Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuBmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Megin verkefni núver-
andi ríkisstjórnar er aö
koma efnahags- og at-
vinnulífi þjóðarinnar á
réttan kjöl á nýjan leik.
Engin ríkisstjórn hefur
fengið jafn erfitt viðfangs-
efni um áratugaskeið.
Verðbólguvandinn er nú
hrikalegri en dæmi eru til
um í sögu þjóðarinnar og
stofnar atvinnuöryggi og
afkomu landsmanna í
hættu. Engir ábyrgir
stjórnmálamenn eða leið-
togar hagsmunahópa geta
lokað augunum fyrir því,
aö við slíkar aðstæður er
óhjákvæmilegt að grípa til
alvarlegra aðgerða til þess
að stöðva þessa óheillaþró-
un.
Fáir hafa lýst þeim
vandamálum, sem nú er
við að etja, betur en Ólafur
Jóhannesson, viðskiptaráð-
herra, enda þekkja fáir
betur til þessara mála en
hann. I útvarpsumræðum á
Alþingi í byrjun maímán-
aðar sl. lýsti hann sem for-
sætisráðherra fyrrverandi
ríkisstjórnar efnahags-
ástandinu með þessum oró-
um: „Það er nú augljóst, að
þær sveiflur í efnahags-
málum, sem framundan
virtust í árslok 1973, verða
miklu sneggri og hastar-
legri en þá var búist við. í
fyrsta lagi er komin fram
lækkun á verðlagi frystra
fiskafurða í Bandaríkj-
unum og á fiskimjöli. í
öðru lagi virðist nú líklég-
ast, að hið geysiháa oliu-
verð haldist fram eftir ár-
inu. 1 þriðja lagi fer al-
mennt innflutningsverðlag
hækkandi. Og síóast en
ekki síst fela hinir nýju
kjarasamningar í sér
launahækkanir langt um-
fram það, sem atvinnuveg-
irnir geta staðið undir á
óbreyttu verðlagi á af-
urðum þeirra, hvað þá við
lækkandi markaösverð.
Með þessum samningum er
stefnt í alvarlegan halla á
viðskiptum við útlönd.
Að gerðum þessum
samningum og að óbreytt-
um framkvæmda- og út-
lánsáformum fara þjóðar-
útgjöldin að öllu óbreyttu
langt fram úr því, sem
þjóðartekjur og eðlilegur
innflutningur fjármagns
leyfir. Það er því augljóst
mál, að ef ekkert er að
gert, blasir við háskaleg
verðlagsþróun til viðbótar
þeirri, sem orðin er, sem
stefnir atvinnuöryggi
landsmanna, lánstrausti
þjóðarinnar erlendis og
áframhaldandi framförum
og hagvexti á komandi ár-
um í hættu. Víðtækar ráð-
stafanir til viðnáms gegn
verðbólgu og til þess að
stuðla aö jafnvægi í efna-
hagsmálum eru því óum-
flýjanlegar að mínum
dómi, ef koma á í veg fyrir
taprekstur atvinnufyrir-
tækja, stöðvun í einstökum
atvinnugreinum og sam-
drátt í atvinnu."
Þegar Ólafur Jóhannes-
son mælti síðan fyrir frum-
varpi sínu um viðnám gegn
verðbólgu sagði hann, að
flestar greinar sjávarút-
vegsins ættu við talsverðan
rekstrarvanda að etja. Á
vettvangi peninga- og fjár-
mála kæmi verðbólguþró-
unin fram í mikilli fjár-
vöntun til útlána og opin-
berra framkvæmda, sem
metin hefði verið á a.m.k.
2.000 millj. kr. Og hann
sagði ennfremur, að útlit
væri fyrir 8.000 millj. kr.
viðskiptahalla á þessu ári,
ef ekkert yrði að gert. Eng-
inn hefur dregið í efa þessa
dökku mynd, sem Ólafur
Jóhannesson dró upp af
ástandi efnahagsmálanna í
byrjun maímánaðar, enda
þekkti hann gerst til þeirra
mála. Þessir erfiðleikar
héldu síðan áfram að vaxa
allt síðastliðið sumar og
fram á haust.
