Alþýðublaðið - 13.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1920, Blaðsíða 2
2 alþyðublaðið AígreiÖsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagóifsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að feoma í blaðið. ið kappsamlega að því, að útvega húsnæðislausu fólki þak yfir höf- uðið. Leigjendafélagið í Bergen hélt nýskeð aðalfund sinn og hafði það meðal annars útvegað 20 íjöl- skyldum (um ioo manns) inni síð- astliðinn ársfjórðung. Það má teljast furðulegt, að Jeigjendur hér í bæ hafa ennþá ekki stofnað slíkt félag, eins nauð- synlegt og það væri, þó ekki.væri, til annars en hafa nafn sem vægi salt móti Fasteignafélagsnafninu 1 En burt með alt gaman. Þó alls- konar félagsskapur mistakist hér, og starfi ekki nema stuttan tíma, þá er ekki vfst að svo fari um fé- lagsskap leigjenda. Þó t. d. félag verzlunarmanna fái kröfum sfnum ekki framgengt, jafn eðlilegar og þær eru, sumpart vegna þess, að einstakir menn innan þess mis- skilja köllun sína, af því þeir hafa sæmilega góð laun, þá er óvíst að þeir leigjendur sem hafa þol- anlegar íbúðir verði eins eigin- gjarnir. Engum getur blandast hugur um það, að hér er full þörf á slíkum félagsskap, þó ekki væri til annars en þess, að vera nokk- urskonar bakhjallur húsnæðisnefnd- ar. Félagsmenn gætu hjálpað þeirri nefnd stórkostlega með allskonar upplýsingum, bæði um húsnæðis- lausa menn, og herbergi og íbúð- ir sem standa ónotaðar. Það er enginn vafi á því, að talsvert er til af slíku hér í bæ, en þeir fáu menn er í húsnæðisnefnd eru, geta af eðlilegum ástæðum ekki vitað um alla þá, sem reyna að braska með herbergi og hús. Eg vek ekki máls á þessu hér vegna þess að eg búist við að það hafi nokk- urn árangur. En gaman væri, ef einhverjir dugandi menn vildu gangast fyrir stofnun ieigjendafé- iags hér í bænum. Leigjandi. Alí ^iglufirði. Ennþá hafa nokkur skip bæzt við fiskiflotann þessa viku, og munu þau vera milli 50 og 60 sem síldveiði stunda héðan frá Siglufirði, og er það með minna móti. Tæp 30 skip útlend eru hér við veiðar í ár, til samanburðar má geta þess að 1915 voru hér 196 norsk skip í Siglufirði, en það ár voru þau líka einna flest. 31/7 „Mnnktells“ mótor verksmiðj- urnar í Eskilstuna í Svíþjóð, hafa til þess að útbreiða sem bezt þekk- ingu á hráolíumótorum sínum, sent skip á stað með 40 ha. mótor, til þess eins að sýna og gefa upp lýsingar um vélar sínar. Skip þetta hefir í ár farið víðsv. með Noregs- ströndum, á allar stærstu verstöðv- ar, og er nú hingað komið og á sömuleiðis að heimsækja helztu veiðipláss okkar. Með skipinu er erindreki verksmiðjanna, herra „in geniör" Sandberg. Dúfa kom um borð í Mk. „Þór- ir“ út af Breiðafirði, á leið hans hingað nú í vikunni. Dúfan er með gúmmíhring á öðrnm fætin- uro, og látúnshring á hinum, og er látúnshringurinn merktur: C. B, 126 N. U. 16. Ekki er auðið að giska á hvaðan dúfa þessi kemur, en ósennilegt er ekki að hún kunni að vera einhverskonar boðberi. '7/7 (Fram.) Aukakosning í niðurjöfnunar- nefnd Siglufjarðarkaupstaðar fór fram 24. júlí Kjósa átti einn mann til viðbótar f nefndina. Komu fram tveir listar, A listlnn frá kaup- mannaflokknum með Þorsteini Pét- urssyni sem fulltrúaefni, og B-listi frá verkamönnum með Þormóði Eyjólfssyni. Kosningin var afarilla sótt enda ilt veður allan daginn. Lauk svo að verkamannalistinn íékk um 30 atkvæði, en hinn um 20 atkvæði, 30 atkvæði voru ógild. Fæði er selt á 6,50—8 kr. á dag á Siglufirði yfir sfldartímann. Húsaleiga aðkomufólks svo há, að ef gengið væri út frá, að húsin rentuðu sig með 10—i2°/o, eru hús, sem engum dytti f hug að kaupa yfir 12—16 þúsund krónur, metin á 80—100 þúsundir, ef Ieig- an á ekki að kallast rán. Þó eru nokkrar úndantekningar frá þessm (Vm.) . Ui dagiQU 09 veginn. Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar . . . VSV, hiti 8,2^ Reykjavík .... V, hiti 8,6, ísafjörður .... logn, hiti 7,0. Akureyri .... logn, hiti 8,0. Grímsstaðir ... N, hiti 7,0. Seyðisfjörður . . N, hiti 13,0. Þórsh., Færeyjar V, hiti 11,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir austan land loftvog hægt stígandi hér, en fall- andi f Færeyjum. Útlit fyrir suð- vestlæga átt á Suðurlandi, norð- læga á Norðurlandi. Franck Fredrickson flugmað- ur mun, að öllum lfkindum, halda heimleiðis á Lagarfossi nú un® mánaðamótin. Skólablaðið, júlíblaðið, er ný- komið út með ýmsan fróðleik og fjöldamargar auglýsingar um kenn- arastöður. Hafnarbakkinn, einkum sá hluti hahs sem næstur er fisksölu- staðnum, þarf að malberast. Eins og nú er, er fiskkaupendum þvf nær ófært að komast að fiskborð- unum vegna forar. Það má varla minna vera, en að menn geti komist nokkurnvegin þurrum fót- um til fisksalanna, og þeir eiga heimtingu á þvf, að sæmileg braut liggi að þeim stað, er bærinn leigir þeim. Dora og Uaraldnr Sigurðsson ætla í kvöld að halda hljómleika í Nýja bio, í síðasta sinn að þessu sinni. Togararnir, Leifur hepni, Ethel og Belgaum, komu frá Englandi f gær, Voru allir hlaðnir kolum. CÍ8, kolaskipið sem strandaði um daginn, lagðist fyrst í gær að kolabryggjunni. Skipið frá Munktellsverksmiðj' unum, sem getið er um á öðrum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.