Morgunblaðið - 27.11.1973, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973
Pétur Hannesson
r
formaður Oðins
Aðalfundur Málfundafélagsins
Öðins var haldinn sunnudaginn
11. nóvember 1973, f Miðbæ, Háa-
leitisbraut 58-60.
Fundurinn hófst á þvf að frá-
farandiformaður Magnús Jóhann-
esson flutti skýrslu stjórnar um
liðiðstarfsár.
Fram kom að starfsemi
félagsins hafði verið fjölþætt,
haldnir voru 4 félagsfundir, 2
trúnaðarráðsfundir og 21 bókaður
stjórnarfundur, auk þess sem Óð-
inn stóð að 4 fræðslufundum í
samstarfi við Verkalýðsráð Sjálf-
stæðisflokksins.
Gústaf B. Hnarsson gjaldkeri
félagsins lagði fram endurskoð-
aðareikninga.
Hagur félagsins er góður og var
samþykkt að Óðinn leggði kr. 100
þúsund til húsbyggingar Sjálf-
stæðisflokksins úr félagssjóði.
Haldar voru nokkrar bingó-
skemmtanir bæði til styrktar
félaginu og í góðgerðarskyni til
styrktar fólki sem átti um sárt að
binda vegna hörmulegra slysa.
Miklar umræður urðu á fundin-
um um félagsmál, skattamál og
tillögur að breyttu skipulagi
félagsstarfa Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavík.
Á fundinum kom dr. Gunnar
Thoroddsen og ræddi þau mál,
sem efst eru á baugi i þjóðmál-
um, og svaraði síðan fyrirspurn-
um fundarmanna.
Magnús Jóhannesson fráfar-
andi formaður og Gísli Guðnason,
sem sæti átti í fráfarandi stjórn
gáfu ekki kost á sér til áframhald-
andi stjörnarstarfa.
I stjórn fyrir næsta starfsár
voru kjörnir Pétur Hannesson for-
maður og meðstjórnendur Gisli
Guðmundsson, Gunnar Sigurðs-
son, Gústaf B. Einarsson, Hilmar
Magnússon, Jón Kristjánsson,
Karl Þórðarson, Sigurður Anga-
týsson, Stéfan Þ. Gunnlaugsson,
Valdimar Ketilsson, Valur Lárus-
son og Þorvaldur Þorvaldsson.
Á fundinum var samþykkt
eftirfarandi tillaga frá stjórn
félagsins:
SKATTAMÁL
Aðalfundur Málfundafélagsins
Óðins haldinn 11. nóvember,
1973, ályktar að skattaáþján ríkis-
valdsins sé orðin umfram
greiðslugetu almennings og nú
þurfi að verða breyting á, þannig
að tekjuskattur af lágtekjum
verkafólks og hliðstæðum tekjum
verði felldur niður.
Tekjuskattur verði síðan lágt-
stighækkandi, skattþrepum fjölg-
að og bil þeirra aukið. Beinir
tekjuskattar til ríkis og sveita-
félaga verði aldrei hærri en 50%
á hæsta skattþrepi.
EJíki verði teknar 3 krónur fyr-
ir hverja eina sem gefin verður
eftir, með nýjum sköttum, virðis-
aukaskatti eða neins konar
vinstristjórnar sköttum.
Ellilífeyrir frá almanna-
tryggingum verði undanþegin
skatt- og útsvarsálagninu svo og
aðrar bætur almannatrygginga.
Vel heppnað fundanám-
skeið á Seyðisfírði
Pétur Hannesson
Staðgreiðslukerfi skatta verði
tekið upp hið fyrsta, en þar til það
getur orðið, ályktar Óðinn að lýsa
stuðningi við tillögu Alberts Guð-
mundssonar borgarfulitrúaum að
skattfrádráttur: af launum verði
aldrei meiri en svo, að fólk hafi
ekki nægilegt eftir sér til fram-
færslu mílli launaútborgunar-
daga, og ber aðgæta fyllsta hófs í
slíkum launafrádrætti.
Á verðbólgutimum einsog nú
eru þarf að tryggja, að lífeyris-
greiðslur lífeyrissjóðanna rýrni
ekki óeðlilega mikið. Það er nauð-
synlegt að vinna að því, að allar
eftirlaunagreiðslur verði verð-
tryggðar.
Fjárlög á valdatfma núverandi
rfkisstjórnar hafa þrefaldazt og
þetta verður almenningur að
greiða, nauðugur, viljugur.
