Morgunblaðið - 27.11.1973, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973
23
Förumenn Elínborgar komnir út:
Smásaga varð að stóru
sögulegu skáldverki
minnzt, kom hitt ósjálfrátt upp I
huganum. Engan mann hefi ég
heyrt tala fallegar um konu slna
en Gunnar hefur gert. Hún var
honum líka sannarlega góð kona.
Valgerður var kona grannvaxin
og ekki hávaxin, ljóshærð og fríð
sýnum. Hún var hæglát I fasi,
góðleg og broshýr. Unglingar
hændust að henni, fundu hvað
inni fyrir bjó. Dóttir mfn skrifaði
erlendis frá: ,,Bg bið að heilsa öll
um í Árbæjarsafni, sérstaklega
Valgerði."
Dætur mínar og ég sendum
Gunnari Guðjónssyni, sonum Val-
gerðar og fjölskyldu allri, einlæg-
ar samúðarkveðjur. Guð blessi
þér ævikvöldið, Gunnarminn.
Rannveig Tryggvadóttir.
ÁÐUR fyrr var íslenzkum börn-
um boðuð sú trú, að hver maður á
jörðinni ætti sfna stjörnu á himin-
hvolfinu og að í þann mund, sem
stjörnuhrap sæist frá jörðinni,
hefði góð sál kvatt þennan mis-
vindasama heim og væri horfin i
ljóma hinnar eilífu fegurðar, er
væri allri stjörnudýrðfremri.
Síðla dags, þann 18. nóvember,
var mér sagt lát Valgerðar
Jóhannsdóttur og við þá fregn
kom mér fyrst í hug, að nú hlyti
skær stjarna sjást hrapa af himin-
festingunni. Ég gekk að næsta
glugga og mikið rétt. Ég sá
stjörnuhrap. En á samri stundu
dró ský fyrir tunglið og það varð
myrkvuð jörð. Björt og hrein sál
hafði lokið flugi milli heima.
Valgerður var ein af hinum
hljóðlátu konum, sem tilvera
þjóðarinnar hefur byggzt á í þús-
und ár. Konan, sem gætti þess að
halda lifi í hlóðunum svo allir
þeir er komu inn úr kuldanum,
fengju ornað sér og allir, sem
svangir voru, fengju satt sitt
hungur. Konan, sem öllum veitti
móðurlega hlýju og kærleika.
Kona, sem alizt hafði upp við
kröpp kjör og kunni ekki að gera
kröfur til annarra.Líf hennar var
hamingjuríkt vegna þess, að
henni tókst alla tfð að vera veit-
andi, en ekki þiggjandi. Hún brá
aldrei skapi, svo ég yrði var við,
og það var ætið gleðisvipur á and-
liti hennar. 1 hennar návist urðu
aðrir glaðir og hjartahlýju hennar
munu samferðamennirnir minn-
ast um langan, ófarinn veg frá
þeim krossgötum, þar sem nú
skiljastleiðir.
Það mun hafa verið vorið 1958,
er fundum okkar Valgerðar bar
fyrst saman, en þá hóf hún störf
við Árbæjarsafn ásamt eftirlif-
andi manni sínum, Gunnari
Guðjónssyni. Alla tíð síðan hafa
þau unniðí þágu safnsins og hvor-
ugt spurt um lengd vinnudags eða
um vinnulaun að kvöldi. Arbæjar-
safn stendur i mikilli þakkar
skuld við þau bæði og ekki sfður
samstarfsfólk, sem með þeim hef-
ur starfað eða safngestir, sem not-
ið hafa fyrirgreiðslu þeirra og
ljúfmennsku.
Vinur minn Gunnar hefur mik-
ið misst. Enga konu þekkti ég,
sem sýndi manni sinum meiri um-
hyggju og ástúð en Valgerður.
Þau sátu saman á brúðarbekkn-
um hverja stund, sem þau voru i
návist hvort annars.
Þó að Valgerðkur Jóhannsdótt-
ir sé horfin frá störfum I Ar-
bæjarsafni til þjónustu i hinu
mikla heimssafni feðra sinna og
formæðra, þá er það von min og
trú, að hin mikla og hugljúfa frið-
semd, sem ætfð fylgdi henni, hvar
sem hún gekk á meðal okkar,
megi áfram vara í gömlu húsun-
um i Arbæ. Hafi hún okkar a'.lra
þökk fyrir samveruna.
