Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 11

Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1975 11 Guðmundur G. Hagalín: Þröskuldur á vegi tilfjárogframa MikiS hefur verið um það rætt og ritað, hve islenzk tunga væri erfiður þröskuldur ð vegi islenzkra skálda og rithöfunda til fjár og frægðar erlend- is. Víst er og um það, að tiltölulega fáir ertendir menn kunna islenzku til nokkurrar hlitar, f öðru lagi ber þess að geta, að margir þeirra, sem vel eru að sér i islenzkri tungu, munu telja sig hafa öðru þarfara að sinna en að þýða islenzk skáldrit, og toks kemur það til, að jafnvel lærðir menn á islenzkt mðl munu ekki allir færir um að þýða þannig gott skáld- rit, að vel sé. hvað þá með ágætum. Einmitt þessu hafa allmargir viljað kenna það, að enginn fslendingur hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, enda er það vissu- lega rétt, að oft hafa aðeins legið fyrir uthlutunarnefndinni lélegar flaustursþýðingar hinna istenzku skáldrita og jafnvel aðeins útdrættir úr þeim. Hins vegar ber svo þess að gæta, að eins og vart þarf við þvi að búast, að Nóbelsverðlaunin berist hingað með tiltölulega stuttu milli- bili, svo muni fslendingum einnig reynast torveld keppnin við höfunda hinna fjögurra milljónaþjóða á Norð- urlöndum. Minnsta kosti mun hún reynast ærið erfið, meðan það blómaskeið ríkir i sænskum bók- menntum, sem auðsætt er af því að úthlutunarnefndin taldi fyrir nokkr- um árum sóma sinum þvi aðeins bjargað, að William Heinesen fengi einungs, hálf verðlaunin, en Svia væri réttur hinn helmingurinn, — og að þvf ógleymdu, að sænska aka- demían sá sér ekki annað fært i fyrra en að skipta Nóbelsverðlaununum milli tveggja félaga sinna. Annars hafa á siðustu áratugum verið þýddar á erlend mál barna og unglingaækur eftir nokkra islenzka höfunda, enda ruddi Hjalti litli Stef- áns Jónssonar brautina. Einnig hafa komið út i norskum og dönskun þýðingum Ijóðabækur eftir nokku islenzk skáld og einnig á sænski Ijóðasöfn, þar sem birt hafa verií sýnishorn af Ijóðum nokkurra höf unda. Ennfremur hafa fimm, se: skáldsagnahöfundar, sem eingöngi rita á islenzku, — auk Nóbelsskálds- ins, — komið út skáldsögum á er- lendum þjóðtungum, en þvi miður munu þeir samt enn þurfa að biða eitthvað eftir frægðinni og þar með þeim fjárfúlgum, sem létti þeim verulega lífs- og ritróðurinn hér heima. Það mun þó fram undan, að úr greiðist um þýðendur og þar með auknar vonir um fé og frama. Ein er sú grein islenzkra bók- mennta, auk beztu Ijóða snjöllustu góðskáldanna, sem mér hefur virzt að sé sambærileg við það snjallasta, sem ég hef fyrr og síðar kynnzt af sama tæi eftir erlenda höfunda. Þessi grein er smásagan, og varð Guðmundur G. Hagalín. mér hugsað til stöðu hennar i is- lenzkum bókmenntum þegar ég las smásögur Jakobs Thorarensens i heildarútgáfunni af ritverkum hans, — og þá um leið til þess safns af Islenzkum smásögum, sem út kom i Vestur-Þýzkalandi i fyrra, og þeirra meinlegu galla, sem á þvi eru, þó að raunar sé það góðra gjalda vert, að þýzkt bókaforlag gefi út stórt bindi islenzkra smásagna. Fyrir nokkrum árum kom út i Austur- Þýzkalandi i umsjá