Alþýðublaðið - 13.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.08.1920, Blaðsíða 1
aðið Gefið ut af AlþýduJlokikiMim. 1920 Föstudaginn 13 ágúst. 183. tölubl. 6æ|ir ern Jslenlingar! Nú eru þeir seftir á bekk með Hund-Tyrkjanum. Á með lokuðutn augum að reyna aö humma alt fram af sér, þar til alt er komið i strand? Peningakreppa sú, sem íslands- banki hefir skapað, með því ráð- lausa háttalagi, að lána hinum svo- nefnda fiskhringi innstæðufé al- mennings til þess að braska með, kreistir nú kverkar íslenzks við- skiftalífs, og hótar falli, eigi að- eins Islandsbanka sjáifum, heidur •eru líkindi til þess að hann dragi með sér alt landið í voðann. Ekki þó svo að skiija, að slíkt Jpurfi að vera, nema fyrir aðgerða- leysi iandsstjórnarinnar. Hafi stjórn- in dáð til þess að rneta meira hag alis landsins, heldur en meðiima ðskhriagsins, hafi htín kjark til þess að fara eingöngu eftir þv/ sem hagsmunir íslenzku þjódarinn- ar krefjast, án tillits til hagsmuna hluthafanna i íslandsbanka, þa er hættan tilfólulega litil. Én hefir stjórnin þessa dáð, og þennan kjarkf Eða er hér yfirleitt aokkur landsstjórn, hema að nafn- inuf í gær var sýnt fram á hér í blaðinu, hvað fyrst lægi fyrir að gera, og þsð er vert að taka það fram, að það getur ekkert komið íyrir, alls ekkert, sem geti bætt utlitið þannig, að minsta átylla geti verið til fyrir landsstjórnina að hefjast ekki handa. Þetta er sagt hér af því það var haft eftir einum bankastjóranum í íslands- banka, að útlitið með fisksölu væri að batna. En þó þetta kunni að ^era rétt, þá breytir það engú. ^að mundi álitið óhyggilegt ef ^eylaus bóndi á vordegi hætti við ^ilraun til þess að afla sér fóður- öaetis, þó hláka kæmi. Það eru •fkfei strax komnir hagar, og eins er með það, að það þarf sinn tíma til þess að ráða fram úr þeim ógurlegu vandræðum sem Islands- banki með ráðleysi sínu hefir sett okkur í, jafávei þó gengið sé að því með oddi og egg. Sála fisksins þarf að komast undan Fiskhringnum og undan íslandsbanka, svo það séu hvorki hagsmunir fárra gróðabrallsmanna né útiendra hluthafa, sem ráði þar um, heidur hagsmunir þjóðar- innar. En það er ekki nóg. ís- landsbanki hefir hvað eftir annað unnið sér til óhelgis, eigi að eins siðfejðislega, heldur einnig að lögum. Eitt af síðustu meistara- stykkjum bankans, er það að hann hefir neitað að „ýfirfæra" fé til útlanda fyrir póststjórnina, sem hann lögum samkvæmt er skyld- ugur til, svo nú er ekki hægt að fá svo mikið sem 10 kr. póst- ávísun til útlanda. Afleiðingin af því verður, að póststjórn landsins verður að tilkynna alþjóðapóst- sambandinu, að hið fullvalda ís- lenzka ríki sé svo gersamlega á kúpunni, að héðan sé ekki hægt að senda neinar póstávísanir til útlanda. Slíkt hefir, að eins einu sinni áður hent fullvalda ríki, en það er ríki sem lengi hefir verið annálað fyrtr óstjórn, sem sé Tyrkland. íslandsbanki hefir því með ráðlagi sínu, komið því til letðar, að tslendingar í augum utlendinga eru settir á bekk með Hund-Tyrkjanum og er ekki ósennilegt, að nokkra áratungi þurfi tii, til þess að afmá aftur þá smán. Það sem þarf að ske, er að íslandsbanki hverfi úr sögunni. Landsstjórnin þarf að knýja fram að hann hverfi inn í Landsbank- ann, að Lahdsbankinn takt við seðlaútgáfunni ög öllum viðskiftum hans. Gæti þá verið um tvent að ræða um hlutafé bankans, annað- hvort það, að það yrði borgað út að nokkrum árum iiðnum, þegar séð væri að Landsbankinn tapaði engu á því að hafa tekið við viðskiftunum, eða þá að Lands- bankanum mætti breyta í hiuta- banka, þannig að hluthatar hefðu nokkur áhrif á stjórn hans, en iandið jafnan undirtökin1) (tilnefndi meirihiutann af bankastjórninni). Landið er einú sinni áður búið að bíða stórtjón á því að ísiands- banki sagði upp Iánum, en það á ekki að gefa honum kost á að ieika þann leik á ný, en það verður bezt gert með því að hann renni inn í Landsbankann. Duganöi liösnæði Sumarbúsfaðir gerðir upptækir. Leigjendafélög. I Bergen, eins og í flestum bæj- um Norðurlanda, hefir húsnæðis- nefnd skipuð af bæjarstjórn verið starfandi nú uppá síðkastið. Með- ai þeirra er sæti eiga í nefndinni er váraformaður leigjendafélagsins. Hefir hann komið því til leiðar, að nefndin hefir lagt hald á nokkra sumarbústaði (ViIIur) í útjaðri borg- arinnar, sem haldið var mannlaus- um tii þess að auðveldara væri að braska með þá, Nærri má geta, að þetta tiltæki nefndarinnar mæltist illa fyrir með- al húsabraskara, en allur airaenn- ingur var á öðru rríáli. Víða í Noregi og Danmörku hafa leigjendur stofnað félög með sér, til þess að vinna gegn óhæfi- iegu okri á húsaleigu og glæp- samlegu húsabraski, sem ekki hefir síður átt sér stað þar en t. d. hér í bæ. Einnig hafa þessi félög unn- 1) Af því sv® lítur út sem marg- ir Reykvíkingar skilji Dönsku bet- ur en íslenzku, vill Alþbl. gefa hér þá skyringu, að það sem á Dönsku er nefnt að hafa „Over- taget" er á íslenzku að hafa und- irtökin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.