Morgunblaðið - 03.04.1976, Side 22

Morgunblaðið - 03.04.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 Guðmundur Sigursteinsson Blöndósi — Minningarorð ..Þfgar hrotnar h> lnjan þun^a, brimirt heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn. syrgir. tregar þjódin öll.... “ 1 dag fer fram minningarathöfn um Gudmund Elías Sigursteins- son i Blönduóskirkju, er fórst meó vélskipinu Hafrúnu frá Eyr- arbakka 3. mars sl. Guðmundur var fæddur 18. nóv. 1957 á Landspítalanum í Reykjavík, yngstur þriggja barna hjónanna Sigursteins Guðmunds- sonar héraðslæknis á Blönduósi og Birgitte Vilhelmsdóttur, er þá voru búsett í Hafnarfirði. Guðmundur var hvers manns hugljúfi, frjáls og óþvingaður, með heilbrigða sál í hraustum lik- ama. Kappsfullur og ákafur er því var að skipta og naut sín því vel í iþróttum, sem hann stundaði með ánægju og góðum árangri. Guðmundur stundaði nám i hér- aðsskólanum aö Reykjum i Hrúta- firði í tvo vetur, menntaskólanum í Hafnarfirði sl. haust, en hætti námi, því hugur hans stefndi ekki að langskólanámi, þó að hann hefði til þess góða getu og aðstæð- ur. I viðtölum mfnum við hann bæði fyrr og siðar fann ég að hugur hans var bundinn við land- búnað. Guðmundur var heitbundinn Margréti, Bjarnadóttur, Hákonar- sonar frá Haga á Barðaströnd, yndislegri dugnaðarstúlku og stofnuðu þau heimili sl. haust að Álfaskeiði 90 í Hafnarfirði, i næsta nágrenni við heimili mitt. I vetur gafst mér kostur á að ræða við honn um eitt og annað og kynntist ég þá kostum hans enn hetur, nú sem næst fulltíða man- ni. Áður þekkti ég hina tápmiklu og fjörugu bernsku og æsku hans. I eínu viðtala okkar sagði hann mér að hann stefndi að námi í búnaðarskólanum á Hvanneyri til undirbúnings því að gerast bóndi í sveit en á því hafði hann mikinn hug, eins og áður segir. Sjó- mennsku ætlaði hann ekki að leggja fyrir sig, hún átti aðeins að vara stutta stund í vetur. Margt fer öðruvísi en ætlað er, „líf mannlegt endar skjótt", og við stöndum agndofa, svo engin rökræn hugsun fær skilið og alls ekki sætt sig við. Okkur er sagt að allt hafi sinn tilgang, að vegir guðs séu órannsakanlegir og þeir deyi ungir sem guðirnir elska, þvi skulum við trúa. Já, við skulum vera þess fullviss að nú sé hann leiddur styrkum höndum hjá guði almáttugum á nýjum tilverustig- um. Megi guð veita aðstandendum styrk og huggun í sorg þeirra. Minnumst orða frelsarans: Ég lifi og þér munuð lifa. Sigurður Þórðarson. Frændi okkar og vinur, Guð- mundur Sigursteinsson er dáinn, horfinn frá okkur, langt um aldur fram aðeins 18 ára. Það er erfitt að átta sig á þessari harmafregn svo lífsglaður og hraustur sem hann var. Minningarnar hrannast upp. Allsstaðar kemur glaðværðin og lífsgleðin fram. Guðmundur var sannkallað náttúruharn. Hann unni sveitinni og átti sína æðstu ósk, að verða bóndi. Það var meðal framtíðardaumanna og efst á blaði. Hann hafði gaman af veiðiskap og ferðalögum og var slyngur laxveiðimaður, þótt ung ur væri. Allt sem var gott, frjálst og óháð, var honum að skapi. Sjómennsku hafði hann ekki hugsað sér að leggja fyrir sig. Það átti aðeins að vera þessi vertið. En róðrarnir urðu ekki margir, áður en forlögin tóku í taumana. Af stuttri ævi verður ekki sögð stór saga en okkur, sem eftir stöndum finnst, að hér hafi for- lögin gripið inn f fyrr en skyldi. En þau verða ekki umflúin hver- su miskunnarlaus sem okkur finnst þau vera. Kæri