Morgunblaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1975 13 Argentína: Kyrrð komin á í Cordoba Cordoba, Buenos Aires, 21. ágúst. AP? LÖGREGLUMENN með alvæpni gengu um götur f Cordoba, næst- stærstu borg Argentínu, f dag og var að mestu kyrrt f borginni, en þó heyrðust skothvellir við og við. Sjö létust og tuttugu særðust f skotárásum skæruliða á lögreglu- stöðvar f borginni f gær. Allir pólitfskir flokkar f Iandinu hafa fordæmt árásirnar, þ.á.m. flokkar kommúnista og sósfalista. Sprengjur sprungu í borginni á nokkrum stöðum, en alvarleg slys urðu ekki á fólki. Lögreglan var önnum kafin við að eyðileggja sprengjur sem fundust frá því í Ákveðinn hvalakvóti á suðurhveli jarðar Tókíó 21. ágúst AP. JAPAN Sovétríkin, Brazilfa og Suður-Afríka náðu samkomulagi f dag um árlegan hvalakvóta á suðurhveli jarðar. Hafa viðræður þessara þjóða staðið yfir f viku- tfma. Brazilfumenn settu fram kröfur um stærri skerf til sfn f Suðaustur-Atlantshafinu, en þeim var hafnað. Vegna þeirra umræðna sem spruttu af kröfu Brazilíumanna dróst fundurinn verulega, en full- trúar höfðu talið að ljúka mætti honum með samkomulagi átveim- ur dögum. Japanir fá nú að veiða samtals um 4400 hvali, Sovétríkin i>m 3900, Suður-Afrfka rösklega 130 og Brazilíumenn 640 hvali. gær og höfðu ekki sprungið, en þeim hafði verið dreift víða um Cordoba. Maria Estella Peron forseti Argentínu á við ný vandamál að stríða og er hún nú sökuð um að hafa ætlað að láta renna í eigin vasa fjármuni sem eru i eigu mannúðarstofnunar. Stuðnings- menn hennar segja, að um bók- haldsmistök hafi verið að ræða og hafi þau verið leiðrétt. Frú Peron sakar einn fyrrverandi ráðherra sinn, Benitez að nafni, um að hafa komið orðrómi af stað um fjár- drátt, til þess að ná sér niðri á forsetanum eftir að hún lét hann hætta í ráðherraembætti. Þannig vill til að Benitez þessi er einnig lögfræðingur frúarinnar og telja fréttaskýrendur ljóst að ekki séu öll kurl komin tíl grafar í þessu máli. Ollu mistök flugslysinu? Damaskus, 21. ágúst. AP, Reuter. YFIRMAÐUR flugmála I Sýr- landi sagði í dag, að mistök íl’ty stjórans í tékknesku flugvéhiiiti. sem fórst þar í landi í gær, heíðu valdið slysinu. Sagði hann, Ti allar ytri aðstæður hefðu vtn: eins og bezt varð á kosið og fi\ maðurinn hefði ekki minnzi a nein tæknileg vandamál í viðra. 3 um sínum við starfsmenn I flu; turninum á Damaskus-flugveili en þar átti vélin að lenda. Enn c leitað að „svarta kassanum“ u vélinni en þar ætti að vera u > finna upplýsingar, sem skera ú' um orsakir slyssins. 126 mai.ni fórust með þessari flugvél, flcst þeirra Tékkar. Vélin var á leið fr .i Prag þegar slysið varð. (AP-fréttamynd) PORTtJGAL: — Stuðningsmenn kommúnista lúberja andkommúnista eftir útifund kommúnista í miðhluta Portúgal 16. ágúst sl. Maðurinn hlaut alvarleg meiðsli og svo var um marga fleiri. Tekur við af Carlos Fabiao Goncalves? Lissabon, 21. ágúst. AP. Reuter. MIKIL óvissa ríkti f Portúgal í dag um framtfð stjórnar Vasco Goncalves forsætisráðherra og var orðrómur á kreiki um að hann kynni að segja af sér innan tíðar. Hófsamari herforingjar innan Selja Bandaríkjamenn vopn til Júgóslavíu? Belgrad 20. ág. Reuter. JUGÓSLAVIA endurnýjaði f dag beiðni um bandarísk vopn, að þvf er áreiðanlegar heimildir úr röð- um fulltrúadeildarþingmanna hermdu. Málið var rætt á fundi bandarfskra þingmanna, sem eru í heimsókn í Júgóslavfu, og Milos Minic, utanríkisráðherra Júgó- slavíu, og fleiri ráðamanna. Bandaríkjamenn hafa ekki selt Júgóslövum vopn af neinu tagi árum saman, en nú er talið að Júgóslavar leiti eftir ýmiss konar rafeindabúnaði og ákveðnum eld- Framhald á bls. 27 samtaka hersins eru sagðir undir- búa brottför Goncalves úr emb- ætti. Talsmaður forsetans, Costa Gomes, en hann hefur vald til að skipa nýjan forsætisráðherra, sagði f dag, að tilkynningar væri brátt að vænta frá skrifstofu for- setans. Talsmaðurinn vildi hvorki staðfesta né neita fregnum um að hófsamir herforingjar undir for- ystu Melo Antunes, fyrrum utan- ríkisráðherra, hefðu hótað þvf að gera nýja byltingu í landinu ef Goncalves yrði ekki vikið frá. Á skrifstofu Goncalves var látið í það skína að hann mundi ekki segja af sér fyrr en í fulla hnef- ana. í Lissabon veltu menn vöng- um yfir hver yrði eftirmaður Gon- calves, fari svo að hann segi af sér. Var af flestum talið líklegast að Carlos Fabiao, 45 ára gamall