Morgunblaðið - 03.04.1976, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976
----------------------------——>—-
Mikil íþróttahelgi
Það verður mikið um að vera á íþróttasviðinu um helgina. Má þar
nefna Norðurlandamót pilta í handknattleik, íslandsmeistaramótið í
badminton á Akranesi, unglingameistaramótið á skíðum í nágrenni
Reykjavíkur og auk þess ýmislegt annað.
NORÐURLANDAMÓTIÐ
Keppninni á Norðurlandamóti
pilta, sem fram fer í Laugardalshöll-
inni, verður fram haldið núna klukk-
an 10, en keppnin hófst í gær-
kvöldi Leikir mótsins um helgina
verða sem hér segir
Laugardagur kl 10 00
Noregur — Finnland
ísland — Svíþjóð
Laugardagur kl 15 00
Danmörk — Noregur
ísland — Finnland
Sunnudagur kl 10 00
, Danmörk — Finnland
Svíþjóð — Noregur
Sunnudagur kl 15 00
Finnland — Svíþjóð
ísland — Danmörk
Handknattleiksmenn aðrir en leik
menn unglingalandsliðanna verða
einnig á ferðinni um helgina Úrslit-
in í 3 flokki kvenna og 4 og 5
flokki karla verða einnig um helgina
Á sunnudaginn mætast Víkingur og
Valur í undanúrslitum HSÍ Hefst sá
leikur klukkan 21 00 í Laugardals-
höllinni og má reikna með að þar
verði barizt um rétt til að leika í
Evrópukeppm bikarhafa næsta ár,
því reikna verður með að íslands-
meistarar FH komist í úrslitin, en
þeir eiga að mæta KR í undanúrslit-
unum Þá fer úrslitaleikurinn í ís-
landsmóti 1 flokks fram á sunnu-
daginn kl 20.00 í Laugardalshöll-
inni og eigast þar við Valur og KR
i
«* * \<,
Sigurður Haraldsson — tekst hon-
um a8 ná islandsmeistaratitilinum
frá Haraldi?
BADMINTONFÓLK
GISTIR AKRANES
Á Akranesi hefst í dag kl 10 f.h.
Islandsmótið í badminton og eru um
100 þátttakendur skráðir til leiks í
mótinu að þessu smni, en aldrei
áður hefur íslandsmót í badminton
farið fram á Akranesi í dag fara
fram leikir til undanúrslita, en á
morgun fyrir hádegi fara undanúr-
slitaleikirnir fram Klukkan 14.00 á
morgun hefjast svo úrslitaleikirnir í
hinum ýmsu flokkum
Allir beztu badmintonmenn lands-
ins eru meðal þátttakenda í mótinu
og er líklegt að keppnin um verð-
laun i a-fiokki muni helzt standa á
milli þeirra TBR-mannanna Sigurðar
Haraldssonar og Haraldar Kornelíus-
sonar Erfitt er að segja fyrir um
hvor þeirra sigrar, en síðast er þeir
mættust — í Reykjavíkurmótinu —
hreppti Sigurður sigurlaunin í tví-
liðaleiknum koma fleiri til greina,
t.d heimamennirnir Jóhannes Guð-
jónsson og Hörður Ragnarsson. sem
staðið hafa sig mjög vel í vetur
Þess má geta í sambandi við Bad-
mintonmeistaramótið að Badmin-
tonráð Akraness hefur nýlega gefið
út blað sem það kallar „Badminton-
fréttir" Er það að miklu leyti helgað
landsmótinu, en hefur einnig ýmsar
fréttir og upplýsingar að færa Þá er
i blaðinu ávarp frá Einari Mack for-
manm BSÍ og Ríkharði Jónssyni
formanni ÍA
Rétt er að geta þess fyrir þá sem
hug hafa á að fylgjast með íslands-
mótinu í badminton að Akraborgin
fer frá Reykjavík kl 10 i dag og
síðasta ferð frá Akranesi í kvöld er
klukkan 1 7 00 Á morgun fer Akra-
borgin frá Reykjavík kl 10, en
síðasta ferð verður klukkan 1 9 30
MEISTARAMÓT UNGL
INGANNA Á SKÍÐUM
Frá því var skýrt í blaðinu í gær að
unglingameistaramót íslands á skíð-
um færi fram í Bláfjöllum, Skálafelli,
Hamragili og við Hveradali um helg-
ina Verður keppt í hinum einstöku
greinum sem hér segir:
Laugardagur kl 13 00 í Skála-
felli, stórsvig.