frændi, þessi fáu kveðju- orð eru ekki allt sem við vildum segja. Aðeins lítill þakklætisvott- ur fyrir þær góðu og björtu minningar sem við eigum um þig. Unnustu þinni, foreldrum, systkinum og öðrum aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Sigurlfna og Magnús Haukur Árlega heimtar hafið þungan skatt af okkur Islendingum. Mar- gir hafa endað ævi sína í votri gröf undan brimsorfnum strönd- um landsins. Mörgunt vöskum dreng hefur þjóðin átt á bak að sjá. Hinn annan mars fórst vélskip- ið Hafrún frá Eyrarbakka með allri áhöfn, átta manns á besta aldri. Það er þjóðinni harmsefni og umfram allt ástvinum hinna látnu. Einn þeirra er fórst með Haf- rúnu var Guðmundur E. Sigur- steinsson frá Blönduósi 18 ára að aldri. Ég átti því lána að fagna að kynnast Guðmundi eins og svo mörgum unglingum, sem hafa verið nemendur mínir. Það er gott að kynnast ungu fólki og um- gangast það. Misjafnlega skýrar myndir skilur það eftir f huga manns og sumar dofna fyrr en aðrar. Minningin um Guðmund er skýr i huga mínum og hygg ég að hún dofni ekki svo skjótt. Guðmundur var góður skóla- þegn, félagslyndur og ljúfur í um- gengni hneigður til hljómlistar og leiklistar og átti í þeim efnum drjúgan þátt í að halda uppi góðu félagslífi i skólanum þau ár, sem hann var hér. Sparaði hann hvorki tíma né fyrirhöfn að verða að sem bestu liði á þvi sviði. F'annst manni stundum, að með því væri gengið á þann tíma, sem ætlaður er til hins hefðbundna náms. En maður- inn lifir ekki á brauði einu sam- an og víst ber það vott um menntun i betra lagi að vera hlut- gengur i mannsæmandi félagslífi, þótt einkunnir fyrir það séu ekki að jafnaði færðar á blað. En lengst lifir minningin um Guðmund sem glaðværan, einlæg- an og ljúfan ungling, sem gott var að vita nálægt sér og ávallt stafað hlýju af. Slíkra ungmenna er gott að minnast og harmdauði er Guð- mundur okkur, sem honum kynntust. Guðmundur var heitbundinn ágætri og efnilegri stúlku, Mar- gréti Bjarnadóttur frá Haga á Barðaströnd, og höfðu þau þegar sett saman bú og framundan voru hamingjuríkir dagar. Þungur harmur er því kveðinn að hinni ungu unnustu, foretdrum Guð- mundar og systkinum, en það er huggun í harmi að minnast góðs drengs. Við hjónin vottum foreldrum Guðmundar, systkinum hans og unnustu innilegustu samúð okk- ar. Ólafur H. Kristjánsson Þegar ég hefi þráð og beðið komu Guðmundar bróður míns af hafi, hefur margt rifjast upp fyrir mér, um vegferð okkar frá fyrstu tíð. Þegar nú skip það, Hafrún, er Guðmundur bróðir minn var á, hefur eigi komið að landi, vildi ég kveðja hann með þessum minn- ingarorðum. Guðmundur Elías Sigursteins- son var fæddur 18. nóvember 1957 í Reykjavík, sonur foreldra okkar, Sigursteins Guðmundsson- ar, héraðslæknis á Blönduósi, og konu hans Brigitte Vilhelmsdótt- ur. Við systkinin áttum góða og hamingjusama æsku í okkar for- eldrahúsum, þar sem kappkostað var að láta okkur líða vel í góðum heimilisanda, með trúarlegu ívafi. Við yngri systkinin vorum á líku reki, vorum í bemsku mjög samrýnd í leikjum okkar á bökk- um Blöndu, er Héraðshælið stend- ur á, og er við fórum í sveit á sumrin, vorum við ekki langt hvort frá öðru í Svartárdal. Ég var á Steiná, en Guðnj,undur á Eiríksstöðum. Sveitalífið átti vel við okkur og Guðmundur var mörg sumur í dvöl í sveitinni sem hafði mikil uppeldisáhrif á hann. Þau voru varanleg, sú hugsun festi rætur í huga hans að verða bóndi