Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 6
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Tónleikahalð í Háskóláíói r r • Rnnar Jnlíusson í Billbnard Bandarfska vikuritið Bill- board, sem er eitt stærsta og elzta músíkblað heimsins, birti þann 29. nóv. síðastliðinn viðtal við Rúnar Júlíusson, meðeig- anda Hljóma hf. bassaleikara, söngvara o.s.frv. og það sem meira er, viðtalið birtist að hluta á forsíðu blaðsins. Höf- undur er Is Horowich og hitti hann Rúnar að máli er sá síðar- nefndi var að Ijúka hljóðblönd- un á einni af plötum Hljóma hf f Soundtek-Studíóinu í New York. Viðtalið snýst að mestu leyti um fjármál og tölfkæðilegar staðreyndir íslenzks hljóm- plötuiðnaðar. Minnzt er á að á sex vikna tímabili í haust og vetur hafi Soundtek fyrirtækið pressað um 40.000 eintök af LP plötum fyrir íslenzk útgáfu- fyrirtæki. Sfðan segir Rúnar að 20% innflutningstollur sé lagður á framleiðslukostnað og flutningskostnaður sé 20 til 30 bandarísk sent á hverja plötu. Ennfremur segir Rúnar að Hljómaútgáfan greiði um 1 Bandaríkjadollar fyrir hverja fullunna plötu (pressun, Albúm og frágang) og mætti því ætla að um gróðavænlegt fyrirtæki væri að ræða, en svo sé ekki ef lengra er litið, því dæmið líti nefnilega þannig út að af hverjum 11 dollurum, sem plata kosti í smásölu, fari 20% í söluskatt, 37% sé álagning smá- sala og að frádregnum innflutn- ingstollum og flutningskostnaði sé gróði um 4 dollarar á hverja selda plötu. Ofan á þetta bætist svo kostnaður á stúdíó, sem oft fer upp í 10.000 dollara eða meira. Undir lokin er rætt lítillega um kynningarmöguleika á ís- lenzkri tónlist og hvað plata þurfi að hafa til að bera svo hún seljist. Síðast er Rúnar svo spurður um ástæðu fyrir hinum mikla tónlistaráhuga Islend- inga og svarar hann því: „Lík- lega vegna þess hve vetrar- næturnar eru Iangar.“ Bald. J.B. WUfElDMIfTAR bhlbooNl Bandaríkjunum ™ « _ ■* +* 5. > J > ; « •= XI 1. S » = ® g Jt <f> > Stórar plötur 1 1 4 2 7 3 3 8 5 5 21 2 23 6 9 7 8 9 26 3 7 4 12 10 11 6 11 13 18 12 15 8 13 14 14 16 15 17 16 44 17 19 11 18 10 15 19 9 20 20 11 9 CHICAGO IX CHICAGO’S GREATEST HITS EARTH WINI) & FIRE — Gralitude AMERICA —History-America’s Greatest Hits KC & THE SUNSHINE BAND JEFFERSON STARSHIP — Red Octopus PAUL SIMON — Still Crazv After All These Years ELTON JOHN — Rock Of The Vesties JOHN DENVER — Windsong JONI MITCHELL — The Hissing Of Summer Lawns GROVER WASHINGTON JR. — Feels So Good OHIO PLAYERS — Honev BARBRA STREISAND — Lazv Afternoon ART GARFUNKEL — Breakawav O’JAYS — Familv Reunion SEALS & CROFTS — Greatest Hits HELEN REDDY’s GREATEST HITS NEIL SEDAKA — The Hungrv Years SILVER CONVENTION — Save Me KISS —Alivel ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA — Faee The Muxic Litlar plötur 1 4 2 2 3 1 4 5 5 6 6 8 7 3 8 11 9 10 10 7 11 13 12 14 13 9 14 29 15 15 16 16 17 21 18 22 19 17 20 24 I K.C. & THE SUNSHINE BAND That’s the wav (I Like It) STAPLE SINGERS — Let’s do it again SILVER CONVENTION — Flv, Robin, flv BAY CITY ROLLERS — Saturdav night OHIO PLAYERS — Love Rollercoaster DIANA ROSS — Theme from „Mahoganv” (Do You Know Where You’re Going To) JIGSAW — Skv High BARRY MANILOW — I write the songs SWEET — Fox on the run BEE GEES — Nights on Broadway FRANKIE VALLI — Our dav will come O’Javs — I love music (Part 1) SIMÖN & GARFUNKEL — Mv little town C.W. MCCALL — Convov LEON HAYWOOD — I want’a do something freakv to vou ELTON JOHN — Island girl PAUL ANKA — Times of vour life DAVID GEDDES — The last game of the season (A Blind Man in The Bleachers) CAPTAIN — TENNILLE — The wav I want to touch you CLEN CAMPBELL — Countrv bov (You Got Your Feet In L.A.) * Salaívfir500þúsundeintökum. 