til hjálpar af hálfu ríkis og borgar. Meðal nauðsynlegra úrræða hefir Félagsmálaráð Reykja- víkurborgar ftrekað bent á lítil vistheimili (5—8 manna) fyrir áfengissjúklinga f afturbata og farið fram á fjárveitingu undan- farin tvö ár til stofnunar slíks heimilis. Borgarstjórn leggur þvf áherilu á, að á f járhagsáætlun fyrir næsta ár verði gert ráð fyrir tveimur slikum heimilum. Ennfremur, að þegar i stað verði gerðar ráðstafanir til hjálpar nauðstöddum drykkju- sjúkum konum f Reykjavfk, sem nú eiga sér ekkert athvarf. Sigurlaug Bjarnadóttir (S): Þrásinnis hefur verið bent á það hversu nauðsynlegt er, að sam- vinna takist milli þeirra aðila, sem vinna að lausn hinna gífur- legu vandamála áfengissjúklinga. En sem dæmi um, hversu vand- inn, sem fyrir liggur, er stór, má minna á könnun borgarlæknis á þessum málum, eina af mörgum úttektum á hinu ömurlega ástandi þessara mála. I skýrsl- unni kemur m.a. fram, að á sl. ári hafi þrír heimilislausir áfengis- sjúklingar látizt í fangageymslum lögreglunnar og að i október, á einni nóttu, hafi 15 heimilislausir áfengissjúklingar verið teknir til geymslu hjá lögreglunni. Það má því ljöst vera, að stór- átaks er þörf. Nú er það svo, að skyldur gagn- vart áfengissjúklingum hvíla að mestu á ríkinu. En lögum sam- kvæmt á geðsjúkrahús ríkisins að reka eftirfarandi starfsemi: 1. Móttökudeild, er annist meðferð og rannsóknir á drykkjusjúkling- um. 2. Sjúkrarými til skammtíma meðferðar. 3. Lækningamiðstöð fyrir þá, sem ekki þarfnast inn- lagningar. 4. Eftirmeðferð fyrir þá, sem lagðir hafa verið inn. 5. Hæli til meðferðar þeirra, sem ekki er talið, að verði veitt með- ferð á annan hátt. Þaðer alkunna, að Kleppsspítalinn hefur engan veginn getað sinnt þessu vegna húsnæðisskorts og manneklu. En nokkuð mun úr rætast við bygg- ingu gæzluvistarhælisins að Vífilsstöðum, sem tekið verður í notkun I lok næsta árs, — von- andi. í lögum um meðferð drykkju- sjúkra er gert ráð fyrir því, að sveitarfélög geti fengið styrk frá gæzluvistarsjóði til framkvæmda við byggingu hæla fyrir drykkju- sjúka. Ekki bendir neitt til þess, að Reykjavík muni eiga þar að vænta mikiis framlags, ef taka má mið af framlögum ríkisins til bygginga dagvistunarheimila og sjúkrahúsa í borginni, sem þó eru lögbundin. Reykjavík rekur þó nokkra starfsemi til hjálpar þeim, sem orðið hafa undir í viðureigninni við Bakkus. Þar má meðal annars nefna áfengisvarnanefnd Reykja- víkur, er vinnur að fræðslustarfi um bindindis- og áfengismál. Nefndin hefur ókeypis húsnæði frá borginni, en á að öðru leyti að kostast af ríkinu. Hjá áfengisvarnadeild Ileilsu- verndarstöðvarinnar er veitt læknis- sálfræði og hjúkrunar- þjónusta I formi viðtala og félags- legra leiðbeininga. Til deildarinn- ar leituðu á sl. ári 386 einstakl- ingar þar af 101 í fyrsta skipti. Geðdeild Borgarspitalans tekur árlega á móti fjölda áfengissjúkl- inga. Árið 1972 voru þeir 60 af þeim 314, sem þar nutu læknis- hjálpar. Þá rekur Félagsmálastofnun borgarinnar starfsemi ^.þessa átt, en þeir, sem þar starfa, reka sig jafnan á það geigvænlega að- stöðuleysi, sem háir öllum raun- hæfum aðgerðum í þessum málum. Rétt er þó að geta um starf gistiskýlisins í Þingholtsstræti, sem nú hefur starfað á vegum borgarinnar í 4 ár. Aðsóknin að því fer stöðugt vax- andi og á sl. ári voru gistinætur þar 2600, en munu' á þessu ári sennilega verða 36oo. Miðað við aðstæður allar hefur verið unnið þarna mjög gott starf, þvf fyrir utan að veita húsaskjól og að- hlynningu hefur 47 einstakl- ingum af þeim 117, sem þangað leituðu á síðasta ári, verið veitt hælis- eða spftalavist, útvegað húsnæði og vinna. 