Alþýðublaðið - 29.09.1930, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 29.09.1930, Qupperneq 2
ar ALÞÝÐÖBLAÐÍÐ Verkamannafélagið DagskrAn. Mikil félagsaukning. Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund síðastliðið laugardags- kvöld. Voru félagsmál fyrst rædd og þótti öllum starf stjórnarionnar á sumrinu vænlegt. 118 nýir fé- lagar sóttu um upptöku og voru þeir allir samþyktir; par af voru 67 fólksbifreiÖastjórar. Er Dags- brún þar með orðin fjölmennasta stéttarfélagið, sem nokkum tima hefir verið til hér á landi og efl- ing þess heldur stöðugt áfram. — Á fundinum var enn fremur rætt um hið svonefnda verklýðssam- bánd, er nokkrir menn vilja að stofnað verði. Voru umræður fjörugar. Lýðstjórnarkrafan efiist á Spáni. Lundúnum (UP). 29. sept. FB. Frá Madrid á Spáni er símað: Siðdegis í gær ræddu lýðveldis- sinnar um einvaldsstjómina og kröfðust þess fastlega, að hún væri afnumin. Völdu þeir nauta- atssvæðin til ræðuhalda, því að þar var fólk fyrir þúsundum saman. Á nautaatssvæðinu í Ma- drid er talið, að 20 000 manna hafi verið viðstaddir. Alejandro Lerroux, róttækur flokksleiðtogi, skoraði á herinn að vinna með þjóðinni, sem heimtar valdaafsal konungszns og stofnun lýðveldis. Mllton Sills tfáinn. Hann lézt að heimili sínu í Hollywood um miðjan mánuðinn. Hann var að leika tennis við konu sina í garðinum við hús sitt og kendi sér einskis meins. Hné hann þá skyndilega niður og var örendur er að var gáð. Hann hafði fengið hjartaslag. Milton Sills var þektur um vi'ða veröld og var þó orðinn nokkuð gamall er hann fór að leika í kvikmyndum. Hann var giftur kvikmyndakonunni Doris Kenyon. Milton Sills var eins og kunn- ugt er mjög velviljaður Islandi og Islendingum, og mun það hafa átt rót að rekja til þess, að hann hafði íslenzkan mann sem leik- fimikennara og þjálfara, sem er Haraldur Sveinbjömsson, bróðir Valdimars leikfimikennara hér í Reykjavík. Safnaðarfundur, verður annað kvöld kl. 81/2 í dómkirkjunni. Fer þá fram loka- atkvæðagreiðsla um kirkjugarðs- girðinguna. Bíó-auglýs ngar eru á 4. síðu. Skólastjórastaðan við nýja barnaskólann. „Moðhausar" „Morgunblaðsins" hafa að undanförnu verið að skrifa um skólamál. Hafa þeir látið sér títt um nýja barnaskól- ann og skólastjóravalið við hann. Að visu taka ekki aðrir en allra einföldustu íhaldssálir mark á þessum skrifum, því það er kunnugra en frá þurfi að segja, að „Morgunblaðs“-fénaðurinn er gersneyddur öllum áhuga á skóla- og uppeldis-málum og hef- ir ekki snefil af þekkingu á þeim til brunns að bera. En í hvert sinn er veitt er einhver þýðing- aimikil kennarastaða, þá fá þess- ir vitringar kippi og fyllast „helgri" vandlætingu, ef embætt- isveitingar eru ekki að þeirra skapi. I fyrra hauat var það rektor mentaskólans, sem varð þeim hneykslunarhella. Úr því hefir raknað svo, að allir eru nú stór- ánægöir með þá ráðstöftm, og nýr og betri andi en áður rikti í þeim skóla er nú að skapast þar. Nú er það skólastjórinn við nýja bamaskólann, sem er aðal- umræðuefnið. „Morgunbl." þykir hann of ungur („óreyndur ung- lingur“), gefur í skyn að hann sé lítt lærður og maður, sem eng- inn treysti til starfans. Alt eru þetta ósannindi og ó- rökstuddar staðhæfingar. Sigurður Thorlacius skólastjóri (þessi „óreyndi unglingur") er maður rúmlega þrítugur, svo hann vérður tæplega sakaður um of mikla æsku. Hann er stúdent frá 1922, itök heimspekipróf við háskólann hér og kennarapróf við kennaraskólann 1924. Hann hefir síðan lagt stund á kenslustörf og jafnframt aflað sér frekari ment- unar í uppeldisfræði bæði utan lands og innan, m. a. í einhverj- um bezta kennaraháskóla Norð- urálfunnar — í Genf. Hann er því áreiðanlega þaulmentaður maður í sínum fræðum. Að því er traustleysi skóla- stjórans snertir, þá vaða „Morg- unblaðs“-mennirnir þar allmikinn reyk, eða þeir tala gegn betri vitund, því að það er vitanlegt, að Sigurður skólastjóri hefir traust allra þeirra, sem hann þekkja, og þeirra rnest, sem þekkja hann bezt. Og hann á lífca skilið traust og virðingu allra góðra manna, þvi að hann er ágætur drengur, góður maður og réttsýnn. S:<ðastli'ðinn vetur var Sigurð- ur kennari við Laugarvatnsskól- ann. Þegar hann sótti um skóla- stjórastöðuna við nýja barnaskól- ann, þá gaf skólastjórinn á Laug- arvatni honum svohljóðandi með- mæli: „Sigurður Thorlacius kennari var samverkamaður minn á Laugarvatni siðastliðinn vetur. Mér er bæði geðfelt og skylt að gefa honum sérstaklega góð með- mæli. Ég tel hann gæddan flestum þeim kostum, sem einkum prýða kennara. Hann er lærður vel, hæglátur, rökvis og þéttur fyrir. Kensluna byggir hann mjög á vísindalegum grundvelli. Skilyrði í þá átt hefir hann góð, því að saman fer brennandi áhugi og allmikil sérþekking á rannsófcnar- aðferðum í sálarlífi bama. Traust og virðing samfcennara og nemenda á Laugarvatþi fór vaxandi eftir því sem viðkynning varð nánari. Tel ég það gæfu fyrir hvern skóla að njóía starfs þgssa ágæta manns.