Það var því óhjákvæmi-
legt að mynda ríkisstjórn
með það fyrst og fremst í
huga að ná samstöðu um
nauðsynlegar endurreisn-
araðgerðir. Yfirlýsingar
forystumanns Framsókn-
arflokksins, sem hafði for-
dæmi í vihstri stjórninni,
sýndu, að þeir gerðu sér
mæta vel grein fyrir þeim
miklu erfiðleikum, sem
upp voru komnir og brýna
nauðsyn bar til að spyrna
við fótum. Sjálfstæðis-
flokkurinn var á hinn bóg-
inn ótvíræður sigurvegari
kosninganna, og það var
því óvefangjanleg ósk kjós-
enda, að hann hefði á hendi
forystu um mótun nýrrar
efnahagsstefnu. Eins og
málum er nú háttað hafa
umræður um það hrikalega
ástand, sem efnahags- og
atvinnumálin voru í, þegar
núverandi ríkisstjórn tók
við, ekki ýkja mikið gildi,
enda flestum ljóst í hvert
óefni var komið. Hitt
skiptir nú mestu að líta
fram á við og einbeita
kröftunum að lausn vanda-
málanna.
Að núverandi ríkisstjórn
standa tveir stærstu flokk-
ar landsins. Á forystu-
mönnum þeirra, Geir Hall-
grímssyni, forsætisráð-
herra, og Ólafi Jóhannes-
syni, dóms- og viðskipta-
ráðherra, hvílir mest
ábyrgð. Ríkisstjórninhefur
nú þegar staðið að marg-
háttuðum aðgerðum til
þess að stemma stigu við
verðbólguþróuninni og
styrkja stöðu atvinnufyrir-
tækjanna. Um það er ekki
deilt, að atvinnufyrirtækin
hafa átt i miklum þreng-
ingum og efnahagsaðgerð-
irnar hljóta að koma niður
á landsmönnum öllum.
Ríkisstjórnin hefur á hinn
bógin reynt með sérstökum
aðgerðum og samráði við
launþegasamtökin að bæta
hag þeirra, sem lægst hafa
launin.
Ef efnahagsaðgerðirnar
bera þann árangur, sem
vænst er, má reikna með,
að verulega dragi úr verð-
bólguvextinum á næsta ári.
En til þess að svo megi
verða þarf þjóðin öll, hags-
munasamtök og einstakl-
ingar, að sýna vilja í verki.
Nú þarf að sýna vilja í verki
JÓHANN HJÁLMARSSON
Rauðu
fiskarnir
í V atikaninu
Austurríska skáldið Rainer
Maria Rilke segir að Róm geti I
fyrstu virst dapurleg borg
vegna þess safna andrúmslofts,
sem þar rfkir. Með byggingum
sfnum, minnismerkjum, brúm,
múrum, gosbrunnum og öðru
forvitnilegu er Róm eitt alls-
herjar safn.
Ef ferðamaðurinn kemst inn
í hið fornfræga Colosseum fyrir
ís-, gosdrykkja- og minjagripa-
sölum fær hann að sjá hálf-
hrunda veggi, sem eru til
marks um mikla sögu. Hér inni
getur hann rifjað upp sögu-
-kunnáttu sína og ekki sakar að
hann hafi litið í mannkynssög-
una áður en hann fór að heim-
an. Sama er að segja um Forum
Romanum, þetta stórbrotna
minjasafn mannsandans. Þar
er vissulega hægt aó reika
fram og aftur, einkum ef sögu-
áhuginn er mikill, en það er
lýjandi þegar heitt er í veðri.
Katakomburnar, grafir hinna
fyrstu kristnu manna i Róm,
eru eftirsóttar af ferðamönn-
um. Þangað niður er farið I
fylgd leiðsögumanns til að
skoða gamlar beinahrúgur og
kristileg tákn eins og fisk, sem
táknar Krist, fugl, sem táknar
sálina leysta úr viðjum og eina
af fyrstu myndunum af Kristi.
Katakomburnar, sem við skoð-
uðum eru kenndar við heilagan
Sebastian, en hann lét lífið
fyrir trú sína, hæföur örum úr
keisaralegum bogum. Margir
málarar og skáld hafa lýst písl-
arvætti þessa dýrlings; eftir-
minnilegast er málverk Man-
tegna. Dóttir min tveggja ára
náði sér í grænt lauf og tók það
með sér niður í myrkrið í kata-
kombunum. Hún kom með það
heilt upp aftur. Það var tákn
þess lífs, sem alltaf rís upp frá
dauðum.
Enginn kemur til Rómar án
þess að fara í Péturskirkjuna.
