Morgunblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTOBER 1975
MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAG UR 14. OKTÓBER 1975
21
íslenzkir fþróttamenn
í erlendum blaðaskrifnm
AÐ UNDANFÖRNU hefur sennilega verið meira skrifað í erlend
blöð um íslenzka fþróttamenn en nokkru sinni fyrr. Atvinnumenn-
irnir í knattspyrnu, Jóhannes, Ásgeir og Guðgeir, hafa verið mjög f
sviðsljósinu og átt hvern leikinn öðrum betri. Ekki er hægt að
fylgjast með öllu því sem skrifað er um islenzka íþróttamenn í
erlend blöð, enda yrði sú lesning sjálfsagt leiðinleg þegar til lengdar
léti.
Guðgeir Leifsson fór rólega af stað með sínu belgíska félagi,
Sporting Charleroi, en á nú hvern stórleikinn af öðrum. Guðgeir
hefur skorað 2 mörk í þremur síðustu leikjum liðsins og átt þátt í
®Dor Unbokannto
heifit Oolrwon
Marteínn Geirsson (Bh
.°ffenb
tilurð annarra. Fyrirsögn sú, sem er hér efst í dálkinum, er úr
belgísku blaði og frönskumælandi vildarvinur íþróttasíðunnar segir
okkur að í lauslegri snörun á íslenzku útleggist fyrirsögnin á þessa
leið: „Mark Leifssonar gaf Sporting jafntefli og með það getur
Waregem verið ánægt.“ í greininni er síðan fjallað um stöðu
Charleroi í belgísku 1. deildinni og spurt er hvort þetta mark
íslendingsins komi ekki til með að gjörbreyta andanum innan
liðsins og þá um leið árangrinum. Sú virðist lfka vera raunin, því
Guðgeir og félagar hafa náð þremur stigum í síðustu leikjum.
Marteinn Geirsson hefur fengið sinn skammt af skrifum erlendu
blaðanna. Fréttir birtust í ýmsum þýzku blaðanna meðan á dvöl
hans hjá Kickers Offenbach stóð. Má nefna Bild, Kickers, Frank-
furter Rundschau og fleiri. Þær þrjár úrklippur um Martein sem
eru settar saman hér á síðunni segja frá dvöl hans hjá Offenbach.
Sú lengst til vinstri segir að hinn óþekkti heiti Geirsson. Við hliðina
er talað um komu Marteins og hann kallaður „hjálp úr norðri“ og í
þeirri neðstu segir að Geirsson sé á leið til Kickers Offenbach.
í dönsku blaði rákumst við svo nýlega á frétt um íslenzkan
unglingalandsliðsmann í handknattleik, sem stundar nám í Horsens
í Danmörku. í fyrirsögn er sagt frá því að íslenzkur unglingalands-
liðsmaður ætli að leika með Lund — Hvirring. í frétt blaðsins um
íslendinginn segir að hann sé mjög sterkur varnarmaður og hafi
sýnt það í æfingaleikjum að hann muni þétta vörn liðsins mjög
mikið. Sá sem hér um ræðir er Ágúst Þórðarson, sem á sínum tíma
lék með Víkingi og síðan iR-ingum.
Islandsk ungdoms-
landsholdsspiller
til Lund-Hvirring
Stefán Halldórsson og Magnús Guðmundsson reyna að stöðva
Viðar Slmonarson I leiknum á laugardaginn, en án árangurs.
með einvaldinn
Viðar Símonarson fremstur í flokki
er FH-ingar unnu Víkinga 31:24
LANDSLIÐIÐ hefur ekki efni
á að vera' án Viðars Sfmonar-
sonar. t leik íslandsmeistara
Víkings og bikarmeistara FH I
tþróttahúsinu I Hafnarfirði á
laugardaginn átti Viðar
Sfmonarson þvflfkan stjörnu-
leik að ljóst má vera að fs-
lenzka handknattleikslandslið-
ið getur ekki án hans verið.
