Morgunblaðið - 27.11.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 27.11.1973, Síða 32
ÞEIR RUKR UlflSKIPTin SEIU RUGLVSR í ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973 ‘i - . éiUJUklWri' . * íá: ...... ►. ■ • • • Engar sölur í Englandi í þessari viku Veriðaðlesta Heklu fyrir helgina. Ljósm. Mbl.: Hermann Stefánsson. Löndunarmenn hafa ekki aflétt löndunarbanni EINS OG Morgunblaðið hefur skýrt frá áttu þrjú íslenzk fiski- skip að selja afla í Grimsby í þessari viku. Nú er hins vegar ljóst, að ekkert verður úr sölum í Englandi í þessari viku, og eiga skipin þrjú að selja í Ostende í Belgíu. Astæðan fyrir þessari breytingu er sú, að löndunar- 18% aukn- ing hjá Ríkisskip MIKLAR vöruflutningar hafa verið hjá skipum Skipaút- gerðarríkisins síðustu mán- uðina. Talið er, að heildar- vöruflutningar með Rfkisskip hafi aukizt um 17—18% á árinu, og nú fara skipin full- lestuð í hvert sinn, sem þau fara með vörur út á land. Guðjón Teitsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Ilekla hefði farið í ferð til Austfjarða á föstudaginn. Svo mikið af vörum hefði legið fyrir, að ekki hefði verið hægt að taka með vörur, sem áttu að fara til Djúþavogs, og stóran hluta þess, sem fara hefði átt til Ilornafjaðrar. Þessum vör- um hefði orðið að koma austur engu síður en öðrum, og því hefði verið gripið til þess ráðs, að senda Ilerjólf austur með vörurnar. Flóabáturinn Baldur var svo leigður til að halda uppi Vestmannaeyja- ferðum Herjólfs á meðan. Verið er að ferma Esju með vörum, sem eiga að fara tii Vestfjarða og verður skipið fullhlaðið þegar það fer. Sagði Guðjón, að í lok októ- ber hefði tekjuaukning af vöruflutningum Ríkisskips numið 50% miðað við sama tíma í fyrra, en af þeirri upp- hæð væru 18—20% vegna hækkunar á flutningskostnaði. Framkvæmdastjórar Fram- kvæmdastofnunariimar á móti Hagrannsóknarstofnun” 99 FJARVEITINGANENFD Neðri deildar alþingis fjallar þessa dagana um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um „Hagrann- sóknarstofnun ríkisins". Vegna þessa kallaði nefndin á fram- kvæmdastjóra Framkvæmda- stofnunarinnar í gær og spurði þá um þeirra álit á málinu, en síðast- Iiðin tvö ár hefur hagrannsóknar- deild ríkisins verið i Fram- kvæmdastofnuninni. Allir lýstu framkvæmdastjórarnir sig and- víga frumvarpinu á fundinum í gær. Einn framkvæmdastjóra Fram- kvæmdastofnunarinnar, Berg- ur Sigurbjörnsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að fjárveitinganefdin hefði óskað eftir samræðum við framkvæmdastjórana vegna „frumvarps til laga um Hagrann- sóknarstofnun ríkisins“. Nefndin hefði nýlega sent stjórn Fram- kværhdastofnunarinnar frum- varpið með ósk um umsögn. Það hefði hins vegar ekki verið tekið fyrir, þar sem stjórnarfundur hefði ekki verið haldinn. En skilja mætti, að hraða þyrfti af- greiðslu á þessu máli enda stæði í frumvarpinu að það ætti að taka gildi 1. janúar 1974. Bergur sagði, að þann, Tómas Amason og Guðmundur Vig- fússon hefðu allir lýst sig mót- fallna þessu frumvarpi, því að það væri ekki til bóta, og engin röksemd fynndist i frumvarpinu, sem gæfi tilefni til breytinga. Þeir hefðu bent á, að það þyrfti að rökstyðja frumvarpið, og einnig að rökstyðja það, að það hefði verið rangt að setja hagrann- sóknadeildina undir stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar á sínum tíma. Það hefði komið betur og betur í ljós, að nauðsynlegt væri að tengja saman fjárveitingu, rannsóknir og skipulagningu, og af þeirri reynslu, sem fengizt hefði af Framkvæmdastofnun- inni ætti hagrannsóknardeildin heima þar. Þá hefðu þeir einnig bent á, að sífelldar breytingar á rikis- rekstrinum, sérstaklega með þvi að vera stöðugt að stofna nýjar stofnanir eða breyta rekstri þeirra gæti aldrei orðið til góðs. Það fældi aðeins góða starfs- kraf ta frá. menn á Bretlandseyjum munu ekki taka ákvörðun um, hvort þeir afgreiða íslenzk fiskiskip fyrr en n.k. laugardag, 1. desem- ber. Ingimar Einarsson fram- kvæmdastjóri Félags fslenzkra botnvörpuskipaeigenda sagði í samtali við blaðið í gær, að ákveðið hefði verið að löndunar- menn í Grimsby héldu fund um landanir fslenzkra skipa. Átti fundurinn að fara fram á sunnu- dagskvöldið. Samkvæmt ósk lönd- unarmanna í Aberdeen var fundi þessum frestað til 1. desember, en þá halda löndunannenn á Bret- landseyjum sameiginlegan árs- fjórðungsfund. Löndunarmálið verður eitt af aðalmálum fundar- ins