Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974
3
Samtals brotnuðu 22 rúður f Drápuhlfð 2—4. Á smiður vera að koma fyrir rúðum f einum
myndinni, sem Sv. Þ. tók í gærmorgun, sést glugganna.
Rúðurnar splundruðust
inn í herbergið
— vaknaði samt ekki
TVÆR öflugar sprengjur
sprungu í Reykjavík f fyrri-
nótt, önnur að Drápuhlíð 2, hin
við söluturninn á horni Birki-
mels og Hringbrautar. 22 ruður
brotnuðu í húsinu Drápuhlíð 2,
og brotnuðu þessar rúður f
þremur íbúðum. Sprengjan
sprakk á svölum miðhæðar
hússins og lítur helzt dt f.vrir,
að henni hafi verið kastað upp
á svalirnar. Svo öflug var hún,
að stórt stykki brotnaði úr
svölunum. Enn er ekki vitað
hverjir eða hver hafi framið
þennan verknað og þegar
Morgunblaðið hafði samband
við rannsóknarlögregluna seint
í gær hafði enginn verið hand-
tekinn, grunaður um verkn-
aðinn. Hins vegar höfðu þrír
ungir piltar, sem teknir voru
grunaðir um ölvun við akstur
verið spurðir út f þetta, en
ekkert hafði komið fram, sem
benti til þess, að þeir hefðu
komið sprengjunum fyrir á
þessum stöðum.
Á miðhæð hússins Drápuhlíð
2 býr áttræð kona, Marta
Ölafsdóttir að nafni. Var hún
ein í ibúðinni þegar sprengjan
sprakk, en ung stúlka, sem býr
einnig í fbúðinni, var ekki
heima, þegar atvikið átti sér
stað.
Heppni að stúlkan
var ekki heima
„Það var mikil heppni, að
stúlkan var ekki heima, þegar
sprengjan sprakk,“ sagði Marta
þegar við ræddum við hana í
gær, og bætti við, „stúlkan
sefur í herbergi, sem er beint
inn af svölunum, og svefnbekk-
ur hennar er beint undir
glugganum. Rúður í glugganum
kurluðust allar og lentu ofan á
svefnbekknum og víðar í her-
berginu."
,,Ég er hrædd um, að stórslys
hefði getað hlotizt af ef stulkan
hefði verið heima, og það er
einhverjum öðrum að þakka en
sprengjumönnum, að svo varð
ekki,“ sagði Marta.
„Ég var alein á miðhæðinni,"
heldur Marta áfram, „og var ég
sofandi í herberginu mínu. Ég
vaknaði allt í einu við óskap-
legan hávaða og læti. í fyrstu
héit ég, að um feikilegan jarð-
skjálfta væri að ræða, en þegar
ég sá öll glerbrotin inni í svefn-
herberginu og fann sviðalykt-
ina, þá rann upp fyrir mér hvað
hafði gerzt. Nokkuð var um
Vilmar kristinsson
glerbrot í rúminu mínu og vafa-
laust hefði ég fengið glerguSu
yfir mig, ef ekki hefðu verið
þungar tvöfaldar gardinur fyrir
glugganum. Ég var auðvitað
hálfskelkuð I fyrstu, en hús-
bóndinn á neðri hæðinni kom
fljótt upp, og strax var hafizt
handa við að lagfæra. Hér eru
nú margir menn við að koma
fyrir nýjum rúðum og ég helli
upp á kaffi handa þeim,“ sagði
Marta að lokum.
Sonurinn vaknaði
ekki
Vilmar Kristinsson, sem býr í
kjallaranum að Drápuhlíð 2,
var uppi á miðhæðinni við að
vinna að glerísetningu ásamt
fjölda manna, þegar við rædd-
um við hann. Sagði hann, að
þeir myndu ljúka við að setja
gler í alla glugga i gærkvöldi,
þannig að heimilishaldið ætti
fljótt að komast í fastar skorð-
ur.
„Við erum fjögur í kjallaran-
um, konan mín Erla Ölafsdóttir
og synir okkar tveir, Vilhjálrp-
ur og Ölafur, en þeir eru 1 ár og
7 ára. Við hjónin hrukkum upp
við mikil læti og i fyrstu áttaði
ég mig ekki á hvað um væri að
vera. Ég fór auðvitað strax
fram úr og inn i barnaher-
bergið, þar sem eldri sonur
okkar svaf. Þá sá ég hvað gerzt
hafði og um leið heyrði ég
þrusk. Ég flytti mér því út, en
þá var það konan á rishæðinni,
sem komin var á stjá. Eftir það
fór ég beint inn til Mörtu og
hringdi á lögregluna. Þá var
klukkan um hálf fjögur," sagði
Vilmar.
„Það kom mér mjög á óvart,“
sagði hann, „að eldri sonur
okkar, sem svaf í herberginu
þar sem rúðurnar brotnuðu,
vaknaði ekki við sprenginguna.
Hins vegar vaknaði yngri
strákurinn illilega og var hann
hræddur lengi á eftir.“
„Konan mín og börn eru hjá
móðurömmu i dag en komast
væntanlega fljótlega heim.
Skemmdir á íbúðunum eru lík-
lega ekki mjög miklar, það eru
helzt teppin, sem hafa
skemmzt;" sagði Vilmar að
lokum.
