Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 14

Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1975 ðttiMftMfr hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar ð undanförnu hafa spunnizt nokkrar um- æóur vegna þeirra 'kvæða sem gilda um bif- r<‘iðakaup ráðherra og \ankastjóra ríkisbank- nna. Þau ákvæði eru í sluttu máli á þann veg, að r iðherra á tveggja kosta vól. Annar er sá, að ríkið ’ *ggi honum til bifreið til inota í embættisþágu ein- /örðungu og greiði að sjálf- ,Jgðu kostnað við rekstur hennar, en hinn, sem flest- i ráðherrar munu hafa tekið, frá því að nýjar regl- ur voru settar um þessi efni, þ.e. að ráðherra kaupi lollfrjálsa bifreið á þriggja ára fresti, sem er í eigu hans sjálfs en ríkið greiðir rekstrarkostnað bifreiðar- innar meðan hann gegnir embætti. Til kaupa á slíkri hifreið getur ráðherra við íyrstu kaup fengið 350 þúsund að láni til tíu ára með 5% vöxtum og fær hann slíkt lán aðeins í það eina sinn. Þá hefur einnig komið fram, að maður sem gegnt hefur ráðherra- embætti, hefur heimild til að kaupa tollfrjálsa bifreið innan tólf mánaða eftir að hann lætur af embætti, hafi hann gegnt embætti í 3 ár eða lengur. Sömu regl- ur munu gilda um bifreiða- kaup bankastjóra ríkis- bankanna að öðru leyti en því, að í þeirra tilvikum greiða bankarnir tollinn af bifreiðunum. Lagabreytingar, sem þessar reglur byggjast á voru gerðar á árinu 1970, er viðamiklar breytingar voru gerðar á bifreiðamál- um ráðherra og forstöðu- manna ríkisstofnana og hefur því fengizt nokkur reynsla af þessari skipan mála í samanburði við hina fyrri er ríkið lagði ráðherr- um til bifreiðar meðan þeir gegndu embætti, en þá fengu þeir að kaupa toll- frjálsa bifreið er þeir létu af embætti. Þegar þessar reglur voru settar, hafði það sætt töluverðri gagn- rýni um nokkurt skeið, að bifreiðamál ríkisins væru ekki í nægilega föstum skorðum. Forstöðumenn ýmissa ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana nutu þeirra hlunninda, að þessar stofn- anir eða fyrirtæki lögðu þeim til bifreiðar, sem þeir notuðu bæði í starfsins þágu og til einkanota og engin ákvæði voru til um það þá, hversu dýrar bif- reiðar þeir hefðu heimild til að kaupa jafnframt því sem augljóst mátti vera, að það hlaut að sæta umtali, ef slíkar bifreiðar væru notaðar í einkaþágu. Þannig leikur enginn vafi á því, að þeim sem að þessari breytingu stóðu, gekk gott eitt til og ætlunin var að koma fram breyting- um á bifreiðamálum hins opinbera til betri vegar. Þau rök má að sjálfsögðu færa fram fyrir þeim regl- um sem gilda um bifreiða- kaup ráðherra og banka- stjóra, að eðlilegt geti tal- izt, að menn sem gegna slíkum embættum hafi yfir að ráða sæmilega stæðileg- um bifreiðum. Ennfremur hefur vafalaust verið litið svo á, að hér væri um ein- hverskonar launauppbót að ræða, þar eð föst laun þeirra manna er gegna þessum ábyrgðarmiklu störfum væru ekki óhóf- lega há. En að fenginni reynslu hlýtur niðurstaðan að verða sú, að þrátt fyrir allt hafi hin fyrri skipan mælzt betur fyrir. