Alþýðublaðið - 24.11.1930, Page 3

Alþýðublaðið - 24.11.1930, Page 3
’AEÞÍÐDBDAÐIÐ 5 50 anra. 50 aora. Elephant-cinarcttur. Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar fi heildsðln hjá TMsverzlun Islands h. f. Regnf rakkar með afslættl Enn fremur margt annað með tækifærisverði. Vestan af Snæfellsnesi. Eftir: Árna Ágústsson. Ferðin nm sveitirnar. Þegar það var afráðfð, að ég færi vestur á Snæfellsnes til þess að heimsækia verklýðsfélðgin þar, fór ég með Suðurlandinu til Borgarness og þaðían í bifreið eíns' og leið liggur vestur sveit- imar á sunnanverðu Snæfells- íuesi. Or Borgarnesi ser nú kom- inn bilfær vegur alla Mð vestur í Ólafsvík um Fróðarheiiðí og til Stykkishólms um Kerlingarskarð. Um þetta leyti árs er þó veguc- inn venjulega ófæi bifreiðum yf- ir fjallgarðirm, og vegna undan- genginna frosta komst ég ekki iengra í bifreiðinni en að Stað- ará. Þangað vestur er margra kiukkutima akstur úr Borgar- nesi, og þegar hifreléin brunaði eftir veginum bæ frá bæ og sveit úr sveit, hvarflaði hugur rninn til liðins tíma, er bændumir urðu að ganga að vetrarlagi um órudda vegu, móa, mýrar, fjöll og firn- jndi til þess að komast í kaup- stað og afla sér nauðsynja. Eng- inn íslenzkur bóndi myndi nú vilja standa í sporum fyrirrenn- ara srnna, sem enga vegi höföu og engin önnur farartæki en hestana og sjálfa sig. En þó hef- ít naumast nokkur vegur verið lagður án langrar og strangrar baráttu fárra víðsýnna umbóta- manna við tregðu og vanafestu aldarandans, sem spymti gegn öllum nýjungum og framförum. Og þessi vanafesía og tregða hef- ít ætíð verið uppistaðan í flest- um þeim örðugleikum, er þjáð hafa mannkynið fram á þenna dag. Minnast nú flestir íslend- ingar þess t. d. með trega, er Tryggvi heit. Gunnarsson hlaut ómaklegt aðkast fyrir baráttu isfna fyrir því, að eátt af vatns- mestu og hættulegustu fljótum landsins yrði brúað, En aðkast- ið, sem Tryggvi hlaut fyrir um- bótaviðleitini sína, er ekkert eins- dæmi í sögu framfaranna, þvi að svo má segja, að allar nýjungar, sem orðið hafa til ómetanlegs gagns og menningarauka í lífi þjóðarinnar, hafi sætt grimmileg- ustu árásum frá þeim flokki manna, sem ríkastur er af tregðu og skilningsleysi á þörfum fólks- ins, og sem ætíð byggir völd sín á lélegustu eiginleikum sam- tíðcir sinnar. Nú er ekkii barist um það, hvoit rétt sé að leggja vegi eða ekkii til þess að bæta úr sam- gömguörðugleikum sveitanna. Nytsemi veganna er svo auðsæ, að ekki verður um vilst. En oft hefir íliaJdsflokkurinn borið við féleysi, þegar um umbætur hefir verið að ræða á sviðurn atvinnu- lífsins, þótt ekki hafi í stjórnar- tfð íhaldsins verið fjárvant, þeg- ar þurft hefir að draga f jöður yf- ir fjármálaafglöp og gjaidþnot bTaskaralýðsins. — (Frh.) Sfeotið á irsban ráðherra. DybJínni, 24 nóv. United Press. — FB. Tilraun tii þess að ráða Mul- cahy ráðherra af dögum var gerð í gærkveldi (MuJcahy er heil- brigðismálaráðherra.). Yfirvöldin vita engin deili á árásarmönn- itnum. Atburður þessi gerðist þeg- ar ráðherramn og vinir hans nokloir voru i þaxm veginn að ganga jinn í bústað Hayes, forseta fríTíkisþingsins. Árásarmenn hófu skothríð, en vopnaÖir varðmenn, sem ekki voru i einkennisbúningi, svöruðu í sömu mynt Árásar- menn drógu sig þá í hlé. Einn varðmannanna særðist af skoti í hné. Yfirvöldin vilja sem minst láta uppi um atburðinn. Lappómenn dæmdir. Helsingfors, 22. nóv. United Press. — FB. Dómur er fallinn í máli þeirra, sem ákærðir rvoru fyrir brottnám kommúnista þingmannanna 5, júlí