Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 16

Morgunblaðið - 25.10.1975, Side 16
SILFTJR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALUR PEKKJA sólargeislinn frá Florida LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1975 „Bretar komu ekki út úr skelinni” Svipmyndir frá útifundinum á Lækjartorgi í gær — sagði Einar Agústsson um landhelglsviðræðurnar sem lauk í London í gær án þess að samkomulag næðist London 24. október. Frá blaðamanni Mbl. Ingva Hrafni Jónssyni: ^ VIÐRÆÐUM íslenzku og brezku samninganefndanna um landhelgismálið lauk í London í dag um kl. 12.30 án þess að samkomulag næðist. Ákveðið var að brezkir fiskifræðingar og embættismenn kæmu til Reykjavikur í byrjun nóvember til að ræða við islenzka starfsbræður sina um skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar um ástand fiskstofnanna, en sú skýrsla var helzta umræðuefnið á fundunum. Forráðamönnum sendinefndanna ber ekki i öllu saman um hvort rætt hafi verið um ákveðið tilboð íslendinga. Roy Hatters- ley, aðstoðarutanríkisráðherra Breta, sagði á blaðamannafundi i brezka utanríkisráðuneytinu að íslendingar hefðu lagt fram ákveðið tilboð, en Einar Ágústsson sagði á blaðamannafundi i íslenzka sendiráðinu að íslendingar hefðu ekki lagt fram tilboð, en það væri rétt að menn hefðu rætt tölur. ^ í samtali við Mbl. sagðist utanríkisráðherra ekki geta sagt frá þvi að svo stöddu um hvaða tölur væri að ræða. í gær sagði ráðherrann að viðræðurnar legðust illa í sig, og i dag sagði hann við blaðamann Mbl.: „Þetta batnaði ekkert i morgun. Ég vonaði í lengstu lög að Bretar myndu koma út úr skelinni og gefa okkur hugmynd um hvað þeir gætu sætt sig við, en það vildu þeir ekki gera. Við ræddum tölur, — það er rétt —, en ég fullyrði að það geta allir samningamennirnir staðfest að ekkert tilboð var lagt fram af okkar hálfu og það vil ég að sé rækilega undirstrikað, þvi Hattersley virðist hafa gefið annað til kynna." Um það hvort samkomulag væri hugsanlegt þó ekki væri fyrir 13 nóvember en fyrir áramót, sagði Einar Ágústsson: „Ef Bretar átta sig á stöð- unni og ef þeir geta ekki hrakið sjónar- mið íslenzkra fiskifræðinga þá held ég að þeir hljóti að viðurkenna staðreyndir og gera væntanlega minni kröfur, vegna þess að hér er ekki einungis um hagsmum Breta og íslendinga að ræða heldur allra þjóða sem byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á fisk- veiðum." „Nú hefur verið talað um tölur frá 50—80 þúsund tonn sem íslendingar gætu hugsanlega sætt sig við?" ,,Ég get ekki staðfest neinar tölur." Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, sagði í samtali við Mbl um framvindu málsins: „Ég tel að þessar viðræður hafi verið gagnlegar Við höfum fengið tækifæri til þess á þessum tveimur dögum að koma ræki- lega á framfæri sjónarmiðum okkar íslendinga Við höfum bent á að stefna okkar sé að sjálfsögðu að allt svæðið innan 200 mílna verði til afnota fyrir íslendinga eina Að því er varði bráða- birgðasamkomulag við einstakar þjóðir eins og t d Breta geti aðeins orðið um verulega takmarkað aflamagn að ræða." Um afstöðu Breta sagði Gunnar Thoroddsen „Hattersley, formaður nefndarinnar, sem hafði einna helzt orð fyrir þeim, er ákveðinn maður og einarður og flutti mál sitt allvel, þolt okkur fyndist sumar röksemdir hans véikar og veigalitlar, en þeir voru ákveðnir í sinni afstöðu og bentu hvað eftir annað á hversu alvarleg áhrif þetta gæti haft í för með sér fyrir fiskimenn og verkafólk í brezku fiskibæjunum, þar sem atvinnuástand væri mjög erfitt fyrir." Ráðherra vildi ekki spá um líkur á samkomulagi, en er hann var spurður álits á ummælum Hattersleys á blaðamannafundi sínum um að talað hefði verið um veiðar Breta innan 50 milna sagði hann: „í okkar viðræðum hefur verið talað um 200 mílurnar sem eina heild og 50 mílurnar ekki sem sjálfstætt svæði." Á blaðamannafundinum í sendiráð- inu sagði Einar Ágústsson aðspurður að hann tryði því ekki að Bretar sendu enn einu sinni herskip upp að íslands- ströndum, og Hattersley svaraði sömu spurningu á sínum fundi á þann veg, að ekki væri rétt að ræða þann mögu- leika meðan báðir aðilar legðu sig alla fram um að ná samkomulagi. Hann sagði að sérfræðingar beggja aðila væri furðulega sammála um skýrslu íslenzku Hafrannsóknastofnunarinnar, en þó gætu brezku sérfræðingarnir ekki samþykkt hvernig frarptíðarspárn- ar væru gerðar, en þessi mál