Það, sem mest hrífur hugann
inni í kirkjunni, er Pietá
Michelangelos, stytta, sem sýn-
ir guðsmóður með krossfestan
son sinn. Pietá er frá æskuár-
um Michelangelos.
Vatikansafnið er ekki fyrir
þá, sem verða fljótt þreyttir í
söfnum. 1 Vatikansafninu er
mikið af þvi, sem er stolt
ítalskrar listar auk mynda og
minja frá ýmsum löndum, til
dæmis egypsk leirker og
múmíur. Sixtinska kapellan er í
tengslum við safnið. Þar eru
sköpunarmyndir Michelangelos
og dómsdagsmynd hans. Alls
staðar eru styttur í Vatikan-
safninu. Minnisstæð er styttan
af Laokoon og sonum hans að
berjast við slöngurnar. Stytt-
urnar eru margar óhreinar og
illa farnar. Öll þessi list saman-
komin á einum stað veldur því
að maður fagnar því að komast
út undir bert loft og njóta þess
að horfa á rauða fiska synda í
Iítilli tjörn i garðinum. Það
reyndist erfitt að slíta börnin
frá fiskunum. 1 þessari tjörn
var kunnuglegt U'f ekki hinn
kaldi andblær marmarans.
Kaupmennskan í kringum
Vatikanið setur leiðinlegan
svip á umhverfið. Kaupi maður
ekki eitthvað í þessum búðum
er afgreiðslufólkið ekki lengur
stimamjúkt. Við komum inn I
búð, sem var nægilega langt.frá
Vatikaninu til þess að vera laus
við þá áráttu að mestu skipti að
féfletta ferðamanninn. í
þessari búð voru seldar bækur
og helgimunir. 1 glugganum var
heildarútgáfa á verkum
Giuseppes Ungarettis. Við
blasti mynd af Ungaretti með
skegg og glettið augnaráð.
Hann sat á bekk likur sumum
gömlu mönnunum í Róm, sem
hafði fengið sér nægilega mikið
af rauðvini til að hætta að vera
óhamingjusamir. Þetta var
skemmtileg mynd af skáldi
sársaukans. II dolore (Þjáning-
in) heitir ein bóka hans. Þegar
við komum inn i búðina til að
kaupa „allan Ungaretti“ eða
Vita d’un uomo (Mannsævi),
fundum við engan afgreiðslu-
mann. Við gáðum betur að og
sáum ungan mann niðursokk-
inn i lestur i herbergi inn af
afgreiðslusalnum. í þessari búð
keyptum við líka litla afsteypu
af Pietá eftir Michelangelo.
I Róm reyndi Diljá árangurs-
laust að fá Stein Elliða til að
snúa baki við kaþólsku. I henn-
ar augum var Péturskirkjan
„hinn ógnþrúngni minnisvarði
guðs kristni".
Yfir Péturstorgið gekk forð-
um Guðbrandur Jónsson nær-
fatalaus á fund Píusar páfa XI.
Þá var 40 stiga hiti og Guð-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974
19
Ellert B. Schram, alþm.:
Opnun
Faxafíóans
FYRIR nokkrum dögum voru
ofarlega á baugi í fréttum fjöl-
miðia tvö hitamál, sem bæði
voru tengd fiskveiðum. Annars-
vegar var um það að ræða, að
fisksalar í Reykjavík voru
kærðir fyrir of hátt fiskverð og
hinsvegar þurfti sjávarútvegs-
ráðuneytið að skera á mikinn
hnút vegna rækjuveiða og
vinnslu við Húnaflóa.
Þótt undarlegt megi virðast
eiga þessi tvö mál það sameigin-
legt, að þau varpa nokkru ljósi
á það óþolandi ástand, sem
ríkir um bátaútgerð frá Reykja-
vík. Hvorttveggja á rætur sinar
að rekja til þeirrar staðreyndar,
að reykvískum bátum er ekki
gert kleift að sækja sín eigin
heimamið.
Verðlag á fiski er auðvitað
undir því komið, hve langt þarf
að sækja þann fisk, sem seldur
er i höfuðborginni, og deilan
um rækjuveiðarnar i Húnaflóa
á sér m.a. þá skýringu, aó inn á
þann vettvang hafa sótt bátar
frá Reykjavik. Það hafa þeir
ekki gert vegna þess að þeir
vilji gína yfir hlut lands-
byggðarmanna, heldur vegna
þess að þeir eiga einfaldlega
ekki í önnur hús að venda.