“ Það er spá mín, að Sigurður skólastjóri vinni sér fljótt traust og virðingu samkennara sinna, skólabarnanna og foreldra þeirra, og að ekki líði á löngu áður en Reykvikingar sjá, að það hefir verið þeim hið mesta .happ að fá hann fyrir skólastjóra. Og áreið- anlega verður það ofvaxið moð- hausum „Morgunhlaðsins" að spilla samvinnu skólastjórans og kennaranna við nýja barnaskól- ann og þar með framtíð skólans. Ps. K. B. Nú er íþróttastarfsemin að byrja. „Ármann“, „1. R.“, „K. R.“ o. fl. undirbúa nú starfsemi sína af miklu kappi. Má óefað ætla, að þátttakan í æfingum félag- anna verði enn meiri í vetur en undanfarna vetur. 1 dag auglýsir K. R. æfingar sínar hér í blaðinu. Verða þær mjög fjölbneyttar og jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Mesta áherzlu leggur félagið á leikfimi, en einn- ig verður æft í róðri, íslenzkri glímu, knattspyrnu, hnefaleik, hlaupum o. s. frv. Æfingamar byrja 6. október. K. R.-félagar! Eyðið tómstund- um ykkar í félagsstarfseminni; þar með þroskið þið sjálfa ykkur, bæði líkamlega og andlega. Rangmæli er það og ritvilla að nota orðið Imeter í stað hinnar ísl. orðmynd- ar imetri, og þó sést þetta orð- skrípi í flestum auglýsingum og jafnvel í námsbókum og heyrist hvarvetna. Flexrtöluorðmyndin af metri er metrar. Er auðsætt, að þar hefir íslenzkt málfar kvatt sér hljóðs, svo enginn ætti þvi að þurfa að efast um rétta eintölu- orðmynd. Annað raunalegt oröskrípi verður einatt fyrir manni í aug- lýsingum. Það er orðið stell. Mér hefir nú dottið i hug, hvort ekki myndi tiltækilegt að nota í þess stað orðið búnaður, aðal- lega til samræmis við orðið borð- búna^ur, er virðist vera fast 1 málinu. Yrði þá matarstell: matbúnað- ur, kaffistell: kaffibúnaður, reyk- stell: reykbúnaður o. s. frv. Borð- búnaður verður þá heildarheitið á þessum borðrænu hugtökum. Kæmi þetta enda vel heim við þá málvenju að tala um að búsí borð. J. G. E. Um daginn ©n vegjlrais* Næturlæknir er í nótt Ölafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, simi 2128. Sjómenn! I dag er síðasti. dagurinn fyrir línubátasjómenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur til að greiða atkvæði um, hvort samningum við línu- bátaeigendur skuli sagt upp eða ekki. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. I dag er síðasti dagurinn, sem hægt er að gieiða atkvæði um, hvort sagt skuli upp eða ekki samningum við togaraútgerðar- menn og við línubátaeigendur. Maður ríður á bífreið. Maður var á reið í gær innan: við Elliðaár. I Ártúnsbrekkunni reið hann á bifreið og meiddist hesturinn talsvert. Var farið með hestinn að Tungu, og varð að sauma hann á hálsinum. Bif- reiðarstjórinn segir, að reiðmað- urinn hafi verið ölvaður. Kyrrsettur var í Færeyjum Norðmaður sá. er gaf tréspiritus manni þeim á Isafirði, er nýlega beið bana af því að diekka hann. Verður Norð- maður þessi sendur hingað aftur til réttarrannsóknar. Hlutavelta „Verðandi“. Gunnar Jónssom, Þingholts- stræti 8, fékk ljósmyndina (100 kr. virði). Konráð Vilhjálmsson, Laugavegi 67, fékk málverkið (140 kr. virði). Útvarpstæki, fjög- urra lampa, fékk 5 ára drengur,, sonur Karls Jónssonar, Njálsgötu 49 B. Pétur Zophoníasson fékk kaffitæki, 12 manna, og sömu- leiðis kvenúr úr silfri. Hlutavelta „Ármanns11. Dregið var um happadrættið S skrifstofu lögmanns í morgun og komu þessi númer upp: 580 hést- urinn, 1586 kensla í bifreiðaakstri og 3816 ljósakróna. Hamdhafar þessara miða eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst við Þórarin Magnússpn, Laugavegi 30. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 10 stiga; hiti í Reykjavík. ÚtHt hér um slóðir: Hægviðri. Skýjað loft, en )

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.