Viðar Sfmonarson landsliðs-
þjálfari og einvaldur valdi
sjálfan sig ekki f landsliðið
gegn Pólverjum á dögunum —
eitthvað hefði verið sagt ef
hann hefði gert það — en HSl
verður með einhverjum ráðum
að taka fram fyrir hendurnar á
Viðari ef hann heldur áfram að
sýna þvflfka leiki og hann gerði
á laugardaginn.
Bikarmeistarar FH unnu
Islandsmeistarana örugglega I
þessum leik og urðu lokatölur
31:24, í leikhléi var staðan
15:11. Það var aðeins I byrjun
seinni hálfleiksins að Víking-
arnir sýndu hvers þeir eru
megnugir og náðu þá að
minnka muninn niður i eitt
mark, 16:15. Reynir Ólafsson,
hinn nýi þjálfari FH-inga, hef-
ur á þeim stutta tíma sem hann
hefur þjálfað FH þétt vörn Iiðs
ins mjög mikið og er greinilega
ný mulningsvél að verða til i
Firðinum. Sóknin hefur ekki
verið vandamál hjá Hafnfirð-
ingum og er það ekki heldur nú
eins og sést á því að liðið skor-
aði 31 mark hjá Vikingunum.
Það er ekki ótrúlegt að ein-
hverjir hafi staðnæmzt við
lesturinn er FH-ingum var
hrósað fyrir varnarieik í leik,
sem skoruð voru 24 mörk hjá
þeim. Markafjöldinn segir þó
ekki alla söguna um það sem
FH-ingarnir sýndu í þessum
leik. Þegar aðeins örfáar mínút-
ur voru til loka fyrri hálfleiks-
ins hafði Vikingunum aðeins
tekizt að skora 7 mörk hjá FH
og hafa Vikingar þó ekki átt
erfitt með að skora í haust.
Það voru fleiri leikmenn FH
sem stóðu sig vel i þessum leik.
Geir Hallsteinsson hafðist litið
að í fyrri hálfleiknum, en í
þeim siðari skoraði hann fimm
mörk og stóð sig f heild mjög
vel i leiknum. Þá lék Geir sem
bakvörður í vörninni og skilaði
hann þvi hlutverki vel. Geir er
tvímælalaust tækur i landslið
þó svo að hann segi sjálfur að
hann sé ekki í nægilega góðri
æfingu. Geir verður að fá inn i
landsliðið fyrir þá mörgu lands-
leiki, sem fram fara í
desember. Guðmundur Sveins-
son lék þarna sinn fyrsta leik
með FH, en hann hætti í Fram t
sumar. Er greinilegt að
Guðmundur fellur vel inn i
leikkerfi FH-inganna og ætti að
geta orðið þeim dýrmætur í
vetur.
Víkingsliðið virkaði heldur
áhugalaust í þessum leik og
ekki er ástæða til að
hrósa neinum Vikinganna
nema Páli Björgvinssyni, sem
er í mjög góðri æfingu um
þessar mundir.
Mörk FH-inga í leiknum skor-
uðu Viðar 7, Geir 5, Þórarinn 5,
Guðmundur Sveinsson 4,
Kristján 3, Sigurður 2,
Sæmundur 2, Guðmundur
Sveinsson, Guðmundur
Magnússon og Andrés 1 hver.
Mörk Víkinga: Páll 10, Stefán
5, Þorbergur 3, Erlendur 3,
Magnús, Jón og Sigfús 1 hver.
Bandaríkjamennirnir fylltu áhorfendabekkina
ÞAÐ ER greinilegt að
bandarfsku körfubolta-
mennirnir hjá KR og Ár-
manni ætla að laða áhorf-
endur á leikina í vetur. í
fyrrakvöld léku þeir báð-
ir í Reykjav.mótinu og
var húsfyllir í Kennara-
skólahúsinu.
