Alþýðublaðið - 24.10.1930, Side 2
2
AEÞÝÐÖBLAÐIÐ
L&ppómennirnir — mfinir menn,
segir MorgimMiiðið.
Við íslandingar fengum í sum-
ar óvenju ljósa mynd af þvi,
hvemig íhaldið hagar sér, þar
sem það þorir að beita sér, þeg-
ar finsku ihaldsmennimir —
Lappómennirnir svo kölluðu —
rændu Hakkila, borgarstjóra í Ta-
marfors, er vax fulitrúi Finna á
Alþingishátíðinni, fóru með hann
norður í Lappóhérað, og út í
sikóg þar til þess að myrða
hann. En íhaldsfantar þessir sögð-
U'St hafa „dæmt“ hann til dauða.
Að Hakkila hél.t lífi var eingöngu
því að þakka, að hvernig sem
honum var misþyrmt, vék hann
ekki frá illræðismönnunum, en
hugrekki, þeirra var minna en
varmenska þeirra, og höfðu þeir
ekki kjark tii þess að drepa hann
er hann horfði beint á þá, vildu
láta hann hlaupa undan og ætl-
uðu að skjóta hann svo.
Af því þetta svívirðilegja og
glæpsamlega athæfi finska í-
hald.sins mæltist afar-illa fyrir
hér, var Morgunblaðið að burð-
ast við að lýsa vanþóknun sinni
á því. En alt af skein í gegn að
það voru látalæti. í dag kastar
Morgunbiaðið loks grímunni. Pað
flytur grein með tvídálkaðri fyr-
irsögn um finsku kosningarnar
og talar þar um „giæsilegan sig-
ur“ borgaralegu flokkanna, en
greinin er öll lofsöngur um starf-
semi Lappómanna, sem eins og
menn vita er ein löng keðja af
ofbeldis- og hryðju-verkum. Má
af þessu sjá hverju íslenzka þjóð-
in á von á, ef íhaldið kemst
nokkurn tima til valda aftur hér,
en það er, að þingræðið verðiaf-
numið, vinnudómur settur á stofn
til þess að þrýsta niður kaupi
verkamanna og ríkislögregla
stofnuð til þess að beita ofbeldi
forgöngumenn alþýðunnar og
senda þá úr landi, ef j>eir gang-
aist fyrir kauphækkun eða gera
að blaðamáli ef embættismenn
hafa fé af ekkjum og munaðar-
leysingjum.
Jafndðarnvaöur.
Tvær rannasðpr.
Eftir Sigurð Einarsson.
III.
Nú ætia ég að gera annan út-
úrdúr.
I mínum augum er þetta miklu
meiri raunasaga en flest það, sem
skáldin yrkja um harmljóÖ sín.
Það er ekki hundrað í hættunni,
þó að pilthnokki fái ekki þá
telpu, sem hann á einhverju
augnabliki heldur að sé sú eina
rétta, á móts við það, sem hér
er að gerast. Þ-etta er hannl-eik-
urinn um fákænsku vinnunnar í
viðureign sinni við auðmagnið.
Verkamaðurinn á alt af s.vo erfitt,
að hann óskar einskis fremur en
að mega skapa börnum' betri
kjör en hann á sjálfur. í lang-
flestum tilfellum er það ekki
hægt. Og ef binn vinnandi mað/ur
skildi það almenit, mundi stétt-
arvitund hans verða sterk og á-
kveðin og óskeikui. Hún myndi
‘ verða múr, sem bæ-gði. frá honum
daðri og fleðulátum þ-eirrar stétt-
ar, sem h-efir vinnu hans að fé-
þúfu. Og hún myndi beina við-
leitni hans á þá bráut að efla
stétt sína með öllu móti, trúa
engum nema henni, og vænta sér
ein-skis góðs af neinum nema
henni..
Á móti þessari öflugu stéttar-
vitund rær íhald jarðarinnar öll-
um árum. Það reynir alla jafna
að skapa stéttarflótta, til þess
að riðlá fylkingum verkamanna.
Það gerir alt, sem þa'ð getur, til
þess að varðveifa með venka-
lý'Cjnum þá trú, aö hann geti
komist upp yf;ir stétt sína o-g að
það sé æski.legt a'ð ko-mast upp
fyri-r stétt sínia, Til þess lætur
það fákæna kennara fylla börn-
in í skólunum með alls konar
frómum historíum um duglega
drengi, sem urðu „miklir menn“.