i íslenzkri sveit. Guðmundur stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, síðan í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, og nú siðast í Menntaskólanum í Flensborg i Hafnarfirði, en í þeim kaupstað ólst faðir okkar upp. Féll honum námið vel, var sam- vizkusamur og iðinn við lestur- inn. Hann átti glaða og létta lund, er laðaði fólk að honum, svo hann varð vinsæll, enda góðgjarn og háttvís. Það bar snemma á þvi að hann var söngelskur, endaspilaði hann á gítar og naut þess að hlusta á góða hljómlist, er göfgar mann- inn. Við vorum alin upp við það hjá móður okkar, sem er mikill unnandi fagurrar tónlistar. Við systkinin nutum þess er við vorum komin á legg að sjá önn- ur lönd. Ferðuðumst við þá með foreldrum okkar árið 1969 um Þýzkaland, feðraslóð móður okk- ar og ættmenna hennar, auk þess sem við fórum um Austurríki og Ítalíu. Þó margt væri þar að sjá um handverk mannanna og dá- semdir Drottins, þá bar hugurinn okkyr heim til Islands í anda orð- t Móðir okkar SOFFÍA ELÍASDÓTTIR AuSbrekku 29. Kópavogi andaðist i Borgarspitalanum aðfaranótt 1 april Haukur Vigfússon. Sigurður Vigfússon t Móðir mín SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá ísafirði andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 2 apríl Útförin tilkynnt síðar Guðmundur Ludvigsson t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝRBRANDSSON Strembugötu 10, lézt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni 1 april Ásta Guðjónsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnqbörn. Útför t BJÖRNS ÞORLÁKSSONAR frá Hvammstanga fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7 april kl 1 3.30 Margrét Björnsdóttir Anna Pétursdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR Asvallagotu 63 verður jarðsungin, frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5 apríl kl 1 0 30 Inga Gestsdóttir Rósa Gestsdóttir Guðný Gestsdóttir Róbert Gestsson Júlíus Gestsson Jón G. S. Jónsson Jónas Halldórsson Bjarni Gíslason Ingveldur Einarsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir. Sigríður S. Júlíusdóttir barnaborn t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR húsfreyju að Þverlæk í Holtum Guðmundur Þorleifsson Guðni Guðmundsson Þorleifur Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samú^^g vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍU JÓNSDÓTTUR frá Jómsborg Hverfisgötu 38 B, Hafnarfirði Karólína K. Björnsdóttir Björney J. Björnsdóttir Magnús Elíasson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir alla þá vináttu og hlýhug sem okkur var sýndur við andlát og útför HALLGRÍMS GEORGS GUÐBJÖRNSSONAR Elín Frlmannsdóttir Guðbjörn Hallgrimsson Grlmur Sigurgrimsson Kristin Guðmundsdóttir. t Innileqar þakkir fyrir auðsýndan vinarhuq oq samúð við andlát oq útför HELGA JÓNSSONAR múrara Mávahlíð 20 Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði A-3 deildar Borgarspitalans og Vífilsstaðahælis Sigurlaug Ingimundardóttir Guðni Geir Helgason Guðbjörg Helgadóttir Anný Helgadóttir Helgi Guðmundsson. t Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýnt hafa samúð og vinarhug í veikindum og við fráfall ÞORSTEINS M. JÓNSSONAR fyrrum skólastjóra Eskihlíð 21, Reykjavlk Sérstakar þakkir færum við öllum læknum á Vífilsstaðasjúkrahúsi, svo og hjúkrunar- og starfsliði á deild 5 Sigurjóna Jaköbsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.