Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 5. DESEMBER 1973 15 í FRAMHALDI af skrifum um efni sjónvarpsins á undanförnum SLAGSÍÐUM, brá tíðindamaður síðunnar sér á stúfana og leitaði álits ungs fólks á efni sjónvarps- ins. Spurningin var þessi: Hvað finnst þér um það efni, sem sjónvarpið hefur á boðstólum fyrir ungt fólk? Þórður Þðrðarson, 23 ára, stud. jur.: Að mfnum dómi er efni sjón- varpsins fyrir ungt fólk mjög tak- markað. Til að mynda vantar algjörlega góða erlenda þætti, einkum með tilliti tii popptón- listar. í augnablikinu man ég að- eins eftir tveimur slíkum, þætt- inum með norsku hljómsveitinni Popol OH og þáttunum með Blood, Sweat and Tears.'sem voru að mínu viti allgóðir. Þættirnir hans Jónasar, „Ugla sat á kvisti" eru lika ágætir, en þar með er það upptalið. Sigrfður Helgadóttar, 17 ára af- greiðslustúlka: Ég horfi aldrei á sjónvarp vegna þess að þar er ekkert efni fyrir ungt fólk. Héðinn Eyjólfsson, 22 ára nemi: Það er ekkert efni fyrir ungt fólk í sjónvarpinu. Þessir norr- ænu þættir, sem þeir hafa stund- um verið með eru úreltir og þar að auki hundleiðinlegir. Ég vil fá enska popp-þætti og fleiri fslenzka eins og þáttinn með Brimkló, sem er sá eini með viti sem ég hef séð í islenzka sjón- varpinu. Anna Sveinsdóttir, 23 ára afgreiðslustúlka: Efni sjónvarpsins fyrir ungt fólk er skemmtilegt, það litla, sem það er. Til dæmis er þátturinn „Ugla sat á kvisti“ mjög góður og ég held að það séu einmitt fleiri slíkir þættir, sem fólk vill fá. Persónulega vil ég gjarnan fá fleiri þætti, sem eru f senn þrosk- andi og fræðandi. <i Stefán Gunnarsson, 16 ára menntaskólanemi: Mér finnst efni sjónvarpsins fyrir ungt fólk vera fyrir neðan allar hellur. Það vantar alveg hressilega skemmtiþætti og þá sérstaklega innlenda popp-þætti. Læknaþátturinn er sæmilegur, þótt hann sé ef til vill ekki ætlað- ur ungu fólki eingö.ngu. En sem sagt, — meira af innlendum skemmtiþáttum. Gefur þetta rétta mynd af áhuganum? 300komu! Tónleikarnir sjálfir tókust vel, en aðsóknin var ekki nógu góð. Þvf miður. Það voru eitthvað um 300 manns f salnum" Þetta sagði Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sinfónfuhljóm- sveitar Islands, þegar Slagsfðan spurði hann hvernig tilraunin f' Háskólabfói um daginn með tón- leika unga fólksins hefði tekizt. Þessir aukahljómleikar, sem réttu nafni heita „Með ungu tón- Iistarfólki“, er fyrsti liðurinn f þeirri nýbreytni f starfseminni að reyna að ná betur til ungs fólks og einnig að reyna að virkja betur starfskrafta ungra íslenzkra tón- listarmanna! „Þetta var tilraun," sagði Gunnar, „og það má vel vera að þetta leiði til þess, að við göngum að henni á einhvern annan hátt. Við munum þó halda aðra slfka tónleika á þessu starfsári í marz næstkomandi." Á þeim tónleikum sagði Gunnar, að fram myndi koma ungur flautuleikari, Jón H. Sigurbjörnsson, og ungur píanó- leikari, Anna Áslaug Ragnars- dóttir, en ekki liggur efnisskráin fyrir nú. A þessum fyrri tónleikum f vetur komu fram Ursúla Ing- ólfsson pfanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleik- ari, og einnig var flutt verk eftir eitt af yngri tónskáldum Islend- inga, Jónas Tómasson, og nefndist það „Leik-leikur“ eða „Play- play“. En auk þess að gefa ungu tón- Iistarfólki tækifæri til að koma fram með Sinfóniunni, er til- gangurinn með hljómleikunum að „víkka starfsemina” eins og Gunnar orðaði það, — ná til þess fólks, sem ekki sækir reglulegu tónleikana eða skólatónleikana, en það eru nemendur mennta- skólanna. „Við erum með 5 skóla- tónleika f vetur," sagði Gunnar, „og þeir takast alltaf ágætlega. Alltaf fullt hús, enda koma nem- endurnir beint úr skólanum með kennurum sínum. En með þessu tónleikahaldi vildum við ná til þeirra, sem ekki falla inn í þetta kerfi.