Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1974
19
NYJUNGAR
í STARFI
FJÖLNIS
FJÖLNIR F.U.S. í Rangárvalla-
sýslu hélt aðalfund sinn í Hellu-
bíói fimmtudaginn 13. des. 1973.
Formaður félagsins flutti skýrslu
um starfsemi félagsins og kom
þar fram, að félagsstarfið var j
frekar dauft á siðastliðnu ári. !
Reikningar félagsins voru siðan
lesnir og sýndu þeir, að á árinu |
jókst sjóður félagsins um rúm
40.000,00 kr. Mörg mál voru rædd
á fundinum og gerðar margar
breytingatillögur um starfsemi
félagsins, sem voru allar sam-
þykktar. Mikil hugur ríkti um
félagsstarfið á fundinum og jafn-
framt var ákveðið, að stjórn og
skemmtinefnd kæmu saman til
fundar hið fyrsta. Kosningar
stjórnar og nefnda fóru þannig,
að formaður félagsins, Jón Jóns-
son, Hellu, var endurkjörinn og
skipa stjórn með honum eftirtald-
ir félagsmenn:
Varaformaður Hilmar Jónas-
'soti, Hellu, aðrir i stjórn Torfi
Jónsson, Hellu. Sigyn Georgsdótt-
ir, Hellu, og Garðar Sigurðsson,
Hellu. Til vara: Rúnar Kristjáns-
son, Hellu, Ólafur Sigurðsson,
Hellu, og Anna Gunnarsdóttir,
Hellu.
I fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Rangárvallasýslu hlutu
kosningu eftirtaldir:
Jón Jónsson, Hellu, Torfi Jóns-
son, Hellu, Hilmar Jónasson,
Hellu, Jóhann Bjarnason, Hellu,
Anna Gunnarsdóttir, Hellu,
Eggert Pálsson, Kirkjulæk, Viðar
Pálsson, Kirkjulæk, Aðalbjörn
Kjartansson, Hvolsvelli, Baldur
Björnsson, Fitjamýri, Helgi
Haralcteon, Rauðalæk, Halldór
Helgason, Hjallanesi.
í kjördæmaráð hlutu kosningu
eftirtaldir:
Hilmar Jónasson, Hellu, Eggert
Pálsson, Kirkjulæk, Jón Þórðar-
son, Eyvindarmúla, Sigurður Sig-
mundsson, Ey.
Til vara í kjördæmaráð:
Jóhann Bjarnason, Hellu, Sigyn
Georgsdóttir, Hellu, Torfi Jóns-
son, Hellu, Viðar Pálsson, Kirkju-
læk.
I skemmtinefnd hlutu kosningu
eftirtaldir:
Grétar Arnþórsson, Hellu,
Haraldsson, Rauðalæk, Halldór
Ólafur Sigurðsson, Hellu, Garðar
Sigurðsson, Hellu, Torfi Jónsson,
Hellu, Pálmi Jónsson, Bala. %(
I ritnefnd hlutu kosningu eftu-
taldir:
Torfi Jónsson, Hellu, Hilmar
Jónasson, Hellu, Sigyn Georgs-
dóttir, Hellu, Jón Jónsson, Hellu,
Ólafur Sigurðsson, Hellu.
Hinn 5. jan. 1974 héldu stjórn
og skemmtinefnd sameiginlegan
fund um starfsemi félagsins í vet-
ur. Samþykkt var að halda dans-
leik að Hvoli laugardaginn 26.
jan. og að hljómsveitin Pónik og
Þorvaldur Halldórsson, léku fyrir
dansi. Jafnframt var ákveðið, að
stefnt skyldi að þvi að halda fjöl-
skyldu-Bingó í Hellubíói einhvern
sunnudaginn i janúar eða febrú-
ar. Nú er í gangi könnun á, hvort
félagsmenn hafi áhuga á félags-
málanámskeiði, sem haldið yrði á
Hellu í vetur. Aformað er að efna
til hópferðar í leikhús til að sjá
leikrit L.R, „Fló á skinni", á veg-
um félagsins og á að tilkynna
þátttöku til formanns eða varafor-
manns.
Guðrún Watson
Gamall og góður Reykvikingur,
frú Guðrún Watson í Edinborg, er
nýlega látin þar, varð bráðkvödd
að heimili sínu 13. nóvember sl.
