Alþýðublaðið - 27.10.1930, Side 2

Alþýðublaðið - 27.10.1930, Side 2
B AKÞYÐDB&AÐIÐ Stórkostleg VJársvik. Mðrg púsund sisippnnd af veðsettam fiski seld og af- hent án pess að veðhafar fái andvirðið. Fyrir skömmu fengu banka- stjómir Landsbankans og tJtvegs- bankans vitneskju um það, að Þór'ður Flygenring kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði myndi hafa selt og afhent fisk, sem hann hafði veðsiett bönkun- um, án þess að láta andvirðið ganga til þeirra. Stjórnir beggja bankanna kærðu athæfi þetta; önnur sendi kæruna til bæjarfógetans í Hafn- arfirði, hin til dómsmálaráðu- neytisins. Mun þetta hafa gerst siðastliðinn föstudag. En á föstu- dagskvöld sendi þóröur Flygen- ring skriflega beiðni um, að bú hans yrði tekið til gjaldþrota- skifta til bæjarfógetans í Hafn- arfirði. Eftir tilmælum bæjarfógetans í Hafnarfirði hefir sérstakur dóm- ari verið sHpaður til þess að framkvæma rannsókn i máli þessu og annast skifti búsins. Var Þórður Flygenring kallaður fyrir rétt á laugardaginn og mun þar hafa játað að hafa, án sam- þykkis eða vitundar bankanna, selt og afhent fisk, sem hann hafði veðsett þeim, og ráðstafað sjálfur andvirðinu til annara en bankanna. Að því, er Alþýðublaðið hefir frétt, er hér um mjög háar fjár- hæðir að ræða. Þórður Flygen- ring mun hafa gefið bönkunum yfirlýsiirtgar um, að hann ætti um 7000 skippund af fiski og hafa fengið lánað hjá þeim milli 300 og 400 þúsund krónur gegn veði í fiskinum. Langmest af fiskinum er þegar selt og afheart, án þess að bankarnir hafi fengið nokk- uð upp í veðlskuldimar. — Kaup- endur að fiskinum voru ýmsir innlendir og erlendir fiskikaup- menn. Réttarhöld stóðu yfir mestan hluta laugardagsins. Að þeim loknum lét dómarinn setja Þórð Flygenring í gæzluvarðhald. Verður nú þegar byrjað að rann- saka bækur hans og reikninga og hvert fé þaÖ, sem hann fékk fyrir fiskinn, hefir runnið. Lítur út fyrir, að hér sé um að ræða ein'hvér hin stórfeldustu fjársvik, sem uppvíst hefir orðið um hér á landi. Hitt veit enginn, hve mörg eða stór breitt hefir verið yfir. Frá sjómðnnnimm. FB., 26. okt. Farnir tii Englands. Vellíðan alJra. Kveðjur til vina og vanda- manna. Skipshöfnin á „Hilmi“. Falltrúaráð. — Sambanðsðina. Sjómannafélag Reykjavikur kaus 11 fulltrúa til sambands- þings og fulltrúaráðs á fundi sín- um í gær. Þessir menn voru kosnir: Ólafur Friðriksson, Sigurður Ólafsson, Sigurjón Á. ólafsson, Jón A. Pétursson, Rósinkranz Ivarsson, Björn BI. Jónsson, Jón Guðnason, Jóhann Sigmundsson, Guðmundur Einarsson, Jón Guðlaugsson, Sigurður Sæmundsson. Varafulltrúar voru þessrr kosn- ir: Hjörtur Jónsson, Jón Bach, Eðvarð Jónsson, Jón Bjarnason, Jón Sigurðsson, Eggert Brandsson, Björn Jónsson frá Bala, Ólafur Árnason, Sigurjón Jónsson, Sveinn Sveinsson, Páll Þorbjömsson. S!ys. Níels Sveinsson bóndi í Þing- eyrarseli í Víðidalsfjalli í Húna- vatnssýslu kom ekki aftur heim til sín er hann hafði farið að leita að kindum núna fyrir helg- ina. Var hans leitað og eftir langa leit fanst hánn örendur. Hafði }xann hrapað í Víðidalsf jalli. Niels heitinn var 55 ára gamall, átti 6 eða 7 böm, þar af 3 yfir ferm- ingu. Hann var alþektur atorku- maður. Hann var bróðir ólafs Sveinssonar fyrv. vitavarðar á Reykjanesi. Námwslysið siðasta. Lundúnum (UP.), 26. okt. FB. Frá Saarbrucken er símað: 141 námmnaður fóm niðuT í May- bachnámuna í gærmorgun. 88 námumenn eru inniluktir. — Námustjórnin hefir tilkynt, að 6 menn hafi beðið bana, en kveðst óttast, að nærri hundrað námu- menn hafi látið lífið er gas- sprenging varð í námunni. Stéttarviltir verkamenn. Lundúnum (UP.), 27. okt. FB. Frá Berlín er símaðfr Þjóðemis- sinnaðir málmiðnaðarverkamenn hafa ákveðið að hefja vmnu í dag. Óvíst er um hve mikimn hluta málmiðnaðarmanna þar er að ræða, en sennilega eru þeir aLlmargir, [sem eru þarna að svikja félaga sina]. EsperantO'Orðabækur. í Alþýðublaðinu í gær er fyrir- spurn um það, hvort verið sé að vinna að samningu esperanto- orðabókar, og hvað því verki miði þá áfram. Nú er þ\d fyrst til að svara, að esperanto-or’ðabók er ekki ná- kvæmt hugtak. Það getur verið, að oröabókin, sjálf sé á esper- amto með þýðdngum á íslenzku, eða gagnstætt. Beggja bókanna er hán mesta þörf. Að esperanto-orðabók með ís- lenzkum þýðingum hefir mér vit- anlega ekkert verið imnið enn þá. Veldur það mestu um, að orða- safnið aftan við