Morgunblaðið - 27.11.1973, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973
Minning:
Þórður Elías Sigurðs
sort skipstióri
ÞANN 17. þ.m. lézt á Landakots-
spítala Þórður Elías Sigurðsson
skipstjóri, til heimilis í Suðurhlíð
við Þormóðsstaðaveg hér í borg.
Utför hans fór fram á laugardag.
Ilann var fæddur I Hvassa-
hrauni, innsta bæ á Vatnsleysu-
strönd, 29. sept. 1914, sonur
þeirra sæmdarhjóna, sem þar
bjuggu lengi, Kristrúnar Þórðar-
dóttur og Sigurðar Sæmunds-
sonar. Þórður byrjaði að vinna við
bú foreldra sinna, þegar kraftar
leyfðu, og komu snemma í ljós
þeir eiginleikar, sem einkenndu
hann alla ævi, ósérhlífni og sjálfs-
bjargarviðleitni ásamt miklum
kjarki. Þórður byrjaði ungur til
sjós á bátum og togurum og fékk
fljótlega fast skiprúm á togara, en
til þess þurfti á þeim árum að
sýna mikinn dugnað í starfi.
Vorið 1940 útskrifaðist hann
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík með hið meira fiski-
mannapróf. Eftir það var hann
stýrimaður á togurum og fór ekki
varhluta af þeim hættum, sem
voru samfara siglingum á stríðs-
árunum, þar sem hann varð
tvisvar skipreika við Bretlands-
strendur þann tima. Þórður var
fyrst skipstjóri á togara frá
Reykjavík, en árið 1949 varðhann
skipstjóri á b/v Isólfi frá Seyðis-
firði og síðar á b/v Austfirðingi
frá Eskifirði. Ilann reyndist
farsæll sem skipstjóri, ágætur
aflamaður og hugsaði ávallt vel
um hag útgerðarinnar.
Um 1956 hætti Þórður á Bv.
Austfirðingi og var ú tíma fram-
kvæmdastjóri fyrir otgaraútgerð
á seyðisfirði. Eftir það stundaði
hann ýmis störf til sjós og lands
og vann mikið, jafnvel eftir að
hann veiktist af meini þvf sem
reyndist ólæknandi.
t
ISLEIFUR SIGUROSSON
frá Gegnishólum,
andaðist að morgni 15 þm i landakotsspitala
Systkini hins látna.
t
Dóttir mín og móðir okkar,
VIGDÍS HELGA JÓNSDÓTTIR,
Flókagötu 3, Hafnarfirði,
andaðist i Borgarsjúkrahúsinu þann 25 nóvember
Guðný Guðmundsdóttir og börn hinnar látnu.
t
Faðir okkar og bróðir
SVAVAR GUÐJÓNSSON
andaðist að Borgarspítalanum laugardaginn 24 nóvember
Reynir Svavarsson, Svavar Svavarsson
Anna Pálsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir
Guðfríður Guðjónsdóttir, Sigríður Halldóra Guðjónsdóttir.
t
Útför móður minnar,
HALLDÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Fornhaga 1 1.
fer fram miðvikudaginn 28 nóvember frá Fossvogskirkju kl 3
siðdegis Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á liknarstofnan-
Hörður Guðmundsson.
Konan mín
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Jaðarsbraut 31,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 28 nóvember kl
14 Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahús Akraness
Fyrir hönd barna, barnabarna og tengdasonar,
Karl Auðunsson.
Eiginmaður minn,
JÓN SIGURÐSSON,
fyrrv. skipstjóri,
Skeggjagötu 2,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. nóvember kl
13 30
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. en þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á liknarstofnanir
Fyrir hönd barna og tengdabarna Dýrfinna Tómasdóttir.
Jón Sigurðsson
skipstjóri — Minning
Árið 1941 giftist Þórður eftir-
lifandi konu sinní, Ólafiu
Kristinu Auðunsdóttur frá Minni-
Vatnsleysu. Voru þau búsett fyrst
í Reykjavík, og síðar á Seyðisfirði
og Eskifirði, en fluttust aftur til
Reykjavíkur 1959 og voru búsett
þar síðan.
Þau eignuðust fjögur mann-
vænleg börn: Vilhjálm Auðunn
flugmann, giftan Sigríði Sigur-
björnsdóttur, Sigurð mat\'æla-
fræðing, Jón Arsæl, við nám í
Háskóla íslands, heitbundinn
Iljördísi Valgarðsdóttur og
Kristrúnu nemaí menntaskóla.
Þórður var ágætur heimilis-
faðir og var heimilið alla tíð
rómað fyrir gestrisni og rausn.
Ég sendi Ólafiu, sem liggur veik
á sjúkrahúsi, börnum þeirra,
barnabörnum, móður og systkin-
um hins látna og öðrum vanda-
mönnum hans, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórðí þakka ég langa vináttu;
mér reyndist hann afbragðsgóður
samferðamaður.
Blessuð sé minning mannkosta-
og dugnaðarmanns.
Sæm. Auðunsson.
JÓN SIGURÐSSON skipstjóri er
látinn. Leiðir okkar lágu saman
hjá Eimskipafélagi Islands árið
1948, og strax við fyrstu kynni
tókst með okkur vinátta, sem varð
æ traustari með hverju ári sem
leið. Þannig var Jón, hann var
vinur vina sinna og allir, sem
kynntust honum, urðu betri menn
fyrir. Jón var í senn traustur sjó-
maður og traustur vinur.
Jón Sigurðsson var fæddur 8.
júlí 1892 og var því liðlega 81 árs,
er hann dó, að morgni 19. þ.m.
Fæðingarstaður Jóns var
Fagurhóll á Vatnsleysuströnd.