9 11 11 6 8 17 6 6 12 10 8 10 3 16 11 6 6 13 ★ ★ Stærstu tónleikar þessa árs voru haldnir í Háskólabíói fyrir nær fullu húsi áheyrenda mið- vikudaginn 10. des. og gengu furðanlega vel miðað við það skipulagsleysi er einkennt hef- ur rokktónleikahald hérlendis. Byrjun tónleikanna var aug- lýst kl. 24:00, en á aðgöngu- miðum stóð 11:30 og olli það vafalaust nokkrum misskiln- ingi, því um og fyrir kl. 11:30 hafði safnazt mikill fjöldi manns í forsal bíósins, sem svo varð að standa þar þangað til hleypt var inn í aðalsal bíósins um kl. 24:00. Fyrsta atriði dagskrárinnar var svo Spilverk þjóðanna og hófst þáttur þess með ræðu þeirra einkavinar, Hermóðs danska, og var innihald hennar dálítið tormelt kímni, og ekki 1 neinu samhengi við annað á tónleikunum. Aður en sjálft Spilverkið gat hafið leik sinn tróð upp á sviðið alldrukkinn maður, sem þvældist þar og tafði í um stundarfjórðung, þar til hann var fjarlægður, sem fyrr hefði mátt vera. Spilverkið flutti slðan þrjú lög í röð af plötu sinni og var það gert af öryggi og mýkt. Tveir söngkerfishátalarar voru sinn hvorum megin á svið- inu og fór allur hljóðfæraleikur og söngur gegnum þá. Sökum þess hve langt þessir hátalarar voru frá sjálfum flytjendunum kom svo tónlistin úr allt annarri átt, og virkaði þetta dálítið skringilega i fyrstu. Nokkrir erfiðleikar voru líka á hljóðblöndun í byrjun, en lag- færingar urðu fljótlega þar á. Lítið heyrðist þó f gítarleik Sigurðar Bjólu allan tímann. Næst lék Spilverkið átta lög, ýmist gömul eða áður óheyrð. Það sem athyglisverðast var af þeim voru lögin „River song” og lagið, sem á eftir fór, en ég náði ekki nafni á. „Riversong” var dálítið frábrugðið öðrum lögum Spilverksins og lék Val~v geir á bandaríska hljóðfærið dulcimer og Sigurður Bjóla á bongótrommur í því, og gaf það laginu töluverða fjölbreytni. Lagið sem á eftir fór var svo eitt bezta lag Spilverksins á þessum tónleikum. Fjölbreytni, skiptingar og styrkur i laglínu ásamt sérlega góðri röddun og söng hjálpuðust að til að skipa þessu lagi á bekk með beztu lög- um Spilverksins. Seinustu Iög Spilverksins voru svo flest dálftið róleg og sum svolítið ein- hæf, eins og t.d. „Miss You“. Að loknum ellefu lögum var svo Spilverkið klappað tvisvar upp og flutti jafn mörg lög til við- bótar. Segja má að síðustu um Spilverkið að fáir ef nokkrir Ieika í dag jafn fágaða, vel æfða og vel sungna tónlist hér á landi. Næstir á dagskrá var Þokka- bót og var þetta fyrsta opinbera framkoma þeirra i nokkuð Iangan tíma, ef frá er talinn fullveldisfagnaður stúdenta 1. des. Þokkabót fékk mjög góðar undirtektir áheyrenda og er það vafalaust þvf að þakka hve þekktir þeir eru úr útvarpi og þvi að mörg laga þeirra eru einföld alþýðulög er menn kunna utan að eftir fyrstu áheyrn. Þátt sinn hófu þeir á stuttu og einföldu „jammi" er kallað- ist „Kynnir á rauðum buxurn” og var þar væntanlega átt við Hermóð danska. Sfðan kom hvert lagið af öðru, samtals 16 lög og voru mörg þeirra af plötu þeirra „Bætiflákar”. Með- al annars léku þeir lagaflokk- inn „Sólarhring” og komst hann sæmilega til skila, en þó vantaði eitthvað upp á að lögin stæðu fyllilega undir nafni. Önnur Iög voru misjafnlega flutt og sum dálítið losaralega. Það, sem helzt vantaði i flutn- ing þeirra á þessum tónleikum, var meiri ákveðni, skýrari og sterkari laglínur. Helzta undan- tekningin frá þessu var þó lagið „Unaðsreitur”, sem var mjög vel flutt. Hljóðstjórn gæti hafa haft áhrif á útkomu tónlistar Þokkabótar, því allan tfmann heyrðist mjög lftið í bassaleik og píanó var einnig mjög veikt framan af. 1 lokin voru þeir i Þokkabót svo klappaðir upp, eins og venja er og léku þá lagið „Litl- ir kassar” í nýrri, mun veikari og flatari útsetningu og Eggert Þorleifsson endaði svo þáttinn á frekar þunglamalegu flautu- sólói. 