Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 26

Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1975 Flókinn málarekstur ef IA verður kært vegna Harðar? AÐ VONUM varð mörgum tfðrætt um fréttir þær er birtust f gær, að einn af leikmönnum Akranesliðs- ins, Hörður Helgason, mark- vörður, myndi hafa verið ólög- legur með liði sínu f þremur sfð- ustu Ieikjum, og svo kynni að fara, að Akurnesingar fengju á sig kærur frá lBV, FH og Fram og væri þar með sennilega úr leik bæði f bikarkeppni KSl og 1. deildar keppni Islandsmótsins að þessu sinni. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Alfreð Þorsteinsson for- mann Fram, sem sagði að Framarar hefðu enn ekki tekið neina ákvörðun um hvort leikur Fram og IA yrði kærður. — Fram- dagurinn er á sunnudaginn, og við leggjum alla áherzlu á að undirbúa hann sem bezt þessa dagana, sagði Alfreð, — þetta verður stór stund hjá félaginu, þegar við m.a. sýnum félags- heimili okkar. Það er fyrst og fremst af þessum áslæðum sem ekki hefur verið fjallað um hvort leikurinn verður kærður, en strax eftir helgi munum við taka ákvörðun um það. I gær var einnig haft samband við Hermann Jónsson, formann Knattspyrnuráðs Vestmannaeyja, og sagði hann, að Eyjamenn ætluðu sér að halda fund um málið þá um kvöldið, þar sem ákvörðun um kæru yrði tekin. Sem kunnugt er þá er kærufrest- ur í málum sem þessu 14 dagar, og því skammur tími til stefnu hjá IBV. Fari svo, að Akurnesingar verði kærðir, liggur fyrir að þarna er um mjög flókið mál að ræða, og engan veginn víst hver niður- staðan verður. Hörður tilkynnti félagaskipti yfir i Fram i árs- byrjun 1974, og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi KSl 10. janúar það ár. Nú segir eftir- farandi um hlutgengi leikmanna í reglugerð KSl um knattspyrnu- mót: „Liðgengir til þátttöku í knatt- spyrnumótum eru áhugamenn, sem verið hafa félagar í því félagi sem þeir keppa með f minnst 1 mánuð áður en kappleikur fer lram. Ef leikmaður kýs að skipta um félag er hann hlutgengur með hinu nýja félagi einum mánuði eftir að tilkynning um félaga- skiptin hefur verið móttekin og samþykkt." Nú er hvergi neitt að finna í reglugerð KSl sem bannar mönnum að vera f fleiri en einu félagi og þess jafnvel mörg dæmi að leikmenn í einu félagi séu í öðru félagi jafnframt. Hörður Helgason lék aldrei með Framlið- inu eftir að hann tilkynnti félaga- skiptin og hefur eftir því ekki brotið það ákvæði reglugerðar- innar þar sem segir að „hafi leik- maður leikið með öðru félagi á BREIÐABLIK og Þróttur leiða saman hesta sína f 2. deildinni f knattspyrnu f kvöld. Fer leikur- inn fram á Fffuhvammsvelli f Kópavogi og hefst klukkan 19.30. Er hér um úrslitaleikinn í 2. deild að ræða. Hafa Blikarnir hlotið 22 stig, en Þróttarar hafa fram að þessu nælt f 21 stig. Er útséð um að annað lið úr 2. deild komi til með að hljóta sigurlaun- almanaksárinu, skuli lfða minnst tveir mánuðir frá móttöku á samþykkt tilkynningar um félaga- skipti, þar til hann telst hlut- gengur með hinu nýja félagi“. Þá er og f reglum KSl ákvæði um að leikmaður skuli skila vott- orði frá fyrra félagi sínu um að hann sé skuldlaus við það, er hann gengur í annað félag, en Framhald á bls. 27 in í 2. deild, en lengi vel veittu Ármenningar og Selfyssingar toppliðunum tveimur harða keppni. Fyrri leik Þróttar og Breiða- bliks lauk með 3:1 sigri