Morgunblaðið - 16.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGUST 1975
23
Birta Fróðadóttir
í Dalsgarði - Minning
Fyrstu kynni okkar Birtu i
Dalsgarði standa mér nú svo ljós
fyrir hugskotssjónum um leið og
ég frétti um lát hennar.
Það var rétt eftir stríðið og
fólk var að streyma heim eft-
ir margra ára utlegð. Þar á
meðal var Jóhann Jónsson, ný-
giftur danskri konu, góðum
kvenkosti var okkur sagt. Mér
var boðið heim til tengdafor-
eldra hennar, Sigriðar Pét-
ursdóttur og Jóns Jóhannsson-
ar skipstjóra á Stýrimannastíg
6, til að heilsa uppá þau hjónin og
bjóða Birtu velkomna til Islands.
Hún stóð þarna I borðstofunni há
og reisuleg og svo f ersk á svipinn
í rauð- og hvítröndóttum kjól. Ég
vissi að hún var bæði útlærður
húsgagnasmiður og innan-
hússarkitekt og sumir sögðu að
hún ætti 25 ibúðir í Kaupmanna-
höfn. Hún hafði lika átt heima við
eina finustu götu Evrópu í heilt
ár, i skandinaviska klúbbnum við
via Condotti I Rómaborg. Birta
var ein sjö barna Gerðu og Fróða
Sörensens hagfræðings, sem lika
var landbúnaðarkandídat og
kennari við Landbúnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn, auk þess
sem hann rak umfangsmikla
gróðrarstöð I Lyngby. I for-
eldrahúsum hét hún Birtha
Sörensen, en hér á landi vildi hún
heita Birta og lagði stolt sitt í að
vera Fróðadóttir, föður sínum til
mikillar ánægju, að sagt var.
Ég varð heilluð af þessari
stúlku og öllu i kringum hana.
Aldrei hafði ég séð eins smekk-
lega og fallega ibúð og þá sem
hún var að innrétta þarna á
kvistinum fyrir sig og mann sinn.
Aður en varði, var hún búin að
taka að sér að innrétta framtíðar-
húsið mitt að Gljúfrasteini.
Vikum saman hittumst við nærri
daglega. Við fórum til Karólínu
vefkonu og Birta bjó I hendur
henni áklæði, salúnsábreiður og
gluggatjöld fyrir allt húsið,
teiknaði og valdi húsgögn fyrir
smiðina I Björk, valdi liti á vegg-
ina og útvegaði búshluti. Það var
haldið reisiigildi þar sem við
vorum bara tvær kvenna og áður
en varði var komið fullbúið hús á
hólinn.
Litlu síðar fluttu þau Birta og
Jóhann sjálf uppi Mosfellssveit, í
Reykjahlíð, þar sem Jóhann tók
við forstöðu Garðyrkjubús
Reykjavíkur sem þá var þar, en
setti svo upp sjálfstætt garðyrkju-
bú, Dalsgarð. Börnin urðu 8 svo
starfið og áhugamálin urðu önn-
ur. Enga mömmu þekkti ég sem
kunni betur að halda barna-
afmæli eða jólagleði með alls-
konar föndri, leikjum og góðgæti.
Það var unun að starfa með
Birtu I margskonar samvinnu
fyrir Kvenfélag Lágafellssóknar,
hvort heldur það var að skreyta
jólatré i Hlégarði eða útbúa veit-
ingar handa réttarköllum I Hafra-
vatnsrétt. Þá var hún vön að
söngla dálítið laglaust, og gekk
undan henni einsog vél, en þó
vann hún rólega og fyrirhafnar-
laust og einhvernveginn fallegar
og betur en flestir aðrir. Hún var
lika sú kona sem átti einn kjól
meðan aðrar áttu marga, en alltaf
var hún kvenna best klædd á
mannamótum. Það var hún líka 2
dögum fyrir andlát sitt, þegar
hún var heima hjá mér I smá-
fagnaði, siðfáguð, kurteis og
hjartahlý að vanda, f fallega írska
handofna kjólnum sinum. Þó
klæddi hún sig þá upp af sjúkra-
beði.
Nú verða gönguferðir okkar
Birtu ekki fleiri á Mosfellssveitar-
veginum, en oft var það svo að við
sáumst ekki allt sumarið, en
fórum svo að hittast undir haustið
og áttum þá veginn fyrir okkur á
vetrarmorgnum, í rigningu, snjó
og stundum góðu veðri.
Blessuð sé minning hennar.
Auður Sveinsdóttir,
Gljúfrastcini.
„Mjök erum tregt tungu at
hræra“ ^
Þegar kær vinur deyr skyndi-
lega, er eins og hugurinn lamist,
höggið er svo þungt og snöggt.