Ármenningarnir léku gegn
Fram, og sigruðu með yfir-
burðum, skoruðu 86 stig gegn
42, staðan í hálfleik 46:26.
Jimmy Rogers var stighæstur
Ármenninga með 19 stig, Jón
Sig. 18, og „gamli maðurinn"
Birgir Birgis sem virðist i
mjög góðu „formi“ þessa dag-
ana skoraði 14 stig. — Að þess-
um leik loknum lék KR gegn
Val, og voru margir spenntir að
sjá Curtiss „Trukk“ Carter með
KR. I upphitun fyrir leikinn
sýndi hann ýmsar kúnstir sem
kom áhorfendum til að hlæja
en í leiknum sjálfum á eftir
fékk hann ekki að sýna jafn
mikið. Valsmenn sem lágu á
honum tveir og þrír allan leik-
inn komust upp með að halda
honum, stíga ólöglega fyrir
hann og lemja á hendur honum
nær allan tímann, og veit það
ekki á gott ef dómarar leikj-
anna ætla að leyfa að hann
verði tekinn þessum tökum í
vetur. Þá er lítill ávinningur af
komu þessara manna ef þeir fá
ekki að sýna neitt vegna „bola-
bragða" mótherjanna. Annars
var þessi leikur lélegur yfir
höfuð, en jafn, og það var ekki
fyrr en undir lokin að KR-ingar
náðu að hala inn sigurinn
89:81. Bjarni Jóhannesson skor-
aði 32 stig fyrir KR, Carter 26.
Torfi Magnússon skoraði 22
stig fyrir Val, Þröstur Guð-
mundsson 18. — Á laugardag
vann IR auðveldan yfirburða-
sigur gegn ÍS, 82:53, eftir 50:24
i hálfleik. iR-ingar léku á köfl-
um mjög vel, og var Þorsteinn
Hallgrímsson þar fremstur í
flokki. Stúdentar vöktu mikla
athygli í leiknum — fyrir það
hve lélegir þeir voru. Oft á
tíðum ekki heil brú i leik
þeirra. Kolbeinn Kristinsson
skoraði mest fyrir IR, 20 stig,
Þorsteinn Guðnason 18. Hjá IS
var Jón Indriðason stighæstur
með 15 stig. — 1 hinum leikn-
um á laugardag sigraði Fram
Val með 67 stigum gegn 62 eftir
jafnan leik.
Jón Sigurðsson reynir körfuskot 1 leiknum gegn Fram og að sjálfsögðu heppnaðist þáð hjá
kappanum eins og svo oft í leiknum. (Ijósm. RAX).
Enn unnu stúdentarnir
UM HELGINA fór fram hrað-
mót BLl 1 blaki. Leikið var 1
2x10 mfn. Á laugardaginn var
leikið á „Nesinu" og fór þá
fram riðlakeppni. Átta lið
höfðu tilkynnt þátttöku og þar
af voru þrjú b-lið frá Reykja-
vfkurfélögunum. Keppnin
hófst um kl. 14:00 og lauk
skömmu fyrir 21:00. Leiknir
voru allir leikir í A-riðli fyrst
og lauk þeim þannig að Is vann
alla sfna leiki, Þróttur varð
númer tvö, tapaði einum leik,
og b-Iið Víkings varð í þriðja
sæti, en lið KHt hlaut neðsta
sætið, vann ekki leik. I B-riðli
vann Vfkingur alla sina leiki,
ML hafnað f öðru sæti, b-lið IS 1
þriðja og b-Iið Þróttar I neðsta
sæti. Samkvæmt reglugerð áttu
aðeins efstu liðin f hvorum
riðli að leika um 1. og 2. sætið
en því var breytt og komust tvö
efstu liðin úr hvorum riðli
áfram til að leika um 1.-4. sæti.