“ Slagsfðan spurði Gunnar hvort það væri einnig ætlunin með þessu tónleikahaldi, að flytja þar kannski tónlist, sem höfðaði til ungs fólks sérstakjega. „Hver eru lög unga fólksins?" svaraði hann að bragði með annarri spurningu. „Hver getur svarað því? Er það bara popp? Ég er persónulega á þvf, að það sé of mikið gert af því að skipta tónlist niður á milli aldusflokka." Gunnar taldi sem sagt ekki líkur á því að farið yrði inn á léttari tónlist í sambandi við þetta sérstaka tónleika- hald. En hann kvað það rétt, að Sinfóníuhljómsveitin hefði árið 1971 reynt að flytja slíkt efni á tónleikum sínum, t.d. jazz-ættaða músík, og hefði sú tilraun gefizt prýðisvel. Og hann kvað ekki loku fyrir það skotið að slíkt yrði tekið fyrir aftur, þótt ekki hefði verið tekið nein ákvörðun um það. „Þetta eru allt tilraunir, sem maður lærir af,“ sagði Gunnar Guðmundsson. Jú, jú. Eg er bjartsýnn. Ég er alltaf bjartsýnn," sagði hann þegar við spurðum hann hvernig honum litist á blikuna. Hann kvað það t.d. ljóst, að margt ungt fólk kæmist fyrst f kynni við sfgilda tónlist á skólatónleikunum, fengi áhugann og héldi síðan áfram að koma. Það væri lfka tvennt ólíkt að heyra sfgilda tónlist flutta af plötum eða í útvarpi, og sjá og heyra hana flutta af lifandi fólki f tónleikásal. „Hitt er annað mál,“ sagði Gunnar Guðmundsson að lokum, „að maður veit aldrei fyrirfram hver verður árangurinn af til- raunum eins og þessum. Þess vegna segi ég alltaf, að maður fær enga uppskeru fyrr en maður hefursáð.“ ib Það vantaði ekki aðsóknina á þessum barnahljómleikum Sinfónf- unnar. A hljómleikunum fyrir unga fólkið var þessi salur hins vegar aðeins setinn að tæpum þriðjungi. JÓNAS OG EINAR Á PLÖTU í JAPAN ENN hafa SLAGStÐUNNI borizt fregnir af nýjum plötum. sem komnar eru á markað eða væntan- legar innan tfðar. Eru þær eigi færri en fimm talsins, en rúm- leysis vegna verður aðeins getið um eina þeirra hér f dag; hinar verður f jallað um á sunnudaginn. Platan, sem við tökum nú fyrir, er tveggja laga plata með JÓN- ASI OG EINARI og hefur platan það sér til frægðar unnið, sem engin önnur fslenzk plata hefur náð: HUN VAR GEFIN UT I JAP- AN I SUMAR. Annað lagið er eftir Einar Vilberg og heitir „Walkin' the road" og var keppnislag þeirra Jðnasar og Ein- ars f alþjóðlcgu sönlagakeppn- inni í Tokyo f fyrra. Hitt lagið á plötunni er japanskt að öllu leyti. samið af kunnum japönskum lagasmið, og sungið á japönsku. Sér Jónas um það verk og segir, að það hafi bara gengið vel; jap- anski framburðurinn á samhljóð- um sé svipaður þcim fslenzka. — Lögin voru bæði hljóðrituð I Japan f fyrra við undirleik 60—70 manna hljómsveitar og var það fyrirtækið, sem sem stóð fyrir keppninni, sem gaf plötuna út f Japan, en hér er það JÖRGEN INGI HANSEN, sem gefur hana út á merki sfnu SARAH. Jónas kveðst ekki hafa frétt neitt um hverjar viðtökur platan hafi fengið þar austur frá; ifklega hafi hún þó ekki gengið neitt sérlega vel, þvf að þá hefði hann áreiðan- lega verið búinn að frétta eitthvað. „SLAGSÍÐAN” MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK SLAGSÍÐUNNI hafa borizt bréf með spurningum um ýmsa popp- listamenn og verSur leitazt við að svara þeim nú og á næstunni, svo og öðrum bréfum, sem kunna að berast. Þótt aðeins hafi verið spurt um poppefni I fyrstu bréfun- um, er ekki ætlunin að einskorða þennan dálk við poppið. Lesendur geta skrifað og spurt um allt. sem þá fýsir að vita um efni, sem á einn eða annan hátt snerta unga fólkið, og einnig yrðu vel þegin bréf, með skoðunum lesenda. svo og ábendingum um efnisval SLAGSÍÐUNNAR. En snúum okkur þá að fyrstu bréfunum: BERND CLUVER □ TVEIR KRÆKLINGAR spyrja um þýzka söngvarann BERND CLUVER: Bernd er fæddur 10. april 1948 og er þvf 25 ára gamall. Ekki vitum við hvað hann hefur gefið út margar plötur, en fyrsta vin- sæla platan hans hét „Der Junge mit der Harmonika’' og fyrir hana fékk hann nýlega gullplötu, sem væntanlega táknar, að yfir milljón eintök hafi selzt af plötunni. Fyrir skömmu var hann i efsta sæti þýzka vinsældalistans með lagið „Der kleine Prinz' og virðist njóta geysilegra vinsælda i Þýzkalandi um þessar mundir. — Hverfitónar flytja mest inn af þýzkum plötum, snúið ykkur þangað. □ EINAR HARALDSSON, Garðaflöt 9, Garðahreppi, spyr: Hvers lenzkir eru WISHBONE ASH? Svar: Þeireru brezkir. Er komin út ný plata með EMERSON, LAKE OG PALMER og ef svo er, hvað heitir hún? Svar: ELP hafa verið að leggja lokahönd á gerð á stórrar plötu, sem ber nafnið „Brain Salad Surgery" og er sennilega komin á markað erlendis núna, a.m.k. stóð til að hún kæmi út i nóvember. Keith Emerson. Bæði Einar og Kræklingarnir spurðu um fleiri atriði, en við birt- um svör við þeim siðar; erum enn- þá.að pælal Og svo að lokum: Verið dugleg við að skrifa!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.