Morgunblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1975 9 JTI % . maður K.R.F.Í., flutti ljóðið „Kvennaslagur" eftir Guðmund Guðmundsson og siðan söng kvennakór lag eftir Sigfús Einars- son við ljóð Guðmundar, en höf- undar tileinkuðu Kvenréttmda- sambandi Islands Ijóð og lag á fyrstu starfsárum þess. Jákvæð barátta. Næst var ávarp Bjargar Einars- dóttur, verzlunarmanns. Björg spurði m.a. í ræðu sinni að því, hvort konur hvettu dætur sfnar í uppeldi til jafns við syni sína. Hún kvað þá baráttu, sem dagur- inn væri helgaður, jákvæða og upphaf að miklu Iangtímaverk- efni og kvað leiðina til jafnréttis- stefnunnar vera þá að hjúskapur veldi ekki konunni starf, heldur utanaðkomandi aðstæður. Konan yrði að verða raunverulegur þátt- takandi í þjóðfélaginu. Hún tók undir lok ávarps síns sér í munn orð formanns kvennaársnefndar Sameinuðu þjóðanna, Helvi Sipila, er hún heimsótti ísland siðastliðið sumar — að bætt aðstaða konunnar, bætti aðstöðu heimilanna, sem hefðu aftur í för með sér bætt heimili. Guðrún Á. Símonar stóð nú enn fyrir fjöldasöng og var sungið lagið „Ó, ó, stelpur“, en að þvi búnu hófst þáttur Rauðsokka- hreyfingarinnar með baráttu- söngvum og hvatningum inni á milli. Kom þar m.a. fram að kyn- ferðislegt jafnrétti væri ekki nóg og aðeins hálfur sigur, heidur þyrfti efnahagslegt jafnrétti einn- ig að fylgja. Sögðu rauðsokkar að konur þyrftu að læra af mistökum karla og stofna nýtt og réttlátara þjóðfélag, sem tryggðu öllum jafnan rétt — stéttlaust þjóð- félag. Mamman á lika að hugsa. Siðasti ræðumaðurinn á fundinum var Asthildur Ólafs- dóttir, húsmóðir. Asthildur hóf ræðu sína á dálítilli dæmisögu — samtal músamömmu við unga sína. Ungarnir fóru að ræða um það, hvað væri „að hugsa“. Síðan spurðu ungarnir, hvort mamman hugsaði. Nei mamman hugsaði aldrei og það gætu ungarnir held- ur ekki. Er það þá bara pabbi, sem hugsar — spurðu ungarnir. Já — kvað mamman — og hann hugsar líka mikið. Þá spurði Ást- hildur, hvort ekki mætti snúa þessari dæmisögu upp á konur og kvaðst óttast að skammt væri þarna milli músar og manns. Hún hvatti konur til samstöðu og sagð- ist vona að þegar komið yrði saman á ný á Lækjartorgi yrðu aðstæður allt aðrar en þær væru í dag. Að ræðu Ásthildar lokinni stjórnaði Guðrún Á. Simonar fjöldasöng og var nú sungið lagið „Hraustar konur“ við gamal- kunnugt lag, þar sem fjallað er um hitt kynið, en að þessum sam- söng loknum hófst kvenna- krónika í þríliðu, sem var f senn skemmtileg og fyndin samtýn- ingur úr rituðu máli í fortfð og nútið. Saman tóku: Anna Sig- urðardóttir, Sigríður Thorlacius og Valborg Bentsdóttir, en flytjendur voru: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Helga Bachmann, Sigríður Hagalín, Briet Héðinsdóttir, Sigurður Karlsson og Herdis Þorvalds- dóttir, sem stjórnaði flutningi. í lokin og áður en Guðrún Erlends- dóttir sleit fundi var fjöldasöngur og var sungið lagið „öxar við ána“. Á eftir fundinum lék lúðra- sveit stúlkna i Kópavogi „Saman við stöndum" og fleiri lög. Fjöldi skeyta barst Fundinum barst fjöldi heilla- skeyta, sem talin skulu nú upp I þeirri sömu röð sem þau voru lesin upp á fundinum: Beztu kveðjur frá Birgi Isleifi Gunnars- syni borgarstjóra, ástarkveðjur frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands með von um að kon- ur hasli sér völl á skipum lands- manna á jafnréttisgrundvelli, kveðja frá Kristínu, Gyðu og Regínu á m.s. Fjallfossi, baráttu- kveðja frá Uppsaladeild SÍNE, kveðja frá Kvinnefronten í Nor- egi, árnaðaróskir og baráttukveðj- ur frá Sambandi ungra jafnaðarmanna, baráttukveðjur frá Saumastofunni Violu á Skaga- strönd, kveðja frá Norsk Kvinne- forening, stuðningsyfirlýsing frá Kommúnistasamtökunum Marx Leninistum í Reykjavik og á Akureyri, kveðja frá karl- mönnum í Sigöldu, þar sem þeir sögðu: allir stöndum við með ykkur og föllum, baráttukveðjur frá konum i Starfsmannafélagi Útvegsbankans, hamingjuóskir frá stjórn FUJ, baráttukveðjur frá Alþýðubandalaginu f Grunda- firði, kveðja frá kvenfrelsisstarfs- hóp á Neskaupstað, stuðningsyfir- lýsing frá konum i Reiknistofnun bankanna, kveðja frá konum á Veðurstofunni á Keflavíkurflug- velli, kveðja frá starfshóp í laga- deild, kveðja frá starfsmönnum renniverkstæðis Vélsmiðjunnar Héðins, kveðja frá Listafélagi Menntaskólans í Reykjavík, Skólablaði MR og Herranótt, kveðja frá tslendingum í Þránd- heimi, kveðja frá Kommúnista- samtökunum, kveða frá Sam- bandi íslenzkra bankamanna, kveðja frá nemendum i 4.—S í Menntaskólanum við Tjörnina, kveða frá Alþýðusambandi íslands, kveðja frá Norska hús- mæðrasambandinu, kveðja frá kvennasamtökum Social- istisk folkeparti í Dan- mörku, kveðja frá Rauðsokkum í Kaupmannahöfn, kveðja frá Rauðu sveitinni i Þrándheimi, kveðja frá 4. T í Menntaskólanum við Tjörnina, kveðja frá nemendasambandi Menntaskól- ans við Hamrahlíð, kveðja frá Alþýðubandalaginu i Kópavogi, kveðja frá konum, sem eru á Bifröst í Borgarfirði, kveðja frá konum f Sindrabæ i Höfn i Horna- firði, kveðja frá flokksstjórn og þingflokki Samtaka frjálsíynd'ra'- og vinstri manna, kveðja frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, kveðja frá dönskum blaðamanni, kveðja frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna með stuðningsyfirlýsingu, kveðja frá Félagi íslenzkra mynd- listarmanna og kveðja frá Sjálf- stæðiskvennafélaginu Hvöt. A fundinum voru ekki aðeins konur í Reykjavik eins og gefur að skilja, heldur fjölmenntu kon- ur alls staðar að úr nágranna- byggðum höfuðborgarinnar á fundinn. Þar var einnig allmargt karla. Dagskrárstjóri fundarins var Guðrún Asmundsdóttir, leikari. Afmœli SJÖTUGSAFMÆLI á I dag Sig- þrúður Sigrún Eyjólfsdóttir Skólavörðustíg 33 R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.