Alþýðublaðið - 26.10.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.10.1930, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLAÐIÐ Tvær rannasðgnr. Eftir Sigur'ö Einarsson. Nauðsyn áhyggjuleysis. Játning ihaldsþingmanns. Við setningu hásfcólans í haust hélt Magnús Jónsson guðfræði- kennari’ og íhaldspingmaður ræðu, þar sem hann kvað óger- legt fyrix kennara við háskóLann að komast af með laun sin, ef hann sé fjölskyldumaður, og vanti mikið á, að þau hrökkvi tíl. Hann bætti því við, að ró og áhyggjuleysi, sem þeir þurfi á að halda til þess að geta Leyst visindastarf af höndum, svo sem háskólakennarar eiga að gera, fari forgörðum, „ef daglega og oft á dag berja að dyrum bein- ar áhyggjur um það, hvað fjöl- skyldan eigi að hafa sér til matar og hverju klæðast og hvemig hafa þak yfir höfuðið." Ef nú slikar áhyggjur sækja að pröfessorum háskólans, sem hafa þó flestir hinna nú verandi 7 800 kr. árslaun, að með talinni dýrtíðaruppbót eins og hún er greidd nú og aldursuppbót (byrj- unarlaunin eru 4500 kr., með dýrtíðaruppbót (40%) 6300 kr.), þá ætti það að geta gefið Magn- úsi dálitla hugmynd um, hvemig heimilisástæður verkamanna era með þriðjung þessara 7 800 kr. í árstekjur og margra minna; en það þykir rætast vel úr, ef þær ná helmingi 7 800 krónanna. Til þess má engin dagstund falla úr stöðugri vinnu í ID/2 mánuð á ári, og er það sjaldgæft. M. J. sér, að áhyggjur út af af- komu fjölskyldunnar geta orðið nærgöngular við heimilisföður- inn. Það er vel, að hann hafír þó komið auga á, að svo er. En finn- ur hann þá ekki meinið nema þegar það legst að hans eigin stétt? Eða finst honum það ekki skifta verulega máli þegar al- þýöufólk á í hlut? Þessa er spurst hér oegna poss, að hann hefir Sikipað sér í sveit þeirra manna, sem fastast hafa beitt sér gegn kröfum verka- lýðsins um launabætur og aðrar réttarbætur. Hann hefÍT varið á- gengni auðvaidsstéttarinnar á rétt verkamanna á sjó og landi. Hann, guðfræöikennarinn, hefir lagt fram tungu sina og penna, bæði á alþingi og utan þings, til þess að gera sitt til að gera verkalýðnum erfiðara um að fá kjör sín bætt. — Og þó tekur ræða hans við setningu háskól- ans af öll tvímæli um það, að hann veit, hve sálarsligandi það er, að vita ekki „hvað fjöiskyld- an eigi að hafa sér til matar og hverju klæðast og hvernig hafa þak yfir höfuðið.“ Um baráttu hans gegn bættri afkomu verkalýðsins verður því ekki sagt, að hann hafi afsök- un þeirra, sem „vita ekki hvað þeir gera“. Þvi skyldi sizt mælt á móti, að visindastarf háskólakennara geti IV. (Nl.) Ég var að tala um ihaldsfélög. Fyrir nokltru bar það til á fögr- um stað ekki alllangt frá Reykja- vík, að ég kom að þar, sem all- margir bílar stóðu saman í fylk- ingu. Mannfjöldi allmikill var þar á víð og dreif í kringum bíLana. Ég spurðist fyrir um það, hverjir réðu þessum liðsafla, og varö þess vís, að þetta var íhaldsfé- lag eitt úr nágrenni Reykjavíkur, er nýlega hafði verið dubbað upp með sjálfstæðisnafn og annan löglegan pólitískan veiðiútbúnað. Ekki alllangt þar frá höfðu jafn- aðarmenn úr Reykjavik komið saman til skemtunar þennan dag. Ég sat á þúfu við vegarbrúnina