Morgunblaðið - 03.04.1976, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976
Dansað
ridcmsayiMuri nn.
Félagsheimili HREYFILS
í kvöld kl. 9—2. (gengið inn frá Grensásvegi).
Fjórir félagar leika
Aðgöngumiðar í sima 85520 eftir kl. 8.
Hellubíó
Haukar
sjá um léttleikann í kvöld.
Kynnt verður hljómsveitin Clirótes frá Þorlákshöfn
Sætaferðir frá B.S.Í.
Veislumatur
við vægu verði
RÉTTIR HELGARINNAR
í kvöld:
Hamborgarhryggur með ráuðvínssósu,
maukuðum ananas og hrásalati.
Verð kr 950.00
í hádegi á morgun:
Nautahryggur með bernaisesósu, bakaðri
kartöflu, grænmeti og hrásalati.
Verð kr 900.00
Annað kvöld:
Léttreykt lambalæri með rjómasveppasósu,
pönnusteiktum kartöflum og hrásalati.
Verð kr. 900.00.
Það er ódýrt að borða hjá okkur
Verið velkomin
Skýrsla orkuráðherra um
Kröflumál lögð fram nk.
þriðjudag
Harðar deilur á Alþingi
um Kröfluvirkjun________
I UMRÆÐUM utan dagskrár I sameinuðu þingi sl. fimmtudag upplýsti
Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, að hann myndi leggja fyrir
Alþingi nk. þriðjudag skýrslu um málefni Kröfluvirkjunar. Þetta kom
fram í umræðu, sem Bragi Sigurjónsson (A) hóf, m.a. i tilefni af
viðtali við Þorleif Einarsson, jarðfræðing, sem birtist í Þjóðviljanum
þennan sama dag.
STEINAR I GÖTU
ÞINGMANNS
Bragi Sigurjónsson hóf mál sitt
með því að .gagnrýna, að á veg
sinn upp i ræðustól þingsins
hefðu verið lagðir ýmsir steinar
til að torvelda sér að koma á fram-
færi hugðarefni sínu, og varafor-
maður Kröflunefndar, Ingvar
Gislason, hefði jafnvel haft í
hótunum við sig í þessu sam-
bandi. Hann sagði Kröflumá! öll
raunalega sögu mistaka, sem
margir bæru ábyrgð á. Nefndi
hann þar til fyrrv. orkuráðherra,
Magnús Kjartansson, og núver-
andi ráðherra, Gunnar Thorodd-
sen, sem „haldið hefði áfram allri
vitleysunni".
Rakti Bragi síðan efnisatriði úr
viðtali í Þjóðviljanum við Þorleif
Einarsson, þar sem fram kemur
hörð gagnrýnp^á ónógan undir-
búning og rannsóknir þessarar
virkjunar. I þvi sambandi væri
rétt að vekja athygli á því að
formaður Alþýðubandalagsins,
Ragnar Arnalds, væri einn af
stjórnarmönnum Kröfluvirkj-
unar. 1 viðtalinu komi fram, að
engar forrannsóknir hefðu farið
fram, hættur hefðu verið og væru
fyrir hendi vegna jarðhræringa
og eldgosa, vélar virkjunarinnar
væru ekki í samræmi við hitastig
á svæðinu, markaðsforsendur
hefðu breytzt, virkjunin væri
rekstrarlega séð mjög óhagkvæm,
orkuframleiðsla langt yfir
markaðsþörf og fleira í þá veru.
Fresta bæri framkvæmdum og
kanna málið allt betur og treysta
á orkuflutning frá virkjunum
sunnanlands norður. Selja bæri
vélar, sem keyptar hefðu verið.
Pólitisk Kröflunefnd hefði látið
viðvaranir sérfræðinga sem vind
um eyru þjóta. Hvatti Bragi þing-
menn til að lesa Þjóðviljann
þennan dag vel og vandlega.
ATHUGASEMD
ÞINGFORSETA
Ásgeir Bjarnason, forseti sam-
einaðs þings, bar af sér sakir um
að tefja mál þingmannsins. Hann
hefði lofað að taka fyrir tiltekin
þingmál þennan dag — það hefði
þingmaðurinn vitað — og veitt
orðið þegar að þeim afgreiddum.
Auk þess hefði hann skýrt þing-
manni frá því, að iðnaðarráðherra
hefði þegar borió fram þó ósk við
sig, að skýrsla um Kröflumál yrði
tekin á dagskrá Alþingis nk.
þriðjudag, og þá væri að sjálf-
sögðu gert ráð fyrir umræðu um
málið.
ÞINGVENJA BROTIN
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráðherra, vakti athygli á því, að
það væri þingvenja, sem þing-
menn héldu almennt í heiðri, að
gera viðkomandi ráðherra viðvart
með hæfilegum fyrirvara, ef þeir
óskuðu svara eða upplýsinga um
sérstök mál. Þessi venja hefði nú
verið brotin. Hann hefði fyrst
fengið vitneskju um þessa fyrir-
spurn upp úr hádegi i dag. Hann
hefði, samkvæmt venju, gert ráð
fyrir því aó mæta á ársþingi
Félags ísl. iðnrekenda, og gert
það, og því verið síðbúnari á
þennan þingfund en venja sín
væri, enda fengið fjarvistarleyfi
forseta af þessum sökum. Hann
ítrekaði orð forseta, að hann hefði
sem iðnaðarráðherra óskað eftir
því, að fá að leggja skýrslu um
málefni Kröfluvirkjunar fyrir
Alþingi nk. þriðjudag og myndi
hann geyma sér frekari umræðu
um málið þangað til.
