Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 28

Morgunblaðið - 22.08.1975, Side 28
Al!(iIyVsiN(»ASÍMI\N ER: 22480 JBotötmblflðií) I FÖSTUDAGUR 22. AGUST 1975 AU(iI.VSIM;ASÍMrNN ER: 22480 „Haldið var fyrir eyrun þegar fyrsta holan var opnuð” EFTIR hádegi í gær var fyrsta borholan við Kröflu opnuð og tðkst það með ágætum. Streymir nú gufan af gífurlegum krafti upp úr hoiunni, en ekki verður hægt að mæla hitann né vatns- magnið í gufunni fyrr cn eftir vikutíma. Ennið er nú af miklum krafti við Kröflu og f stöðvarhús- inu vinna 70 manns, en 120 manns munu vinna á öllu svæð- Kristján Þórólfsson fréttaritari Mbl. í Mývatnssveit sagði að lokið hefði verið við að bora þessa holu í júlí s.l. en síðan hefði tíminn verið notaður til að koma fyrir margháttuðum tækjum ofan á holunni m.a. hljóðdeyfi, en holan sjálf er alls 170 metra djúp. Tvö átta tommu útblástursrör eru tengd við holuna og er hljóð- deyfir á öðru rörinu. Gufan verð- ur látin blása í gegnum bæði rörin fyrst um sinn og síðan eingöngu í gegnum rörið með hljóðdeyfin- um. „Það ríkti eftirvænting með hvort gufan kæmi af miklum 1 rafti upp úr holunni eða ekki. MÖnnum varð sannarlega . að von sinni því að hún kom með ógnarkrafti strax og þeir sem voru nærstaddir urðu að halda fyrir eyrun. Starfsmenn Orku- stofnunar voru að vonum ánægðir með þennan árangur og segja hann spá góðu um framhaldið. Ekki verður hægt á þessu stigi að segja til um orkuna né hitann, áður verður hún.að blása í nokkra daga áður en nákvæmar mæling- ar fara fram.“ Gerðu upptæld: hass fyrir tæpa milljón Starfsmenn flugvallarins meðsekir í smyglinu LÖGREGLAN f Keflavík upplýsti fyrir skömmu tvö hassmál og gerði upptæk samials 655 grömm af hassi f sambandi við rannsókn þeirra. Miðað við það verð, scm hefur verið á hassi á svörtum markaði hér innanlands, nemur söluverðmæti þessa magns tæp- lega einni milljón króna. Tveir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli reyndust vera meðsekir. Höfðu þeir smyglað hassinu f land f ruslafötum flugvélanna scm fluttu það til landsins. Báðir þessir menn hafa verið látnir hætta störfum á Keflavíkurflug- velli. Lögreglan kom upp um fyrra málið í byrjun júlf. Þá reyndu tveir piltar um tvítugt að smygla inn 75 grömmum af hassi frá Kaupmannahöfn. Annar þeirra Samþykkt að talía upp viðræður við V-Þjóðverja Á FUNDI ríkisstjórnar ís- lands í gær var tekin fyrir beiðni v-þýzku ríkis- stjórnarinnar um viðræður vegna fyrirhugaðrar út- færslu fslenzku fiskveiði- lögsögunnar í 200 sjó- milur. Að sögn Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra, var ríkisstjórnin því samþykk, að teknar yrðu upp viðræður við V- Þjóðverja. Ekki var ákveðið hvenær þessar við- ræður gætu hafizt en beðið er eftir Einari Ágústssyni, utanríkisráð- herra, sem fer með þetta mál, en hann er sem kunn- ugt er staddur á fundi utanríkisráðherra Norður- landa í Ósló. kom með hassið þaðan og lét það í ruslafötu flugvélarinnar nokkru fyrir lendingu. Fengu piltarnir síðah aðstoð starfsmanns á Kefla- víkurflugvelli til að koma hassinu í land. Lögreglan hafði fljótt hendur í hári þeirra allra. I siðustu viku kom lögreglan síðan upp um annað hassmál þar sem sama aðferð var notuð við smyglið. Þetta mál var miklu um- fangsmeira, eða 580 grömm af hassi. Fjórir piltar á aldrinum 17—20 ára stóðu að þessari smygl- tilraun og fór einn þeirra til Kaupmannahafnar til hasskaup- anna og naut hann þar aðstoðar dansks pilts sem einnig lagði fram hluta af fénu sem varið var til hasskaupanna. Þegar til Is- lands kom var sömu aðferð beitt, hassinu smyglað inn í ruslafötu flugvélarinnar og kom þar til að- stoð vallarstarfsmanns. Lög- reglan var hins vegar vel á verði og handtók piltana fimm sem að smyglinu stóðu í húsi einu I Keflavík og gerði allt hassmagnið upptækt. Hassmálið: Tveir nýir í varðhald RANNSÖKN hins umfangsmikla hassmáls sem nú er til meðferðar hjá Fíkniefnadómstólnum er f fullum gangi, að s'ögn Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefnadómara. Á þessu stigi rannsóknarinnar hefur Ásgeir sem minnst viljað segja um málið, en hann mun hafa úrskurðað tvo pilta um tví- tugt í 20 daga gæzluvarðhald til viðbótar þeim sem áður hafði verið settur í gæzluvarðhald. Sitja nú þrír piltar í gæzluvarðhaldi. Hassmagnið sem um ræðir skiptir mörgum hundruðum gramma. 