væru í nánari athugun. Hann sagði einnig að ef samningaviðræður væru í fullum gangi 13. nóvember myndu Bretar leggja til að klukkan yrði stöðvuð og samkomulagið látið halda sér óbreytt á meðan verið væri að reyna að ganga frá nýju Um þetta sagði Einar Ágústs- son að íslendingar teldu samkomu- lagið renna út 13. nóvember og eftir þann tima myndu íslendingar með öllum tiltækum ráðum reyna að verja 200 mílna lögsöguna Mikill fjöldi fréttamanna var á blaðamannafund- inum í dag íslenzka sendinefndin kemur heim á morgun, laugardag. Sjónvarpið hóf út- sendingar í lit í gær MBL. hafði af þvf spurnir f gærdag, að ætlunin væri að hefja sjónvarpsútsendingar í lit þá um kvöldið. I tilefni af þessu var haft satnband við Pétur Guðfinnsson, staðfesti hann að þetta væri rétt. Pétur sagði: — Þannig stendur á þessu, að við höfum frétt að hafinn sé innflutningur á út- búnaði, sem tengdur er við lit- sjónvarpstæki, þannig að þau myndsegulbönd, sem tekin eru í lit, koma þannig fram á tækjun- um, enda þótt við gerum ráð- stafanir til að „sigta“ litinn frá, eins og gert hefur verið hingað til. Hluti þeirra myndsegulbanda, sem við fáum erlendis frá, er í lit, og við sjáum ekki ástæðu til að baka þvf fólki, sem nú þegar á iitsjónvarpstæki, óþægindi og aukakostnað af því að útvega sér þennan aukaútbúnað. Þetta þýðir ekki neina formlega ákvörðun um litsjónvarp á framkvæmdastjóra sjónvarpsins, og íslandi. Við munum að svo komnu máli ekki gera neinar sérstakar ráðstafanir til að fá fremur sjón- varpsefni í lit hér eftir en hingað til, heldur munum við aðeins hætta að „sigta“ litinn frá, að minnsta kosti nema annað verði ákveðið. — Er vitað hversu mörg litsjón- varpstæki eru til hérlendis? — Á skrá í innheimtudeild eru þessa stundina 67 slík tæki, en ugglaust eru þau fleiri. Það tekur alltaf sinn tíma að söluskýrslur berist til okkar, en það mætti segja mér, að litsjónvarpstæki á landinu væru eitthvað á annað hundrað. „Svakalega eru þetta margar mömmur“ Ljósmynd Ól.K.M. Fiskveiðideilan: Utiltitini óbi’eyltri slelnu — segja fulltrúar sjómanna „VIÐ höldum óbreyttri stefnu og förum ekki á veiðar fyrr en við höfum fengið kröfum okkar fram- gengt,“ sagði Gestur Krist- insson skipstjðri við Mbl. f gærkvöldi, en hann er einn úr samstarfsnefnd sjó- manna, en nefndin hefur nú opnað skrifstofu á Hótel Borg. Lítil hreyfing hefur verið á málum síðan veiðiskipin sigldu í höfn. Þátttaka í aðgerðunum er mjög almenn um allt land að sögn samstarfsnefnd- arinnar. Morgunblaðinu er þó kunnugt um að skuttog- ararnir Vigri og Engey eru farnir á veiðar. Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á sjómenn á togurum Ut- gerðarfélags Akureyringa að halda á veiðar en þeir höfnuðu því, kváðust ekki vilja rjúfa einingu sjó- manna. 1 fyrradag átti samstarfs- nefndin fund með Geir Hallgrímssyni forsætisráð- herra. Skýrðu báðir aðilar sjónarmið sín. Þá héldu sjómenn mjög fjölmennan fund í Stýrimannaskól- anum í fyrrakvöld og voru þar samþykktar ályktanir um kröfur sjómanna. Að sögn Gests Kristinssonar er það mat sjómanna, að það kosti þjóðarbúið 150 milljónir króna fram til áramóta, ef gengið yrði að kröfum sjómanna og jafn- framt hefur komið fram, að það eru um 1000 milljónir á ársgrundvelli. Þess skal að lokum getið, að útgerðarráð Útgerðar- félags Akureyringa sendi togurum sínum í upphafi aðgerða þá orðsendingu, að ef fljótlega yrði haldið áfram veiðum yrði skaða- bótakröfum sleppt, en annars yrði áskilinn réttur til að krefjast bóta fyrir tjón sem þessi ólöglega að- gerð bakaði félaginu. Kærður fyrir 8 líkamsárás- ir á 2 árum SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann í allt að 15 daga gæzluvarðhald fyrir Ifkamsárás, sem hann framdi nú í vikunni. Er þetta áttunda Ifkamsárásarkæran, sem maðurinn fær á tveimur árum. 1 þetta sinn réðst hann á konu f samkvæmi og stór- skaðaði hana f andliti með hnefahöggum. Bókauppboð í dag GUÐMUNDUR Axelsson list- munasali í Klausturhólum held- ur bókauppboð í Tjarnarbúð klukkan 14 í dag. A uppboðinu verða 100 númer. Úrslit í 4. umferð FJÓRÐA umferð svæðamótsins var tefld f gær og fóru úrslit þannig: Parma gerði jafntefli við Liberzon — Ribli vann Ha- mann — Poutiainen vann Hart- ston. Biðskák varð hjá Birni og Timman og einnig hjá Jansa og Murray og hjá Friðrik og Van den Boreck. Zwaig vann Laine f 11 leikjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.