Að verða „mikill maður“ heit-
ir á máli íhaldsin-s a'ð komast yfir
meiri peninga en líkur og efni
stóðu til o,g svíkja um lei-ð stétt
sína, nota féð ti.l að hagnast á
öðrum. Og loks lætur íhaldið
jafnan á sér skilja, hæði leynt
og ljós.t, a'ð lifsvenjur þess, svall
tildur og hégómi, sé eftirsóknar-
verðast allra lífsgæða, og reynir
að viðhalda í verkamanninum
löngun eftir þessu fánýti, —•
reynir að skapa stéttarflótta.
í net þessEira blékkinga veiðir
það börn þessa verkamanns, sem
ég sagði ykkur frá, og fjölmargra
annara. Og foreldrarnir reka bör^
sín í netið, -af því þau halda, að
þ-au séu einhverju nær því að
verða ofan á í lífsbaráttunni, ef
þau danza næturlangt við íhalds-
unglinga, i stað þess að þau læra
af þeim eyðsluvenjur yfirstéttar-
innar, mannfyrirlitningu hennar
og gleiðgosahátt. Vináttan, sem
bundin er í íhaldsfélögunum við
verkamannabörnin, er ekki hald-
góð. Hún endist til atkvæðaveiÖa
og sálnaspillingar og svika við
sína eigi-n stétt — og síðan ekki
söguna meir. En þetta dæmí verð-
ur á'ð nægja til þess að sýna þa'ð,
að verklýösfélögi.n verða að hefja
fjölþætta útbrei.ðslu- og æsku-
lýð-s-starfsemi. þ-egar í stað og
reka hana m-eð árvekni o-g þoli.
Hinn stéttavilti æskulý'ður ís-
Ienzkra bæja er hrópandi á-
skorun til þeirra, sem fara með
málefni jafnaðarstefnunnar meðal
íslenzkrar alþýðu. Og heill okk-
ar allra liggur við, að stéttar-
flóttiinn verði stöðvaður.
(Nl.)
Ibaldsréttarfar.
Finsbt — íslenzkt.
Margir félagsbundnir verka-
menn, starfsmenn verklýðsfélaga,
bæjarfulltrúar og fyrrverandi
þingmenn sitja nú 1-okaðir inni
í fangelsum Finnlands, ákærðir
fyrir landráð og aðra pólitíska
„glæpi“. Meðal hi-n-na ákærðu og
fangelsuðu eru tveir þingmenn,
sem áttu sæti í stjórnarskrámefnd
síðasta þings. Menn minnast
skeytisins, er sagði frá þvi, að
dulbúnir íhaldsmenn réðust inn
á fun-d stjórnarskrárnefndarinnar,
tóku þessa tvo þingfulítrúa verka-
manna og höfðu þá á brott með
sér. Þeim var misþyrmt, en síð-
an voru þeir fluttir i fangelsi og
ákærðir. En grímumenn finska
auðvaldsins ganga enn lausLr
Nú stancla hinir ákærðu fyrir
réttinum í Aabo, Þeir hafa engan
málsvara, engan verjanda. Enginn
finskur lögfræðingur þorði að
taka mál þeiirra að sér. Þeir gátu
átt á hættu ofsóknir og misþyrm-
ingar, já, jafnvel að þeir yr'ðu
myrtir af sendimönnum finskra
Lappó-manna.
Hin-n þekti sænski lögfræðing-
ur, Georg Branting, -sonur Hjálm-
ars Brantings, hins látna sænska
jafnaðarmannaforingja, tók að sér
eftir beiðni finsfcu verkamannanna
að verja mál þeirra. — Hann
hefi-r áður sýnt hugrekki sitt, þeg-
ar likt stóð á og n.ú, og hann
fór ti-I Finnlands, þrátt fyrir öll
hótunarbréf. En hann dvaldi þar
ekki lengi. Hann ko-mst í rétt-
arsalinn fyrsta dag réttarhald-
anna. En alt í einu varð hann
að þo-ka úr landinu fyrir ofsókn-
um íhaldsmanna. Ráðist var á
hann á götu, auri var ausið að
h-onum og grjóti kastað á hann.
