Morgunblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.10.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1975 23 Olían úr Norðursjó 3. grein LEYFISVEITINGAR á Norðursjó hafa verið flestar á hinum brezka hluta þess. Þar starfa fleiri olíufélög en annars staðar. Þar er stærstur hluti þeirra olíu- og gassvæða, sem hafa fundizt, og framkvæmdir annars staðar blikna miðað við umsvif Breta. Alls nemur sú olía, sem hefur fundizt, þar með talin nýfundin olía, um 14 til 15 milljörðum lesta, og alls eru olíusvæðin undan Skotlandi 20. Gasbirgðirnar eru taldar nema 40—45 trilljónum (milljónum milljóna) rúmfeta, og þar af getur verið að 25 trilljónir lesta séu á stórum svæðum, þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar eða á minni svæðum umhverfis þau á suðurhluta Norður- sjávar. Talsveröar tafir urðu á smíði borpalla 1974, veður var með ein- dæmum rysjótt og stórslys varð við smíði Frigg-borpallsins. Á þessu ári hefur komizt talsverður hraði í framkvæmdirnar, veður hefur verið betra og stór mann- virki á svæðunum Forties, Brent og Beryl hafa verið tekin í notkun samkvæmt áætlun, eða á undan áætlun. Þrjú svæði Aðalframkvæmdirnar beinast í svipinn að þremur svæðum: Forties Field út af Aberdeen, Pip- er Field út af Orkneyjum og Brent Field út af Hjaltlandi. Fjór- ir borpallar hafa verið teknir í notkun á Fortie Field eins og ráð- gert hafði verið, og tveir bætast við síðar á þessu ári. Lokið er lagningu neðansjávarleiðslu til Cruden-flóa skammt frá Peter- head og leiðslu þaðan á landi til Grangemouth. Framkvæmdir við síðustu pallana halda áfram fram á næsta ár og boranir til 1977, en ráðgert er að framleiðsla hefjist 2. nóvember. Fyrirtækin Amoco GC hafa komið upp stálborpöllum á nálægu svæði, Montrose-Field, og framleiðsla þar ætti að hefjast seint á næsta ári. Á Piper-svæðinu hefur Occidental-olíufélagið lagt 32 þumlunga leiðslu til Flotta, og framkvæmdir á landi eru vel á veg komnar. Svo getur farið, að tafir valdi því að boranir geti ekki hafizt í ár, svo að dregizt getur fram á næsta haust að framleiðsla geti hafizt. Fyrirtækin hafa pantað annan olfupall til nota á nálægu svæði, Claymore Field, og gert er ráð fyrir að honum verði komið fyrir á næsta ári. Allir úr steypu Tafir hafa orðið á smíði bor- palla úr stálplötum til nota á Brent-svæðinu og palla úr stein- steypu til nota á Brent-svæðinu og Cormorant-svæði, en þaðan munu liggja ieiðslur til nálægra svæða. Fyrsta steinsteypupallinum hefur þó verið komið fyrir á Brent- svæðinu, og þar ættu olíuskip að geta athafnað sig á næsta ári. Lagning leiðslunnar hefur gengið að óskum, og mannvirkjagerð er hafin á Sullom Voe. Á næsta ári verður komið fyrir tveimur olíupöllum í viðbót á Brent-svæðinu og stórum palli á Thistle-svæðinu. Árið 1977 verður enn einum borpalli komið fyrir á Brent-svæðinu, og fyrsta bor- pallinum á Dunlin-svæðinu. Vinna við mannvirki á landi ætti að geta leitt til þess að taka megi leiðsluna í notkun síðla árs 1977, ef allt gengur að óskum. Á sömu slóðum hefur samsteypan Chevron/Burmah/BP/Ranger, sem stendur fyrir framkvæmdum á Ninian-svæðinu, hafið fram- kvæmdir við lagningu Ninian- leiðslunnar til Sullom Voe, þrátt fyrir erfiðleika, og hún verður tekin í notkun 1978. Jafnframt heldur samsteypan Unocal áfram vinnu við borpall sem verður komið