— x —
Nú er svo komið aó bátaút-
gerð frá Reykjavík er smám
saman að leggjast niður og þeir
fáu menn sem enn þrjóskast við
veróa að sækja og landa afla á
flestum öðrum stöðum en á
sínum heimasióðum. Fyrir um
fimm árum voru rúmlega 20
bátar, 45 tonn og minni, gerðir
út frá Reykjavik, en nú munu
þeir vera um 7 talsins.
Þessi ótrúlega staðreynd
hefur farið framhjá of mörg-
um, vegna þess að sá hópur er
hvorki stór né má sin mikils,
sem hefur beinna hagsmuna að
gæta. Hér er ekki aðeins í húfi
atvinna örfárra einstaklinga,
heldur metnaður og hagsmunir
allra Reykvíkinga; metnaður,
vegna þess að slik útgerð á sér
merkilega sögu; hagsmunir,
vegna þess að verðlag og gæði
fisksins er mál allra neytenda í
borginni.
— x —
Það sem er að gerast í Húna-
flóanum er endurtekning á
hliðstæðum atburðum undan-
farin ár. Vegna mikillar
ásóknar, en takmarkaðra veiði-
möguleika, hefur sú stefna
verið tekin upp aó binda veiði-
heimildir við heimabátana ein-
vörðungu. Slíkt hefur átt sér
stað varðandi rækju- og skel-
fiskveiðar, bæði á Breiðafirði
og vestur á fjörðum og sömu
sögu er að segja af dragnóta-
veiðum víðast i kringum landið.
Þetta eru í sjálfu sér rétt-
lætanlegar ákvarðanir — en þá
verður auðvitað jafnt yfir alla
að ganga. Svo er þó ekki. Faxa-
flóin, hin hefðbundnu heima-
mið Reykvíkinga, er lokaður
með öllu fyrir dragnóta- og tog-
veiðum. Allir bátar frá Reykja-
vik verða að sækja suður fyrir
Garðskaga eða á enn fjarlægari
mið og þeim miðum hefur
reyndar einnig verið lokað
fyrir Reykjavikurbátum, sem
stunda togveiðar, þegar háver-
tíð stendur yfir.
Afleiðingin er sú, að menn
hafa neyðzt til að skrá báta sina
eða „selt" þá til annarra út-
gerðarstaða. Þannig er það
opinbert leyndarmál að a.m.k.
sumir þeirra báta, sem styrin
stóð um varðandi rækjuveið-
arnar í Húnaflóanum eru „ætt-
aðir“ frá Reykjavik.
Hvorttveggja er algjörlega
óhæft, bæði fyrir viðkomandi
sjávarpláss að fá slikan „liðs-
auka“ og eins fyrir Reykjavík
að missa útgerð og báta í burtu.
— x —
Af sömu rótum er deilan um
fiskverðið runnin. Verðlags-
yfirvöld ákveða fiskverð á
þorski og ýsu, en því hefur
verið haldið niðri vegna vísitöl-
unnar. Fiskverðið hefur ekki
verið í neinu samræmi við þau
útgjöld, sem fylgja því að fá
fiskinn í búðirnar. A hverju
kvöldi mega reykviskir fisk-
kaupmenn sækja fisk til fjar-
Iægra staða, ef Reykvíkingar
eiga að fá ýsu i soðið. Annarra
þess að veiðar i Faxaflóa eru
bannaðar með lögum.
Faxaflóanum var lokað á
árinu 1970 og var þá fullyrt, en
aldrei sannað, að fiskstofn-
unum stafaði hætta af frekari
veiðum á þessu svæði. Þessari
fullyrðingu hefur siðar sá fiski-
fræðingur vísað á bug, sem bezt
þekkir til veiða í Faxaflóanum.
Hann hefur þvert á móti stað-
hæft, að ekki beri að óttast sér-
staklega slíkar veiðar, sem auð-
vitað yrðu háóar eftirliti og tak-
mörkunum eins og annars
staðar.
— x —
Pétur Sigurðsson og fleiri
þingmenn fluttu á síðasta þingi
tillögu, um takmarkaða opnun
Faxaflóans. Sú tillaga náði ekki
fram að ganga, án þess þó að
hún fengi nokkra hlutiæga at-
hugun.