1 tillögu minni er gert ráð fyrir, að veitt verði fé til byggingar tveggja lítilla heim- ila, sem skapi áfengissjúklingum, sem eru í afturbata, heimilislega og félagslega aðhlynningu og styðji þá til sjálfsbjargar. Þetta kostar auðvitað fé, en ætli það kosti meira heldur en það kostar semfélagið allt í beinhörðum peningum að vinnukraftur allra þess- ara aðila skuli glatast um alla framtíð. Svo ekki sé minnzt á alla A FUNDI borgarstjórnar í sfð- ustu viku var tillögu frá Markúsi Erni Antonssyni um aðstoð f skól- um við unglinga, er sýna af sér hneigð til afbrota, vfsað til fræðsluráðs. Tillagan var svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að fela fræðsluráði að gera tillögur um sérstaka aðstoð f skólum við þau börn og unglinga, sem sýna hneigð til afbrota. Verði miðað við að fá kennara, til að aðstoða sérstaklega þá nemendur, sem hér um ræðir. Stefnt skal að þvf að hraða skipulagi þessara mála með það fjrir augum, að kostnaðaráætlun Iiggi fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar borgarinnar. í ræðu, sem borgarfulltrúinn flutti með tillögu sinni, drap hann á mörg athyglisverð atriði varð- andi afbrot unglinga í borginni. Markús Öm Antonsson (S): Reykvíkingum er ljóst, að þótt fámenni sé meira hér en annars staðar í höfuðborgum, megi þó vel greina á yfirbragði borgarlífsins ýmsa drætti stórborgar sam- félagsins, bæði jákvæða og miður góða. í tillögu minni er aðeins fjallað um einn anga af vandamálum, sem segja má með nokkurri vissu að „stórborgarbragur" Reykjavík- ur hafi innibyggð. Ég flyt þessa tillögu í þvf augna- miði, að borgaryfirvöld kanni nú vissa leið, sem ég hygg að gæti reynzt happadrjúg í viðleitni okk- ar til að fást við vandamálið með fyrirbyggjandi ráðstöfunum og án þess að hefta frelsi þeirra ungu borgara, sem um er að ræða, með innilokun á stofnunum eða í fangelsum. Hér með vil ég þó lýsa þeirri skoðun minni, að þörfin fyrir slík úrræði er vissulega fyrir hendi, þegar f algjört óefni er komið. Þvið fer víðs fjarri, að hægt sé að afgreiða mál- in á þann veg, að 13—14 ára unglingur, sem af ein- hverium ástæðum hefur hneiezt þá ótölulegu óhamingju og skemmandi áhrif á líf annarra, sem áfengisvandamálið hefur óhjákvæmilega. 1 lok tillögu rninnar er maelzt til, að strax verði gerðar ráðstaf- anir til hjálpar drykkjusjúkum konum, en þar er ástandið enn ömurlegra en hjá körlunum. Núna munu vera í borginni 5 til 10 konur, sem eru gjörsamlega heimilislausar og hafa hvergi höfði að halla. En ekki var talið æskilegt að hafa bæði karla og konur í gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Vegna sérstakrar góðvildar frænda okkar á Norður- löndum er árlega hægt að vista 4—5 konur erlendis á drykkju- hælum. En þvi miður oft með sorglega litlum árangri. Mikið hefur verið leitað að hentugu húsnæði fyrir kvenna- heimili í þessu skyni. Nú hefur losnað húsnæði, sem Vernd hafði hjá borginni að Grjótagötu 14. Þar tel ég, að koma eigi upp slíku heimili tafarlaust. í bréfi, sem borgarráði barst nýverið frá bindindisráði krist- inna safnaða, er rætt um nauðsyn þess að koma upp dagvistun fyrir