Kristins Andrés- sonar og dr. Búnós Kress bók, sem hafði að flytja úrval smásagna eftir islenzka höfunda. Sögunum er þar raðað eftir aldri höfunda, og er sú fyrsta eftir Jakob Thorarensen, en bókinni lýkur með sögu eftir Ástu Sigurðardóttur. Þá er gerð grein fyrir hverjum höfundi, og auk þess er i bókinni yfirlit yfir þróun íslenzkra bókmennta. Þó að nokkuð gæti þarna nokkuð sérhæfðra sjónarmiða þeirra, sem að bókinni standa. er það minna en ætla mætti og enginn flaustura- eða fávizkubragur á neinu. Sú varð lika raunin, að bókin var endurprentuð og vist er um það að ritlaun voru greidd i peningum, en ekki i þeirra stað gefinn kostur ein- hverra austur-þýzkra afurða. f vestur-þýzku bókinni, sem er stórt rit og vandað að ytra frágangi, er elzta sagan eftir Jón Trausta, en þær yngstu frá seinasta áratug. Þar er sagt frá höfundum sagnanna, og þar er alllöng ritgerð um islenzkar bókmenntir frá upphafi vega. Hvað sem henni liður er auðsætt, að fröm- uður útgáfunnar hefur i greinarkorn- unum um höfundana notið ekki ýkja hlutlausrar leiðsagnar. Hann hefur til dæmis verið látinn lepja upp i einni þeirra kjaftasögu, sem enginn fótur er fyrir, og áberandi er, að sumar eru mjög svo stuttaralegar, en að minnsta kosti i einni svo ná- kvæmlega farið i sakirnar að furðu gegnir, að sleppt skuli vera öðrum Framhald á bls. 12. Verðgildi byggingar hækkar við ísetningu tvöfalds glers frá framleiðanda, sem notar aðeins Therostat þéttiefni, sparar hvergi til við samsetningu glersins, og gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni. Þess vegna borgarðu heldur meira fyrir Cudogler — þú er að fjárfesta til frarhbúðar. "VIÐERUM REYNSLUNNIRÍKARI” SKÚLAGÖTU 26 SlMI 26866 /CUDO-/I IglerhfII Nánari athugun leiöir ýmislegt í ljós Fljótt á litið virðist allt tvöfalt gler vera eins. f dag er aðeins um að rœða fyrsta flokks flotgler á markaðnum. Gler, sem síðan er sett saman á mismunandi hátt með álrömmum, tilheyrandi þéttiefnum og rakavamar- efnum. Afhverju er Cudoglerþá dýrara? — ■ Cudogler h/f. byggir framleiðslu sína á dýrum efnum ____— -------- og vandaðri samsetningu. Cudogler h/f. notar aðeins Therostat þéttiefni, og um það bil helmingi meira af þéttiefni en aðrir. Efnismiklir álrammar með sérstakri skörun tryggja að ryk úr rakavarnarefnum komist ekki milli glerja, en rammarnir eru fylltir tvenns konar rakavarnarefnum, sem hindra móðumyndun. Therostat hefur ótrúlegan sveigjanleika, og meiri viðloðun en önnur sambærileg þéttiefni. ■ Sumir framleiðendur nota stærri og þynnri álramma, sem gefa mun minna rúm fyrir þéttiefni. Aðeins tvær hliðar álrammans eru fylltar rakavarnarefni. Þeir þurfa að verja yfirborð efnisins, til að forðast neikvæð efnaáhrif á samsetningu glersins. Venjuleg gerð álramma býður alltaf heim hættu á ryki úr rakavarnarefnum milli glerja, þar sem rúður eru alltaf á stöðugri hreyfingu. Þeir, sem meta öryggi og vandaða vinnu, vilja fremur borga heldur meira fyrir viðurkennd gæði. Þeir vita, að endurísetning tvöfalds glers er kostnaðarsöm, þó að glerið sé í ábyrgð framleiðanda, þegar galli kemur fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.