Haf liði Jónsson
Tvær drengjabækur
MEÐAL þeirra barnabóka, sem
Leiftur gefur út, eru Patti fer i
siglingu og Malli, drengur úr
Finnaskógi.
Patti fer I siglingu er eftir F.W.
Schmidt. Sagan er „handa rösk-
um strákum á öllum aldri", segir
á kápusiðu. „Sagan er létt og
skemmtilega skrifuð, og þýðing
Gisla Asmundssonar er ágæt,“
segir ennfremur.
Malli, drengur úr Finnaskógi,
er um finnskan dreng, sem misst
hefur móður sina, en faðir hens
er honum allt. Sagan gerist um
það leyti, er Rússar réðust inn í
Finnland.
HINN langa þjóðlífsskáldsaga
Elfnborgar Lárusdóttur, Föru-
menn, er komin út hjá forlagi
Skuggsjár, og er þetta önnur út-
gáfa bókarinnar. Skáldsagan er f
tveimur bindum, hið fyrra er 288
bls. að stærðog hið sfðara 341 bls.
Kaflaskipti segja nokkuð um
efni sögunnar. I fyrra bindinu,
Dimmuborgir, hefst frásagan af
Andrési malara, en undir lok
þessa bindis er farið að ræða um
Efra-Ás-ættina, eins og síðara
kaflaheitið ber með sér. Siðara
bindi Förumanna hefst svo á
kafla um ætt þessa, en lýkur með
kaflanum Sólon Sdkrates. Þessum
stærri köflum er svo skipt f marga
smærri með sérstökum fyrirsögn-
um.
Á kápu Förumanna Elínborgar
Lárusdóttur segir, að þessi skáld-
saga sé „eitt helzta ritverk hinnar
mikilvirku og vinsælu skáldkonu.
Uppistaða sögunnar er sveitalifs-
lýsing frá síðastliðinni öld, þættir
úr sögu Efra-As-ættarinnar, skap
gerð hennar og lífsskoðanir, en
inn á milli er ofið myndum úr lífi
sérkennilegra förumanna, er
hátternis vegna og umkomuleysis
urðu utanveltu við samfélag ann-
arra manna.“
Síðan er bent á, að þetta sé
margslungin ættarsaga, þó að
sögufólkið lifi fábrotnu sveitar-
lífi, skáldkonan leikur mörgum
skjöldum, eins og komizt er að
orði, notar ivaf úr þjóðtrú og forn-
um fræðum, — „konur Efra-
Ás-ættarinnar verða höfuð-
viðfangsefnið, ástir takast með
ungu fólki, tryggðarbönd eru
bundin, eiðar rofnir og örlög
ráðast. Fastheldni við fornar
dyggðir og, að ættar-
innar dómi, hoiiar venjur fyrri
tíma, valda árekstrum við eðlis-
bundna sjálfræðishneigð ungu
dætranna, sem sjálfar vilja ráða
giftingu sinni. Hér eru eng-
arhversdagskonur á ferð, þær eru
stórlátar og með stranga og sterka
réttlætiskennd og þvi verða
óhjákvæmilega sviptingar og
átök. En enginn fær reist rönd við
þróun nýrra siða og breyttu mati
álffsviðhorfum...
— Það gefur
á bátinn
Framhald af bls. 17
ur voru með beztu heildarnýt-
inguna: Síldarvinnslan h.f.
Neskaupstað 22,11%, Fiski-
mjölsverksmiðjan h.f.
Fáskrúðsfirði 22,06% og Hrað-
frystihús Eskifjarðar 21,63%.
Það vekur athygli, að allar þess-
ar verksmiðjur eru á Austfjörð-
um. Ekki er með öllu ljóst,
hvers vegna nýting þeirra er
betri en almennt gerist hjá
verksmiðjum sunnanlands. Þó
er vitað, að loðnan, sem verk-
smiðjurnar fyrir austan fá, er
yfirleitt betri en sú sem verk-
smiðjur sunnanlands fá. Þá er
einnig talið, að verksmiðjurnar
á Austfjörðum séu yfirleitt bet-
ur búnar tækjum en almennt
gerist, m.a. eru þær flestar bún-
ar soðkjarnatækjum.
