Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTOBER 1975 11 VELVAK/XIMDI Velvakandi svarar f sima 10-100 kl. '14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Þadan sem bjórinn flýtur Herdfs Hallvarðsdóttir, sem dvelst í Þrándheimi og er 19 ára að aldri, skrifar: „Mig langar mjög til að leggja orð i belg eftir að hafa lesið grein Hjördisar Gunnarsdóttur Hansen frá Noregi um bjór og vandamál þau, er hún telur fylgja bjórnum þarlendis. Ég hefi verið búsett í Noregi i full tvö ár nú, og hef umgengizt mikið af norskum unglingum. Þykist ég því geta sagt rétt og satt frá ástandinu í þessu landi. Hið hryliilega, fljótandi fikni- efni, bjórinn, fæst hér út um allt og er engum til ama, þvert á móti er hann öllum til ánægju. Hver sá, sem orðinn er 18 ára, getur keypt bjór, en eitt kann að koma | andstæðingum bjórsins spánskt fyrir sjónir. Unglingar hérlendis drekka bara alls ekki mikinn bjór. Fólk hér neytir bjórsins aðallega með mat og finnst mér sjálfsagt að leyfa það. Hjördis segir í grein sinni, að orðið hafi að breyta hjúkrunar- heimilum i hæli fyrir drykkju- sjúk börn og siðan í fangelsi. Þætti mér gaman að fá rök fyrir þessari fáránlegu staðhæfingu, sérstaklega hvað viðkemur þvi að bjórinri hafi valdið þessu. Ennfremur reynir Hjördis að sýna fram á, að eiturlyf fylgi i kjölfar bjórsins. Langar mig að biðja hana og aðra, sem kunna að vera á sömu skoðun, að líta í eigin barm, nefnilega á þróunina á Is- landi upp á siðkastið. Þar fyrirfinnst enginn bjór, nema sá eftirsótti smyglaði, en samt sem áður streyma eiturlyf til landsins. Þetta er auðvitað neikvæð þróun, sem á sér stað i flestum löndum Evrópu, en það sem mér finnst fráleitt er að kenna bjórn- um um. Það getur einfaldlega ekki staðizt, þar sem hann er bannaður! Ætla ég nú að vona, að ís- lendingar hætti að taka fólk, sem virðist sjá ofsjónum, alvarlega, en sýni heldur, að ísland er lýðræðis- ríki og krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Kominn er tími til að við islendingar fáum frjálslyndari löggjöf í þessu máli, eins og meginhluti annarra landa í Evrópu. Herdis Hallvarðsdóttir.“ Una saga danska Ný skáldsaga eftir Þórarin Helgason HELGAFELL hefur gefið út Una sögu danska eftir Þórarin Helga- son. Á bókarkápu segir svo um bók- ina: „Þórarinn Helgason tekur í skáldsögu sinni vísbendingu Landnámu um skapgerð Una, og lætur söguna hefjast á mis- heppnuðu ástarævintýri Una og konungsdóttur, við hirð Noregs- konungs. Um leið varpar hann ljósi á tildrög íslandsferðar Una. Síðan fylgir sagan í aðalatriðum frásögn Landnámu, og fellir þar ekkert úr. Mál sögunnar er forn- legt, sem vera ber, en frjálslegt og óþvingað eins og munnleg frá- sögn. Sá háttur höfundarins að vefa skáldsögu utan um beina^ grind fornrar frásagnar og auka við samtölum, persónum og atvik- um, er í samræmi við gamla íslenzka hefð að endursegja forn- sögur, þegar söguna þraut, en for- vitna áheyrendur fýsti að heyra meira um persónurnar. Frá- sagnargleði, ást á fornsögunum, auðugt málfar og gamansemi leggjast á eitt í þessari skemmti- legttíslenzku skáldsögu." Una saga danska er tæplega 100 bls. og prentuð í Víkingsprenti. Þannig Htur ,,anti-smoke‘' blandan út. A að slökkva síga rettulöngunina Uaa saga daasYux Þórarinn Helgason Fyrir skömmu var hafinn innflutningur á efni, sem nefn- ist „anti-smoke“. Þetta efni eða lyf er framleitt í Danmörku og er mjög hjálplegt þeim, sem vilja hætta að reykja, og hefur þegar hjálpað fjölda manns. Fólk, sem tekur meðalið inn, á að taka vissan skammt á dag, og þarf enginn að búast við því að hætta samdægurs. Heldur dregur hægt og hægt úr löngun- inni, og fólk hættir smám sam- an, en gert er ráð fyrir að með- alið sé tekið inn í 28 daga. Teknologisk institut í Kaup- mannahöfn hefur reynt meðal- ið á fólki, sem ætlaði sér að hætta að reykja. Hópnum var skipt til helminga, og fékk ann- ar meðalið, eins og það kemur frá framleiðanda, en hinn ann- ars konar blöndu en með sama bragði. Útkoman var sú, að þeir sem