— (Irslitakeppnin fór sfðan
fram á sunnudag f fþróttahúsi
Kennaraháskóla tslands
Þróttur og Víkingur léku
fyrst, en þessi lið reyndu nú
nýja leikaðferð, „hlauparann“,
og var hún ekki orðin nógu
fínpússuð og gekk ekki alltaf
upp. Víkingar unnu fyrstu
hrinu 8-5, en töpuðu þeirri
næstu 11-2, svo að úrslitahrinu
þurfti. Vfkingar mörðu sigur f
henni eftir mikla spennu og
barning, 8-6.
IS átti ekki í neinum erfið-
leikum með lið Menntaskólans
á Laugarvatni. Stúdentar
sigruðu báðar hrinur, 16-3 og
17-3. IS er með sömu leikaðferð
og f fyrra, „4-2“. Ilún er nokkuð
þunglamaleg en IS útfærir
hana vel og öðrum liðum tókst
ekki að stöðva sigurgöngu
þeirra. I leik IS og Þróttar sem
var all skemmtilegur, tapaði ÍS
þó hrinu 6-12, en vann aftur
tvær hrinur 11-7 og 12-4. Vlk-
ingar áttu f nokkrum brösum
með ML og þurfti þriðju hrinu
til. ML vann fyrstu hrinuna 10-
8, en Vfkingar mörðu næstu
tvær 9-7 og 11-8.
Vfkingar voru mjög daufir f
þessum ieik, en leikaðferð
þeirra krefst stöðugrar athygli
og mikillar snerpu og útsjónar-
semi, og vorp menn teknir að
lýjast. Þróttarar sem einnig
spila hlauparann áttu einnig 1
erfiðleikum með ML. Þróttur
vann þó eftir úrslitahrinu: 7-3,
10-8 en töpuðu 12-10. (Jrslita-
leikur mótsins var á milli Is og
Vfkings. Leikkerfið gekk ekki
upp hjá Vfkingum og þá var
ekki að sökum að spyrja. IS
sigraði mjög auðveldlega 12-5
og 15-5. — Fyrsta mót vetrarins
lofar góðu og eru liðin nú 1
nokkuð góðri þjálfun og eiga
eftir að batna mikið. Nú fara f
ÚRSLITALEIKURINN i haust-
móti BLÍ í kvennaflokki var
leikinn á sunnudaginn og áttust
þar við lið Þróttar og lið Vík-
ings. Leikið var f 2x10 mín. og
þurfti að vinna báðar hrinur til
að sigra. Vfkingsstúlkurnar
byrjuðu nokkuð vel og tóku for-
ystu og héldu henni og sigruðu
örugglega 12—9. Síðari hrinan
var öllu meira spennandi og að
10 mínútum liðnum skildi eitt
stig, en reglur mæla svo fyrir
um að tvö stig skuli skilja og
hönd miklar og strangar
æfingar hjá landsliðinu og
næsta verkefni eru leikir við
England, og með góðri frammi-
stöðu eigum við að vinna þá.
náðu Víkingarað komast tveim-
ur stigum yfir og sigra. Kvenna-
blak á örugglega eftir að batna
í vetur en þó vantar enn meiri
kraft í stelpurnar. Lítið var um
smöss og hávörn var hjá hvor-
ugu liðinu. Undirstöðuatriðin,
bagger og fingurslag, eru orðin
ágæt svo það ætti ekki að vera
langt í það að við fáum að sjá
beittar sóknir. Vlkingsstúlk-
urnar varðveita Berri-bikarinn
til næsta hausts, en Þróttur
vann hann í fyrra.
Víkingur vann
kvennabikarinn
Hluti fslenzka knattspyrnulandsliðsins, sem tðk 3 stig af A-Þjððverjum, eitt stig af
Frökkum, en tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgum, sem öruggt má telja að
komist áfram í úrslit Evrðpukeppninnar.
