Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1974.
Slökkviliðið ræðsl til atlögu við eldinn.
(Ljósm. Páll H. Kristmundsson).
Miklar skemmdir
af völdum elds
FENGU 9000 LESTIR
AF LOÐNU UM HELGINA
IVIiklar skemmdir urðu á þriðju
og fjórðu ha>ð hússins að Bugðu-
læk 3 í Revkjavík í gær, er eldur
kom upp þar. Brann allt, sem
Bundu gestgjafa
og stálu tækjum
Þrír piltar stálu stereó-
hljómburðáiTækjum að verðmæti
um 150 þús. kr. úr húsi í borginni
aðfararnótt sunnudags, eftir að
þeir höfðu bundið gestgjafann
með rafmagnsvír. svo að hann
fékk ekki rönd við reist. Hafði
hann boðið piltunum og stúlkum
heim til sfn eftir dansleik. en
fékk gestrisnina einungis launaða
í illu. Tækin eru af SANSUI-gerð,
plötuspilari, útvarpsmagnari og
tveir 100 vvatta hátalarar, allt
tekkklætt.
brunnið gat í eldhúsi á þriðju
hæð, en íbúðin öll, svo og innbú,
skemmdist mikið af völdum elds
og reyks og fjórða hæðin er all-
mikið skemmd af revk ogsóti.
Laust fyrir kl. 6.20 í gærkvöldi
voru flestar bifreiðar slökkviliðs-
ins kallaðar að húsinu nr. 3 við
Bugðulæk. Stóð þá eldhúsið á
þriðju hæð í björtu báli og teygði
eldurinn sig út um eldhús-
gluggann og upp með húsinu.
Slökkviliðinu, sem beitti háþrýsti-
dælum og reykköfurum, tókst
fljótlega að ráða niðurlögum elds-
ins, en þá var allt brunnið í eld-
húsinu á þriðju hæð og öll hæðin
mjög illa farin af völdum elds og
reyks. Fjórða hæðin mun einnig
hafa skemmzt nokkuð af reyk og
sóti. Óvíst er um eldsupptök, en
talið sennilegt, að eldurinn hafi
komið upp í eldhúsinu á þriðju
hæð, en ibúðin var mannlaus, er
hann kom upp.
ÞRATT fyrir hálfleiðinlegt
veður. hefur verið sæmileg loðnu-
veiði um helgina. Rúmlega 30
skip eru nú komin til veiða og
fengu flest þeirra einhvern afla
um helgina. Lönduðu skipin 35
sinnum alls og sum tvisvar, alls
um 9000 þús. lestir. Skipin hafa
HÆSTIRÉTTUR kvað sl. föstu-
dag upp þann dóm. að meðferð
Botnsmálsins svonefnda — sem
snýst um eignarrétt að botni Mý-
vatns og botnsverðmætum —
Vegurinn yfir
Skeiðarársand
tilbúinn 1 júlí
,,OKKAR áætlanir miðast við það,
að vegurinn yfir Skeiðarársand
verði tilbúinn einhvern tíma í
júlí, en hvenær hann verður vfgð-
ur get ég ekki sagt um.“ sagði
Sigurður Jóhannsson vegamála-
stinri í samtali við blaðið í gær.
Hann sagði, að vinna við vega-
gerðina og brýrnar hæfist aftur
um miðjan febrúar, en gangur
verksins færi að sjálfsögðu að
mestu eftir veðráttunni. 70—80
manns unnu við vegagerðina á
sandinum í fyrrahaust og reiknað
er með, að svipaður fjöldi verði
þar við vinnu f vetur.
A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ tók
Gufunesradíó á móti neyðarkalli
og sagði sá, sem talaði I talstöð-
ina, að vélbáturinn Jón á Ilofi frá
Þorlákshöfn væri strandaður
austan við Grindavfk. Gufunes
kallaði bátinn upp, hann svaraði
og var strandstaður endurtekinn.
Var þá haft samband við Slysa-
varnafélag Islands og björgunar-
sveit sl.vsavarnafélagsins Þor-
björns f Grindavík kölluð út.
Tveir bátar. Gullberg VE og
verið á veiðum úti af Norðfjarðar-
horni og Gerpi. Ilafa þau flest
farið til Neskaupstaðar með afl-
ann og þar eru nú allar þra*r
orðnar fullar. Bra'ðsla mun hefj-
ast í flestum verksmiðjunum á
Austfjörðum í þessari viku.
Eftirtalin skip tiikynntu loðnu-
skvldi dæmast ómerk, svo og sá
frávísunardómur, sent kveðinn
hafði verið upp í héraði. og er
málinu vfsað frá héraðsdómi.
Málið var höfðað af Veiðifélagi
Mývatns vegna eigenda og ábú-
enda jarða við Mývatn og var
krafizt dóms um, að botn Mývatns
og botnsverðmæti öll væru hluti
af landareignum þeirra aðila, sem
lönd eiga að Mývatni, f óskiptri
sameign þeirra, og að engir aðrir
en þeir ættu þar eignaraðild. Er
þessir aðilar lögðu fram skrá unt
sóknaraðila og jarðir þær, sem
þeir töldu skipta máli, voru þar
með taldir ábúendur tveggja
ríkisjaröa. Komst Hæstiréttur að
þeirri niðurstöðu, að málshöfðun-
in hefði ekki fullnægt lagaskilyrð-
um, og bæri að ómerkja dóm
undirréttar og málsmeðferðina,
og var málinu vísað frá dómi.
Málskostnaður í héraði og kæru-
málskostnaður fellur niður, en
ríkissjóður greiðir annan kostnað
þar með talin málflutningslaun
lögmanna.
