Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 39 „Við erum hingað komnir til að undirrita samning sem getur komið á friði.“ Frá hinni einstæðu athöfn um borð f orrustuskipinu „Missouri** á Tokyo-flða. heyrt rödd keisarans. Allt at- hafnalíf lagðist niður, þegar ávarpinu var dtvarpað, alger þögn færðist yfir allt landið, öll þjóðin hlustaði. Sumir grétu, aðrir báðust fyrir. Sumir gripu til ofbeldisverka, aðrir frömdu sjálfsmorð. Flestir sættu sig við orðinn hlut. Nóttina áður réðst hópur of- stækisfullra liðsforingja undir forystu Koga majórs, frænda Tojo hershöfðingja, inn á lóð keisara- hallarinnar f von um að fá lífvörð keisarans í lið méð sér. Yfirmaður lífvarðarins, Mori hershöfðingi neitaði að styðja uppreisnar- mennina, og einn dr hópnum dró þá upp skammbyssu og skaut hann til bana. Foringjar samsær- isins notuðu innsigli hans til að falsa tilskipanir og fengu þannig um tíma yfirráð yfir herliði á hallarlóðinni. Það sem eftir var nætur leituðu þeir að hljóðritun- inni með ávarpi keisarans, sem enn hafði ekki verið dtvarpað og að Kido markgreifa og öðrum mönnum handgengnum keisaran- um. Þeir sökuðu þá um „landráð" og undirferli, sem þeir sögðu að hefði orðið til þess að keisarinn ákvað að binda enda á stríðið. Samsærið fór dt um þdfur, og daginn eftir voru uppreisnar- menn yfirbugaðir. Endalokin í Asíu Meðan þessu fór fram sagði Suzuki forsætisráðherra af sér. Higashikuni prins, frændi keisarans, var skipaður eftir- maður hans. Togo treysti sér ekki til að halda áfram störfum utan- ríkisráðherra vegna ellilasleika. Shigemitsu sem sjálfur var hrumur og með gervifót, var skip- aður í hans stað, því hann var hlynntur vestrænum ríkjum. Anami hermálaráðherra framdi sjálfsmorð með hefðbundinni aðferð, kviðristu. Fleiri sviptu sig lífi á þann hátt á næstu dögum. Nokkuð bar á uppsteyt gegn ákvörðuninni um uppgjöf. öfga- menn voru hins vegar illa skipu- lagðir og barátta þeirra fór dt um þdfur, ekki sízt þar sem yfirmenn landhers og sjóhers neituðu að styðja þá. Meirihluti þjóðarinnar hlýddi skipununum sem komu fram i dtvarpsávarpi keisarans, og sætti sig við óhjákvæmileg endalok. Þannig komst friður á án átaka, sem fáa hafði órað fyrir. 1 lok mánaðarins höfðu Rdssar lagt undir sig alla Mansjdríu og Kóreu. Brezki sjóherinn tók Hong Kong eftir mánaðamótin og japanskt herlið gafst upp á hverri Kyrrahafseynni á fætur annarri. Sú mikla innrás, sem hafði verið ráðgerð frá því um sumarið og átti að hefjast 1. nóvember („Hernaðaráætlun Olympic"), reyndist óþörf. En sd innrás átti aðeins að beinast gegn eynni Kyosho, og aðalaðgerðirnar gegn Honshu („Hernaðaráætlun Coronet") áttu ekki að hefjast fyrr en í marz og apríl 1946. „Eng- inn vafi leikur á því, hver drslitin hefðu orðið, en baráttan hefði orðið erfið og kostað mikið mann- tjón,“ segir brezkur höfundur, Sir Peter Gretton aðmfráll. Enn hafði herjum Japana ekki verið splundrað, þeir stóðu enn uppi, Japanir höfðu enn miklar birgðið skotfæra, og þeir gátu notað þær flugvélar sem eftir voru til sjálfs- morðárása. I bandarfsku her- stjórninni voru skiptar skoðanir um, hvort innrás mundi reynast nauðsynleg. Ymsir háttsettir yfir- menn töldu, að hafnbannið og loftárásirnar mundu nægja til að knýja Japani til uppgjafar. „Nýjar upplýsingar, sem hafa komið fram (að nokkru raktar hér) ... virðast styðja skoðanir þeirra sem voru andvígir innrás- inni,“ segir Gretton. Skuggi sprengjunnar Sir Basil Liddell Hart segir t riti sínu um siðari heimsstyrjöld- ina: „Hin raunverulegu endalok urðu 14. ágdst, þegar keisarinn tilkynnti uppgjöf Japana sam- kvæmt þeim skilmálum, sem Bandamenn settu og bardagar hættu — einni viku eftir að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varp- að. En jafnvel það voðaverk, að þurrka dt borgina Hiroshima til að sýna fram á eyðingarmátt þessa nýja vopns, hafði aðeins þau áhrif, að flýta fyrir upp- gjöfinni. Uppgjöfin var fyrirfram vfs, enga brýna nauðsyn bar til að beita slíku vopni — og við þann dimma skugga, sem frá þvi stafar hefur heimurinn bdið æ siðan.“ Athöfnin um borð í „Missouri" var aðeins formsatriði. „Byssurnar eru þagnaðar," sagði MacArthur hershöfðingi f dt- varpsávarpi til bandarisku þjóð- arinnar síðar sama dag, 2. septem- ber. „MikiIIi harmsögu er lokið. Mikill sigur hefur verið unn- inn...“ GH Þetta frábæra fatasnið heitir „DISCO”. Einnig úrval af „GATSBY” fötum, „BLAZER jökkum og stökum terelyn og ullar buxum. Riffluð flauelsföt með vesti í miklu úrvali. Stakir flauelsjakkar og stakar flauels buxur í miklu úrvali. TIZKUVERZLUIM UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Sími frá skiptiborði 28155 LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 WNjf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.