Siðustu atburðir hafa enn
beint athyglinni að Faxafló-
anum og bátaútgerðinni í
Reykjavík. Það er iágmarks-
krafa, að Reykvíkingar sitji vió
sama boró og aðrir útgerðar-
staðir, og í þessu máli eins og
öðrum hlióstæðum, verður að
ráða úrslitum álit fiskifræð-
inga, en ekki ímyndaóir hags-
munir eða hleypidómar leik-
manna.
Það sem nú þarf að gera, og
það strax, er að opna Faxafló-
ann að nýju um takmarkaðan
tíma og á takmörkuðum svæð-
um fyrir báta, sem skuldbinda
sig til að leggja upp sinn afla i
Reykjavík og annarsstaðar við
Faxaflóann til að fullnægja
þörfum neytendamarkaðarins.
Núverandi stjórnvöldum er
treyst til að hrinda þessu rétt-
lætismáli í framkvæmd.
brandur ætlaði að létta á sér
hitann eins og hann kemst að
orði, enda svartklæddur og með
sterkt lin, „á kjólskyrtunni
bæði innstri og ystri nærklæóa,
svo að jeg væri ekki of dúðað-
ur“. I bók sinni Borginni eilifu
(1932) lýsir Guðbrandur þessu
skemmtilega og skáldlega: „En
þó að jeg læddist yfir Pjeturs-
torgið eins og skjaldbaka, hafði
Ungaretti
jeg samt orðið kófsveittur á
þeirri göngu, og nú límdist
skyrtan við mig, svo að mjer
fanst mjer myndu líða svipað
og flugu, sem lent hefir á
flugnaveiðara. Og nú var það
eins og á stóð mín helsta
áhyggja, að flibbinn myndi
vökna svo mikið, að hann yrði
að klessu, svo að jeg var i raun-
inni feginn að þurfa að hreyfa
mig sem minst“.
Þrátt fyrir þessi vandræði
Guðbrands náði hann fundi
páfa og átti við hann samræður
um hugsanlega fólksflutninga
til Islands. Páfi vildi Iáta sem
flesta njóta landrýmis á Islandi
en Guðbrandur taldi að ís-
lensku þjóðerni væri hætta bú-
in af innflutningi erlendra
manna. Það fannst páfa bera
vott um þröngsýni. Guðbrandur
lýsir páfa nákvæmlega og hrifst
ekki sist af germönskum svip
hans: „Það er þó merkilegast i
útlitinu, að hann er glóbjart-
hærður og bláeygður eins og
Germani, og er allur svipurinn
á þá lund".
Töluvert er um betl hjá
Vatikaninu. Ungar sígaunakon-
ur sitja i gangstéttarrykinu
með sofandi börn í fanginu og
rétta fram hendurnar eftir pen-
ingum þegar feróamaðurinn
nálgast. Örkumlamenn stunda
sömu iðju, oft með hunda sér til
aðstoóar. Hundarnir eru með
skrautleg höfuðföt og sníkju-
bauk í bandi um hálsinn.
Fyrir þá, sem kunna eitthvað
i itölsku, eru leigubílstjórar i
Róm mikið þarfaþing. Þeir eru
óþreytandi að fræða farþega
sína um hið markverðasta, sem
ber fyrir augu. Leigubílstjóri,
sem i ók okkur yfir Piazza
Venezia fram hjá Palazzo
Venezia hrópaði bravó þegar
við nefndum nafn Mussolinis,
sem bjó þar. Við sáum svalirnar
þar sem II Duce hélt ræður
sínar og boðaði þjóð sinni m.a.
tiðindin um þátttöku Itala í
siðari heimsstyrjöld. Nú er safn
í Palazzo Venezia.
Rétt hjá Palazzo Venazia er
gífurlega mikil hvit marmara-
bygging, sem enginn leigubíl-
stjóri gleymir að benda stoltur
á. Það er minnismerkið um 50
ára konungsríki á ítalíu með 12
metra hárri styttu af konungin-
um Viktor Emenuel II fyrir
miðju. Á árunum fyrir siðustu
heimsstyrjöld hófst hin svo-
kallaða fasíska endurreisn í
byggingarlist. Mussolini lét
ekki nægja að láta hreinsa
rækilega til umhverfis Forum
Romanum og ýmsa aðra sögu-
lega staði svo að þeir nytu sín
betur. Hann stefndi að nýjum
byggingarstíl með afturhvarfi
til fornra frægðartima. Dæmi
um þetta er aðalbygging heims-
sýningarinnar 1942, sem aldrei
varð af, og nokkrar aðrar bygg-
ingar í Róm. Byggingar þessar
þykja misheppnaðar, en öðru
máli gegnir um járnbrautar-
stöðina i Róm: Stazione
Termini. Hún er formhrein og
björt, almennt talin ein
fallegasta járnbrautarstöð í
Evrópu.