31 kr. fyrir kílóið af síld til frystingar VERÐLAG SRÁÐ sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum i gær, að Iágmarksverð á síld til frystingar, _ sem veidd er í reknet frá byrjun ' reknetavertíðar til 15. september n.k., skuli vera kr. 31.00 pr. kíló. Er þá miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Hinsvegar hefur ekki enn náðst samkomulag um verð á síld til söltunar og hefur málinu verið visað til yfirnefndar. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Ekki er víst að Austur- strætisdætur geti gengið jafn léttklædd- ar í dag og í gær, eins og þessi mynd ber með sér. Sólin skein glatt, sunnanlands og vestan í gær, en í dag eigum við von á þungbúnu veðri a.m.k. með köfl- um. Allt að 50 tonn í hali SKUTTOGARAR á veiðum úti fyrir Vestfjörðum hafa að undanförnu fiskað mjög vel í flotvörpu og er Morgunblaðinu kunnugt um togara sem mun hafa fengið nálægt 50 tonn í einu hali, en það var Vil að loðnuveiðunum verði haldið áfram” - segir Már Elísson fiskimálastjóri „ÉG ER þess enn mjög hvetjandi að loðnuveiðum fyrir Norðurlandi verði haldið áfram og ég vcit að sjávarútvegsráð- herra er á sama máli. Við vild- um að þessum veiðum yrði haldið áfram, enda þjóðhags- lega nauðsynlegt og áhætta er Iftil þegar stofnarnir eru jafn sterkir og raun ber vitni. Þá kemur það sér mjög vei fyrir sjávarplássin fyrir vestan, norðan og austan að fá ioðnu á þessum árstíma og síðast en ekki sizt, stór hluti Norður- sjávarflotans er verkefnalaus og loðnuveiðar að sumarlagi því verðugt verkefni fyrir * hluta hans,“ sagði Már Elísson fiski- málastjóri þegar Morgunblaðið spurði hvað hann vildi segja um tilraunaveiðar þær á loðnu sem áttu sér stað úti fyrir Norðurlandi nú fyrir skömmu. Már sagði, að stjórn Fiski- félagsins hefði farið að hugsa úm þessar veiðar sl. vetur og jafnvel fyrr, þegar ljóst var hvert stefndi í Norðursjónum. Málið hefði verið rætt við sjávarútvegsráðherra sem tekið hefði vel í það. Því næst hefði Árni Friðriksson farið í rann- sóknarleiðangur og 2 skip til veiða. sem mistókust að vissu leyti af ýmsum ástæðum ma. vegna mikils íss á miðunum fyr- ir norðan. Við þessar veiðar kom í ljós, að nær eingöngu fannst smáloðna en fiski- fræðingar eins og t.d. Jakob Jakobsson óttuðust ekki að þótt eitthvað veiddist af henni, Framhald á bls. 27 togarinn Sjúraberg frá Færeyjum. Þessi afli fæst eingöngu yfir dagtímann, því á nóttinni dreifir fisk- urinn sér og þeir togarar sem ekki eru búnir flot* vörpu fá því ekki bein úr sjó á þessum slóðum. Jón Páll Halldórsson framkvstj. Norðurtanga á isafirði sagði r gær, að ágætis aflabrögð hefðu verið hjá Vestfjarðatogurum að undanförnu, enda eru þeir allir búnir flotvörpubúnaði og málið stæði þannig nú að þau skip sem ekki hefðu flotvörpuna gætu ekki verið að á þeim slóðum, sem þessi fiskur fengist. Þá sagði Jón, að þegar Guðbjörg frá ísafirði hefði verið að láta flotvörpuna fara í sjóinn í gær- morgun, hefði skyndilega komið gífurlegur hnykkur á hana. Var varpan tekin inn strax aftur og kom þá í ljós, að búið var að taka stór stykki úr pokanum. Helzt töldu skipverjar að stór hvalur hefði farið í gegnum vörpuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.