fyrir á Heather-svæðinu 1977. Gasleiðslur Shell/Esso hefur byrjað fram- kvæmdir í smærri stíl við borun á Auk-svæðinu, og framleiðsla á að geta hafizt á þessu ári. Fram- leiðsla er þegar hafin á Argyll- svæðinu. Vinna við tvær samhliða gasleiðslur fer fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir erfiðleika á sfð- asta ári, og þeim verður haldið áfram á næsta ári og ef til vill á þar næsta ári. Áætlað er, að fyrri leiðslan verði tekin f notkun um mitt ár 1977. Á Argyll-svæðinu hefur verið komið fyrir borpalli úr stein- steypu í staðinn fyrir stálpall, sem var komið fyrir á röngum stað. A næsta ári verður að öllum lfkindum komið fyrir fleiri stál- og steypupöllum á svæðinu og þar að auki mannvirkjum úr stein- steypu við leiðsluna, miðja vegu milli svæðisins og lands. Fram- kvæmd á Rough Field er nánast lokið, og Amoco hefur pantað tvo palla til viðbótar, er verður komið fyrir á Indefatigable Field á næsta ári. Olía Breta er alls 15 milljarðar lesta suðvestri undan ströndum Wales, Cornwall og suðurhluta Irska lýð- veldisins, að minnsta kosti í fjöl- miðlum. Sumpart er það vegna pólitískrar þrætu Frakka og Breta um lagningu miðlínu og nýrra leyfisveitinga íra, en leyfin hafa hingað til verið nær ein- göngu í höndum Marathon Petroleum. Bæði í Wales og írlandi er það von manna, að olía finnist, en hvort þeim verður að ósk sinni er annað mál. Hvað sem þvi líður hafa fyrirtæki fengið mikinn áhuga á hinu svokallaða keltneska grunni innan irskrar lögsögu og hafsvæðinu vestur af Bretagne^skaga og út af Cornwall. En nýlegar boranir Esso og Marathon á írskum hafsvæðum og boranir Shell og BP á hinum brezka hluta hafsins við írland hafa gefiðlitlaástæðutil bjart- sýni. Frakkar hafa nýlega hafið boranir, og þær virðast benda til þess, að fá lög sé að finna. írar vongóðir Áhugi manna hefur nýlega aukizt á svæðunum vestur af Bretlandi og Irlandi, einkum í Geysimikil olfa fannst norðaustur af Hjaltlandi fyrir tveimur árum. Oliurekið Sedco 702, sem myndin sýnir, fann fyrstu olfuna á þessum slððum. Stærsta olfurek heims. Það er 350.000 lestir, nær 75 metra undir sjávarmál og er 100 metrar á hæð. Fimm til átta dráttarbátar, alls 70.000 hestöfl, drógu það 163 sjómflur til Beryl-svæðisins á hinum brezka hluta Norðursjávar og tók það fimm og hálfan sólarhring. Sölusamningur Þó fer ekki á milli mála, að ráðizt verður í framkvæmdir á þessu svæði á næstu árum. Marathon hefur lengi sýnt mikla gætni, en hefur nú undirritað samning um sölu á gasi til yfir- valda i Cork syðst í Irska lýð- veldinu. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fá um 125 rúmfet af gasi á dag eftir leiðslu sinni til Kinsale 1979. Samkvæmt framkvæmda- áætlun er gert ráð fyrir, að komið verði fyrir tveimur borpöllum 1977/78. Niðurstöður borana, sem hafa farið fram til þessa, benda ekki tii þess, að olía og gas finnist í ýkja miklum mæli á þessum slóðum. Hins vegar standa vonir til, að gas og ef til vill olía finnist einnig suður af Cork. Jafnframt hefur írska stjórnin úthlutað leyfum til framkvæmda á svæðum djúpt út af Vestur-Irlandi. Framkvæmdir þar virðast lofa góðu. Vel getur verið, að Bretar fari að dæmi Frakka, sem eru farnir að bora vestur af Bretagne og ákveði nýjar leyfisveitingar á þessum slóðum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.