Ókvæðásorðum rygndi yfir bann
í réttarsalnum og dómararniir,
sem eru svona álíka að áliti hjá
fi-ngkri alþýðu og hæstaréttar-
dómararnir h-érna eru hjá ís-
’.enzkri alþýðu, fengu við ekkert
ráðið.
Þegar baríst var um lif þeirra
Sacoos og Vanzettis fyrir dóm-
síólum Ameríku, fór Bran-ting
þangað til að verja mál þeirra.
Þar vax alt í b-áli og brandi. Rétt-
aröryggið fyrir alþý'ðumenn og
formælendur þeirra er eklti sér-
lega trygt í þessari ájfu stéttar-
dómaranna. En þó var Branting
ekki gert m-ein- þar.
Branting sendi lo-ftskeyti tii
Social-demokraten í Stokkhólmi,
er hann sté á skip og hélt heirn-
leiðis frá Aabo í Finnlandi.
Segir hann í því, að hann
sé sannfærður um, a'ð allir hinir
álcærðu séu bornir röngum sakar-
giftum. Keyptir íhaldssmalar haffí
logið þá sökum og falsað skjöl
til höfuðs þeim.
Um þetta fin-ska ihaldsréttarfar
þegir aíturhaldsli-'öið íslenzka.
Þetta er líka það réttarfar, sem
íhaldið ætlar að „praktísera" hér
á landi, ef það kemst aftur til
valda og kemur á fót ríkiislög-
reglu sinni. Þá verður verklýð og
bændum engin grið gefin. Jó-
hannes fyrrverandi bæjarfógeti
verður þá settur í gamla embættið
aftur og þar getur hann í fram-
tíðinni stundað sína arðvænlegu
atvinnu — í skjóli hæstaréttar
—. Það er von, að íhaldið þegi
um áform sín meðan það er að
skapa sér aðstöðu til áð fram-
kvæma þau.
* *
Einar Olgeirsson.
Akureyri, FB„ 23. okt.
Einar Olgeirsson var nærri orð-
inn úti á Vaðlaheiði s.l. mánudag.
Var hann að koma frá Húsavík,
þar sem hann hafði unnið að út-
breiðslustarfsemi fyrir verklýðs-
félögin. Hélt hann fótgangandi
frá Goðafossi ásamt þremur
mönnurn öðrum. Und-ir Vaðla-
heiði skall á kafaldshríð og veitt-
ist Einari örðug gangan. Reyndu
fél-agar hans að létta honum
gönguna, en hann gafst upp á há-
heiðinni. Tóku félagar hans þá
það ráð að grafa hann í fönn.
Tveir héldu ti-1 bygða eftir að-
st-oð, en sá þriðji var yfir Ein-
ari. Er honmn leiddist biðin eftir
aðstoð, afréð hann að gera tíl-
rau-n til að koma Einari til bygða
af eigin ramleik, og tókst hon-
um að koma honum niður á
miðja heiði vestanverða, en mætti
þar hjálparliðinu, er kom honum
að Veigastöðum. Var þá svo af
Einari dregið, að hann máttí
ekki mæla, en hrestist brátt eft-
ir koimuna þanigað, og var orðinn
ferðafær til Akureyrar dagi/nn
eftir. Er hann nú orðinn jafn-
igóður eftir hrakninginn.
Ath. Alþýðublaðið hefir haft tal
af Einari, sem segir, að fregnin
sé ekki alls kostar rétt. Hann
hafi verið kominn ofan að tún-
garðinum á Veigastöðum þegar
menn þeir komu (tveir), er ætl-
uðu að ganga á Vaðl-aheiði, ti)
aðstoðar. Einar var í ferföldum
frakka, er sökum krapahríðar og
síðan, gadds mun hafa verið Orð-
inn um fimmtíu pund á þyngd,
Einar er svo sem menn vita van-
heill í lungum og var orðinn
mjög þreyttur, en þó ekkii svor
að hann. gæti ekki talað, eins og
segir í s-keytiinu.
Varoskipiö „Óðinn“ ko-rn i
morgun úr eftirlitsferð.
ísfisksala. „Barðinn“ seldi í gær
afla isinn fyrir rúmlega 1000
sterlingspund.