Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURJ5. DESEMBER 1973 25 Birna Guðrún Björns dóttir — Minning Fædd 27. marz 1914. Dáin 29. okt. 1973. BIRNA var fædd í Revkjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Björn Jónsson. Hún ólst upp í stórum systkinahópi við leik og störf. Ung fór hún til Danmerkur og gekk í skóla í Skodsborg. Eftir heimkomuna vann hún í Reykja- vík við verzlunarstörf. Égsá hana fyrst, þegar hún ung og glæs’ileg fluttist í Ölfusið, þá að Arnarbæli. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Auðunssyni frá Dalbæ i V-Skaftafellssýslu. Hann var þá í Auðsholti. Þau gengu i hjónaband þann 19. desember 1941, áttu þvi að hann var mjög laginn maður og snyrtimenni hið mesta. Hans kvæntist eftirlifandi konu sinni, Halldóru Hallbjarnardóttur Bergmann 27. nóvember 1919 og höfðu þau búið saman í 34 ár. Halldóra er mikil mannkosta- kona, trygglynd og frændrækin í bezta lagi. Heimili þeirra hefur alla tíð verið annálað fyrir gestrisni og myndarskap og voru þau þar mjög samhent. Halldóra hefur þó árum saman verið mjög heilsutæp, en kjarkur og bjart- sýni, ásamt óbifanlegu viljaþreki hafa hert hana við hverja raun. Hans og Halldóra fluttust til Hafnarfjarðar árið 1921 og hafa búið þar alla tfð sfðan. Þau eign- uðust eina dóttur, Guðlaugu, en kynni mín af þessari fjölskyldu hófust fyrir rúmum 25 árum, þegar Guðlaug giftist bróður mfnum, Lárusi. Þau eiga tvær dætur, Halldóru Oddnýju og Hönnu Björk. Guðlaug og Lárus hafa alla sfna búskapartíð búið í sama húsi og foreldrar hennar. Lengi bjuggu þau i Valhöll við Vörðustíg. en fyrir nokkrunt árum byggðu þau í sameiningu hús við Arnarhraun 19. Þarna hefur ekki verið um neitt kyn- slóðarvandamál að ræða, sem mörgum virðist svo erfitt viður- eignar nú. Hjá fjölskyldunni hefur ávallt verið mikil eining og hver hjálpað öðrum, og snyrti- mennska, jafnt úti sem inni, hefur verið alveg frábær. Hans Ólafsson var ákaflega vel gerður maður, sannkallaður öðlingsmaður. Hann var alltaf ljúfur í viðmóti, glaðlegur og æðrulaus. Hann var bókhneigður, las mikið, sérstaklega þjóðlegar fræðibækur. Hann hafði gott minni og einstaklega skemmti- lega frásagnargáfu. Hans lifði langa ævi. A þessu timabili hafa framfarir og breytingar verið meiri en á nokkru öðru tímabili í sögu landsins. Sumt eldra fólk virðist eiga erfitt með að samlag- ast svo stórstígum breytingum, en ersífellt að minnast liðinnartíðar með söknuði. Hans virtist aftur á rhóti skilja nýja tímann betur en flest fólk honum jafnaldra, sem ég hef kynnzt. Eg og fjölskylda min eigum margar skemmtilegar endurminningar um samveru- stundir með Hans og fjölskyldu hans, og fyrir þær erum við þakk- lát. Að lokum sendi ég eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ininningu hins látna. Stefán Sigurðsson. fyrst heimili i Auðsholti en síðan um 9 ára skeið í Gljúfurárholti. Þá hófust kynni okkar, er hún gerðist félagi i kvenfélaginu Bergþóru. Arið 1953 fluttu þau í Hveragerði og hafa átt þar heimili siðan. Þar vann Birna heitin lengst af sem afgreiðslustúlka í Kaupfél. Árnesinga og mörg síðustu árin sem deildarstjóri. Þar er nú, sem víðar, skarð fyrir skildi, er elsti og reyndasti starfskrafturinn er þaðan horfinn. Þau hjónin eignuðust eina dóttur barna, Auði Agnesi, sem búsett er i Hveragerði. Maður hennar er Bragi Garðarsson prentari úr Reykjavik. Fimm efnileg dótturbörn höfðu þau eignast. Það elzta þeirra, Sig- urður, hefur alizt upp hjá afa og ömmu, yndi þeirra og eftirlæti. Hann er nú á fermingaraldri. Lovísa Olafsdóttir kirkjuorganisti hefur átt þar heimili með