Heildarloðnumagnið
4—5 millj. lesta
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur ritar grein i skýrsl-
una, sem hann nefnir Loðnu-
rannsóknir — ástand og horfur
1973—1975. Hjálmar ræðir
mikið um þróun veiðanna frá
því að þær hófust 1964, en það
ár var heildaraflinn aðeins
8500 lestir, en eykst i 50 þús.
lestir 1965 og 125 þús. lestir
1966. Næstu tvö árin veiðist
heldur minna, eða innan við
100 lestir hvort ár, en sfðan
eykst aflinn og er 170 þús.—190
þús. lestir árin 1969—1971, m.a.
vegna aukinnar þekkingar á
hegðun loðnunnar, sem fengin
er með rannsóknum og reynslu.
Saga Kra-As-ættarinnar er
saga sorga og sigra, saga hégóm-
legra hvata og hetjulegra áforma,
stórbrotin saga örlagaþrunginna
atburða, þar sem fortfð og framtíð
takast á. Á þessari miklu skáld-
sögu er þróttmikill og hressandi
manndómsbragur."
1 tilefni af útkomú bókarinnar
sneri fréttamaður Morgunblaðs-
ins sér til hinnar öldnu og af-
kastamiklu skáldkonu og spurði
um tilorðningu Förumanna. Elín-
borg Lárusdóttir var reiðubúin að
skýra frá henni og hér fer á eftir
það, sem hún segir um það efni,
og þykir vafalaust mörgum
forvitnilegt að vita, hverjar rætur
sögunnar eru og hverjum augum
skáldkonan sjálf litur á þettaverk
sitt. Hún sagði:
„Þú spyrð um Förumenn,
hvernig þeir hafi orðið til. I æsku
kynntist ég gömlum manni, sem
gekk um sveitina og malaði korn
bænda. í þá daga var ekkert rúg-
mél flutt inn. Andrés, sem ég
kalla svo, átti ömurlega æsku,
móðir hans dó skömmu eftir
fæðingu hans. Ilann eignaðist
stjúpu, sem var hinum ekki
góð. Á sumrin gekk hún að
slætti með manni sinum, en batt
Andrés við rúmstólpan,
og þar var hann aleinn
mála í millum. Fleira fólk var
ekki f bænum. Kornungum voru
rúnir rauna og þjáninga ristar á
andlit hans. En er fólk furðaði sig
á þessu, sagði stjúpa hans, að
hann væri „umskiptingur" (þvf
má skjóta inn i, að annar þáttur
Dimmuborga í fyrra bindi Föru-
manna heitir einmitt Umskipting-
urinn). Hann væri orðinn svo
þrjózkur, að hún réði ekki við
hann. Margt eldra fólk trúði
þessu og hafði horn i sfðu hans,
þvi varðhann eitt af olnbogaböm-
unum. Þegar faðir hans dó fór
Andrés á sveitina. Slegið gat hann
ekki, kunni ekki að brýna. Til
þess að létta á hreppnum, fannst
bændum þjóðráð á láta Andrés
mala korn bændanna í sveitinni.
Kvarnir voru til á hverjum bæ,
myllurnar voru þá ekki komnar
til sögunnar. Kaup fékk Andrés
t fyrra jókst af linn stórkostlega
og varð 277 þús. lestir, og öllum
er kunnugt um hinn mikla afla,
sem fékkst í ár, 400 þús. lestir.
Hjálmar segir m.a. I grein-
inni: „E3<ki verður séð, að veið-
ar undanfarinna ára hafi á
neinn hátt ofboðið getu loðnu-
stofnsins til endurnýjunar,
enda höfum við borið gæfu til
þess að banna algjörlega veiðar
á ungloðnunni að vor- og sum-
arlagi. Reynslan sýnir, að veið-
ar á ungf iski eru, að öðru jöfnu,
fiskstofnum langhættulegastar
og ungloðnuveiðar á Austfjarða
miðum að vorlagi væru mjög
auðveldar, ef ekki algjörlega
árvissar. Eins og fram hefur
komið, er útlit fyrir allmikla
eða mikla loðnugengd næstu
2—3 árin, en eðiilega sjáum við
ekki lengra fram i timann en
þetta, þar sem loðnan verður
yfirleitt ekki nema 3ja til 4ra
ára. Þá hlýtur sú spurning að
vakna, hvort ekki sé hægt að
auka loðnuaflann frá því, sem
verið hefur, en í því sambandi
er rétt að gera sér grein fyrir
þvi, hvað við vitum um stærð
loðnustofnsins og þá um leið,
hve stóran hundraðshluta veið-
arnar hafa tekið. Rannsóknir
þessu lútandi hafa enn ekki
skilað óyggjandi niðurstöðum,
er varðar stærð hrygningar-
stofnsins eða ungloðnunnar ári
fyrir hrygningu í smálestum,
m.a. vegna breytilegrar hegð-
unar loðnunnar og þess, að
merkingar voru fyrst reyndar í
vetur. Ástæða er þó til að ætla,
að tæpast hafi verið veitt meira
en sem svararö—10% af heild-
armagninu í fyrra og 10—15% í
ár og hefði heiidarmagnið þá
ekki, en mat og húsnæði. Brjóst-
góðar konur gáfu hinum flík og
flik.