yfirhershöfðingi, yrði fyrir valinu og er talið að hófsamir herfor- ingjar geti fallizt á hann. Sömu- leiðis er talið að þeir Costa Gomes og Carvalho, yfirmaður öryggis- sveitanna Copcon, geti sætt sig við Fabiao. Cunhal, leiðtogi portúgalska Kommúnistaflokksins, fýsti því yfir í gærkvöldi, að flokkur hans gæti sætt sig við að skipt yrði um stjórnarforystu, en Cunhal hefur fram til þessa verið ákafur stuðn- ingsmaður stjórnar Goncalves. Enn skotið á saklau^ fólk á Norður-írlanci Belfast, 21. ágúst. AP. MORÐSVEITIR gerðu f -s; tvær árásir á vegfareii! ar f Belfast og létust tveir irie .n aft völdum þeirra en einn sir.. ð- ist. Ungur kaþólskur mað sr var skotinn til bana á leið ,d vinnu sinnar f morgun og þreí.-ar stundum sfðar var mótmælei’ :a- trúarmaður skotinn á benzfn;' >ð stutt frá Belfast. Alls hafa 1379 beðið bana á Norður-trlandi I. sex ár vegna deilna káþólikka g mótmælendatrúarmanna «m framtið landshlutans. Sprengjum var varpað á nokAr- um stöðum á miðvikudagsk\Tid og hlutu nokkrir meiðsli. Þessar siðustu ofbeldisaðgc, j«r koma í kjölfar þess að viðr;?f ar milli fulltrúa trúflokksnna tveggja fóru út um þúfur sl. mið- vikudag. ■ M 1 Verður „þorskastríð” á Suður-Atlantshafi SUÐUR-AFRlKU er mikill vandi á höndum í fiskveiðimálum að sögn brezka blaðsins Financial Times. Ot veiði er mikil á auðug- um fiskimiðum við strendur landsins. Samkomulag hefur tekizt um takmarkanir á möskvastærð og eftirlit með því að það sé virt. Næsta skrefið verður líklega kvóta- kerfi en þá óttast Suður-Afríkumenn að fá of lítið í sinn hlut. Þvi hefur komið til tals að færa landhelgi Suður-Afrfku út f 200 mílur þótt líklega verði bið á því. Fjórtán þjóðir veiða til samans rúm'.ega þrjár milljónir lesta á miðum Suður- Afríkumanna á Suð- austur-Atl antshaf i sem eru talin sjöttu í röð 19 mikilvægustu fiskimiða heimsins. Þar af veiða þeir sjálf- ir 1.3 milljónir lesta en megnið af því innan tólfmílna marka og aðeins 10% kol- munnaaflans, sem er 1 milljón lesta á ári og þeir sátu einir að fyrir fimmtán árum. Afli Rússa hefur hins vegar áukizt úr 82.000 lestum 1965 í rúmlega 700.000 lestir en afli Spánverja er 200.000 lestir og hefur lftið breytzt. Nú hafa Suður- Afrikumenn komið sér upp einhverjum nýtízkufegasta togara- flota heims búnum fullkomnustu tækjum en geta ekki aukið afla sinn vegna aukinna veiða útlendinga. Þó hefur dregið úr hættu á ofveiði vegna samn- ingsins um takmark- anir á möskvastærð sem var gerður fyrir tilstilli Suðaustur- Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar (ICSEAF) en að henni standa auk Suður-Afríku: Rúss- land, Spánn, Japan, Belgía, Frakkland, Austur-Þýzkaland, Kúba, Portúgal, Búlg- aría og Pólland. Ef kvótakerfi verð- ur komið á verður það líklega byggt á afla- skiptingunni hingað til og Rússar munu áreiðanlega beita sér fyrir því að slíkt kerfi verði tekið upp með stuðningi annarra kommúnistaríkja. Vandi Suður-Afríku er í því fólginn að stuðningur ICSAEF er nauðsynlegur til að afstýra rányrkju en ef svo fer að kvótakerfi verður samþykkt munu aðrar þjóðir gera kröfu til „hefð- bundinna veiðirétt- inda“ ef landhelgin verður færð út í 200 milur. Suður-Afríkumenn hafa tekið aðild sina að Sameinuðu þjóðun- um til endurskoðunar og hættu því við þátt- töku sína á hafréttar- ráðstefnunni, en senda ugglaust full- trúa til hennar þegar hún hefst að nýju í New York i apríl ef þeir verða áfram f SÞ. Von þeirra er sú að sem flest ríki færi út landhelgina i 200 mílur svo þeir geti farið að dæmi þeirra en afstaða þeirra er sú að bíða átekta þar til málin skýrast. Ef landhelgin verð- ur færð út áður en kvótakerfi kemst á sitja Suður-Afríku- menn einir að 355.000 lestum af kol- munna sem veiðist á Öraníufljótsmiðum og Agulhasbanka á Suð- austur-Atlantshafi. Erlendar þjóðir verða að fá undanþágur ef þær vilja halda áfram veiðum á þessum miðum, samkvæmt sérstökum leyfum eða samningum. En ólfk- legt er talið að Suður- Afrika færi út land- helgina í 200 mílur meðan framtíð Nami- biu (Suðvestur- Afríku) er óútkljáð þvi ókleift væri að halda uppi eftirliti á umræddum miðum án þess að Namibia færði lika landhelgi sína út í 200 mílur. • • •** •: litmyndir yöar á 3 dögum Umboösmenn um land allt |a| m 1 ÍT1!1 FH m Wm íf jPaj - ávallt feti framar. Hans Petersen Bankastræti — Glæsibæ S 20313 S 82590 m 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.