Hún hafði verið svo lengi burtu
héðan, að ýmsir jafnaldrar
hennar muna hana kannski ekki í
svip, en hún kom þó hingað alloft
í kynnisferðir til systur sinnar og
mágs, frú Vigdísar og Alfreðs
Gíslasonar bæjarfógeta í Kefla-
vík, og fleiri vina, þar á meðal frú
Katrinar og Arna Péturssonar
læknis.
Frú Guðrún var fædd 29.
janúar 1908, dóttir Önnu Magnús-
dóttur Arnasonar snikkara og
Jakobs Sigurðssonar útgerðar-
manns á Seyðisfirði. Afi hennar,
Magnús snikkari, var einn af
þekktustu og beztu og þekktustu
iðnaðarmönnum hér á sinum
tíma. Hann dó 1920, rúmlega ní-
ræður. Hann reisti m.a. með
Kristni skipstjóra, syni sinum,
Uppsali við Aðalstræti, eitthvert
stærsta hús bæjarins. Kona
Magnúsar var Vigdís Ólafsdóttir,
mikilhæf kona. Milli æskuheimila
okkar Guðrúnar var mikill sam-
gangur og vinskapur, ömmur
okkar voru skyldar, báðar Skag-
firðingar, og ævilöng vinátta milli
mæðra okkár. Frú Anna hafði
lengi smábarnaskóla í húsi sínu
við Túngötu, eftir að maður
hennar dó.
Guðrún gekk fyrst í Kvenna-
skólann í Reykjavík, en fór síðan
18 ára gömul til Edinborgar .og
var þar á heimili Watson próf-
essors, en hann var vel kunnur
keltneskufræðingur. Síðan fór
Guðrún i húsmæðraskóla i Dan-
mörku og var svo eitt ár í Paris
við frönskunám.
Árið 1930 giftist hún Alaister,
syni Watson prófessors. Hann var
lögfræðingur og siðar einn af
framkvæmdastjórum og meðeig-
andi í víðkunnu skozku fyrirtæki,
Coats og Clark, sem framleiðir
alls konar tvinna. Þau hjónin
bjuggu i Edinborg og Glasgow og
eftir að maður hennar dó um
aldur fram fyrir niu árum, fluttist
Guðrún til Edinborgar aftur.
Börn þeirra eru þrjú: Margaret
Anna leikkona, giftist enskum
leikara, en þau skildu. Ivar er
prófessor í ensku við háskólann í
Bilbao á Spáni og Aileen er gift
Anthony Booth kaupsýslumanni
og stjórnmálamanni. Hann hefur
verið í framboði til þings fyrir
Verkamannaflokkinn i Skotlandi.
Frú Guðrún Watson var merk
kona og vel menntuð. Lagði alúð
við áhugamál sín, atorkusöm og
heimilisrækin, yfirlætislaus,
trygglynd og glaðlynd. Þó að hún
dveldi mestan aldur sinn í fram-
andi landi, sem hún tók ástfóstri
við og festiþar rætur og fjölskylda
hennar, þá var hún einnig með
hugann heima á gömlum slóðum.
Svo vel talaði hún ávallt móður-
mál sitt og fagurlega, að þrátt
fyrir nærri hálfrar aldar fjarveru,
heyrðist aldrei minnsti vottur
þess á mæli hennar, að hún hefði
nokkru sinni burtu farið. Gamlir
vinir og frændur sakna vináttu
hennar og góðs félagsskapar.
V.Þ.G.
I refsivist
Kristur talar um að konung-
ar setji fólk í refsivist eða
fangelsi unz það hafi borgað
það, sem eyðilagt var, eytt eða
rænt af þess hendi.
Enn er þetta til íhugunar og
umræðu. Orð hans fyrnast
ekki, þótt árþúsundir líði.
Sannarlega er þess ill nauð-
syn að loka vanhugsandi og
viljagallað fólk á hælum og
í fangelsum. Þörfin virðist þvi
miður oft brýn einkum vegna
hóflausrar eiturneyzlu lands-
manna.
En hvernig, hvenær og hvers
vegna er þetta ógæfufólk lokað
inni og til hvers?
Algengasta fangelsun á ís-
landi er sú, að brjálað fólk af
áfengisnautn er lokað í
geymslu, meðan vitglóran
nálgast kollinn.að nýju? Þarna
eiga einkum hlut að máli eigin-
menn og synir, sem orðnir eru
heimili eða umhverfi hættu-
legt fólk.