Belgar nær örnggir áfram
AUSTUR-Þjóðverjar eiga enn örlitla von um að
sigra f riðli þeim er þeir leika 1 ásamt Belgfu,
Frakklandi og tslandi f Evrópukepkninni f knatt-
spyrnu. Þjóðverjarnir unnu Frakka 2:1 f Leipzig á
sunnudaginn, en eftir gangi leiksins hefði sigur
þeirra átt að verða enn stærri. Vonir Frakka um
sigur í riðlinum eru fyrir bf með þessu tapi, en þeir
geta hjálpað A-Þjóðverjum ef þeim tekst að sigra
Belgfumenn með meira en þriggja marka mun f
eina leiknum sem eftir er f riðlinum.
Batheney gaf Frökkum óvænta forystu í leiknum
á sunnudaginn á 60. mínútu Ieiksins, en fyrri
hálfleikurinn var mjög svo látlaus og Iftt skemmti-
legur á að horfa. Heimaliðið barðist hetjulega til að
jafna og með marki Streich fimm mfnútum sfðar
stóðu liðin jöfn að nýju. Vogel innsiglaði svo sigur
Þjóðverjanna með marki úr vítaspyrnu 12
mfnútum fyrir leikslok.
A-Þjóðverjarnir höfðu undirtökin f leiknum
allan tfmann, ef undan eru skildar síðustu mínút-
urnar, en þá börðust Frakkar örvæntingarfullri
baráttu við að jafna. Harka hljóp f leikinn undir
lokin og var Bathenay þá bókaður. Croy markvörð-
ur Þjóðverjanna varði mjög vel undir lokin, en
beztu menn vallarins voru A-Þjóðverjinn Vogel og
franski markvörðurinn Baratelli.
Staðan 1 7. riðli Evrópukeppninnar er sem hér
segir þegar aðeins einum leik er ólokið.
Belgía 5 3 11 6:3 7
A-Þýzkaland 6 2 3 1 8:7 7
Frakkland 5 1 2 2 7:6 4
tsland 6 1 2 3 3:8 4
Dynamo Kiev vann Svisslendinga
SOVÉTMENN hafa tekið forystu
f sjötta riðli Evrópukeppninnar,
þeir unnu Svisslendinga 1:0 í
Ziirich á sunnudaginn og mega
heita öruggir með að komast 1
úrslitin. Þeir máttu þó berjast
fyrir sigri sfnum í leiknum þvf
Svisslendingar veittu þeim
óvænta mótspyrnu.
Sovézka landsliðið var að þessu
sinni skipað leikmönnum Dyna-
mo Kiev — félagsliðinu, sem mæt-
ir Akurnesingum á Melavellinum
innan tíðar. Vladimar Mutyan
skoraði eina mark leiksins á 77.
mínútu og gerði þar með út um
vonir Svisslendinga um að komast
í úrslit Evrópukeppninnar.
Það var sérstaklega góður leik-
ur á miðju vallarins, sem færði
Kiev—liðinu sigur í þessum leik.
Burgener markvörður Sviss var
sá sem hélt Svisslendingunum á
floti í leiknum þó svo að félagar
hans næðu annað slagið snörpum
sóknarlotum. Oleg Blokhin —
miðherjinn, sem skoraði öll mörk
Dynamo Kiev gegn Bayern
Múnchen — tókst ekki að skora í
leiknum, en Burgener markvörð-
ur varði snilldarlega skot frá hon-
um. Tveir leikmenn sovézka liðs-
ins voru bókaðir i leiknum.
Staðan í 6. riðlinum er nú þessi:
Sovétríkin 4 3 0 1 6:4 6
Irland 5 2 1 2 7:5 5
Tyrkland 4 1 2 1 4:6 4
Sviss 5 113 4:6 3
Yfirburðir Spánverja gegn Dönnm
MEÐ mörkum Pirri og Capon
unnu Spánverjar þægilegan 2:0
sigur yfir Dönum f landsleik lið-
anna f Barcelona á sunnudaginn.
Spánverjar höfðu yfirburði í
heldur Ieiðinlegum leik, þar sem
Danirnir hugsuðu um það eitt að
verjast og voru langtimum saman
nær allir við eigin vftateig.