drykkjusjúka, þetta tek ég vissu- lega undir. Mjög nauðsynlegt væri að geta komað á fót dagvistun i gistiskýlinu í Þing- til afbrota, sé stimplaður ófor- betranlegur glæpamaður. Áður en nokkurn dóm er hægt að kveða upp í þvf efni, verður að skoða nákvæmlega hver uppeldisleg áhrif hafa verið reynd og hverrar leiðsagnar unglingurinn hefur notið eftir að kunnugt varð um brot hans. Á vegum rannsóknarlögregl- unnar i Reykjavík var í fyrra tek- in saman skýrsla yfir þá einstakl- inga, undir 16 ára aldri, sem sam- kvæmt skýrslum hennar höfðu brotið af sér þrisvar sinnum eða oftar. Þeir reyndust vera 33 tals- ins, þar af tyær stúlkur, en af- brotatilfelli þessara 33 voru sam- tals 111. Afbrotatíðnin er misjafn- lega há hjá unglingunum en dæmi þess að hjá einum og sama aðilanum hafi verið skráð 25 af- brot á einu ári. Heimilin eru mjög misjafnlega undir það búin að takast á við vandamál af þessu tagi. Mörgum foreldrum fallast algjörlega hendur, og verður í sjálfu sér ekki álasað fyrir það, A FUNDI borgarstjórnar nýverið var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 3 að heimila áframhaldandi vfnveitingar f veitingahúsinu Röðli við Skipholt f Reykjavfk. Sigurjón Pétursson (K) hóf umræður um þetta mál og kvaðst leggjast algerlega gegn leyfisveit- ingu, hér væri verið að ganga á rétt íbúanna í nágrenninu og auk þess sýndu skýrslur, að ástandið við húsið um helgar væru mjög slæmt. Steinunn Finnbogadóttir (SFV) kvaðst ekki vilja svipta Röðul einan leyfinu, taka þyrfti mál allra skemmtistaða i borginni til gagngerðar endurskoðunar. Markús Öm Antonsson (S) benti á, að húsið hefði uppfyllt öll þau skilyrði, sem því hefðu verið sett um breytingar á útgangi, og lögreglan hefði gert ákveðnar ráð- stafanir til þess að draga úr bif- holtsstræti og veita þarf fé til stofnkostnaðar og rekstrar. Vandi er hins vegar að fá heppilegt fólk til þess að veita slika forstöðu, en það hlýtur samt að takast. Og hafi verið þörf fyrir starfssemina í Þingholtsstræti fyrir 4 árum er hún enn meiri og á enn stærra sviði nú í dag. Ég treysti því, þótt i mörg horn sé að lita við gerð fjárhags- áætlunar, að tillaga mín hljóti þar jákvæða meðferð og orðið verði við þeim óskum, sem þar eru fram settar. Guðmundur G. Þórarinsson (F) Ég er ekki sammála því að visa þessum tillögum til meðferðar borgarráðs, ég tel, að borgar- stjórn eigi hér og nú að sam- þykkja þessar tillögur og legg ég fram breytingatillögu við tillögu Sigurlaugar þar að lútandi. Varðandi heimili fyrir drykkju- sjúkar konur vil ég láta í ljós, að ég tel af og frá, að borgin taki eldgamalt hús og óhentugt i alla staði fyrir þessa starfsemi, heldur á að útvega til leigu eða kaups hentugt húsnæði til lausnarþess- um mikla vanda. Steinunn Finnbogadóttur (SFV) og Björgvin Guðmundsson (A) lýstu bæði yfir samstöðu við tillögu Guðmundar. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) kvaðst leggjast gegn tillögum Guðmundar þar eð hún treysti svo erfið viðureignar sem málin geta orðið. En þá liggur næst fyrir að kanna, hvort aðrir að- ilar, hæfir til að annast með- ferð vandamálsins, fyrirfinn- ist og séu reiðubúnir. 