Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 11
ií»ri0nwM®foiiífo
Jólalesbók barnanna
X •j HÉRNA sérðu teikn-
LilXcL” *ngu húsi. Eftir er að
lita húsið og það skaltu
DO 0*íl gera, en við skulum gefa
^ **'©**' ! j>ér nokkrar ábendingar
að fara eftir, sem segja
þér dálftið um litina
sem nota má.
Litli svarti kettlingurinn hún Trilla,
var i sjöunda himni. Rauði boltinn
hennar hafði verið týndur í nokkra
daga en nú hafði boltinn fundist aftur
undir græna trénu með rauðu kirsu-
berjunum.
Trilla flýtti sér inn til að sýna vini
sínum, brúna bangsanum, boltann. En
þegar Trilla var komin inn um rauðu
dyrnar með gula sólarandlitinu fann
Trilla ekki Bangsa. Trilla gægðist nú
undir gula borðið og gulu stólana með
bláu sessunum. Hún kikti ofan í grænu
skálina með gula banananum, rauð-
gulu appeslínunum og grænu perun-
um. Kisa skimaði einnig bak við bláu
kaffikönnuna, en Bangsa var hvergi að
sjá. Ekki heldur bak við myndina af
rauðu blómunum í bláa rammanum.
Trilla ætlaði að gefast upp á leitinni,
þegar hún heyrði þrusk uppi á loftinu.
Þangað flýtti hún sér — og þarna stóð
Bangsi í grænu peysunni sinni við
rauða rúmið. Hann hafði kveikt á gula
lampanum sínum.
Eg er að leita að brúna boltanum
mínum, sagði Bangsi. Hefurðu gáð
undir bláu stólana? spurði Trilla kisa.
— Já, sagði Bangsi — og ég hef
einnig leitað í gulu sængurfötunum,
en ég sé hann hvergi.
Nú er spurningin hvort þið getið
fundið boltann hans Bangsa og lokið
við að lita myndina?
Sagan af
montna
hananum
EINU SINNI var hani. Han-
inn átti heima 1 litlu þorpi.
þar sem hanar og hænur
spígsporuðu út um allt þorp.
Nú, þessi hani, sem ég var
að segja frá, var ósköp
venjulegur nema hann
hafði einn galla. Hann
þóttist vita alla heimsins
vísdóma og allar hæn-
urnar nema ein dáðust
að honum. Hænan, sem dáð-
ist ekki að honum hét Fiður-
mjúk. Hún var svört á lit og
með Ijósrauðar fætur. Þessi
hæna var mjög gömul. Hún
vissi allt um hanann hroka-
fulla. Einn dag voru Fiður-
mjúk, Rauðkambur og Gull-
fótur heima hjá Goggu, vin-
konu Fiðurmjúkar. Gullfótur
byrjaði á samræðunum. „Ég
þoli bara ekki þennan nýja
montrass, þennan hana
montrass. Ég vildi að lög-
regluhaninn gerði hann út-
lægan úr þorpinu. „Það er nú
full mikið sagt," sagði
Gogga. „Hann veit um allt
sem til er á jörðinni." „Úff,
þú trúir því þó ekki, Gogga
mín. Ég veit um allt sem
hann snertir," sagði Fiður-
mjúk. „Menntamálaráðherra-
haninn sagði einu sinni að
hann hlyti að vita allt. Þess
vegna hefur hann orðið
svona montinn eins og hann
er nú í dag." Þá sagði Rauð-
kambur: „Mér finnst að við
ættum að reyna að koma
honum í kltpu, þannig að
hann sjái eftir að hafa verið
svona og þá verður hann
ekki montinn lengur." „Já,
það skulum við reyna,"
sögðu þau öll i kór.
Daginn eftir var Rauð-
kambur að labba á götunni
fyrir framan húsið sitt. Þá
heyrði hann háa rödd kalla:
„Soldáninn í Indlandi á af-
mæli á morgun." Hann gekk
á hljóðið og sá að montni
haninn var að kalla þetta yfir
hænurnar." Rauðkambur
flýtti sér til hans og sagði
eins og satt var: „Soldáninn
á ekki afmæli á morgun.
Hann á afmæli í dag.” „Nú,
jæja," sagði sá montni. Þá
sagði Rauðkambur: „Veiztu
hvað jörðin gengur marga
hringi t kringum sólina á
dag?" „Já, það held ég nú.
Hún gengur fjóra hringi."
„Nei," sagði Rauðkambur.
„Hún gengur einn hring á
dag kringum sólina." Það
kom dálitið fát á þann
montna. Allar hænurnar
hlógu að montna hananum
og fóru að ptskra sin á milli
um að hann hefði bara
skrökvað öllu sem hann hefði
sagt. Haninn varð svo
smeykur að hann hljóp eitt-
hvað út í buskann og hefur
ekki sést siðan.
Endir.
Eftir Hörpu Ámadóttur, 10 íra
Enniabraut 14, Ólafsvtk.
Teikninguna af Bjúgnakræki gerði Harpa 10 ára
Ólafsvík.