Svo kemur söknuðurinn og sorg-
in, einkum við tilhugsunina um
ástvinina, sem fyrir missinum
verða. Smátt og smátt rifjast upp
ótalmargar minningar, að vísu
margar ljúfsárar, en allar bjartar,
og það eru þær, sem búa áfram í
huganum, þegar mesti söknuður-
inn er liðinn hjá.
Birta Fróðadóttir, sem ég vil
minnast hér, lézt að morgni hins
9. ágúst. Hún var úr hópi þeirra
dönsku kvenna, sem hafa fylgt
eiginmanni sínum til Islands og
tekið við það ástfóstri. Hún var
íslenzkari en mörg konan af
Islenzku bergi brotin og kunni til
fulls að meta unað og töfra
ís enzkrar náttúru.
Húsmóðir var Birta frábær og
gestrisin svo að af bar, enda var
bekkurinn oft þétt setinn í Dals-
garði, þar sem hjónin voru sam-
hent um að láta öllum líða vel,
sem að garði bar. Ég minnist
margra ánægjustunda á heimili
þeirra hjóna við fjörugar
samræður og glatt viðmót, en ekki
siður þeirra stunda er við nutum
saman tvær með barnahópnum
okkar beggja. Þar var Birta í ess-
inu sínu. Hún var óþreytandi að
finna verkefni og búa í hendur
barna á öllum aldri og naut sin til
fulls I miðjum hópnum, enda löð
uðust börn og unglingar að henni
alla tíð. Kæmi eitthvert vandamál
upp, var alltaf til ráð til úr-
lausnar, þryti efnivið, mátti alltaf
finna eitthvað, sem kæmi að
gagni i staðinn. Allt var gert með
sama Ijúfa viðmótinu. Það var því
engin furða þó að ekki einungis
börnin, heldur líka nágrannar og
vinir leituðu til Birtu um lausn
eða umræðu um ólíkustu mál, og
var ég ein af þeim. Alltaf kom ég
aftur ríkari af þeim fundi og'efa
ég ekki, að svo hefur verið um
fleiri.
Heimilið var stórt. Þau hjónin
eignuðust 8 mannvænleg börn,
svo að ærinn var starfinn, en hús-
móðirin var óþreytandi í fyrir-
hyggju sinni og umönnun. Samt
gaf hún sér alltaf tima til að taka
þátt I gleði og sorg nágranna og
vina og aðstoða eftir megni, þar
sem þess var þörf. Síðustu árin
var heilsa Birtu mikið tekin að
bila, en allt til þess síðasta duldi
hún aðra þess, hvernig henni leið,
enda kom dauði hennar eins og
reiðarslagyfir alla.
Birta Fróðadóttir fæddist 17.
okt. 1919 á Sjálandi I Danmörku,
en faðir hennar, Frode Sörensen,
átti og rak mikla gróðrarstöð að
Emdruphöj I Lyngby. Birta ólst
þar upp á myndarheimili foreldra
sinna i stórum hópi systkina, sem
ætíð var mjög samrýndur. Hún
stundaði nám I húsgagnasmíði og
lauk sveinsprófi I þeirri grein.
Manni sínum Jóhanni Jónssyni
garðyrkjubónda, kynntist hún á
Emdruphöj, þar sem hann vann
garðyrkjustörf, en þangað sóttu
menn að til náms og starfa víðs-
vegar frá. Þau hjónin fluttust
hingað til Iands strax að stríðinu
loknu og tók Jóhann fljótlega við
rekstri gróðrarstöðvarinnar í
Reykjahlíð í Mosfellssveit. Að
nokkrum árum liðnum stofnuðu
þau sitt eigið býli sem þau nefndu
Dalsgarð. Frumbýlingsárin voru
oft erfið, en með sameiginlegu
átaki heppnaðist hjónunum að
reisa þar myndarlega garðyrkju-
stöð. Nú er skarð fyrir skildi, þar
sem húsmóðirin og móðirin er
fallin frá langt um aldur fram.
Við minnumst hennar öll með
virðingu og þakklæti.
Málfríður Bjarnadóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHVGLl skal vakin á því, að
afmælis- og íninningargieinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og liliðstælí með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
Minning:
Bjarni Kristmunds-
son húsasmíðameistari
Bjarni Kristmundsson lést 8.
ágúst s.I. eftir langa sjúkdóms-
legu og þar með er lokið viðburð-
arrikri ævi. Bjarni fæddist 13.4.
1901 og var hann kenndur við
Goðdal. En við bæinn Goðdal og
Jóhann bónda i Goðdal, bróður
Bjarna, kannast margir eftir hin-
ar hörmulegu náttúruhamfarir
(1948) sem þar urðu vegna snjó-
flóðs, sem gróf bæinn og heimilis-
fólkið og baráttu þess undir snjó-
farginu og endalokin.