Pirri skoraði fyrra mark leiks-
ins á 40. mínútu eftir að Bo Lars-
son hafði mistekizt að stöðva
hættulitla fyrirgjöf fyrir danska
markið. Varnarmaðurinn Jose
Capon skoraði svo síðara mark
leiksins þegar 4 mínútur voru til
loka leiksins, með þrumuskoti af
10 metra færi. Danirnir Jenssen
og Anderssen voru bókaðir f
leiknum fyrir gróf brot.
Spánn hefur nú forystu í 4. riðl-
inum með 8 stig að 5 leikjum
loknum. Nægir Spánverjunum að
gera jafntefli í síðasta leik sinum
i riðlinum sem er við Rúmena.
Staðan i riðlinum er nú þessi:
Spánn 5 3 2 0 8:4 8
Rúmenía 4 1 3 0 8:3 5
Skotland 4 12 1 4:4 4
Danmörk 5 0 1 4 2:11 1
Heimsmeistararnir máttn
þakka íyrir jabiteílið
VESTUR-þýzku heimsmeistararnir 1 knattspyrnu
máttu teljast heppnir að ná öðru stiginu í viður-
eign sinni við Grikki sem fram fór f Dusseldorf á
laugardaginn, en leikur þessi var liður f áttunda
riðli Evrópubikarkeppni landsliða f knattspyrnu.
Eftir Ieik þennan hafa Grikkir 3 stiga forystu f
riðlinum, en hafa hins vegar leikið tveimur leikj-
um meira en Þjóðverjarnir. Verða Þjóðverjar þvf
að teljast Ifklegir sigurvegarar f riðlinum, þótt
vitanlega kunni svo að fara að Malta eða Búlgaría
sem leika með þessum tveimur þjóðum kunni að
koma á óvart 1 leikjum sfnum við Þjóðverjana. Alla
vega tókst Möltu að sigra Grikkina 2:0 á heimavelli
sfnum.
Gifurleg spenna var f leiknum í Dússeldorf allt
frá upphafi til enda. Grikkirnir lögðu greinilega
mikla áherzlu á vörnina til að byrja með, en áttu
siðan hættulegar skyndisóknir og gekk furðulega
vel að prjóna sig gegnum vörn heimsmeistaranna.
Voru hinir 80 þúsund áhorfendur að leiknum
óánægðir með frammistöðu sinna manna og hvað
eftir annað var baulað á goðin Beckenbauer og
Breitner.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum, en
snemma í seinni hálfleik fengu Grikkir mjög gott
marktækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta. Það
var svo loks á 68. mfnútu sem fyrsta markið kom.
Paul Breitner lék þá upp kantinn og tókst siðan að
senda knöttinn fyrir markið og yfir gríska mark-
vörðinn Panagiotis Kelesidis og Jupp Heynckes
varð aðeins á undan grisku varnarmönnunum og
tókst að skora. Aðeins minútu siðar fengu Þjóðverj-
arnir svo gullið tækifæri til að auka forystu sina er
gott færi skapaðist við mark Grikkjanna eftir horn-
spyrnu Breitners, en þá tókst Keledidis að bjarga
meistaralega.
Grikkir áttu svo nokkrar ágætar sóknarlotur und-
ir lok leiksins og úr einni þeirra tókst þeim að
jafna, er framverðinum, Georgeos Delikaris, tókst
að snúa á Franz Beckenbauer og skora með skoti
framhjá Sepp Maier í þýzka markinu.
Staðan i áttunda riðli eftir þennan leik er
þannig:
Grikkland 6 2 3 1 12—9 7
V-Þýzkaland 4 1 3 0 5—4 5
Búlgarfa. 4 12 1 10—6 4
Malta 4 1 0 3 2—10 2
Næstr leikur í þessum riðli verður 19. nóvember
n.k. og leika þá Vestur-Þýzkaland og Búlgaria i
Þýzkalandi.