þ. á. Þrír þeirra voru dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar og 11 aðrir í miismunandi Janga fang- elsisvist. Osönn fregn frá Russ-J landi hrakin. Moskva, 22. uóv. United Press. — FB. Stalin hefir persónulega tilkynt fullitrúa United Press hér, að enginn fótur sé fyiir þeim fnegn- um, að gerð hafí, verið tilTaun til að ráða sig af dögum. Dm ttaginn og veginn. St. SKJALDBREIÐ nr. 117 heim- sækir Verðandi annað kvöld. Félagarniir mæti kl. 8Vs- Næturlæknir er í nótt KarJ Jónsson, Grund- arstíg 11, sími 2020. Aðstoðarfélag Alþýðublaðsins.^ j Aöalfundur í kvöld kl. 8Vs* í íal- þýðuhúsinu Iðnó, iippi. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundi félagsinss sem átti að verða annað kvöld, verður frest- að vegna sambandsþingsins. Náttúrufræðifélagið hefír samkomu i kvöld kl. 8Va i náttúrusögubekk Mentaskólans. Fólksflutningabifreiðastjórar i „Dagsbrún“ Fundur í K.-R.-húsánu annað kvöld (þriðjudag) kl. 10V2- Nikulás Bjarnason, fulltrúi verkamannafélagsins „Bjarma" á Stokkseyri, er kom- inn hingað til að sitja alþýðusam- bandsþingið. Málverkasýnlng Sveins Þórariinssonar og konu Jians á Laufásvegi 1 verður opin til imiðvikudagskvölds. í gær seldust 5 myndir, þar af 2 mál- verk og 3 vatnslitamyndir. Áður höfðu selst 3 vatoslítamyndir. Folitrúar verk 1 ýösf élagan na á Austur- Jandi á sambandsþing Alþýðu- flokksins koma í kvöld með „Dettifossi". Bazar verkakvennafél. „Fram- sóknar“ Verkakvennaféiagið „Framsókn" heldiur bazar á miðvikudagskvö 1 d- ið. Verður þar á boðstólum ýmis konar handavinna, svo sem barnafatnaður, rúmfatoaður og margt fleira. Verður þetta gott tækifæri til að fá sér ýmsa fal- lega og þarflega muni fyrir jól- in. Er .,Mgbl.“ loksins að verða bumbult af fénu, sem ausið var í það úr íslandshanka um hendur manna, sem greiddu bankanum það aldr- ei aftur? Eða er það ekki annað en að inaðurinn, sem kom ekki mélunum upp í „trippin" (þegar konan hans var ekki með í ferð- inni), er ekki sem bezt heima í því, hvemig féð til að halda „Mgbl.“, svo sem fleiiri ihalds- blöðum, við hefir verið fengið? Hlutavelta Sjúkrasmalags Reykja- vikur. Rögnvaldur Jónsson, Bárugötu 35, dró saumavélina, Isleifur Jóns- son kennari, Bergstaðastræti 3, og Sigurgeir Benediktsson, Berg- staðastræti 33, sína klukkuna hvor. Bifreiðakensluna hlaut Mar- vin Lárasson, Laufásvegi 3. Hreinn Pálsson syngur í Nýja Bió í kvöJd kl. 71/2. Söngskráin verður breytt frá þvi síðast. Þetta verður síðasta tækifærið um sinn til að heyra þenna vinsæla söngvara. Jónas Jónsson ráðfierra og Magnús Sigurðsson bankastjóri komu í gær með „íslandi". Farfuglafundur verður haldinn annað kvöld í Kau p þingssalnum og hefst kl. 81/2- — Allir ungmennafélagar, sem í bænum dvelja, eru vel- komnir á fundinn. Lyftan verð- ur til afnota til kl. 9, og er þess krafist, að allir mœti stundvíslega. Húsinu er lokað kl. 10. Veðrið ■ KI. 8 í morgun var 5 stiga hiti í Reykjavík, mestur á Seyðisfirði, 10 stig. Hvergi frost hériendis þar, sem veðurfregniir greina. Ot- lit á Suðvestur- og Vestur-landi: Sunnan- og suðvestan-átt, stund- um allhvöss og skúraveður. Togararnir. „Hannes ráðherra" og „Barðinn" komu frá Englandj á Jaugardagskvöldið, „Gteir“ í gær og „Kári Sölmundarson" í nótt. 1 gær kom hingað emskur togari með bilaða skrúfu. • Ikviknun Jitilis háttar varð í gær á Þinghoitsstræti 15. Kviknaði út frá ofni og kornst eldurinn í þil bak við jámplötu, en varð fljót- lega slöktur og urðu litlar skemdir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.