Marta Olafsdóttir virðir fyrir sér skemmdirnar
Vetrarvertíð-
in að hefjast
í Sandgerði
I SANDGERÐI er vetrarvertíð að
hefjast og eru 7 bátar á sjó í dag,
en tíðarfar hefur verið mjög
rysjótt síðan um áramót.
Svipaður bátafjöldi verður
gerður út héðan og í fyrra — í
kringuin 40 bátar.
Mun færri bátar munu aftur á
móti stunda linuveiðar en á
síðustu vertíð, en þeim mun fleiri
snúa sér.að netum alla vertíðina.
Einnig munu þremur fleiri bátar
verða á loðnu núna.
Heildarafli ársins 1973 var
32.280 lestir á móti 30.880 lestum
á árinu 1972, eða 1400 lestum
meiri sl. ár. En óhagstæður er
aflinn engu að síður, því að hlutur
gæðafisksins fór minnkandi.
Bolfiskaflinn varð 14.356 lestir í
3067 sjóferðum sl. ár, en var
15.308 lestir i 3511 sjóferðum árið
áður, eða 952 lestum minni nú.
Þess ber þó að gæta, að sjóferð-
irnar eru 444 færri árið 1973, sem
stafar fyrst og fremst af færri
löndunum aðkomubáta á sl. vetri.
Þorskur var mun minni i aflanum
1973 og þá meira af öðrum fiski,
sérstaklega ufsa.
Rækjuaflinn 760 lestir I 904 sjó-
ferðum sl. ár, en 1157 lestir i 1307
sjóferðum árið áður. Einnig þar
er allveruleg minnkun á afla og
sjóferðum, sem stafar fyrst og
fremst af því, að bátar stunduðu
veiðarnar mun skemur si, ár, og
veðrátta var óhagstæðari á veiði-
tímabilinu.
Humarveiðin brást að verulegu
leyti sl. ái: og varð aðeins 90 lestir
á móti 149 lestum árið 1972.
Myndabrengl
Þau mistök urðu i Morgunblað-
inu 4. jan. s.I. að birt var mynd,
sem sögð var af Sævari Halldórs-
syni, lækni, vegna erindis, sem
hann flutti um svefnþörf barna i
útvarpið, en myndin var af Jóni
K. Jóhannssyni, lækni. Eru lækn-
arnir beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Alfadans
á Akranesi
Akranesi — 7. janúar.
Skátafélag Akraness efndi til
álfadans og brennu á íþróttavell-
inum á bökkum Langasands héf i
gærkveldi, þrettándanum. Fjiil-
menni, margir með börn sin á
„háhesti", gekk i kringum bálið
ásamt konungi, drottningu, álfum
og öðrum, sem tilheyra þeirri fjiil-
skyldu og hinni hinztu jólagleði.
Skátakór siing áramóta- og þjóð-
söngva með harmonikkuundir-
leik, flugeldum var skotið á loft
og ungir sem aldnir skemmdu sér
vel í góðu veðri.
Loðnuaflinn var sl. ár 14.765
lestir, en 14.232 lestir árið á
undan. Sl. sumar voru í fyrsta
sinn að nokkru marki stundaðar
héðan spæriingsveiðar. Voru það
tveir bátar, sem þær veiðar.
stunduðu, og öfluðu allvel. Fengu
þeir 1800 lestir af spærlingi.
Einnig lönduðu rækjubátarnir
509 lestum af spærlingi. — Jón.
Þrettánda-
skemmtun
í Miðgarði
Mælifelli — 7. janúar.
HIN árlega þrettándaskemmtun
Karlakórsins Heimis var haldin
fyrir fullu húsi í Miðgarði á
laugardag. Arni Ingimundarson á
Akureyri var söngstjóri nú sem
undanfarin ár. A söngskránni var
m.a. lagið Björt nótt eftir Jón
Björnsson á Hafsteinsstöðum. Þá
sungu þeir Jóhann Konráðsson og
Sigurður Svanbergsson bæði ,dú-
ett og sóló við undirleik Árna.
Kristján Snorrason á Hofsási
Iék á harmonikku og flöskur. \'ai’
þeirri nýlundu vel tekið. Hilmar
Jóhannesson á Sauðárkróki fluttí
ágætan gamanþátt. Að lokum lék
hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar fyrir dansi. Þótti þessi sam-
koma öll takast hið bezta og má
með sanni segja, að þáttur Heimis
í félagslífi héraðsins sé mikill og
góður. Starfandi félagar eru um
40 og er Þorvaldur Oskarsson á
Sleitustöðum formaður kórsins.
— Séra Agúst.
Leiðrétting
1 Glugga séra Arelíusar Niels-
sonar í blaðinu á sunnudaginn
varð misritun. Setningin á rétt að
vera svohljóðándi:
Berið saman aðstöðu Islands og
Danmerkur annars vegar og Ir-
lands og Bretlands .. .
Fundur um öryggis-
og varnamál Islands
Magnús Þórðarson
I kvöld gengst Varðberg, félag
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu. fvrir almennum fundi
kl. 20.30 í Tjarnarlnið tuppi).
Þar rteðir Magnús Þórðarson
um ör.vggis- og varnarmál islands.
og svarar fyrirspurnum fundar-
gesta.
— Júlíus.