þeim lengst af i Hveragerði. Eg tel, að það sambýli hafi verið bless- unarríkt fyrir báða aðila, og nú er hennar þáttur stór. Þegar mér barst sú sorgar- fregn þann 29. okt. að Birna hefði látizt þá um morguninn minnti það mig enn einu sinni á hinn mikla hverfulleika lifsins. Þó að hún hefði kennt lasleika nokkru áður, datt engum í hug, að svo skjótt myndi sól bregða sumri. Hún hringdi til min kvöldið fyrir andlát sitt og ræddi þá af sínum alkunna áhuga um starfið i félaginu okkar. En þar var hún okkar styrka stoð, áhugasöm, dugleg og samvinnuþíð. Hún var mörg síðustu árin gjaldkeri og rækti það starf af frábærri sam- vizkusemi og dugnaði. Ég tel að á engan sé hallað, þó sagt sé, að hennar sæti sé þar vandfyllt. Við Kveðja: Bjarni Jóhannes Krtiger bátsmaður höfðum um mörg ár náið sam- starf. Mér er ánægja að lýsa þvi yfir hér, að þar bar aldrei skugga á. Birna var greind kona og fljót að greina aðalatriði hvers máls. Oft var heimili hennar vett- vangur félagsstarfsins, t.d. nefndarstarfa. Þangað var gott að koma, maður fann sig alltaf vel- komin, enda heimilið rómað fyrir gestrisni. Birna var orðvör svo af bar. 1 gegnum öll okkar kynni heyrði ég hana aldrei mæla lastyrða um nokkurn mann. Fagur minnis- varði. Hún hafði prúða framkomu og fágaða, en var þó létt og skemmtileg í vinahópi. Ég minnist margra glaðra stunda, t.d. úr okkar árlegu skemmti- ferðum, þar var hún virkur þátt- takandi, naut þess að kynnast nýju og fögru umhverfi og gleðj- ast á sinn hógværa hátt. Fjölskylda hennar á um sárt að binda við hið sviplega fráfall hennar. Ég bið þeim guðsblessunar í sorg þeirra. Megi minningin um hana verða þeim það ljós, sem lýsir fram á veginn um ókomin ár. Eg flyt henni hjartans þakkir fyrir gott samstarf og elskuleg kynni. Blessuð sé minning hennar. R.J. HVAÐAN komum við, hvert er förinni heitið? — Þessi þráláta spurning hefur bergmálað i huga mínum síðan ég frétti lát Bjarna Jóhannesar Krúgers, er fór í sina siðustu för sem bátsmaður á Þormóði goða og lézt þar um borð við venjuleg skyldustörf af slysförum 13. nóv. síðastl. — Það má kannski segja sem svo, að það orki tvímælis að ég landkrabbinn fari að setja saman smástúf um Bjarna látinn. — En hann átti vini i landi og á sjó, vini, sem munu minnast hans um ókomin ár og daga, er þeir heyra nefndan góðan dreng. Bjarni var vel látinn af öllum, sem honum kynntust, enda fóru saman hlýleg framkoma og gott hjartalag manns, sem ekki mátti vamm Sitt vita. — Eg þekkti ekki Bjarna fyrr en hann varð stund- um daglegur gestur heima hjá okkur, Kristínu og Svavari Guðnasyni, sem ásamt honum og Sigmundi Hjálmarssyni voru oft- lega kallaðir tríóið — til sjós — allir dugandi og reyndir rogara- sjómenn. Eftir þau kynni er mér ljúft að kalla Bjarna Krúger einn af vin- um mínum. Aldraðri móður hans votta ég samúð mína og íslenzkri sjómannastétt sendi ég um leið samúðar kveðjur við fráfall hans. Bjarni Jóhannes Krúger var fæddur að Skálum á Langanesi 4. sept 1934 sonur Kondordíu og Haralds Krúgers. — Föður sinn missti Bjarni barnungur og fluttist þá móðir hans til Reykja- vikur með systkinahópinn og þar ólst Bjarni upp. Snemma hneigðist hugur hans til sjómennsku enda varð hún ævistarf hans og þar féll hann í dagsins baráttu með sæmd sem víkingarnir forðum og verður hann fullgildur við borð þeirra í Valhöll að endaðri för. Bjarni var ókvæntur maður og barnlaus. — Hrekklaus maður og vammlaus. Blessuð sé minning hans. Olafur Þ. Ingvarsson. ÞEIR flUKR UlflSKIPTin sim IVS flUGLVSfl í AFTUR OG AFTUR SKYRTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.