Morgunblaðið - 03.04.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976
3
Guðmundur
Kjærnested:
• GUÐMUNDUR Kjærnested
sagði I viðtali við Mbl. í gær að
viðureignin við freigáturnar
tvær í fyrradag og tvo
dráttarbáta væri einhver
lengsta viðureign, sem hann
hefði lent f f landhelgis-
deilunni við Breta. Hann
sagðist ekki hafa getað séð
neinn tilgang f aðför frei-
gátnanna annan en þann að
vinna tjón á varðskipinu Tv. Er
Guðmundur sagðist hafa gert
sér Ijóst að verið var að reyna
að leiða hann f gildru, setti
hann á fulla ferð til lands. Kom
freigátan Tartar F-133 þá á 25
mílna hraða f veg fyrir varð-
skipið og skullu skipin saman
með miklu braki. Létu þá
freigáturnar skömmu síðar af
tilraunum sfnum til þess að
vinna tjón á Tý.
Guðmundur Kjærnested
skipherra, sagði í viðtali við
Morgunblaðið að þeir á varð-
— Ljósm.: Leif Bryde.
• Freigátan Tartar F-133 skellur utan f varðskipið Tý f fyrradag.
Þetta voru græningjar, sem
ég hafS ekki séð hér fyrr
skipinu Tý hefðu verið að
gæzlustörfum í fyrradag
klukkan 09,57 um 35 mílur
norður af Langanesi, er
Nimrod-þota hafi flogið yfir
skipið. Klukkustund siðar
birtist Salisbury F-32 og kom
upp að síðu varðskipsins og hélt
hún sér lengi vel í hæfilegri
fjarlægð. Um klukkan 12.50
kom svo freigátan Tartar F-133
og stillti sér upp við hina hlið
Týs.
Rétt rúmlega 13 hóf Salis-
bury tilraunir til að sigla á Tý.
Engin skip voru i námunda við
þennan stað — togararnir voru
norðaustur af Langanesi og sást
ekki til þeirra. „Djöflaðist hann
á okkur i eina tvo klukkutíma,
og tókst að keyra tvisvar á
okkur, nudda sér utan í Tý
stjórnborðsmegin," sagði
Guðmundur og bætti við að eft-
ir um tvær klukkustundir
virtist sem freigátan væri búin
að fá nóg í bili og tók þá Tartar
við og reyndi sifellt að hrekja
varðskipið af leið í hátt á annan
klukkutíma. Var þá komið smá-
gat á freigátuna Tartar, sem
tilkynnt hafi þá þegar i
upphafi, að neðan sjólínu væru
uggar út úr skipinu sem næðu 2
metra út frá hliðunum.
Guðmundur sagðist hafa svarað
því til að hann skildi þetta sem
hann ætlaði að koma nær sér en
tveir metrar.
Þegar Tartar hafði fengið gat
á sig dró hann sig i hlé og
Salisbury tók aftur við og
hamaðist á Tý fram eftir degi.
Barst leikurinn á stað, sem var
60 mílur norðaustur af Langa-
nesi. „Þá vildi ég fara að
komast meira suður á við,“
sagði Guðmundur, „og tókst
það nú um tima og var kominn
austur á Vopnafjarðargrunn,
en þá voru einhverjir togarar
þar framundan og trylltist skip-
herrann á Salisbury þá og
kallaði á Statesman. Lloydsman
hafði boðizt til þess að koma í
slaginn, en fékk ekki leyfi, þar
sem Oðinn var ekki langt frá.
Þegar svo Statesman var kom-
inn líka, æstist leikurinn, því að
á meðan við vorum að kljást við
herskipið skipti ekki máli á
hvaða hraða við vorum — við
vorum stundum á 2ja mílna
ferð og stundum 18 míína.
Þeir eiga alls kostar við
okkur og því skiptir hraðinn
ekki máli. En þegar dráttar-
bátarnir voru komnir i spiiið,
þá verðum við að halda mestu
ferð, þar sem þeir svifast einsk-
is. Var þá einnig kallaö á
Lloydsman líka og hann beðinn
að koma að okkur að norðan.
Ætlaði ég þá að freista þess að
komast upp að landinu og á
vestlæga stefnu, en þá hindraði
hann mig í þvi og reyndi að
þvinga mig i norður á móti
Lloydsman. Þá voru komnar
tvær freigátur, sitthvoru
megin, Tartar og Salisbury.