ALRANGT AÐ HÆTTA
VIÐ KRÖFLUVIRKJUN
Ragnar Arnalds (K), sem sæti á
i Kröflustjórn, svaraði Braga Sig-
urjónssyni nokkrum orðum. Hann
sagði að viðtalið við Þorleif
Einarsson væri margþætt. Það
fjallaði um jarðfræði, vélfræði,
jarðskjálftafræði, arðsemishlið
virkjunarinnar og markaðsþörf
raforku á Norðurlandi. Enginn
drægi í efa þekkingu Þorleifs á
jarðfræði, en ekki væri hann sér-
fræðingum i öðrum þáttum þessa
máls, sem hann þó gerði að um-
ræðuefni. Þorleifur hefði því
naumast dómsvald í þeim efnum.
I úmmælum hans úir og grúir af
misskilningi, sagði Ragnar, og
fullyrðingum, sem rök skortir
fyrir. Þar er margt ofsagt og þó
enn fleira vansagt.
Ragnar færði rök að verulegum
orkuskorti á Norðurlandi. Aug-
Ijóst væri og að Austurland hefði
þörf fyrir raforku frá Kröflu-
virkjun. Sem norðlenzkur þing-
maður teldi hann virkjun þessa
hafa mikla þýðingu. Það vitlaus-
asta, sem hægt er að gera í þess-
um efnum, væri að hætta við
Kröfluvirkjun, sagði þingmaður-
inn.
HLUSTA EKKI A
GUÐ ALMATTUGAN.
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði það nýja latínu hjá Ragnari
Arnalds, að ekki bæri að taka
mark á því sem í Þjóðviljanum
stæði. Hitt væri verra að hann og
aðrir Kröflustjórnendur tækju
ekki mark á þeim fjölda sér-
fræðinga, sem tjáð hefðu sig um
þessa virkjun. Þeir tækju jafnvel
ekki mark á þeim viðvörunum,
sem Guð almáttugur hefði látið
þeim i té. Þá vék Sighvatur að
sjónvarpsviðtali við Jón G. Sól-
nes, formann Kröflunefndar, og
taldi hann hafa farið með rangt
mál um gufukraft, sem fyrir
hendi ætti að vera.
Sighvatur vitnaði til ummæla
Jóhannesar Nordals, og taldi, að
raforkuverð þyrfti að tvöfaldast á
næsta ári, eða stórkostlegar niður-
greiðslur raforku úr ríkissjóði að
koma til, ef hægt ætti að vera að
standa undir raforkukerfinu eins
og nú horfði. Hann vitnaði og til
ummæla Björns Friðfinnssonar,
stjórnarmanns RARIK, sem teldi
að rekstrarhalli Kröfluvirkjunar
myndi verða heill milljarður á ári
hverju. Þegar tekið væri tillit til
skuldasöfnunar þjóðarinnar er-
lendis, efnahagsástandsins í
heild, óhagkvæmni virkjunar-
innar og gjörbreyttra viðhorfa um
orkuþörf og orkumarkað, bæri að
slá þessari framkvæmd á frest. t
þvi sambandi vitnaði hann og til
próf. Jónasar Elíassonar, sem
teldi Kröfluvirkjun of stóra og að
hana hefði átt að byggja í áföng-
um. Eins og áraði efnahagslega
hefðum við ekki efni á orkufram-
leiðslu, sem ekki væri markaður
fyrir.
JÓN G. SÓLNES
ANDMÆLTI SIGHVATI.
Jón G. Sólnes (S) sagðist geyma
sér umræður um Kröflumál til
þriðjudags, er skýrsla ráðherra
um þau yrði lögð fram. Hins
vegar vildi hann hér og nú visa til
föðurhúsa fullyrðingum Sighvats
um það, að hann hefði farið með
rangt mál í umræddum sjónvarps-
þætti. Það, sem hann bæri fyrir
sig, hefði ekki komið fram fyrr en
löngu siðar en sá þáttur hefði
verið upp tekinn.
VITNAÐ I
SJALFSTÆÐISMENN
Gylfi Þ. Gislason (A) las upp
úr grein Baldurs Guðlaugssonar,
lögfræðings, sem birtist í Vísi 30.
marz sl., þar sem talað væri um
„mistök í raforku og iðnaðarmál-
um“ og vitnaði til Kröfluvirkjun-
ar og eignarforms á járnblendi-
verksmiðju. Þar talaði góðkunnur
sjálfstæðismaður sem ekki ætti að
vera óvilhollur orkuráðherra.
Gylfi sagði Kröflumál öll regin-
hneyksli.