I Borghesegarðinum eða
Villa Borghese rikir ekki hið
dapurlega safna andrúmsloft,
sem Rilke talaöi um. Þar geng-
ur fólk undir háum trjám og
rekst öðru hverju á styttur af
frægðarmönnum án þess að
hafa á tilfinningunni að vera
statt á myndlistarsýningu.
Minnismerki um Goethe, sem
var tengdur ítalíu traustum
böndum, er í Borghesegarðin-
um. Það var Goethe, sem sagði
að sá, sem hefði kynnst Italíu
vel og þá einkum Róm, gæti
ekki framar orðið óhamingju-
samur.
I Borghesegarðinum er dýra-
garður Rómar, stofnaður 1911
að hamborgskri fyrirmynd. Og
fyrir þá ferðamenn, sem ekki
una úti í náttúrunni, en vilja
sífellt auðga andann er Galleria
Borghese kjörinn staður. Þar
eru verk eftir m.a. Rafael,
Botticelli, Tizian, Bernini og
Canova.
Sverrir Hermannsson:
Á GAGNVEGUM
IIRINGVEGUR IJR
VARANLEGU EFNI
ENGUM blandast hugur um, að I
nútíma þjóðfélagi eru greiðar
samgöngur meginundirstaða
góðrar búsetu og framfara.
lslendingar hafa vissulega lyfft
grettistaki á næstliðnum áratug-
um I lagningu vega og byggingu
brúa. Ber hæst stðasta stórátakið,
sem var brúun stórfljótanna
framan lands I Austur-Skaftafells
sýslu.
En betur má ef duga skal. Vega-
kerfið er rándýrt, bæói i viðhaldi
og vegna tækjaslits. Illa hefir til
tekizt um fjáröflun til vegagerðar
þegar haft er i huga, að árió 1971,
þegar bensinlítrin kostaði 16 kr.,
þá runnu kr. 9,87 af þeirri fjár-
hæð í Vegasjóð. Þremur árum síð-
ar hafði lítrinn hækkað í kr. 36.-
en framlagið til Vegasjóðs var
óbreytt. Þegar bensínlítirinn var
nú í sumar hækkaður í kr. 48.
tókst að fá framlagið til Vegasjóðs
hækkað í kr. 16.- Auðvitað ættu
tekjur af umferðinni að renna til
vegagerðar. Alménningi væri
áreiðanlega skapfelldara að
greiða hátt verð fyrir bensin, ef
fyrir lægi að ágóði af bensínusölu
rynni til framkvæmda í sam-
göngumálum.
Nú þegar lokið er bráðabirgða-
hringvegi um lándið, og verið er
að ljúkahringvegi um Vestfirði,
er að því komið, að við tökum
stórákvörðun um byggingu varan-
legra vega.
Greinarhöfundur hefir í undir-
búningi tillöguflutning á Alþingi,
þar sem skorað verður á ríkis-
stjórnina að láta gera kostnaðar-
og framkvæmdaáætlun um bygg-
ingu hringvegar úr varanlegu
efni og einnig um Vestfirði. Með
slíkri ákvörðunartöku og heildar-
skipulagi mundi miklu betur
vinnast en ella.
Ljóst er að framkvæmdir þessar
munu kosta mikið fé og miklu
meira en við höfum efni á að
leggja af mörkum á skömmum
tíma. Þess vegna er nauðsynlegt
að leita eftir lánsfé til langs tima
með sem beztum kjörum. 1 því
skyni þurfum við að snúa okkur
til vina- og samstarfsþjóða okkar
um útvegun slíks fjármagns.
Hljóta Bandaríkjamenn að verða
þar efstir á blaði. Enginn er að
biðja um ölmusu úr hendi Banda-
rikjamanna, en eðlilegt er að við
snúum okkur fyrst til þeirra,
vegna þess að við þá eigum við
mikið og gott samstarf, fyrst og
fremst að vörnum iandsins. Góðar
samgöngu eru að siálfsögðu mikil-
Framhald á bls. 23