Morgunblaðið - 01.03.1975, Blaðsíða 30
fÉlAGSH IMIUO FES
Cilndovtk
Árlegar endurbætur
útlitið er alltaf eins
Honum hefir aldrei verið breytt til þess eins að „breyta til", en hann er árlega endurbættur og nú höfum
við fengið árgerð 1975 af gamla góða Volkswagen bilnum Þér getið treyst honum —Varahlutir - Þjónusta.
HEKLAhf ©
Laugavegi 170—172 — Sími 21240
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1975
Létt hjá stúdentum
Hentugasti dýptarmælirinn fyrir
10—40 tonna báta, 8 skalar
niður á 720 m dýpi, skiptanleg
botnlina, er greinir fisk frá botni.
Dýpislína og venjuleg botnlína,
kasetta með 6" þurrpappír, sem
má tvínota.
SIMRAD
Bræðraborgarstig 1,
s. 14135 — 14340.
Ef að líkum lætur ætla Víking-
ar sér ekkert minna en bæði stig-
in í viðureigninni við ÍR í dag,
enda mætti fyrr vera ef toppliðið í
deildinni færi ekki létt með það
sem situr á botninum. Fyrri leik
liðanna lauk með sigri Víkings
24—20, en síðan hafa Víkingar
verið stöðugt að sækja í sig
veðrið. Á hitt ber hins vegar að
FH-ingar
Aðalfundur handknattleiks-
deildar FH verður haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu í Hafnarfirði 6.
marz n.k.
A miðvikudagskvöld léku ÍS og
UMFB í tslandsmótinu í blaki.
Tungnamenn voru auðveld bráð
fyrir hið sterka lið IS sem hefur
verið á toppnum í allan vetur og
ekkert lið ógnað því. IS vann létt
þrjár hrinur og fékk samanlagt á
sig 14 stig. Stúdentar komust í
14—0 í fyrstu hrinu og var upp-
spil Helga og Ilalldórs Torfasonar
mjög gott og vel nýtt af Indriða
og Friðrik. Tungnamenn skortir
enn mikið á í tækni og tekst ekki
að byggja upp sterka sókn og
sömuleiðis er mjög illa sett undir
þegar skellt er. Aftur var það
viðburður ef Stúdentar misstu
bolta f gólf úr hávörn UMFB.
Fyrsta hrina endaði 15—2 en í
annarri héldu Tungnamenn í við
IS upp í 7—7 en Júlíus Kristins-
son átti góðar uppgjafir fyrir ÍS
sem gáfu stig og sigurinn var
þeirra 15—8. Eini maðurinn sem
sýndi lit hjá UMFB var Tómas
Jónsson en ónákvæmt uppspil á
hann sem og aðra skellara UMFB
olli því að sóknin datt niður.
Þriðja hrinan fór á sömu leið og
endaði 15—4. Sem fyrr segir hafa
IS verið með áberandi bezta liðið í
vetur og eru þeir nú á förum til
Danmerkur þar sem þeir taka
þátt í blakmóti háskólaliða ásamt
8 öðrum liðum frá hinum Norður-
löndunum og verður fróðlegt að
fylgjast með árangri liðsins.
Staðan í mótinu er nú þessi:
ÍS 2 2 0 6—1 97—56 4
UMFL 1 1 0 3—2 71—58 2
Þróttur 1 1 1 5—3 106—87 2
Víkingur 2 1 1 4—3 87—83 2
ÍMA 2 1 1 3—5 90—106 2
UMFB 3 0 3 2—9 100—161 0
Næstu leikir verða á laugardag
þá leika IS og UMFL í Réttar-
holtsskólanum og hefst leikurinn
kl. 16:45. A sunnudag leika ÍMA
og UMFL og verður leikurinn fyr-
ir norðan og hefst 14:00.
Alltaf fjölgar Volkswagen.
ÁRGERÐ 1975
FESTI
FJÖR VERÐUp
FARÐU VINUR
GLEÐUR JÚDjíV
GÓÐMEÐLIMU
MES
GESTI
AS
BEZTI
RINN
IÞROTTAFRETTIRIUORGUIVBTAÐSIIVS
Umboðs- og
heildverzlun
í eigin húsnæði, sem er 3ja herb. íbúð við
miðbæinn til sölu. Eignaskipti æskileg. Upp-
lýsingar í síma 42758.
Ráðast úrslitin um helgina?
Islenzkum handknatt-
leiksmönnum eru engin
grið gefin um þessar
mundir. Heil umferö verð-
Lausn
skipstjorans
ur leikin í 1. deildar
keppninni nú um helgina
og á þriðjudag og miðviku-
dag fara síðan fram iands-
leikir við Tékka í Laugar-
dalshöllinni.
í dag verður leikið í
Laugardalshöllinni. Þar
mætast fyrst ÍR og Víking-
ur og síðar Valur og Fram.
Á morgun verður svo leik-
ið í Ilafnarfirði og mætast
þá FH og Ármann og
Grótta og Haukar.
líta að ÍR-ingar eru nú að berjast i
úrslitaorustunni fyrir lifi sínu í 1.
deildinni, og fyrst þeir sigruðu
FH á dögunum, hvers vegna ættu
þeir ekki að geta strítt Víkingun-
um líka?
I fyrri umferðinni sigraði Fram
Val næsta örugglega 14:11, en
leikir þessara liða hafa jafnan
verið hinir skemmtiiegustu og tví-
sýnustu á undanförnum árum.
Leikur ÍR og Víkings hefst kl.
15.30 og verður dæmdur af Val
Benediktssyni og Magnúsi V.
Péturssyni, og leikur Vals og
Fram hefst kl. 16.45 og hann
dæma Gunnar Gunnarsson og
Sigurður Hannesson.
Leikur FH og Ármanns annað
kvöld í Hafnarfirði verður vafa-
laust mikill baráttuleikur. Ekkert
lið í 1. deildinni hefur komið eins
á óvart í vetur og Armenningar
sem lagt hafa að velli Viking,
Fram og Val og yrði það til að
kóróna feril þeirra ef þeir sigruðu
FH líka. í fyrri umferðinni vann
FH leikinn 20—15, og má ætla að
heimaliðið eigi meiri möguleika í
leiknum annað kvöld sem hefst
kl. 20.15 og verður dæmdur af
Jóni Friðsteinssyni og Kristjáni
Erni Ingibergssyni.
Fyrri leikur Gróttu og Hauka í
mótinu var mjög jafn, en Haukar
unnu þó sigur, 19:16. Sigur í
leiknum á morgun þýddi það fyrir
Gróttu, að 1. deildar sætið væri
endanlega tryggt.
2. deild
Strax að loknum 1. deildar
leikjunum i Höllinni i dag leika
Þróttur og IBK þar i 2. deild. Í
dag leika einnig á Akureyri
heimaliðin tvö, KA og Þór.
1. deild kvenna
Tveir leikir fara fram i 1. deild
kvenna um helgina. Þór og KR
leika á Akureyri kl. 16.45 i dag og
UBK og Vikingur leika í Garða-
hreppi kl. 17.30 á morgun.