Eg kynntist Andrési, er ég var f
ára. Hann malaði bæði korn i
brauð og rúggrauta og svo hris-
grjón, sem voru höfð í lummur.
Við AndFés urðum miklir mátar.
Ég stóð oft hjá honum við kvörn
ina stundum raulaði hann, er
hann var að mala, en það var
einhver angurværð í rödd hans,
sem snart mig, svo að mér vökn-
aði um augu. Andrésvarðmér svo
eftirminnilegur, að ég settist dag
einn við skrifborðið og einsetti
mér að skrifa smásögu um Andrés
malara. En ég gat ekki alltaf setið
við skrifborðið. Ég var fyrst og
fremst húsmóðir á umfangsmiklu
heimili, ritstörf mín voru aðeins
ígrip, tómstundavinna, og hafa
alltaf verið. Þegar ég fór að at-
huga, hvað ég hafði skrifað, voru
þettaorðnar700 bls, og alltsveita-
fólkið og förumennirnir komnir
inn f. Ég sá fljótt, að þetta gat
ekki orðið nein smásaga um
Andrés malara einan. Þetta var
saga 19. aldarinnar, þjóðlffslýsing
þess tfma. Ég hélt áfram með bók-
ina og gerði hana að því, sem hún
nú er. Hún seldist fljótt upp og
hefur verið ófáanleg í fjöldamörg
ár. Bókin fékk góða dóma.
Magnús í Storminum, lýkti henni
viðbækur Selmu Lagerlöf. Annar
sagði, að þetta verk væri á borð
við Kristínu Lavransdóttur eftir
Sigrid Undset. Þá hafði ég ekkert
lesið eftir þær.“
Þess má geta, að 30 bækur eru
komnar út eftir Elínborgu Lárus-
dóttur og tvær enn óprentaðar, að
sögn hennar. önnur þessara bóka
mun koma út á næsta ári. „Eg
nefni hana Leit mín að framlífi —
svo mátti ég ekki gleyma dýrun-
um, sem ég ólst upp með, og ég
talaði við eins og maður talar við
mann — Sannar dýrasögur heitir
sú bók.“
Þá hefur Elínborg Lárusdóttir
skrifað ýmis skáldverk önnur,
ekki sízt smásögur (smásagnasafn
eftir hana heitir Leikur örlag-
anna, kallaðar „stuttar sögur“,
þegar bókin kom út 1958), þrjár
verið um 4—5 millj. smálesta
hvort ár. Ef þessar niðurstöður
eru nálægt sanni og jafnvel
þótt skakki allt að helmingi, er
augljóst, að hættumarkið er
enn langt undan. Niðurstaðan
verður því að vera sú, að sjálf-
sagt sé að reyna að auka veið-
arnar enn frá því, sem verið
hefur, að því tilskildu, að ung-
loðnan verði áfram friðuð og
sumarveiðar norðanlands
áfram bannaðar eða a.m.k. ekki
leyfðar nema i smáum stíl fyrr
en meira en vitað um heildar-
veiðiþol loðnustofnsins."
Furðuleg afstaða
Skýrsla loonulöndunarnefnd-
ar og loðnuflutningasjóðs end-
ar á niðurlagi í tveim þáttum,
annars vegar rita tveir nefndar-
manna loðnulöndunarnefndar,
þeir Gylfi Þórðarson og Andrés
Finnbogason, um störf nefndar-
innar. Segja þeir m.a., að ósagt
skuli látið, hvort framhald
verði á skýrslugerð sem þessari
um loðnuveiðar, fari það mest
eftir þvi, hvernig útgerðar-
mönnum, sjómönnum og for-
svarsmönnum sjávarútvegsins
falli bessi skýrsla.