og beið þess, að íhaldsfylkingin rendi fram hjá til þess að mér gæfist kostur á að sjá þessa nýju verði ættjarðarinnar. Dálítið hrafl var þar af ungu fólki, en meiri, hlutinn roskið fólk, verkamenn og verkakonur, sLitið, þreytulegt og ósældarlegt á svip. Og auk Jress nokk rir burgeisar með fas og foringjasvip Krakkspármanna, til þess að setja heldri blæ á hóp- inn og styrkja fólkið í þeirri trú, að það væri í góöum félagsskap. Ég gaf mig á tal við einn þesisara manna, sem var mér ofurlítið málkunnugur frá fyrri árum, og spurði hann, hvernig honum vegnaði. Hann Leit í kringum sig, eins og til þess að fullvissa sig um, að enginn af foringjunum sæi til hans svo gálauslega at- höfn sem að tala við mig. Af vissum orsökum hefir rógsögum íhaldsims um mína lítilmótlegu persónu verið haldið allötullega að fólki í þeim bæ, svo manni, sem öllu þurftL að haldá til skila til þess að bera virðulega sjálf- sitæðishaminn, var nokkur vor- kunn. Svo var eins og hann spektist. „Ojæja,“ sagði hann, „manni líður þetta svona heldur bærilega.“ Ég lét á mér skilja að það væri gott aö heyra, þeir hefðu þá vist orðið allsæmilegt kaup þar í bænum. Ojá, það var svo, rétt sæmilegt kaup, ef vinna verið mjög gagnlegt fyrir þjóð- ina, jafnvel fyrir alt mannkynið, og þeir, sem rækja það starf vel, eigi skilið, að þeir fái starf sitt vél launað. En því að eins getur alþýðan notið starfs þeirra og annara, er vinna vísindastörf, lista- eða bók- menta-störf, sem eiga að verða þjóðinni eða mannkyninu öllu að notum, að hún hafi einhverja frjálsa og áhyggjulausa stund. Eða hvort vill guðfræðikennar- inn neita þvi í heyranda hljóði? væri stöðug. „Er það nú ekki að- allega jafnaðarmönnum að þakka?“ spyr ég. „Og það veit ég nú ekki, þeir era að þessu fjandans brambolti og látum öðra hvora. En hvað ætli svo sem það hafi að þýöa? Það verða að vera peningar til, það verður að vera hægt að borga, finst manni. Og það verð ég að segja, það stend- ur ekki á þvi fyrir honum N. N. (eiganda fiskverkunarstöðvar- innar, sem hann vinnur- hjá) að vilja borga það, sem hann getur. Qjá, hann hefir nú alt af verið svona karLinn, heldur hreinlegur í ö.llum viðskiftum.“ Og það var ekki laust við að kendi yfirlætis í röddiinni yfir að mega þjóna manni, sem hafði alla þessa malíalausu kosti til að bera, fyrst og fremst að eiga fiskverkunar- stöð, og því næst að hafa verið „heldur hreinlegur í öllum við- skiftum". Það verður að virða mér það til vorkunnar, en ég gat ekki farið að elta ólar við þennan nxann. Hann er í mínum augum eins og sjúkLingur, sem ekki verður bjargað. Það kann að vera ömurlegt að sjá upp á þjáningar sliks manns. Og það var líka ömurlegt að heyra þennan píslar- vott skipulagsleysis og harðvít- ugrar gróðamensku tala fyrir munn þeirra hagsmuna, sem hann á í höggi við. Á meðan hann 6tóð andspænis mér varð mér alt í einu éins og hann umbreyttist. Það var eins og hann sjálfur máðist út, en upp úr látlausum fötum hans gægðist digurbarka- svipur og málfæri fiskiburgeiss- ins: „Það verður að vera eitt- hvað tiL að borga með, finst rnanni." Þegar xun skiftingu arðs- ins var að ræða, vora það til- finningar