Innilokun þessi er aldrei
löng og það, sem verst er, hún
er orðin svo algeng að flestum
er hætt að finnast þetta nokk-
ur skömm eða niðurlæging.
Það er því varla refsivist. Væri
ekki betra að fjarlægja orsakir
og beita sektum fyrir að svipta
sig vitinu? Þá eru næst eink-
um hálfvaxnir unglingar, sem
hafa oftast í ölæði eyðilagt,
brotizt inn, stolið, falsað eða
valdið meiðingum.
Mörgum heimilum fatast
alveg tökin og því er eðlilegt
að hamla verði frelsi slíkra
unglinga. Vandséð er hvernig
innilokun og svo kölluð refsi-
vist bætir skapgerð og uppeldi
þessara oftást vanhirtu og
kærulausu ógæfubarna. En
eftir að svona er komið, er
frelsisskerðing því miður ill
nauðsyn.
Betri úrkosta mun þó völ, ef
vel er aðgætt:
Það fyrst, að auka aga og
stjórnsemi heimila og skóla
svo börn og skólakrakkar ráði
ser ekki sjálf og því síður að
þau ráði bæði heimilum og
skólum eins og nú er víða
raunin á.
Þá er næst meiri fræðsla og
aðhald í skólunum um hegðun,
almenna tímgengni og áfengis-
neyzlu, strangari reglur og þá
meiri ábyrgðartilfinning rækt-
uð en nú virðist viða.
Svo er þá næst sú aðferð,
sem íslenzk yfirvöld í dóms-
málum hafa verið svo heppin
að beita í ríkum mæli, en það
er frestun refsivistar við störf
á sjó og landi.
En þar vantár á raunveru-
legt vinnuhæli fyrir afbrota-
unglinga og jafnvel eldra fólk
t.d. sídrykkjumenn, þótt ekki
yrði það undir sama þaki.
Þarnayrði að vera fjölbreytt
vinnubrögð í iðnaði og búskap
til handa vistmönnum. Enn-
fremur ráðningarstofa til að
koma þeim, sem til þess hefðu
þroska og starfshæfni sem
fyrst út í atvinnulifið — og
lífið aftur.
Fræðslu- og námskylda væri
sjálfsögð. Kaupgreiðsla i sam-
ræmi við atvinnulaun þjóðlífs
hverju sinni, En jafnframt sú
kvöð á hverjum að greiða til
baka það, sem hann eða hún
hafa stolið eða eyðilagt. Fyrr
væri ekki um algjört borgara-
legt frelsi að ræða.
En svo mikill er mis-
skilningur og vanmat ráða-
manna á þessu sviði, að bezii
skólinn til endurhæfingar
ógæfuunglingum — búskapar-
störfin á Litla-Hrauni hafa
verið Iögð niður. Þar er spor og
það stórt spor stigið aftur á
bak.
Sú refsivist, sem hér er lýst,
hefur mjög verið reynd í frest-
un refsivistar, sem áður er
nefnd og þá einnig reynslu-
lausn. Þar er mest að þakka
tveim aðilum: Óskari Clausen
og Þóru Einarsdóttur í Vernd.
Nú er framrás tímanna að
þoka þessu fólki til hliðar og
þess fórnandi starfsemi og
göfuga skilningi á kjörum
ógæfufólks og olnbogabarna
samfélagsins.
Spurningin er, hvað kemur í
staðinn? Eigum við kannski að
fá kalda lund og dauða hönd
tölvunnar og skrifstofubákns-
ins?
Hér þarf sannarlega að vera
að verki sá heiti blær, sem til
hjartans nær, svo að sú refsi-
vist, sem talað er um og boðið
til verði endurhæfing til starfs
og heilla — sannkölluð
beturunarvist.
Arelíus Níelsson.
HHHfl « nBI f g' ■•V 1
Við
gluggann ff|
eftir cr. Árelius Nielsson
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
Fullkomió PHILIPS verkstæói
LátiÓ okkur gera viÓ PHILIPS sjónvarpstækin
Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík.l Fagmenn, sem hafa
sérhæft sig í umsjá og eftirliti með PHILIPS-sjónvarpstækjum, sjá um
alla vinnu og það er trygging fyrir því, að hún verður eins vel af hendi
leyst og á verður kosið. Sýnið umhirðu í meðferð góðra tækja. Komið
með þau strax í viðgerð ef þörf krefur.
philips kann tökin
á tækninni
heimilistæki sf
Sætún 8 - 15655