Þaðan er skammt til sjávar, enda
byrjaði hann sjósókn aðeins 12
ára gamall, og eftir það var hann
meira á sjó en landi. Arið 1916
lauk hann farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum f Reykja-
vík, en réðst til Eimskipafélags
Islands 1918 og var í þjónustu
þess til 1958, er hann hætti
siglingum fyrir aldurs sakir.
Þegar m.s. Gullfoss hóf siglingar
1950 var Jón 1. stýrimaður þar.
Pétur Björnsson var skipstjóri og
Hallgrímur heitinn Jónsson yfir-
vélstjóri. Þarna voru á ferðinni
úrvalsmenn, sem áttu stóran þátt
í því, að vel tókst til. Síðan var
Jón Sigurðsson skipstjóri þessa
skips frá 1951, þar til hann lét af
störfum. I starfi þessu eignaðist
Jón marga vini, bæði innlenda og
erlenda, enda var hann einstakt
prúðmenni og alúðlegur við alla,
jafnt skipshöfn sem farþega,
unga sem aldna.
Jón Sigurðsson var tvíkvæntur.
Með fyrri konu sinni, Guðrúnu
Halldóru Sigurðardóttur, sem lést
1948, eignaðist hann 7 börn, sem
öll eru á lífi. Seinni kona Jóns er
Dýrfinna Tómasdóttir frá Borð-
eyri, og er hún einstök ágætis-
kona, sem hefur reynst manni sín-
um mikil hjálparhella, þegar eitt-
hvaðerfittstaðjaði að.
Nú er Jón, vinur minn, allur.
Minning hans geymist okkur öll-
um, sem honum kynntust, þar
sem prúðmennska, glaðværð og
traustgnæfa hæst.
Börnum, tengdabörnum og
barnabörnum, sem og eftirlifandi
eiginkonu, sendi ég og fjölskylda
mfn innilegar samúðarkveðjur og
biðjumviðGuðaðblessa þau.
V.E.Maack.
Valgerður Jóhanns-
dóttir — Minning
F.ll. 12.1915.
D. 18.11.1973.
Svo örstutt er bil milli
blíðu og éls,
og brugðizt getur lánið
frá morgni til kvelds.
I dag verður til moldar borin
frá Fossvogskirkju Valgerður Jó-
hannsdóttir, Gnoðarvogi 30, sem
lézt af völdum heilablæðingar
þann 18. þ.m., tæpra 58 ára að
aldri.
Valgerður fæddist að Fagurhóli
í Ólafsvík og var elzt níu barna
hjónanna Mariu Magnúsdóttur og
Jóhanns Agústssonar, sjómanns,
erþar biuggu. Af þeim systkinum
eru nú aðeins fimm á lífi, þrjú
búsett í Ólafsvík og tvær systur í
Borgarnesi.
Átján ára gömul, árið
1933 giftist Valgerður ung-
um sjómanni, Lýði Brynj-
ólfi Skarphéðinssyni, ættuð-
um úr Hrútafirði. Bjuggu þau í
Ólafsvfk samvistarár sín, sem
urðu ekki mörg. þvf Lýður
drukknaði sumarið 1940. Synir
þeirra eru Skarphéðinn, bryti á
Selfossi, Magnús, vélstjóri á m.b.
Svani frá Reykjavík. Eru þeir
báðir kvæntir og búa i Hafnar-
firði. Barnabörnin eru fimm.
Eftir að Valgerður var orðin
ekkja réðst hún ráðskona til þess
manns, er varð seinni maður
hennar, Gunnars Guðjónssonar,
sem þá bjó með föður sínum,
Guðjóni Einarssyni, prentara, aó
Laugavegi 59 í Reykjavík. Kom
hún sem sól inn í lff Gunnars, svo
t
Minningarathöfn um föðurokkar,
ÁSGEIR GUÐNASON,
fyrrverandi kaupmann
og útgerðarmann
frá Flateyri,
fer fram frá Fossvogskírk/u miðvikudaginn 28. nóvember kl. 10.30
Jarðsett verður á Flateyri n.k laugardag kl 1 4 00
Börnin.
Minningarathöfn um ástkæran son okkar, bróður, mág og dótturson
SÆMUND HELGASON,
stýrimann,
Holtsgötu 23,
fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík miðvikudaginn 28. nóvember
klukkan 1 5.00 Þeim sem vildu minnast hins látna. er vinsamlegast
bent á líknarstofnanir
Fyrir okkar hönd og annarra vandama nna,
Valný Bárðardóttír.
Ásdis Asmundsdóttir
Gisli Már Helgason,
Ásdis Stefánsdóttir,
Sigurður Helgason,
Helgi Sæmundsson,
Helgi E. Helgason,
Gunnar Hans Helgason,
Óttar Helgason,
Bárður Helgason,
Guðlaug Pétursdóttir.
að notuð séu orð hans sjálfs. Hef-
ur sambúð þeirra varað í þrjátíu
ár.
Valgerður og Gunnar bjuggu
aldrei við mikil efni, en voru ráð-
deildarsöm og áttu eigin íbúð.
Þau lifðu hvort fyrir annað og
fyrir fjölskyldu sína, en hirtu lítt
um heimsins glaum og veraldar-
legt prjál og ekki blótuðu þau
Bakkus. Þau fóru aldrei út fyrir
landsteinana en ár hvert heim-
sóttur þau föður Valgerðar og
systkini f Ölafsvík og nutu þau
þeirra ferða.
Ég kynntist Valgerði og manni
hennar, er ég hóf störf við Ár-
bæjarsafn fyrir hálfu fjórða ári,
en þar störfuðu þau bæði við góð-
an orðstír.
Það fór ekki framhjá neinum,
sem umgekkst þau, hve samrýmd
þau voru. Væri á annað þeirra