hans, sem þessum strit- vinnumanni stóðu næst. Þetta er raunasaga af þvi, að liklega hefir fiskiburgeisinn aldr- ei sagt um hann og hans Líka: „Þeir verða fyrst og fremst að fá nægilegt til að lifa á, finst manni." Námuslys enn. Lundúnum (UP.), 25. okt. FB. Frá Saarbriicken í Þýzkalandi er símað: 82 námumenn eru inniluktir í Maybachnámunni við Friedrichsthal, eftir að sprenging varð í námunni. Fimm mönnum, sem allir höfðu meiðst, hefir verið bjargað, en þrir sluppu ómeiddir. Björgunarflokkar búast til að bjarga þeim, sem inniluktir era í námunni. Togararnir. Afli „Apríis", er kom af veiðum í fyrra dag, var um 900 körfur ísfiskjar. Batnandl ssenn - batnandi heinmr. (Nl.) „Meðan maðurinn þarf að starfa og strita til þess eins að framfleyta lífinu, verður hann að eins skepna." Eitthvað á þessa Leið kemst eitt ungverska skáld- ið að orði — skáld, sem nú er uppi og mikils er metið og virt. Þvi miður hefir oflítill gaumur verið gefinn að þeim sorglegu sannindum, sem felast í framan- greindum orðum þessa unga skálds — sannindum, sem þó era ekki fyrst að verða til núna, held- ur era æfa-gömul. Því miður hef- ir ofmargur maðurinn á umliðn- um öldum orðið að lifa eins og útigangsskepna, sem með týnd hold og kreistan kvið nagar harð- an gaddinn. Þvi miður hefir of- margur maðurinn orðið að naga. harðan gadd eigingjarnra at- vinnurekenda til þess að halda kvalalifi í sér og sínum, spar- andi Langt fram yfir það, sem' hæfilegt hefrr verið. Því miður hefir ofmargur maðurinn orðið að lifa við kúgun og smán og: liðja óréttlæti og ófrelsi vegna: eigingjarnra yfirvalda. Því mið- ur hefir ofmargur maðurinn orð- ið að líða tjón á líkamlegum og andlegum eiginleikum sínum — orðið að skynlausri skepnu — vegna ytri aðstæðna. Og því mið- ur á alt. þetta sér stað enn þanu dag í dag. En tímamir eru að breytast — breytast vegna þess, að mennirnir hafa breyzt og era að breytast til þess aÖ tímarnir breytist. Og breytingin miðar til batnaðar. Mennirnir era að þrosk- ast — þroskast í hinu góða. Þeir eru að batna og heimurinn er að batna með batnandi mönnum. Og þessir batnandi menn, sem. eru að bæta heiminn, það eru mennirnir, sem réttilega hafa séð þau sannindi, að „meðan mað- urinn þarf að starfa og strita til þess eins að framfleyta lífinu, verður hann að eins skepna". Og fyrir það, að þessir menn hafa séð þetta með samúðar- og um- bóta-augum, þá vilja þeir vinna að því að létta undir sjálfsbjarg- arviðleitni sárþjáðírar alþýðunn- ar. Þeir vilja vinna að því að hefja hana frá eymd og örbirgð, hefja hana frá harðrétti og kúg- unarkjörunum, hefja hana frá skepnulifnaðinum til skapandi manndóms. Þeir vilja vinna að því að skapa skilyrði til þess, að hún geti notið mannvits og menturrar, lærdóms og listar annara, og vakið og þroskað greind og gáfur, fjölhæfni og leikni sjálfrar sín. Þeir eru roenn- irnir, sem ég gat um áðan — mennirnir, sem eru að berjast hinni góðu baráttu fyrir bættum högum hins þurfandi einstaklings og hins þjáða mannkyns — fyrst og fremst baráttunni fyrir betra fæði, hoLlari húsakynnum, viðun- anJegri vinnutilhögun, meiri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.