1 raun sýndu þeir f Þokkabót ekki að þeir væru betri en meðal skólahljómsveit. Síðast var svo það atriði er beðið var með hvað mestri eft- irvæntinu, en það var Einar Vilberg og félagar. Eins og áð- ur hefur komið fram hér á sfð- unni þá er Einar nú um það bil að ljúka upptökum fyrir LP plötu, með ýmsum aðstoðar- mönnum og gafst almenningi nú f fyrsta sinn kostur á að kynnast þvf, sem hann hefur verið að framleiða. Tónlistin reyndist vera heldur ófrumleg rokktónlist og áhrifa gætti frá ýmsum höfuðstefnum rokksins, jafnvel mátti greina svolítið ,,funk“ í öðru laginu sem leikið var, en samtals lék hann fimm lög. Segja má að ef ekki hefðu komið til hinir góðu og vel sam- æfðu aðstoðarmenn hans, þá væri óvíst hvort tekið hefði ver- ið jafn mikið eftir tónlist Ein- ars, en aðstoðarmenn hans voru Asgeir Óskarsson, Þórður Arnason, Lárus Grímsson, Guð- mundur Benediktsson og Spil- verkið, sem raddaði. Sjálfur söng Einar ágætlega og lék með Framhald á bls. 59 Spilverk þjóðanna Þokkabót Hliómplötnðóinar: De Lónlí Bln Bojs: „Hinn Gullni Meðalvegur” Hljómar hf 013! 1975 HLJÓMPLÖTUUTGÁFAN sendi frá sér fyrir stuttu aðra LP plötu Ðe Lónlf blú Bojs / Hljóma og er þar fylgt sömu reglum og fyrr, þ.e. á „Stuð, Stuð, Stuð“, og ætti þessi plata því að ná sömu vin- sældum og hin fyrri. Reglur Blú Bojs / Hljóma eru í stórum dráttum að taka fyrir bandarfsk „country og western” lög og gamla slagara, blanda þá dálitlu rokki, eða semja svipuð lög, þannig að útsetningum svipar mjög til Beach Boys laga (t.d. „Harðsnúna Hanna” og „Ut og suður, þrúmustuð”) og setja við íslenzka texta. BIú bojs passa sig líka á því að taka nær eingöngu fyrir lög er náð hafa gífurlegum vinsældum erlendis á undanförn- um árum, en tæplega heyrzt hér á Iandi. A þetta sérstaklega við um „country og western” lög eftir Jerry Leiber/Mike Stoller og Merle Haggard. Þegar svo búið er að matreiða þessi lög fyrir Islend- inga er það alveg bókað að lögin muni ekki ná síðri vinsældum hér, en annars staðar, og því mik- ill fjárhagslegur ágóði tryggður flytjendum án þess að þeir leggi nokkuð frumlegt af mörkum. Ein helzta undantekning frá áð- urnefndri formúlu Blú Bojs/Hljóma er þó lagið „Allan sólarhringinn”, sem er mjög skemmtileg „reggea” útsetning á Donovan-laginu „Colors” og f þessu lagi eiga svo allir flytjend- ur ágætis söngsóló. Það sem er ljósasti punktur þessarar plötu er allur flutningur laga, sem teljast má nær lýtalaus. Sérstaklega á þetta við söng og raddir, enda fyrsta flokks menn er þar eiga hlut að máli, þ.e. þeir Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Rúnar Júlíusson og Gunn- ar Þórðarson. Þessir sömu menn sjá einnig að mestu um hljóðfæra- leik, þ.e. gítar, bassa og hljóm- borð, en auk þess kemur fram ónefndur stálgftarleikari í nokkr- um lögum og tveir trommuleikar- ar sjá um að halda taktinum. Ann- ar þeirra mun vera Clem Cattini, sá hinn sami og lék á sólóplötú Gunnars Þórðarsonar. I nokkrum lögum hefur svo einnig verið bætt strengjahljóðfærum eða strengja- sinthesiser til áherzluauka. Text- ar eru flestir eftir Þorstein Egg- ertsson, þ.e. níu stykki, en Rúnar Júlíusson á tvo og Jónas Friðrik einn og flestir þeirra eru lítill skáldskapur. Sumir jafnvel þýdd- ir og endursagðir af frummálinu, en eignaðir þýðanda (t.d. Mamma grét). Að lokum: Hve lágt geta nokkr- ir fremstu tónlistarmanna Islands á sviði rokktónlistar (þar á meðal Gunnar Þórðarson, sem hlotið hefur listamannalaun sem viður- kenningu) lagzt á sviði „commer- cialisma”?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.