Hrafn Sveinbjarnarson GK, hófu
einnig leit að bátnuni.
Sfðan var málið kannað, og sam
kvæmt töflu Tilkynningarskyld-
unnar hafði Jón á Hofi tilkynnt
sig í Vestmannaeyjahöfn kvöldið
áður. Þegar að var gáð, var bátur-
inn þar enn, og hér hafði þvf verið
um svfvirðilegt gabb að ræða.
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins sagði í
gær, að enn væri ekki vitað, hvað-
Framhald á bls. 31
nefnd um afla frá því um hádegi á
laugardag til hádegis í gær:
Isleifur VE 170 lestir. Þorsteinn
RE 260, Asgeir RE 350, Magnús
NK 270, Ölafur Sigurðsson AK
220, Bjarni Ólafsson AK 210,
Súlan EA 400, Alftafell SU 240,
Hilmir SU 300, Börkur NK 380,
Heimur SU 270, Sæberg SU 100,
Fifill GK 90, Gfsli Arni RE 420,
Pétur Jónsson KÓ 350, Eldborg
GK 500, Grindvíkingur GK 220,
Fylgir NK 15, Sveinn Svein-
björnsson NK 130, Sæberg SU 30,
Harpa KE 100, Dagfari ÞH 50,
Grindvíkingur GK 230. Asgeir RE
340, Magnús NK 250, Albert GK
250, Þorsteinn RE 280, Alftafell
SU 200, Gísli Arni RE 400, Fífill
GK 350, Pétur Jónsson KÓ 300,
Rauðsey AK 300, Grímseyingur
GK 150 og Eldborg GK 500.
Ný gengis-
skráning í dag
GJ ALDKYRISDKILD bank-
anna var lokað í ga*r eftir að
franski frankinn hafði lallið
um 5%. Gengi frankans var
gefið frjálst. Jafnframt voru
flestir gjaldeyrismarkaðir
Evrópu lokaðir í ga*r, nema
gjaldeyrismarkaðir í London
og París. Vonir stóðu til þess,
að unnt yrði að opna gjald-
eyrismarkaði aftur í inorgun,
en fvrr verður eigi unnt að
segja til um það, hver áhrif
þetta fall lrankans hefur þótt
líklegt sé, að dollarinn hafi
enn styrkzt. Islenzka krónan
hefur síöustu inisseri verið lát-
in fylgja meðalútflutnings-
gengi, en er Mbl. spuröist fyrir
um það í gær, hvort það yrði
áfram, var ekkert unnt að full-
yrða um það.
Danskri sýningu
lýkur í kvöld
I KVÖLD lýkur I kjallara Norr-
æna hússins sýningu fjögurra
danskra myndlistarmanna, en
sýning þessi hefur farið viða um
Norðurlönd og hvarvetna vakið
athygli. Þó hafa aðeins selzt 3
myndir á Norðurlöndunum, en
hér hafa selzt 19 myndir. Sýn-
ingin hefur áður m.a. verið í Háss-
elby-höll.
MEÐFERÐ BOTNS-
MÁLSINS ÓMERK
Bátur sagður strandað-
ur — reyndist vera gabb
Hita upp húsin íEujum með hraun-
FYRSTA húsið í Vestmanna-
eyjum hefur verið tengt við
hraunhitaveitu og gefur til-
raunin in.jiig góðan árangur.
Sveinbjörn Jónsson forstjóri
Ofnasmiðjunnar hefur hannað
hugmvndina og var hraun-
veitan tengd sl. sunnudag í hús
nr. 6 við Ilelgafellsbraut, en
fram til þessa hafa engir búið í
húsum við þá götu síðan fvrir
gos. Eigendur Helgafellv
brautar 6 hafa leigt húsið,
leigjendurnir eru fluttir inn og
láta vel af nýju hitaveitunni.
Morgunblaðið hafði samband
við Sveinbjörn Jónsson og ínnti
frétta af þessu máli, en in.a.
hefur þess veríð getið I frétt-
um, að Orkustofnunin ætlaði að
kanna möguleika á hitun nieð
þessum hætti.
„Við tengdum inn á fyrsta
húsið I gær," sagði Sveinbjörn.
„en þetta er þanmg tilkomið, að
ég lét mér detta í hug i sumar
er leið, að mögulegt væri að
hita hús með orku frá hraun-
massanum, sem kólnar mjög
hægt. Eg kannaði tnálið í sutnar
og hafði þá aðallega samband
við Hlöðver Johnsen, sem hefur
séð um ýmsar mælingar eftir
gosið. Hann var svo jákvæður
og hafði svo mikla trú á þessu,
að það hvatti mig til þess að
gera meira í málinu. Eg kynnti
mér það ásamt honum og einnig
aðstoðaði Páll Zóphaníasson
mig vel. I növember var ég
kominn niður á þessa hug-
mynd, sem við reyndum, en að-
ferðin byggíst á því, að við setj-
um holt 45 mm þ.vkkt rör niður
í botn á 9 metra djúpri holu,
sem er 50—60 m frá nýja
Framhald á hls. 31
Sveinbjörn Jónsson í Ofna-
siniðjunni inælir hitastigið í
hraunhitavcitunni, en hægra
inegin við hann er Illiiðver
.Johnsen. Kfst á miðri mynd má
sjá einn hitablettinn i snjón-
uin, en á slíkuin stöðuin er unnt
að virkja hitann, ef vel er á
Italdiö.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í
Eyjum.
&
. (>,ii i tl.nl tii / fíll i iiu/Ía't;; I