kenslubók Þor- stedns dregur ótrúlega drjúgum við lestur, svo lítið sem það er, og margir geta nokkuð notast við erlendar orðabækur, og annað hitt, að það er tiltölulega fljót- legt að taka slíka bók saman og alt af hægt að gera það, þegar minsta von verður um að unt sé að koma henni út. En af íslenzkri orðabók með þýðingum á esperanto er það að segja, að nú er komið langt á þriðja ár síðan Esperanto-félag- ið í Reykjavik hófst handa með samningu hennar. Forstjórn verksáns er í höndum Þórbergs Þórðarsonar, en ýmsiT aðrir es- perantistar hafa aðstoðað hann nokkuð. Nú munu vera til milli tuttugu og þrjátiu þúsund orða- miðar, sem búið er að fullraða, og auk þess nokkuð dálitið 6- raðað. Er það geysimikil vinna, sem í þessu liggur, því að mesti sægur hinna beztu esperanto-rita hefir verið lesinn og vandlega orðtekinn til þess að þýðingarnar gætu orðið sem allra vandaðastar og teknar úr málinu eins og það er notað, en ekki smiðaðar af höfundi orðabókarinnar sjálfum. Þetta er meira verk en nokkurn þann getur grunað, sem ekki hef- ir sjálfur fengist við eitthvað svipað. Hefir Þórbergur imnið að þessu með óþreytandi elju og dæmafáum dugnaði, og er hon- um annað meiir í huga en hverfa fcrá því fyrr en bókin er kamin út. Svona er þá málum komið. Samning bókarinnar er komin langt, þegar þess er gætt, að þeix mefln, sem helzt hafa að henni unnið, mega helzt aldnei líta upp frá brauðstritinu til að gefa sig að ólaunaðri vinnu eins og þetta er. Þó ervon um, að bókin verði fulkamin áður en langt líður, en þá kemur spurningin: hvemig á að koma henni út? Tiil þess þarf fé, mikið fé. Esperanto-félögin hér á landi eru öll bláfátæk og fæstir esperantista aflögufærir svo nokkru nemi, en sala bókar- innar yrði ekki mikil fyrstu ár- in, nema vit landsstjómarínnar (hver sem hún, verður) vaxi svo, að hún geri esperanto að náms- grein í skólum. En þörf bókar- innar verður sizt að minni fyrir þessi vandkvæði, og um ræki- f5? r s •» <M) Iegt esperantonám er ekki að tal@ fyrr en hún er komin út. Að endingu vil ég þakka þan» áhuga, sem stendur bak við fyr~ irspumina. 24. okt. 1930. Ólafur P. Kristjánsson (ritari Esperanto-félagsims í Reykjavík.) Jónas Rafnar: Staksteinár. Jónas Rafnar, Iæknir að Krist- nesi, sonur Jónasar heitins & Hrafnagili, er löngu kunnur af skáldskap sínum, aðallega smá- sögunum, sem birzt hafa í tíma- ritum vomm. „Staksteinar" er fyrsta stóra skáldsagan, sem kem- ur frá hans hendi og má segja, að ekki sé illa af stað farið. Að visu er sagan ekki efnismikil eða mögnuð sterkum og áhrifamikl- um lýsingum og atburðum, en heild hennar er svo feld og yfir- lætislaus, að hún skilur eftir glöggar myndir í huganum, myndir, sem lengi munu vara. „Hreppaflutningur" er fyrir- sögnin á fyrsta kafla sögunnarK og áður en byrjað er að lesa hana finst manni, að hér hljóti að vera á ferðinni saga, er lýsi hreppaflutningum og viðskiftum öreiga og yfirvalda. En svo er ékki. Að vísu er sagt frá hjónum,, sem komið er með til sýslu- manns; á að flytja þau austur á land; en þau staðnæmast hjá yf- irvaldinu, og sýslumaðurinn ger- ist velgerðamaður þeirra. Hann byggir þeim „Nausíið", sjóbúðar- ræfil, þar sem eldstóin er við fótagaflinn á rúminu og moldar- gólfið er um hálft hreysið. Þarna. hafast „sveitarómagamir“ við, berjast við örbirgð síina. Þau eiga litinn son, augasteininn, og , móðirin, skapstór alþýðukona, sem á ilt með að þola hrakn- inga og kúgun, hreiÖrar um bamið sitt í fátæklegum ræflun- um í hreysinu, sem sýslumalð- urinn gaf af ríkdómi náðar sinn- ar. — Augu hennar eru oft þrút- in og rauð, herkjudrættirnir verða dýpri í kringum munninn, en mildin við sína vex um leið og hún fjarlægist nábúana. Lýsing- ar höfundar em góðar svo langt sem þær ná. En það er auðfund- ið, að hér ér á ferðinni höfund- ur, sem er gersamlega ósnortinn af þeim hreyfingum, sem nú her- taka þjóðimar og allar bókment-- ir þeirra. Hann virðist líta á líf öreiganna sem eðlilegt og óhjá- kvæmilegt. Að. vísu kennir við- kvæmni við og við, en í henni er enginn stórhugur, sem verða mætti til þéss að rétta úr baki alþýðumannsins og kenna hon- um að gera kröfur. Sagan, endar á þvi, að sonur öreiganna verðui isæmdarbóndi í sinni sveit, loðinn um lófana og fjárglöggur. Hann tekur fram hjá konu sinni og; fær fyrfrgefningu. —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.