Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR27. NÖVEMBER 1973 Þútur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS fór að hugsa um vini sína og að þeir mundu vissulega finna einhver ráð til að koma honum til hjálpar; um lögfræðinga og hversu mjög þeir mundu fagna því að flytja mál hans og hann hefði átt að útvega sér strax aðstoð þeirra; og að lokum um sína eigin miklu hæfileika og allt, sem hann gæti gert, ef hann aðeins beitti sér. Lækningunni var næstum lokið. Þegar stúlkan kom aftur nokkrum klukkustundum síðar hélt hún á bakka með ilmandi tei. Á honum var lfka diskur með heitu ristuðu brauði. Sneiðarnar voru þykkar og smjörið draup af þeim eins og Hverjir eru eins ? Þegar þú lítur á þessa sveppi fyrst sýnast þeir vera alveg eins. En gættu betur! Þá sérðu að tveir og tveir sveppir eru eins. Ilvaða númer eiga saman? hunang af hunangsblómi. Ilmurinn af þessu smurða brauði ávarpaði frosk ef svo má að orði komast, minnti hann á hlýleg eldhús, á morgunverð á svölum árdegisstundum, notalegan arineld á köldum vetrar- kvöldum eftir erilsaman dag, róandi kattarmal og syfjulegt kvak kanaríufugla. Froskur reis upp, þurrkaði sér um augun, saup á teinu og nartaði í brauðið og brátt fór hann að segja sögur af sjálfum sér af miklum móði, af húsinu sínu og af þvf, sem hann aðhafðist þar, og hversu virtur hann væri og mikilsmetinn og hve vinum hans þótti vænt um hann. Dóttir fangavarðarins sá, að umræðuefnið hressti hann jafn mikið og teið, sem og satt var, og hún hvatti hann þvf til að segja meira. „Segðu mér frá Glæsihöll,“ sagði hún. „Dæmalaust hlýtur hún að vera glæsileg.“ „Glæsihöll,“ sagði froskur, „er hið ákjósanlegasta aðsetur tigins fulltrúa aðalsstéttarinnar og alveg í sérflokki. Höllin er að hluta frá fjórtándu öld, en hún er búin öllum nýtízku þægindum og hreinlætis- aðstæður eru allar fyrs.a flokks. Fimm mínútna gangur til næstu kirkju, pósthúss og golfvallar. Hentar einkar vel...“ „Blessuð skepnan," sagði stúlkan og hló. „Ég ætla ekki að kaupa hana. Segðu mér heldur eitthvað satt um staðinn. En bíddu við á meðan ég sæki þér meira te og ristað brauð.“ s-£ ‘t-z ‘9-t :jbas syni og Hrafni, mági hans, og sveitinni - í annað öndvegi bráðguma gegn Illuga. Konur sátu á palli, og sat Helga hin fagra nasst brúðinni og renndi oft augum til Gunnlaugs, og kemur þar að því, sam mælt er, að eigi leyna augu, ef ann kona manni. Gunnlaugur var þá vel búinn og hafði þá klæðin þau hin góðu, er Sigtryggur kon- ungur gaf honum, og þótti hann þá mikið afbragð annarra manna fyrir margs sakar, bæði afis og vænleiks og vaxtar. Lftil var gleði manna að boðinu. Og þann dag, er menn voru í brott- búningi, þá brugðu konur göngu sinni og bjuggust til heimferðar. Gunnlaugur gekk þá til tals við Helgu og töluðu lengi, og þá kvað Gunniaugur vísu: Ormstungu varð engi allr dagr und sal fjalla hægr, síz Helga en fagra Hrafns kvánar réð nafni; Iftt sá hölðr en hvfti hjörþeys, faðir meyjar, gef in var Eir til aura ung, við minni tungu. (Ormstunga sá engan glaðan dag á jörðunni, sfðan Helga hin fagra varð kona Hrafns; hinn ljósleiti maður, faðir meyjar- innar, sá ekki við tungu minni; hin unga kona var gift til f jár.) Og enn kvað hann: Væn ák verst at launa, vín-Gefn, föður þfnum, fold nenr flaum af skaldi flóðhyrs, ok svá móður, því at gerðu Bi I borða bæði senn und klæðum, herr hafi hlöðs ok svarra hagvirki, svá fagra. (Góða kona, ég á föður þínum og móður grátt að gjalda, — konan sviptir skáldið gleði, — því að þau gerðu