Þriðji nefndarmaðurinn Jó-
hann Guðmundsson, skrifar sér
niðurlag og það af einkennileg-
um ástæðum, að því er mér
finnst. Jóhann segir i sínum
skrifum, að það eigi ekki að
birta i þessari skýrslu loðnu-
kaup einstakra frystihúsa, enda
hafi samtök frystiiðnaðarins
greinargóðar upplýsingar um
þau efni.
Þá segir, að upplýsingar i
töflunni um framleitt magn af
lýsi og mjöli séu fengnar hjá
skýrslustofnun, sem fær þær
Elfnborg Lárudsóttir
ævisögur, þar á meðal um
Hafstein Björnsson miðil, sem
undanfarið hefur dvalizt f Banda-
rikjunum til rannsóknar og er það
ekki í fyrsta skipti, sem hann hef-
ur verið sendur þangað vegna
óvenjulegra, yfirnáttúrlega hæfi-
leika, sem vakið hafa sérstaka at-
hygli visindamanna vestra, en á
slfkum efnum hefur Elínborg
Lárusdóttir einnig ávallt haft
mikinn áhuga, enda skrifað 7
bækur um spíritisma.
Þess má að lokum geta, að ein
smásaga Elinborgar Lárusdóttur,
Ástin er hégómi, sem birtist i
Leik örlaganna, (þess ber að geta,
að skáldkonan hefur skrifað fleiri
smásögur en eru i þeirri bók)
hefur komið út á sex tungumál-
um, auk islenzkunnar. Banda-
riska stórblaðið New York Herald
Tribune ákvað 1954 að gefa út
smásagnasafn frá ýmsum löndum
og efndi af þvi tilefni til smá-
sagnasamkeppni. Alls bárust um
100 þúsund sögur, en 41 var valin
til birtingar, þrjár eftir íslenzka
höfunda. Ein þeirra var Astin er
hégómi eftir Elínborgu Lái-us
dóttur. Þessi enska smásagnabók
heitir World R-ize Stories og kom
út 1956. Hún er gefin út á
þremur tungumálum, ensku,
frönsku og indversku. En auk
þess hefur saga skáldkonunnar
verið þýdd á finnsku, slavnesku
og grísku.
Frú Elinborg er nú öldruð kona
orðin, og hún segir að lokum:
„Þeir eru horfnir svo margir vinir
mfnir, sem voru mér og bókum
mínum vinveittir, að nú finnst
mér ég örsnauð. Þetta voru allt
merkir menn, sem alþjóð tók
mark á.“
En nýjar kynslóðir taka við af
gengnum og þess eru meira að
segja dæmi, að hnýsileg verk geti
lifað höfund sinn.
símleiðis frá verksmiðjum. Þær
tölur, sem þaðan komi, séu
f jarri þvi að vera það nákvæm-
ar, að hægt sé að byggja slíka
útreikninga áþeim.
Hann segir, að samanburður
gerður á þennan hátt, sé bein-
línis villandi, þar sem verk-
smiðjur fái hráefni á mismun-
andi tímum og af ólíkum veiði-
svæðum, og þvi sé mikill munur
á hráefni, er einstakar verk-
smiðjur f ái til vinnslu.
Innihaid loðnu af lýsi og
mjölefnum sé mjög breytilegt.
Lýsisinnihald loðnu i byrjun
vertfðar geti t.d. verið allt að
sjöfalt á við lýsisinnihald í lok
vertiðar.
Það er kannski margt rétt f
þessum orðum Jóhanns, en eft-
ir að hafa lesið þessa skýrslu,
sem er einhver nákvæmasta
heildarskýrsla um einstakt
veiðiúthald á íslandi, þá eiga
þessar upplýsingar um nýtingu
verksmiðjanna og loðnukaup
frystihúsanna hvergi annars
staðar heima. Þetta er mjög
sambærilegt við það, hve mikið
hver bátur fiskar. Menn hafa
aldrei verið feimnir við að
segja frá, hve mikið einstaka
bátur fiskar, hve hár hluturinn
er, hvernig aflinn flokkast og
t.d. getur það ráðið miklu um,
hvort bátar koma loðnu i fryst-
ingu ef þeir hitta torfu, sem
samanstendur að- mestu af
hrygnu. — Vonandi verður
framhald á þessari starfsemi
loðnulöndunarnefndar, og von-
andi gefa önnur samtök innan
sjávarútvegsins út jafn vandað-
ar og greinargóðar skýrslur, —
skýrslur, sem gaman er að lesa.
ÞO.