Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 5 Fréttabréf úr Holtum Allar skepnur á fullri gjof Mykjunesi, Holtum, 30.des. ALMENNT er talið, að veturinn, það sem af er, sé sá kaldasti, sem hér hefur komið siðustu áratugi. Síðan í nóvemberbyrjun hefur verið frost flesta daga og oft mik- ið, komizt mest í um 20 gráður. Þegar svo ofan á frostið bætist talsverður vindur oft á tíðum, er ekki undarlegt þó stundum hafi verið kalt í veðri. Öðru hverju hefur snjóað og síðan gert smá- blota, þannig að jörðin er hér eins og jökull yfir að lita. Trúlega hef- ur snjórinn gert það að verkum, að frost hefur ekki gengið eins niður og ef jörðin hefði verið auð. Fyrir austan Ytri-Rangá er svo snjólaust á láglendi. Vegir allir eru þaktir íshellu og mikil hálka þá sjáldan að verður frostlaust. Að sjálfsögðu eru allar skepnur á fullri gjöf, og fé hefur verið gefið síðan snemma í nóvember. Má því reikna með því, að gjafa- tími verði langur að þessu sinni. Sem betur fer eru menn almennt vel birgir af heyjum. Talið er, að fóðurgildi heyja sé mikið og tals- vert meira en á s.l. ári. Fóðurbæt- ir hefur hækkað mjög í verði nú upp á síðkastið eins og reyndar flest, sem notað er við búrekstur- inn. Það er vist óhætt að fullyrða, að ýmislegt hefur tvöfaldazt i verði á síðustu tveimur árum og er það mesta stökk dýrtíðar á svo skömmum tíma. Nú fer að færast nær því, að menn fari að huga að skattta- skýrslunni sinni. Er það sjálfsagt lítið tilhlökkunarefni hjá ýmsum, því það er staðreynd, að ýmsir eru komnir í einhvers konar víta- hring i sambandi við skattana, sem erfitt er að komast úr aftur. Og víst eru um það að mörgum finnst mikið að greiða því sem næst helming af nettótekjum í skatta og opinber gjöld, en það hafa sumir gert á því ári, sem nú erað kveðja. Dæmi eru þess, að menn á bezta aldri hafa lítt haldið sig að vinnu síðari hluta ársins af þessum sökum. Því þegar meira en önnur hver króna, sem menn innvinna sér, er hirt aftur, er ekki óeðlilegt, að menn fari að líta í kringum sig. Það fer ekki hjá því, að stórra breytinga er þörf I skattakerfinu, ef ekki á að skapast algjör ringul- reið í þeim málum. En með sama áframhaldi er ekki langt i land að svo verði. Fyrsta skrefið í þá átt, er að lækka beina skatta á lágar og miðlungstekjur en skattleggja heldur viss stig í neyzlunni og láta fólk gera það upp við sig sjálft að nokkru, hvað það vill greiða í skattta. Hræddur er ég um, að nokkuð reynist erfitt hjá sumum bændum að láta enda ná saman nú um áramótin, þvi þó það verð er bændur fá fyrir afurðirnar, sé orðið allhátt, þá hefurþó hitt, er á móti kemur, hækkað meira, þann- ig að útkoman verður heldur ó- hagstæð. En þrátt fyrir allt hafa ýmsir staðið í stórframkvæmdum. Tals- vert hefur verið byggt af útihús- um. Stór og vönduð fjós hafa ver- ið reist og fleiri byggingar hafa risið af grunni. Þá hafa verið reist og eru f byggingu nokkur íbúðar- hús, bæði á Rauðalæk og víðar. Hér í sveitmun fólki ekki hafa fækkað á árinú, þvi þó ef til vill sé heldur um fækkun að ræða við búskapinn fjölgar fólki heldur á Framhald á bls. 16. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS dfi) KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 Ringo Starr — Ringó. Elton John — Goodbye Yellow brick road. The Who — Quadrophenia. John Lennon — Mind Games. Kris Kristofferson — Jesuswasa. Nazaret — Loud and Proud Nazaret — Razamanas. Badfinger — Ass. David Bowie — Pin Ups. Alvin Lee — On The Road To Freedom. J. Geils. Band. — Ladies Inveted. Pink Floyd — A Nice Pair. Brian Ferry — These Things. Osibisa — Happy Children. Rick Derringer — All American Boy. Redbone. — Redbone. Beach Boys — Live. Climax Chicago — FM. Live. Donny Osmond. — ATime For Us. Billy Preston — Every Body Likes. Dave Mason — It's Like You Never Left. Dave Brubeck — Two Generations. Diana Ross + Marvin Gay — Diana and Marvin Rory Gallasar — Tattoo. Pink Floyd — A Nice Pair. Carpenders — The Singles 1 969—73. Freddie Hort — If You can feel it. Sha-na-na — From the streets of New York. James Brown. — Slaushter's Bis Rip off. Staple Singers — Be what you are. Burt Bacharack — Living together. Beach Boy's — In Consert. Jackson Browne — For everyman. The Hot dogs. — Say what you mean. Andy Williams — Solitarie. Frank Sinatra — OI BIue eys are back. Og fullt af „Country and Western'' plötum. Einnig mikið af Soul plötum. ofl. ofl. ofl. ótrúlegl vöruúrval - Nvjar vörur teknar upp oil i pessari viKu. | íl 0/« AFSLÁTTUR AF ÖLLUM I U /U VÖRUM ÚT ALLAN JANÚAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.