1 því sambandi hljóta augu okkar að beinast að skólunum, þar sem þessir unglingar starfa og það án þess, að skólastjórar og kennarar hafi í sumum tilfellum hugmynd um, að þeir séu á skrám lögregl- unnar vegna afbrota. Einn skóla- stjóri hefur tjáð mér, að fjórir nemendur i skóla hans hefðu komizt í kast við lögregluyfirvöld vegna afbrota án þess að hann hefði vitað um það fyrr en löngu seinna, að hann sá skýrslur fyrir tilviljun. Ég tel mjög eðlilegt, að nánu sambandi verði komið á milli lögreglu og skólanna út af svona málum. Það má hugsa sér, að einn kennara, eða skólastjórinn, verði trúnaðarmaður lögreglunn- ar, og heimilanna en fyrst og fremst unglinganna sjálfra. Við reiðaumferð um hverfið um helgar. Og í skýrslu vínveitinga- eftirlitsmanna kæmu fram, að ástandið utandyra hefði stór- batnað frá því sem áður var. Ekkert væri því að sínum dómi, sem mælti með leyfissviptingu og þeim málum, sem íbúar hverfis- ins kvörtuðu einkum undan nú þ.e. bifreiðaf lauti og hávaðasamri umferð mætti vel kippa í lag með aukinni löggæzlu. Albert Guðmundsson (S) tók undir skoðun Markúsar Arnar og benti einnig á, að ef fara ætti eftir öllum kvörtunum um hin smá- vægilegustu mál, sem til borgar- fulltrúa bærust, þá yrði fljótlega um aldauða borg að ræða og ekkert borgaralíf, hvað þá skemmtanalif. Eins og fyrr sagði var vínveitingaleyfið síðan sam- þykkt með 12 atkvæðum gegn 3. • • Markús Orn Antonsson, borgarfulltrúi: Fyrirbyggjandi aðgerðir vænlegri en refsivist Röðull heldur áfram Sigurlaug Bjarnadóttir borgarráði fyllilega til þess að taka eðlilegt og nauðsynlegt mark á tillögu sinni, ef samþykkt yrði. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Ég vil minna hátt- virta borgarfulltrúa á, hver það er, sem jafnan er aðal talsmaður áætlanagerðar og heildaryfir- sýnar, þ.e. Guðmundur G. Þórarinsson. 1 þessu máli telur hann hins vegar, að aðrar reglur eigi að gilda. Égtel á hinn bóginn, að miklu eðlilegra sé, að borgar- ráð taki málið til meðferðar sam- hliða annarri vinnu við gerð fjár- hagsáætlunar, þar sem heildar- yfirsýn og samræming er mjög nauðsynleg. Að loknum.umræðum var sam- þykkt með 8 atkvæðum gegn 7 að vísa tillögu Sigurlaugar Bjarna- dóttur til borgarráðs. Markús öm Antonsson höfum á að skipa mörgum áhuga- sömum og dugmiklum kennurum, sem ég tel að væru kjörnir til að hafa bætandi áhrif á lítt þroskað æskufólk, sem leiðzt hefur á glap- stigu, og nýtur ekki nægilegs öryggis eða tækifæra til að skoða vandamál sin undir handleiðslu annarra. Skólinn er vettvangur, þar sem trúnaðarmaður úr starfs- liði hans, gæti átt betri aðgang að skjólstæðingum sfnum en aðrir opinberir starfsmenn, sem urn af- brotamál unglinga fjalla nú. Ég bind þær vonir við þá að- gerð, sem tillagan gerir ráð fyrir, að okkur auðnist að hefta þá þróun, að endurtekin afbrot, sem í fyrstu eru smávægileg, leiði til annars og verra og beini ungu og óhörðnuðu fólki út á glæpa- brautina. Jafnframt yrði nokkru fargi létt af foreldrum og heimil- um sem finna áþreifanlega fyrir erfiðleikunum en geta oft ekki ráðið við þá á sama hátt og trúnaðarmaður f skólanum gæti gert með sinni menntun og þjálf- un. Björgvin Guðniundsson (A) bar fram bre.vtingartillögu við tillögu Markúsar en tók að mestu undir rök hans og stefnu tillögunnar. Alfreð Þorsteinsson (F) lagðitil, að tillögu Markúsar yrði einnig vfsað til félagsmálaráðs. ■ Sigurlaug Bjarnadóttir (S) kvað starfsmannaskort mjög há öllum raunhæfum aðgerðum í þessu mikla vandamáli en þó hefði nýlega kornið í ljós, að um 20 kennarar væru reiðubún- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.