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að það er með öllu óeðlilegt, að örfáir einstaklingar í þjóð- félagi okkar, jafnvel þótt um sé að ræða menn sem gegna miklum ábyrgðar- stöðum, njóti þessara for- réttinda. Slík forréttindi hafa ef til vill einhvern- tíma þótt sjálfsögð eða ekki ámælisverð, en tíðarand- inn er breyttur og það stríðir gegn réttlætisvit- und almennings að örfáir menn sitji við annað borð en sauðsvartur almúginn í sambandi við bifreiðakaup. Jafnvel þótt hægt væri að færa einhver rök fyrir þessu fyrirkomulagi er ómögulegt að koma auga á þau, þegar um er að ræða rétt fyrrverandi ráðherra í tólf mánuði eftir að hann lætur af embætti til þess að kaupa tollfrjálsa bifreið. Ef þessi ákvæði eru fyrst og fremst hugsuð sem kjarabót, mætti ef til vill segja, að þessi réttur ætti að gilda í sex mánuði eftir að ráðherrastörfum lýkur, en það tímabil fá fyrrver- andi ráðherrar, sem kunn- ugt er, greidd svonefnd biðlaun. Að fenginni reynslu væri því æskilegt, að ríkisstjórn og Alþingi taki þessi mál upp til endurskoðunar og að þau forréttindi fárra sem nú eru við lýði í þess- um efnum verði afnumin, en að það fyrirkomulag verði látið gilda, að ríkið leggi ráðherrum til bif- reiðar og bankarnir banka- stjórum, enda þótt ljóst sé, að því fylgi nokkuð aukinn kostnaður fyrir ríkissjóð og bankana. Bifreiðakaup ráðherra og bankastjóra Þráinn Eggertsson: Strik í reikninginn Et ökonomiskt eventyr- land. Dagana 14. til 16, ágúst héldu norrænir hagfræðingar 22. þing sitt í Reykjavík, en þeir höfðu Shingað til aldrei setið á rökstól- um í þessu mikla ökonomiska ævintýralandi. Á ráðstefnunni var rætt um náttúruauðlindir og málið skoðað af fjolmörgum sjónarhólum hagfræðingsins. Sem vænta mátti koma afskap- lega margt athyglisvert fram í erindum og umræðum. í þess- um stutta pisli verður lagt út af svari tveggja prófessora við spurningunni miklu, hvort þverrandi náttúruauðlindir muni senn leiða til stöðnunar í efnahagslifinu eða jafnvel til versnandi lífskjara. Prófessor- anrir voru þeir Mogens Boser- up frá Danmörku, sem ræddi um Udtömmelige naturresour- cer og Karl G. Jungenfelt frá Svíþjóð, sem nefndi erindi sitt Substitutionsprocesserna. 1 þessum erindum var hins vegar ekki fjallað um mengunar- og umhverfisvandamál eða nýt- ingu fiskimiða, þegar enginn einn aðili hefur ráðstöfunarrétt yfir miðunum. Þess skal getið, að erindi, sem flutt voru á ráð- stefnunni, ásamt athugasemd- um, sem fram komu, verða síð- ar birt í sérstöku hefti Fjár- málatíðinda, tímariti Seðla- banka íslands. Hin dapurlegu vfsindi? Feður hagfræðinnar hneigð- usf flestir til óskaplegrar svart- sýni, þegar þeir hugleiddu framtíðarkjör mannkyns, en mest hefur þéssi hugdepra sennilega verið hjá séra Tómasi Malthus (1766—1834). Malthus áleit, að í allri framtíð mundi Auðlindaþurrð? mannfólkið lifa á mörkum nauðþurfta og hungurdauða, nema því tækist að hafa hemil á mannfjölguninni, en það taldi presturinn og prófessorinn ó- líklegt. Á þessum tima varð til aukaefnið endingargóða, þegar rithöfundurinn Carlyle I einum ritlinga sinna auknefndi hag- fræðinga: hæstvirta prófessora hinna dapurlegu vísinda. Og skyldi engan undra. Niðurstöð- ur vísindanna voru dapurlegar vegna þess, að náttúruauðlindir settu fólksfjölgun og hagvexti strangar skorður, en talið var, að senn yrði skortur á frjósömu landbúnaðarlandi, og námur munu tæmast. Þessum blöðum hagfræðisög- unnar er flett vegna þess, að nú