Þegar þeir kölluðu í Lloydsman
og sögðu honum að koma og
klára þetta verk, sá ég að þetta
var bara gildra, sem þeir voru
að leiða mig í. Setti ég þá á fulla
ferð á vestlæga stefnu upp
undir landið, en við vorum 50
milur úti. Það ætlaði Tartar
ekki að samþykkja og kom upp
að mér á 25 mílna ferð og
skullu skipin saman með miklu
braki. Dálítill sjór var, en ég
átti ekki annarra kosta völ en
að minnka ferðina. Var
Statesman þá kominn alveg að
okkur að aftan. Tókst með að
komast aftur fyrir Tartar og
setti aftur á vestlæga stefnu,
upp að landi. Ætlaði hann aftur
þá að reyna að þvinga mig. Ég
gaf þá ekkert eftir og hann
lagði ekki i annan árekstur á
þessari ferð. Eftir um hálfa
Framhald á bls. 31
Tólf ára stúlka
leikur einleik
með Sinfóníunni
t DAG laugardaginn 3. aprfl
heldur Sinfónfuhljómsveit ts-
lands þriðju og sfðustu fjöl-
skyldutónleika sfna á þessu
starfsári. Hljómsveitarstjóri
verður Páll P. Pálsson. A efnis-
skrá verða eftirtalin verk:
1. kafli úr fiðlukonsert i E-dúr
eftir Jóhann S. Bach. Einleik-
arinn í því verki er 12 ára gömul
stúlka, Bryndís Pálsd., en hún er
nemandi í Tónlistarskólanum i
Reykjavik.
Fridagur trompetleikaranna
eftir bandaríska tónskáldið Leroy
Anderson.
Tobbi túba eftir Kleinsinger, en
Guðrún Stephensen leikkona og
Bjarni Guðmundsson túbuleikari
sjá um flutning á því verki ásamt
hljómsveitinni.
Bryndfs Pálsdóttir.
Veður hamlar
loðnuveiðum
VFOUR hamlaði loðnuveiðum
austur af Grindavík f gær, en þar
biðu Börkur og Sigurður eftir að
veður lægði. Hins vegar fengu
þeir bátar er voru við Snæfellsnes
einhvern afla og var vitað að As-
berg, Gfsli Arni, Fffill og Loftur
Baldvinsson voru komnir með all-
sæmilegan afla.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið fékk hjá
Loðnunefnd í gær, fór veður batn-
andi fyrir sunnan land og gerðu
menn sér jafnvel vonir um að
Sigurður og Börkur næðu til að
kasta áður en dimmdi. Skipstjór-
ar skipanna sögðu i gær, að þeir
hefðu ekki fundið mikla loðnu á
þessum slóðum.
Að siðustu verða leikin lög úr
Kardimommubænum í útsetn-
ingu Magnúsar Ingimarssonar.
Léleg vertíð
Ölafsvík, 2. apríl —
VERTlÐIN hefur verið til þessa
afar léleg. Róðrar hófust ekki að
fullum krafti fyrr en eftir verk-
fall. Gæftir hafa svo verið erfiðar
i marz. Kom t.d. þriggja daga
landlega vegna hvassrar vestan-
áttar um það leyti, sem fiskur
virtist vera að gefa sig. Engin
fiskiganga hefur komið inn á
Breiðafjörðinn eins og venja er
til. Fáeinir bátar hafa sett i góða
róðra á dýpsta vatni. Nú eru
flestir bátar að veiðum sunnan
við Jökul og er það óvenjulegt á
þessum tíma. 21 bátur rær héðan
með net. Heildaraflinn er 3.660
lestir í 678 sjóferðum og er það
mun minna en i fyrra. Aflahæstur
eru Matthildur með 342 lestir,
Fróði 320 lestir og Garðar II með
312 lestir.
Talsverður snjór er hér núna og
leiðindafærð um vegi. Inflúensu-
faraldur var hér fyrir nokkru, en
virðist nú í rénun. — Helgi.