og þar taka félögin sameigin- lega afstöðu gagnvart löndunum íslenzkra skipa á Bretlandseyjum. Sagði Ingimar, að hann teldi góðar horfur á þvf, að samþykkt yrði á fundinum, að íslenzk fiski- skip yrðu afgreidd í Bretlandi. Það þýddi heldur ekkert annað en að vera bjartsýnn. Jón Olgeirsson ræðismaður ís- lands í Grimsby sagði, er við ræddum við hann, að menn í Grimsby teldu, að samþykkt yrði með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að aflétta löndunarbanni á islenzk fiskiskip á fundinum á laugardaginn. Sagðist hann Framhald á bls. 31 Framsókn of SFV andvíg Guðmundi Hjartarsyni ? Margt bendir nú til þess, að Lúðvík Jósepssyni muni mistak- ast að gera Guðmund Hjartarson að bankastjóra við Búnaðarbank- ann eins og ráðherrann hefur stefnt að með breytingu á banka- málalöggjöfinni, sem f undirhún- ingi hefur verið og Morgunblaðið hefur skýrt frá. Um áramótin á Svanbjörn Fri- mannsson að láta af embætti sem seðlabankastjóri fyrir aldurs- sakir. Framsóknarmenn höfðu hugsað sér, að Jóhannes Elíasson bankastjóri við Útvegsbankann tæki við því embætti og tveir framsóknarmenn hafa verið nefndir í sambandi við banka- stjórastöðu þá, sem losna mundi i ÚU'egsbankanum, þeir Ilannes Pálsson útibústjóri hjá Búnaðar- bankanum og Jón Skaftason al- þingismaður. Lúðvík Jósepsson, bankamála- ráðherra neitar hins vegar að fall- ast á Jóhannes Elíasson sem seðlabankastjóra nema samþykkt verði fjölgun bankastjóra við Búnaðarbankann og Guðmundur Iljartarson helzti fjármálamaður kommúnista um langt skeið ráð- inn bankastjóri þar. Eftir því, sem bezt er vitað, eru SFV andvíg þeirri breytingu og talið er, að um helmingur þingflokks Fram- sóknarflokksins sé andvígur breytingunni. Formaður banka- ráðs Búnaðarbankans, Stefán Val- geirsson alþingismaður, hefur sagt, að hann muni aldrei gera tillögu um Guðmund Hjartarson. Bendir því flest til, að þessi til- raun Lúðvíks muni mistakast og að Svanbjörn Frimannsson verði settur bankastjóri seðlabankans um óákveðinn tíma um áramót. Nemendur MR segja sig úr LIM 1 frétt frá þingi Landssam- bands íslenzkra menntaskóla- nema (LlM) hér í Mbl. i síðustu viku kom m.a. fram, að þingfull- trúar frá Menntaskólanum i Reykjavík hefðu ekki unað fram- kvæmd og undirbúningi þingsins. A þinginu kröfðust þeir sérbók- unar þess efnis, að þeir álitu þing LlMekki vera vettvang f.vrir póli- tfska starfsemi stjórnmálasam- taka, og þar eð þeir gætu ekki talið þingfulltrúa vera skoðana- fulltrúa nemenda, sætu þeir hjá í umræðum og atkvæðagreiðslu um þjóðmál. Síðdegis í gær var svo haldinn skólafundur í MR, þar sem borin var fram tillaga fulltrúa skólans á LÍM-þingi og var hún svohljóð- andi: „Skólafundur haldinn í kjallara Casa Nova 26. 11. 1973 ályktar eftirfarandi: Við fordæmum þá stefnu, sem mörkuð var á 7. þingi LÍM. Við teljum rangt, að þing LÍM f jalii nær eingöngu um þjóð- mál og sendi frá sér ályktanir varðandi þau þar eð þingfuiltrúar geta ekki talizt skoðanafulltrúar nemenda. Einnig má benda á, að þjóðmál hafa hindrað framgang ýmissa sérhagsmunamála menntaskólanemenda. Þess vegna álíta nemendur MR gagns- laust að halda áfram starfi innan þessara samtaka, og segja sig því úr þeim. Skólafundur lýsir þó yfir þeim vilja sínum, að halda áfram sam- starfi á svíði bóksölumála og er að sjálfsögðu reiðubúinn að taka á sig þann kostnað, sem af því leiðir.“ Á fundinum voru um 200 nem- endur, og var tillagan samþykkt með93.5% atkvæða. Ennfremur var borin undir at- kvæði tillaga þar sem ríkisstjórn- in var átalin fyrir landhelgis- samninginn við Breta, og ályktað var, að ísland ætti að ganga úr NATO og herinn skyldi hverfa af landi brott. Þessi tillaga var sam- þykkt með 89 atkvæðum, en 60 voru á móti. Aðrir seðlar voru auðir eðaógildir. Atkvæðagreiðsla á fundinum var leynileg. Bretinn kom inn austur fyrir landið ÞAÐ SEM af er haustinu hafa flestir brezku togar- arnir á íslandsmiðum verið að veiðum úti fyrir Vest- fjörðum. Um helgina brá hins vegar svo við, að flestir togararnir fluttu sig austur fyrir land. Afli mun hafa verið orðinn tregur fyrir Vestf jörðum og því hafa tog- ararnir fært sig. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagði í gær, að miðin úti fyrir Vestfjörðum og Austfjörð- um væru helztu veiðisvæði Bretannai yfir vetrartím- ann. T.d. hefðu þeir verið við Austfirði allan s.l. vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.