bæði í senn undir sængurklæðum sfnum meyna svo fagra; skollinn hafi hagleikssmíð mannsins og kon- unnar.) Og þá gaf Gunniaugur Heigu skikkjuna Aðalráðsnaut, og var það gersimi sem mest. Hún þakkaði honum vel gjöfina. Sfðan gekk Gunniaugur út, og voru þá komin hross og hestar söðlaðir og margir allvænlegir og bundnir heima á hlaðinu. Gunnlaugur hljóp á bak ein- hverjum hesti og reið á skeið eftir túninu og að þangað er Hrafn stóð fyrir, og varð Hrafn að hopa undan. Gunnlaugur mælti: „Ekki er að hopa undan Hrafn,“ segir hann, „fyrir þvf að enga ógn býð ég þér að sinni, en þú veizt, til hvers þú hefur unnið.“ Hrafn svarar og kvað vfsu: Samira okkr of eins, Ullr benloga, Fullu, frægir folka Sögu, fangs f brigð at ganga; mjök eru margar slfkar, morðrunnr, fyr haf sunnan, ýtik sævar Sóta, sannfróðr, konur góðar. (Okkur sæmir ekki, hermaður, að stofna til ófriðar um eina konu; mjög margar jafngóðar konur eru fyrir sunnan haf, eins og þú mátt verasannfróður um, maður minn; ég hrindi skipi mfnu á flot.) Gunnlaugur svarar: „Vera má,“ segir hann, „að margar séu, en eigi þykir mér svo.“ Þá hljópu þeir Illugi að og Þor- steinn og vildu ekki, að þeir íl)c6tnor9unKoffinu Sögur af Nonna og Palla Nonni og Palli voru að ræða saman um ýmsa atburði ævi sinnar. Þar kom, að Nonni minntist á ferð sfna út í eyði- mörkina og ýmistegt er henti f þeirri ferð ogsagði m.a. — Einu sinni elti mig ban- hungrað ljón. — Nú, hvernig var það? Og hvað gerðirðu? — Þetta var ofsalegt. Ég komst ekki undan nema með því að stökkva upp í tré. — Asni ertu maður. Held- urðu að það sé eitthvert tré f eyðimörkinni? — Blessaður vertu. Ég hafði engan tíma til þess að hugsa um það. 1 annað skipti voru þeir saman í eyðimörkinni Nonni og Palli, þvf þeir ákváðu að fara saman í safari-veiðiferð. I þeim leiðangri urðu þeir eitt sinn að tjalda úti á mörkinni, en það var þó reyndar í skógar- jaðri. Það var ekki laust við að þeir væru smeykir, því þeir mikluðu fyrir sér hættuna á þvf að slöngur eða rándýr gætu komið og gert þeim einhvern óskunda. Eftir miklar orðalengingar urðu þeir ásáttir um að grafa mikinn skurð kringum tjaldið, svo ógreiðfært yrði að þvf. Skurðinum luku þeir eftir mikið erfiði og sofnuðu svo sælir og glaðir eftir erfiðið. Um nóttina vaknaði Nonni og varð gripinn mikilli hræðslu, því Palli var ekki f tjaidinu. Hvað hefur nú skeð? hugsaði hann með sjálfum sér. Hann áræddi að kíkja út, en sá ekkert og gekk þá út fyrir tjaldið. Þá sá hann Palla á harðahlaupum ofan f skurð- inum og banhungrað ljón hljóp á eftir honum. „Guð minn góður, hvað kom fyrir?“ hrópaði Nonni til I’alla. „Þetta er allt f lagi, félagi. Ég er tveimur hringjum á undan.“ Eitt sinn sátu þeir saman og ræddust við. Nonni sagði hverja söguna af annarri af atburðum, sem hent höfðu hann meðan hann gegndi her- þjónustu. Nonni hafði af miklu að taka og Palli var nánast orðlaus af öllum þeim lýsingum, sem af munni Nonna hrutu. Loks kom að þvf, að örstutt hlé varð á lýsingum Nonna og þá fékk Palli skotið inn f: — En segðu mér. Hvað gerðu hinir hermennirnir? Einu sinni voru Nonni og Palli í fínu kaffiboði. Þeir höfðu hámað f sig tertur og alls kyns sætabrauð, og stóðu nánast á blístri. Þá bar að fínu frúna, sem hélt kaffiboðið og hún spurði Nonna, hvort hann vildi ekki meira kaffi. — Nei, ómögulega, kæra frú. Ef ég drekk mikið kaffi þá get ég ekki sofið. Þágall íPalla: — Þetta er alveg öfugt með mig. Ef ég sef, þá get ég ekki drukkið kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.