Þróttar og fór sá leikur fram á heimavelli Þróttara við Sæviðarsund. I kvöld njóta Blikarnir hins vegar heima- vallarins og nægir þeim jafntefli i leiknum, svo framarlega, sem Hinrik Þórhallsson er markhæstur I 2. deild, spurningin er hvort honum tekst að skora gegn Þrótti I kvöld. þeir þá vinna síðasta leik sinn í deildinni, sem er gegn Selfossi. Leikmenn Breiðabliks hafa talsverða reynslu og ekki er langt síðan þeir léku tvö sumur i 1. deildinni. Má í liði Breiðabliks nefna leikmenn eins og Einar Þórhallsson og Þór Hreiðarsson, en þeir hafa báðir mikla reynslu að baki. Er Þór einn markhæsti leikmaður 2. deildar f ár, en meðal þeirra sem þó ,eru fyrir ofan hann á markaskoraralistan- um má nefna félaga hans úr Breiðabliki, Hinrik Þórhallsson og Ólaf Friðriksson. Lið Þróttar er sennilega eitt yngsta liðið sem f sumar keppir í deildunum þremur. Átta leik- menn úr 2. flokki hafa verið meðal fastamanna liðsins í sumar. Þar er sennilega fremstur í flokki Þorvaldur I. Þorvaldsson, sem vakið hefur mikla athygli f sumar, laginn leikmaður og drjúgur við að skora. Jón Þorbjörnsson er enginn viðvaningur í markinu og ekki má gleyma „gamla“ mannin- um Halldóri Bragasyni, sem alltaf stendur fyrir sínu. Víkingur íslandsmeistari fyrir grófan leik, en leikurinn sjálfur var ekki ýkja harður en nokkuð skemmtilegur fyrir áhorfendur. Mörk Víkings: Páll 5 ( 4 v), Jón S. 3, Ólafur J. 3, Magnús 3, Skarphéðinn 2 og Stefán eitt. Mörk Fram: Hannes 5, Pálmi 4 (1 v), Arnar 2, Árni 2 og Guðmundur eitt mark. I aukaleik um 3. sæti sigraði Valur lið Hauka 21:13 (10:5). — SS. VIKINGUR sigraði Fram 17:14 í úrslitaleik Islandsmótsins utanhúss f handknattleik sem fram fór við Mýrarhúsaskóla f gærkvöldi. Þar með hefur Vík- ingur unnið tvöfalt í ár, cn fiðið varð sem kunnugt er einnig Is- landsmeistari innanhúss í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem Víkingur sigrar í utan- hússmótinu. Framarar voru mun ákveðnari í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi og höfðu verðskuld- aða forystu að honum loknum 9:6. 1 byrjun seinni hálfleiks juku þeir enn forskotið og kom- ust í 12:7 þegar 5 mfnútur voru búnar af s.h. En þá urðu þátta- skil í leiknum, allt hljóp í bak- lás hjá Fram á sama tíma og Víkingar sóttu í sig veðrið. Skoraði Fram ekki mark í heilar 20 mínútur'en Víkingur 7 og komst í 14:12. Þar með voru úrslitin ráðin, því Fram- arar fundu ekki ráð við stórleik Rósmundar í marki Víkings. 5 Ieikmönnum var vikið af velli HAHIZHM1. DEIIMRSKTI í KÓPAVOGINUM í KVÖLD r Urslitabaráttan byrjar í kvöld í þriðju deild Urslitakeppnin í þriðju deild hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir byrja klukkan 19. Leikið verður í tveimur riðlum, síðan munu sigurliðin í riðlunum leika sín á milli um efsta sætið f deild- inni og flyzt sigurliðið beint upp í 2. deild. Liðin sem hafna í 2. og 3. sæti leika hins vegar við Víking frá Ólafsvík, sem er f neðsta sæti 2. deildar, um 2 önnur sæti í 2. deild. Leikir úrslitakeppninnar fara fram sem hér segir: Föstudagur 22. ágúst klukkan 19.00 Melavöllur: Stjarnan — Fylkir Kaplakriki: Einherji — KA Árbæjarvöllur: Þór — iBl Laugardagur 23. ágúst: Kaplakriki kl. 14: Fylkir — KA Kaplakriki kl. 16: Þróttur N — IBI Arbæjarvöllur kl. 14: Stjarnan — Einherji Sunnudagur 24. ágúst: Melavöllur kl. 17: KA — Stjarnan Melavöllur kl. 19: Þróttur N — Þór Kaplakriki kl. 17: Einherji — Fylkir Mánudagur 25. ágúst: Melavöllur kl. 19: Leikur um 1. og 2. sætið Árbæjarvöllur kl. 19: Leikur um 3. og 4. sætið. * Valeri Borsov og Mennea eftir 100 metra hlaupið f Nice. 1 því sigraði Borsov, en Mennea vann hins vegar 200 metra hlaupið. Tvöfaldur a-þýzkur sigur Aðstöðuleysi hjá Snæfelli — Við höfum orðið fyrir miklu áfalli, sagði Einar Sigfússon þjálfari Snæfells þegar við ræddum við hann fyrir helgina. — Við erum búnir að missa salinn sem við höfum æft f, og höfum nú ekki f önnur hús að venda en litla leikfimissalinn hér við skólann en hann er allt of lítill til þess að hægt sé að æfa f honum körfuknattleik af einhverju viti. — Verða einhverjar breytingar á liðinu hjá ykkur? — Það er möguleiki á þvf að Eiríkur Jónsson verði f Borgarnesi í vetur og leiki þar, en að öðru leyti er ekki um neinar breytingar að ræða og við ætlum okkur að halda okkar sæti þrátt fyrir aðstöðuleysið. — Hafið þið í hyggju að færa heimaleiki ykkar frá Njarðvfk? — Við höfum farið þess á leit við Akurnesinga að leigja okkur fþróttahúsið undir heimaleiki okkar, en það er ekki ákveðið enn hvernig þaðmál fer. ÚRSLITAKEPPNIN f Evrópubik- arkeppni landsliða f frjálsum fþróttum fór fram f Nice í Frakk- landi um helgina, og svo sem vænta mátti unnu Austur- Þjóðverjar þar sigur bæði f kvenna- og karlagreinum. 1 kvennakeppninni höfðu þýzku stúlkurnar mikla yfirburði, hlutu 20 stigum meira en helzti keppi- nauturinn, Sovétríkin, en f karla- keppninni var um mjög jafna og tvfsýna viðureign að ræða allt frá upphafi til enda. Hlutu Þjóðverj- ararnir 112 stig, en Sovétmenn- irnir, sem urðu f öðru sæti, hlutu 109 stig og Pólverjar, sem urðu í þriðja sæti, hlutu 101 stig. Frábær árangur náðist í flest- um greinum i keppninni og í nokkrum greinum komu úrslit verulega á óvart. Þannig var það t.d. í 200 metra hlaupi karla, þar sem sovézki hlaupagarpurinn Valeri Borzov tapaði fyrir Ital- anum Pietro Mennea, en Borzov er sagður í mjög góðri æfingu um þessar mundir 0g stefnir að því að verja Olympíumeistaratitla sína. Meðal úrslita í einstökum grein- um má nefna: KONUR: 100 metra hlaup: R,. Stecher, A-Þýzkal. 11,29 sek. 400 metra hlaup: l. Szewinska, Póll. 50,50 sek. 800 metra hlaup: Suman, Rúmeníu 2:00,6 mín. 4x100 metra boðhlaup: Sveit A-Þýzkalands 42,81 sek. Kringlukast: F. Melnik, Sovétríkjunum 66,54 m. Spjótkast: R. Fuchs, A-Þýzkalandi 64,80 m. 1500 metra hlaup: Strotzer, A-Þýzkalandi 4:08,0 mín. 100 metra grindahlaup: A. Ehrhardt, A-Þýzkal. 12,83 sek. 200 metra hlaup: R. Stecher, A-Þýzkal. 22,67 sek. Hástökk: Aekermann, A-Þýzkal. 1,94 m. Langstökk: Alfejeva, Sovétríkjunum 6,76 m. KARLAR: 100 metra hlaup: V. Borzov Sovétríkjunuml0,40 sek. V- 200 metra hlaup: Mennea, Italíu 20,42 sek. 400 metra grindahlaup: Pascoe, Bretlandi 49,00 sek. Sleggjukast: Riehm, Þýzkálandi 77,50 metr. 1500 metra hlaup: T. Wessinghage, V-Þýzkal. 3:39,1 mín. Kúluvarp: G. Capes, Bretlandi 20,75 m. 400 metra hlaup: Jenkins, Bretlandi 45,52 sek. 5000 metra hlaup: Foster, Bretlandi 13:36,2 mfn. Stangarstökk: Kozakiewicz, Póllandi 5,45 m. Þrístökk: Sanaejev, Sovétríkjunum 16,97 m. Spjótkast: Grebnjev, Sovétríkjunum 84,30 m. Kringlukast: Schmidt, A-Þýzkalandi 63,16 m. Hástökk: A. Griguiriev, Sovétr. 2,24 m. 10.000 metra hlaup: Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.