Ég minnist þess alltaf hve
Bjarni brást skjótt við þegar hann
frétti um slysið og allt það sem
hann gerði i þvi sambandi til
hjálpar.
Ekki veit ég um ætt Bjarna, en
ef Bjarni hefur verið samnefnari
ættarinnar, þá veit ég að minnsta
kosti að hún hlýtur að hafa verið
samvizkusöm og dugleg.
Þessar fátæklegu línur eru
skrifaðar sem kveðja frá gömlum
svifflugfélögum, en ^ljarni var
einn af máttarstólpum þess félags
svo og Vélflugdeildar Svifflugfél-
ags íslands og fl.
Upphaf kunningsskapar okkar
voru þau, að Bjarni tók herbergi á
leigu í húsi þar sem heima áttu
tveir svifflugfélagar. Þeim fannst
Bjarni vera nokkuð einmana, en
þeir kynntust honum samt fljót-
lega. Bjarni hreifst af áhuga
þeirra á flugmálum, sem varð til
þess að hann fór að starfa með
svifflugfélögunum og gerðist fél-
agi og starfaði af lífi og sál uppfrá
því í mörg ár.
Bjarni var góður smiður, og
þessvegna voru honum falin mörg
vandasöm verkefni eins og t.d. að
gera við brotna vængbita. Okkur
þótti vissara að fela Bjarna það
Sigurbjörn Teitsson
Hvammstanga — Minning
Nú á dögum eiga margir erfitt
með að setja sig í þau spor og
skilja þau viðhorf, sem blöstu við
því fólki, sem var að vaxa upp og
leggja út á lífsbraut sina um sið-
ustu aldamót. Meginhluti nútiðar-
fólks þekkir ekki annað en sívax-
andi tækniþróun, þar sem véla-
orkan i einni eða annarri mynd
hefur leyst handaflið af hólmi.
Upphaf aldarinnar er orðið fortíð,
sern heyrir sögunni til og er svo
fjarri, að flestir eiga erfitt með að
gera sér grein fyrir því, við hvað
fólk þurfti að búa og hvernig það
leysti hin margvislegu verkefni af
hendi.
Sigurbjörn Teitsson tilheyrði
aldamótakynslóðinni. Hann
andaðist 9. ágúst s.l. 88 ára að
aldri. Sigurbjörn var fæddur 26.
júli 1887 að Dalkoti í Hlíðardal á
Vatnsnesi, sonur hjónanna Ingi-
bjargar Árnadóttur og Teits
Halldórssonar, er þar bjuggu.
Hann var fimmta barn af
fimmtán systkinum, sem öll
komust til fullorðins ára.
Foreldrar Sigurbjörns bjuggu
við lítil efni og oft var þröngt I
búi. Þau lögðu því hart að sér til
að vinna fyrir hinum stóra barna-
hópi og þegar börnin komust á
legg beið þeirra vinnan bæði
heima og að heiman til þess að
hjálpa til við að sjá heimilinu
farborða. Og ekki hvað sízt lenti
það á eldri börnunum. Sigurbjörn
fór þvi ekki varhluta af mikilli
vinnu strax og hann gat farið að
snúast heima fyrir og þegar árun-
um fjölgaði var farið að lána hann
til vinnu utan heimilis.
Flest þátímaverk til lands og
sjávar vann Sigurbjörn. Var i
kaupavinnu á sumrin og sótti sjó-
inn bæði heima og á vertíðum
sunnanlands. Svo langt, sem ég
man, vann Sigurbjörn við slátur-
hús Kaupfélags Vestur-
Húnvetninga á haustin og mikið
við smiðar aðra tíma og margt
rekaviðartré sagaði hann um dag-
ana. Aldrei minnist ég þess að
Sigurbjörn hefði ekki alltaf nóg
verkefni framundan, enda var
það hvorttveggja að hann var góð-
ur verkmaður að hverju, sem
hann gekk, ákaflega trúr og vand-
virkur og að hann tók lág laun.
Sigurbjörn var mjög bóngóður
og átti erfitt með að neita
nokkrum manni. Oft var til hans
leitað fyrr á árum til að fara kaup-
staðarferðir og þá einkum að vetr-
arlagi. Var þá ekki um annað að
ræða en fara fótgangandi og bera
verkefni, þvi við vissum að þá
væri óhætt að treysta vængnum.
En það var ekki nóg með að við
eignuðumst góðan og samvizku-
saman félaga, heldur var hann
mörgum okkar sannur velgjörðar-
maður. Fyrir það viljum við einn-
ig þakka. Þá var undirrituðum
vel kunnugt um hve hann lét sér
annt um hag bróðursona sinna, er
misst höfðu svo mikið I snjóflóð-
inu sem minnzt var á hér að ofan.