tóku hina réttu anti-smoke blöndu fundu sífellt minna og minna fyrir löngun í sígarettur, en ástand hinna var óbreytt. FRÁ LEIDBEININGASTÖD HÚSMÆDRA Kartöflur Á þessu hausti hafa ekki aðrir en þeir, er sjálfir hafa kartöflugarð, getað borið á borð nýuppteknar kartöflur. Því miður fór svo, að erlendu kartöflui;nar, sem fluttar voru til landsins í sumar, voru ekki eins góðar og skyldi. Það væri mikill skaði, ef menn hér á landi færu að minnka kartöfluneyzluna af þessum ástæðum, og vonandi tekst svo til í vetur að ávallt verði á boðstólum góðar kart- öflur. Það skiptir verulega máli bæði frá fjárhagslegu og heilsu- farslegu sjónarmiði. f kartöflum er mikið magn af C-vítamíni, um 20 mg í 100 g af nýuppteknum kartöflum en C- vítamínmagnið rýrnar smám saman og er yfirleitt ekki eftir nema tæplegur helmingur þess þegar kartöflurnar fara að eld- ast. En þar sem kartaflna er neytt daglega á flestum íslenzkum heimilum, eru þær einn af mikilvægustu C-vítamingjöfum okkar. En mannslíkaminn þarfnast um 45 mg af C- vítamfni á dag. Þar að auki eru i kartöflum m.a. hvíta (protein), steinefni eins og t.d. járn og kalium og B-vítamín. Kartöflur eru með ódýrustu fæðutegundum, sem völ er á, kostar 1 kg af kartöflum 63 kr. Með því að auka kartöfluneyzl- una væri unnt að minnka að einhverju leyti kjötneyzluna. Hvert kg af lambakjöti kostar nú 460 kr. og upp í 588 kr. Það skiptir þvi þó nokkru máli fjár- hagslega, hvernig menn skammta á diskinn sinn. Þvi hefur verið haldið fram, að kartöflur séu fitandi, en sé flett upp i næringarefnatöflu má sjá að, 100 g af kjöti gefa um 220 hitaeiningar og 100 g af kartöflum gefa 90 hitaeiningar. Það eru þvi ekki kartöflurnar sem eru aðalorkugjafar mál- tíðarinnar. En sé feit sósa eða brædd feiti látin út á kartöfl- urnar á diskinum, þá verður máltíðin að sjálfsögðu mun orkuríkari. Sama máli gegnir ef kartöfl- urnar eru steiktar t.d. á pönnu eða feiti i djúpsteikingarpotti og búnar til svokallaðar franskar kartöflur. 100 g af frönskum kartöflum, sem eru skornar i stafi (pommes frites) eins og tiðkast að bera fram á veitingahúsum, gefa 300 hitaeiningar. En ef kartöflurnar eru skornar i örþunnar sneiðar (pommes chips) gefa 100 g af sllkum kartöflum 530 hitaeiningar. Venjulegar soðnar kartöflur eru með orkusnauðari fæðuteg- undum, sem við leggjum okkur til munns. Þeim, sem vilja grenna sig, spara við sig fitu (en I kartöflum er sama sem engin fita) eða spara sér út- gjöld vegna fæðis, ber að auka kartöfluneyzluna. Á flestum íslenzkum heimilum eru kartöflur bornar á borð a.m.k. einu sinni á dag, og þann sið skulum við ekki leggja niður. Óhætt er að áætla a.m.k. 150—200 g kartöflur á mann á dag. Fjögurra manna fjölskylda þarf því að kaupa um 5 kg af kartöflum á viku. Það myndi bæta afkomuna og jafn- vel heilsuna ef menn legðu sér til munns um 250 g af kartöfl- um á dag. Sigríður Haraldsdóttir. Franskur fyrirlestur um nútímalist Næstkomandi þriðjudagskvöld 28. október, heldur prófessor Jean Onimus fyrirlestur um nútímalist i Franska bókasafninu á Laufásvegi 12. Fyrirlesturinn nefnir hann „L’informalisme dans l’art actuel" (Formfrelsi í list nú á dögum) og mun hann sýna myndir máli sínu til skýring- ar. Jean Onimus er prófessor við háskólann í Nizza. Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina um bókmenntir og listfræði, sem hlot- ið hafa viðurkenningu og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Ennfremur hefur hann kennt við marga háskóla utan Frakklands, m.a. Yale-háskólann í Banda- ríkjunum og háskólann í Montreal í Kanada. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Að fyrirlestrinum loknum mun Jean Onimus svara fyrirspurnum við- staddra. HELLUBlÓ Allir þekkja leiðina austur yfir heiðina til hennar kellu sem fékk dellu og fór á Hellu PEUCAN ★ HELLUBÍÓ SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. Landsins siðfágaðasta og spakasta hljómsveit DISKÚTEK ÁSLÁKUR verður einnig til staðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.