Þá var einnig samþykkt eftir-
farandi tillaga borin fram af
Björgvini Hannessyni:
* Aðalfundur Málfundafélagsins1
Óðins, haldinn 11. nóvember,
1973, lýsir fullum stuðningi við
launþegasamtökin um að þær lág-
markskaupkröfur, sem fram hafa
verið settar, kr. 35 þúsund í
mánaðarlaun, nái fram að ganga.
Einnig telur fundurinn að kröf-
ur launþega um full yfirráð, eða
meirihluta í stjórnum lífeyris-
sjóðanna, eðlilegar og sjálfsagðar,
þar sem sjóðsfélagar séu einir eig-
endur lffeyrissjóðanna."
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna efndi til námskeiðs í
ræðumennsku og fundarstjórn á
Seyðisfirði um síðustu helgi.
Námskeið þetta var mjög fjölsótt,
og kom fram mikill áhugi á þess-
ari starfsemi. Er hún liður f starfi
SUS, og stefnir sambandið að þvf
að halda sllk námskeið út um allt
land í vetur. Af þessu trlefni
hafði Morgunblaðið tal af leið-
beinanda SUS á námskeiðum
þessum, Guðna Jónssyni.
Guðni sagði, að um 30 manns
hefðu sótt námskeiðið á Seyðis-
firði, og yrði það að teljast góð
aðsókn. Ánægjulegt hef ði verið til
þess að vita, að það voru jafnt
karlmenn og konur, sem nám-
skeiðið sóttu, en oft hefði viljað
brenna við, að kvenfólkið sýndi
slíku lítinn áhuga.
„Fyrri daginn fórum við í
helztu undirstöðuatriði ræðu-
mennsku og fundarstjórnar. Eftir
að við höfðum rætt lítillega sam-
an um þessi undirstöðuatriði, dró
hver sinn miða, þar sem á var
letrað ákveðið ræðuefni. Tókst
mönnum misjafnlega upp f
fyrstu, en margir skiluðu ræðu-
efninu hins vegar prýðilega.
Daginn eftir var svo efnt til
málfundar, þar sem rætt var um
bæjarmálefni Seyðisfjarðar. Allir
þátttakendur tóku til máls í þess-
um umræðum, sem voru bæði
f róðlegar og skemmtilegar.
Ég held, að þessi skerfur okkar
hafi orðið til þess að kveikja
neista af áhuga á þessari hlið
félagsmála. A.m.k. ræddu þátttak-
endur um það sín á milli, að nám-
skeiðinu loknu, að þörf væri á að
stofna málfundarklúbb, sem hitt-
ist reglulega".
— Hvert er ferðinni svo næst
heitið með málfundanámskeið?
„Næsta námskeið verður haldið
á Akranesi helgina 24. og 25.
nóvember, og ég vænti þess, að
aðsókn að því námskeiði verði
góð. Fyrir liggur svo að fara mjög
víða um landið í vetur með slík
námskeið, og vil ég benda félög-
um ungra sjálfstæðismanna, sem
áhuga hafa á að halda slík nám-
skeið, á að hafa samband við
framkvæmdastjóra SUS, Stefán
Skarphéðinsson.
Þá má loks geta þess, að Heim-
dallur, samband ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, mun í
lok þessa mánaðar og byrjun þess
næsta gangast fyrir málfunda-
kvöldum. Hefur af þessu tilefni
verið send út starfskrá til allra
ungra sjálfstæðismanna á Reykja-
víkursvæðinu, þar sem þessi nám-
skeið eru kynnt ítarlegar.
Gefið Stórgjöf,
gefið „Vintage" pennann
frá Sheaffer.
Að loknu sumarstarfi til lands og sjávar, verður allt að
vera fullkomið. Þessi penni hefur verið gerður fullkominn
„Vintage" frá Sheaffer — silfur eða 12 k. gull ________ í
antikstíl — kúlupenni eða blýantur.
SHEAFFER
the proud craftsmen
SHEAFFER, WORLD-WIDE, A taxtronl COMPANY
Hlutafjárútboöi Samvinnubankans er
nú lokið og hlutabréfín tilbúin til
afhendingar. Þeir hluthafar, sem gert
hafa full skil á hlutafjárloforðum sín-
um, geta fengió hlutabréf sín afhent
hjá aðalbankanum og útibúum hans
víðsvegar um land, eða fengið þau
send í ábyrgðarpósti.
SAMVINNUBANKINN
BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK, SÍMI: 20700