Alþýðublaðið - 28.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaðiS Sunnudagur 28. sept. 1958 l/ErTVAN6ttR MOS/AtS HAUSTEÐ FÆRIK OKKUR ný viðfangsefni. Tómstunda- störfin taka miklum breyting- um. Félagslíf hefst og margs konar nám og íþróttastörf. Vit- anlega er bezt að verja tóm- stundum sínum skynsamlega. Það er ekki hægt að segja, að skólanám sé tómstundastarf, en nám í námsflokkunum heyrir undir þau. Námsflokkarnir hafa á undanförnum árum veití hundruðum manna næstum því á öHum aldri mikla fræðslu og þekkingu, sem hefur komið ein- staklingunum að góðu gagni. MEÐ SJÁLFSNÁMI í tóm- stundum eru menn í raun og veru að leggja í sjóð, sem getur orðið þeim mikill styrkur í fram tíðinni. Týnd tómstund er glöt- uð. Tómstund, sem varið er vel, er í raun og veru öflun verð- mæta. En það er hægt að verja tómstundum sínum vel án þess að stunda nám, sem þó er bezt. Það er líka hægt að verja þeim vel með því að verja þeim ekki í ráp eða skröll. Æ FLEIRI STUNDA skáki- þróttina og mjög margir taka þátt í bridge. Ég tel tómstundum vel varið til þessa. Það er líka rétt í þessu sambandi að miun- Hvernig ber okkur að verja tómstundunum? Sjálfsnám. Skák, Bridge Þjóðdansar. Tapaðar tómstundir. Erfitt að komast að strætisvögnum. Glerbrot í mjólkurflöskum ast á Þjóðdansafélag Reykja- víkur. Ungt fólk á að taka þátt í starfi þess félags, sem og ég full yrði, að foreldrar, sem leyfa börnum sínum að sækja æfingar hjá því, verja vel tómstundnm barnanna. ÉG HEF MINNZT Á ÞETTA að gefnu' tilefni. Ýmis konar tómstundastörf færast mjög í vöxt í Reykjavík. Það er enn einn votturinn um það, að borg arlífið er að fá meiri festu. Þessi festa kemur nokkuð seint, en ef til vill er það eðlilegt af því hvað borgin hefur byggzt snögg lega. Það er ekki hægt að búast við mikilli festu þegar aðstreym ið er svo ört, að menn hafa varia tíma til þess að búa um sig. ÞAÐ ER EKKI NÓG að létta strætisvagna-umferðinni að nokkru af Lækjartorgi. Líka verður að hugsa um það ,að að- fararskilyrði séu þolanleg á nýj um stöðum, sem valdir eru fyrir vagnana. Fyrir nokkru hefur verið tekin upp ný biðstöð fyrir strætisvagnana við Kalkofns- veg. En það kemur áþreifanlega í ljós, að staðurinn er mjög erf- iður fyrir fólk. Það er eins og sð fara um brimsund að sæta lagi til þess að komast að vögnunum og úr þeim. Segja má að hvað þettp snertir hafi varla verið hægt að velja verri stað. GATNAMÓT Hverfisgötu og Lækjargötu eru ákaflega við- sjál vegna þess að þaðan koma bifreiðar bókstaflega úr öllum áttum. Bifreiðastöð íslands hef- ur bækistöð sína þar sem Ferða- "skrifstofan var áður og þar er mjög oft mikil þröng. Allir þekkja vandræðin, sem stafa af spennistöðinni þarna á miðju svæðinu. Þar er fólk í sífelldri hættu jafnvel þó að lögreglu- þjónn sé þar alla jafna og reyni að stjórna umferðinni. IIÚSMÆÐUR KVARTA mjög undan því um þessar mundir að þær fái brotnar flöskur frá mjólkursamsölunni og jafnvel glerbrot í heilum flöskum. Oft hefur verið kvartað undan þessu — og virðist þurfa strangara eftirlit með flöskuþvottinum. Hannes á hornínu. Jarðarför móður mmnar, GEIRÞRÚÐAR ZOÉGA, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 1.30 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Geir H. Zoega. Höfum opna á boðstólum : * maívörum í pökkum * grænmeti * kjötvörur * niðurs-oðnir ávextir og ávaxtasafar * hreinlætisvörur o, fl. Kjörbúðir njóta vax- andi vinsælda hús- mæðra. — Innkaupin eru ánægjulegri og taka skemmri tíma. Gjörið svo vel og lítið inn ogreyniðviðskiptin KJÖRBÚÐ Skólavörðustíg 12 Alþyðublaðið vantar unglinga til að bera út blaðið í þessi hverfi : BARÓNSSTÍG ÁSVALLAGÖTU VESTURGÖTU MELUNUM MIÐBÆNUM LAUGATEIG GRÍMSSTAÐAHOLTI ÁLFHÓLSVEGI HVERFISGÖTU. HÖFÐAHVERFI Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.