Bjarni átti sjálfur við erfiðleika
að etja, meðal annars missti hann
annað augað. Og svo varð hann
fyrir þvi slysi við vinnu sina að
falla af vinnupalli, sem reistur
hafði verið í kirkjukór og slasast.
En Bjarni var ekki á því að
gefast upp. Hann var geysiharður
við sjálfan sig. Liklega hefur
hann alizt upp við mikla vinnu og
harða baráttu við óblíða veðráttu.
Enda virtist okkur slæm veður
ekki aftra honum frá að vinna,
þvi hann vildi standa við gefin
loforð á hverju sem gekk. Bjarni
bar þess lika merki, til dæmis
voru hnúar hans krepptir og ann-
ar handleggur máttlitill. En
áfram reyndi Bjarni að vinna þótt
hann þyrfti að lyfta handleggnum
með hinni og láta hana styðjast,
t.d. við vegg, þegar hann þurfti að
negla nagla. Það er ótrúlegt
hverju sterkur vilji fær áorkað.
Við gömlu svifflugfélagarnir
kveðjum Bjarna og þökkum hon-
um samfylgdina og aðstandend-
um hans vottum við samúð okkar.
S.H.O.
varninginn á sjálfum sér. Voru
byrðarnar þá oft æði þungar, þeg-
ar allir pinklarnir voru saman
komnir og vegalengdin, sem fara
þurfti 20 til 30 km. Og oft-valdist
Sigurbjörn til annarra ferða, sem
ekki reyndu síður á karlmennsku
og dug, en það voru ferðir I
lækniserindum og að ná í meðul
fyrir fólk. Var þá haldið sleitu-
laust áfram og ekki spurt um,
hvort var dagur eða nótt, góð færð
eða öfærð og var þá oft tekizt á
við norðlenzk hriðarveður, óbrú-
aðar ár og langar vegalengdir. Og
ekki veit ég til þess að hann hafi
tekið laun fyrir slik störf. Þar lét
hann þakklætið nægja.
Framhald á bls. 17.
— Landhelgis-
brot
Framhald af bls. 24
ir,“ sagði dómsmálaráðherra, „en
það getur alltaf og alls staðar
komið fyrir að menn brjóti lög.“
Er hann var spurður hvort vænta
mætti einhverra sérstakra að-
gerða af hálfu hins opinbera með
tilliti til þess hve mörg slík mál
hafa komið upp að undanförnu,
svaraði hann: „Mál þessara báta
verða auðvitað rannsökuð og þeir
dæmdir, ef sekir reynast. En ég
tel það þá frekar vera sjávarút-
vegsráðuneytisins að gera sér-
stakar ráðstafanir, ef ástæða þyk-
ir til.“
Landhelgisgæzlan stóð á
fimmtudagskvöldið tvo báta frá
Grundarfirði, Kóp SH og Harald
SH, að ólöglegum togveiðum um
1,5 sjómílur innan leyfilegra
marka á Breiðafirði. Voru starfs-
menn gæzlunnar á leið til Reykja-
vikur í lítilli leiguflugvél, er þeir
sáu bátana. Höfu starfsmennirnir
verið að koma frá réttarhöldum i
máli tveggja togbáta frá Grundar-
firði, sem staðnir höfðu verið að
ólöglegum togveiðum langt innan
leyfilegra marka á Breióafirði
fyrir fáum dögum. I það skiptið
hafði þriðji báturinn einnig verið
kallaður til hafnar, grunaður um
ólöglegar veiðar, en við rannsókn
kom í ljós, að hann hafði verið á
dragnótarveiðum i fullum rétti.
Um þetta atriði sagði Pétur Sig-
urðsson forstjóri Landhelgisgæzl-
unnar í samtalinu við Mbl. i gær:
„Það er orðinn svo litill munur á
veiðarfærum I sumum tilvikum,
vart nema nafnið, að það er ó-
gerningur að sjá það úr lofti,
hvaða veiðarfæri er um að ræða,
nema þegar þau hafa verið dregin
inn. Og það getur engin flugvél
beðið eftir þvi að veiðarfærin séu
dregin inn, nema þá helzt þyrla.“
- Réttarhöld i máli
bátanna tveggja, sem teknir voru
á Grundarfirði i fyrrakvöld, gátu
ekki hafizt á Grundarfirði i gær,
þar sem þoka hamlaði flugi land-
helgisgæzlumanna frá Reykjavík.
Mál hinna tveggja bátanna voru
komin til saksóknara og var beðið
ákvörðunar hans i þeim.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Klukkan tíu I gærkvöldi lauk
réttarhölduin i máli skipstjórans
á Surtsey V'E vegna meintra ölög-
legra veiða innan markanna við
D.vrhólaey. Skipstjórinn var sýkn-
aður af öllum kæruatriðuni.