tæpum- 200 árum síðar hefur mönnum aftur slegið fyrir brjóst á líkan máta, og þeir kvíða framtíðinni. Margir kann- ast við heimsendaspána miklu, Endimörk vaxtarins (Limits to Growth), sem Menningarsjóður gaf út, og árið 1972 sendu 33 náttúruvísindamenn og einn hagfræðingur frá sér teikningu af örkinni hans Nóa, Blueprint for Survival. Hver hefur ekki nýlega rekið augun í skrif af þessu tagi? Hins vegar er öllum etv. ekki ljóst, að ýmsir nátt- úruvísindamenn, svo sem líf- fræðingar og verkfræðingar eru nú merkisberar hinna dap- urlegu viðhorfa, en hagfræð- ingar líta sennilega bjartari augum til framtiðarinnar eh nokkru sinni áður. Heimsmynd heimsend- anna. Hugmyndum heimsenda- manna okkar daga svipar um margt til kenninga gömlu hag- fræðinganna, en í stuttu máli eru þær þessar. Á jörðu er að finna ákveðinn forða af nátt- úruauðæfum af ýmsu tagi, til að mynda málmum, kolum og olíu, sem endanlega munu gagna til þurrðar. Við fram- leiðslu neysluvara þarf ákveðið magn af þessum hráefnum og þess vegna stöðvast öll fram- leiðsla þegar hráefnabirgðir heims eru uppurnar. Sú skylda hvílir þvi á okkur, ef við berum hag komandi kynslóða fyrir brjósti, að skerða lifskjörin og draga úr neyslu. Á þann veg einan getum við sparað nátt- úruauðlindir, sem senn eru á þrotum, og skilið nokkuð eftir handa þeim, sem síðar koma. Á þessá heimsmynd ráðast hagfræðingar úr tveimur átt- um. Annars vegar gera þeir lít- ið úr hugtökunum auðlinda- forði og auðlindaþurrð og halda því fram, að stjórnendur efna- hagsmála geti ekkert á þeim byggt. Hins vegar vekja þeir athygli á aðlögunarhæfni fram- leiðslustarfseminnar. I rök- semdafærslunni allri gegna tækniframfarir ekki " minna Þráinn Eggertsson hlutverki en hjá nöktu kon- unni, sem neyðin kenndi að spinna. Auðlindaþurrð Hvers vegna álita margir hag- fræðingar, að fánýtt sé að tala t.d. um koparforða jarðar og nota það hugtak við stefnu- mörkun í efnahagsmálum? Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hér er ekki um fast magn að ræða, heldur er það sibreytilegt og stærðargráðan nátengd gangi efnahagsmála. Þessa staðhæfingu má skýra betur með því að rekja atburðarásina, sem væntanlega mundi leiða af stóraukinni eftirspurn eftir kopari, svo að sama dæmið sé notað. 1 fyrsta lagi mundi kop- arverð hækka, en það yrði mönnum hvatning til að hefja kostnaðarsama leit að nýjum koparbirgðum í jörðu. Yfirleitt hefur slík leit borið árangur, eins og sjá má af því, að undan- farna áratugi virðist jafnan hafa verið talið, að forði ýmissa nytjaefna í jörðu mundi aðeins nægja til að mæta þörfum næstu 20—40 ára. Þessar áætl- anir virðast lítið breýtast þótt tímar líði og framleiðsla stór- aukist, og er því svo að sjá sem stjórnvöld og námustjórar hirði ekki um að skyggnast lengra fram i timann en 20—40 ár. En jafnvel þó að nýjar birgðir fyndust ekki, mundi mikil hækkun koparverðs fljótlega hafa þær afleiðingar, að nýtr.i- Iegur koparforði yrði taiinn meiri en áður. Á þessu eru tvær skýringar. Annars vegar svarar nú kostnaði að vinna kopar við erfiðari aðstæður en áður, en hins vegar er aukinn fram- leiðslukostnaður og hærra verð hvatning til að bæta tækni við námagröft og vinnslu málms-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.