Bandaríkja-
stjórn íhugar
sölu á Asheville
TALSMAÐUR utanrikisráðu-
neytis Bandaríkjanna í Washing-
ton skýrði frá því í gær, að Banda-
rikjastjórn ihugaði nú sölu á
tveimur gæzlubátum til ríkis-
stjórnar Islands, en eins og kunn-
ugt er óskaði rikisstjórn Islands
eftir tveimur hraðbátum af Ashe-
ville-gerð til þess að nota gegn
Bretum á íslandsmiðum. I frétt-
inni, sem barst Mbl. frá Reuters-
fréttastofunni, segir, að utanríkis-
ráðuneyti Bandarikjanna hafi
neitað þvi að með ósk íslendinga
um að fá þessa báta hafi fylgt
hótun um að yrði svarið neit-
kvætt, myndi ríkisstjórn tslands
snúa sér til Sovétríkjanna.
Ráðinn framkvæmda-
stjóri Raunvísinda-
stofnunar Háskólans
MENNTAMALARÁÐUNEYTID
hefur sett Herbert Haraldsson,
viðskiptafræðing, framkvæmda-
stjóra Raunvísindastofnunar
Háskólans um eins árs skeið að
telja frá 1. mai n.k.
Enginn vafi á að Bretar
hafa aðstöðu í Færeyjum
— segir Lúðvík
Jósepsson
SAMKVÆMT upplýsingum Atla
Dam, lögmanns Færeyja, sem
birtust I Morgunblaðinu í gær,
hafa engir brezkir togarar, sem
verið hafa við veiðar á tslands-
miðum, leitað hafnar í Færeyjum
frá því er þorskastríðið hófst. Þar
sem Lúðvik Jósepsson hafði sér-
staklega vakið máls á þessu atriði
I Alþingi og sagt að lslendingar
ættu að fara þess á leit við Færey-
inga, að þeir veittu Bretum enga
fyrirgreiðslu, leitaði Mbl. til Lúð-
vfks og spurði hann hvaðan hann
hefði þessar upplýsingar.
Lúðvík Jósepsson sagði að hann
hefði þessar upplýsingar frá
íslenzkum skipstjórum, sem
hefðu fylgzt með þessu og haldið
þessu fram. Sagði Lúðvík að Auð-
unn Auðunsson héldi þessu m.a.
fram i einu dagblaðanna í gær.
Hann kvað ennfremur ógerlegt að
greina á milli, hverjir brezkra
togara veiddu við Færeyjar eða
Austúr-lsland. Þvi kvað hann
liggja ljóst fyrir að togararnir
hefðu aðstöðu í Færeyjum, þeir
kæmu þangað og fengju þjónustu.
Þá sagði Lúðvík Jósepsson að
ljóst væri ennfremur að þyrlur
frá freigátunum hefðu farið
til Færeyja bæði með upp-
lýsingar og annað. „Tel ég fyrir
mitt leyti alveg víst að þarna
sé um nokkra þjónustu að
ræða,“ sagði Lúðvik, ,,en hversu
mikið skal ég ekki um segja."
Hann sagði að það heföi
verið mjög eðlilegt að við hefðum
rætt málið við Færeyinga, þar
sem enginn væri væri á þvi að í
Færeyjum væru margir sem væru
sama sinnis og við og teldu að
Framhald á bls. 31
.. .wSÍ iíoooc..- •iááví' ‘ >fA
Háskólakórinn ásamt stjórnanda, Rut Magnússon, á æfingu. Ljósm. Þorgeir Óskarsson.
Háskólakórinn flytur verk eftir Jón Ásgeirsson
9 Þriðja starfsári Háskólakórsins lýkur um helgina með tónleikum bæði á laugardag og sunnudag. 1
kórnum eru um 35 manns og er stjórnandi hans Rut Magnússon. A söngskrá kórsins eru lög af ýmsum
toga spunnin s.s. þjóðlög, stúdentasöngvar, negrasálmar o.fl. Þá er talkór úr indverskri óperu á
efnisskránni.
A lokatónleikum vetrarins verður m.a. flutt verk eftir Jón Asgeirsson við kvæði Jóhannesar úr Kötlum.
Heitir verkið „A þessari rlmulausu skeggöld", og er það samið fyrir Háskólakórinn. Er þetta frumflutn-
ingur f þcssari mynd en hcfur áður verið flutt I Danmörku og var þá með danskri þýðingu textans.