Laugardagur kl 14.00 í Hveradöl-
um, 5 km ganga 13—14 ára og
7 Vi km ganga 1 5— 1 6 ára
Sunnudagur kl 1 3 00 í Bláfjöllum,
svig
Sunnudagur kl 14.00 i Bláfjöllum
stökk
Mánudagur kl 13 00 i Hamragili,
flokkasvig
Mánudagur kl 14 00 í Hvera-
dölum, 3x5 km boðganga
KNATTSPYRNUMÓT
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu
hefst í dag á Melavellinum með leik
Vals og Ármanns í meistaraflokki
Byrjar leikurinn klukkan 14 00 Á
mánudaginn kl 19 00 hefst svo
leikur Fram og Þróttar á Melavellin-
um
Ný keppni knattspyrnumanna fer
af stað í dag og nefnist hún „STÓRA
BIKARKEPPNIN" Þátt í þeirri
keppni taka Grótta, Selfoss, Stjarn-
an, Víðir úr Garði og Þór frá Þorláks-
höfn í dag leika Grótta — Stjarnan
og Þór — Selfoss
MIKIÐ BLAKAÐ
________UM HELGINA___________
Lokaleikir íslandsmótsins í 1
deild, úrslitaleikir í 2 deild, öld-
ungamót og bikarkeppni eru meðal
þess sem er á skrá hjá blakmönnum
um helgina UMFL fær ÍS í heim-
sókn austur á Laugarvatn í dag og
hefst leikur þessara liða klukkan
14 00. Hafa Lauglælir ekki tapað
leik á heimavelli og spurningin er
hvort stórveldið ÍS kem&t ósigrað frá
Laugarvatni í dag og þá um leið frá
1 deildarkeppninm í Hagaskólan-
um hefst kl 1 4 leikur UMSE annað-
hvort við Stíganda eða UBK, en
þessi lið eru meðal úrslitaliðanna í
2 deild Á eftir þeim leik hefst
öldungamótið og verður leikið til
úrslita í a-riðli Á sunnudaginn hefst
keppnin í Hagaskólanum á sama
tima og verða síðustu leikirnir í 2
deild, Þróttur og Víkingur leika sinn
síðasta leik í 1 deildinni í ár og loks
mætast ÍS og UMSE í bikarkeppn
inni Á Akureyri verða tveir leikir í 1
deildinni um helgina UMFB leikur
við ÍMA í dag klukkan 16 og á
morgun mætir ÍMA liði UMFL klukk
an 1 5.30
Armenningar
Árshátíð félagsins verður haldin á Hótel Sögu
laugardaginn 10/4 og hefst með borðhaldi kl.
19:00 Skorað er á alla félagsmenn að mæta.
Miðasala og borðapantanir í Brauðskálanum,
Langholtsvegi 126, sími 37940 og í símum
30841 og 85649.
BIKARMEISTARAR KR, aftari röð frá v: Guttormur Olafsson þjálf-
ari, Björg Kristjánsdóttir, Sólveig Þórhallsdóttir, Salína Helgadóttir,
Linda Jónsdóttir. Fremri röð frá v: Erna Jónsdóttir, Emilía Sigurðar-
dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir og Jóna Kristjáns-
dóttir.
Fer Jón Sig. í
alviiinunieiiiLskii
SVO kann a5 fara að Jón
Sigurðsson, körfuknatt-
leiksmaðurinn snjalli úr
Ármanni, haldi ! sumar til
Englands og gerist leik-
maður þar með liðinu
Crystal Palace. Er lið þetta
mjög sterkt og er t.d.
komið í 8-liða úrslit I
Evrópukeppni meistara-
liða. í viðtali við Alþýðu-
blaðið í gær segir Jón m.a.
um þetta mál: „Ég hef tals-
verðan áhuga á þessu boði
og er nú verið að athuga
fyrir mig með skóla, sem
ég get stundað í Bretlandi
samhliða æfingum."
KR bikarmeistari kvenna
KR-stúlkurnar urðu bikar-
meistarar 1976. Þær léku gegn ÍR
í úrslitaleik í fvrrakvöld, og
sigruðu með 46 stigum gegn 42.
Þetta var f 2. skipti sem Bikar-
keppni kvenna er haldin, f fyrra
sigraði Þór.
IR hafði undirtökin í leiknum
framan af, mesta forskot þeirra í
fyrri hálfleik var 7 stig, en í hálf-
leik 27:22. KR komst loks yfir um
miðjan síðari hálfleik og þvi for-
skoti hélt liðið það ser. i eftir var.
Emilía Sigurðardóttir var stig-
hæst hjá KR með 16 stig, Linda
Jónsdóttir skoraði 11 stig og systir
hennar Erna 7 stig.
Hjá IR var Asta Garðarsdóttir
stighæst með 25 stig, þar af 20
skoruð i fyrri hálfleik. En í síðari
hálfleik tóku gömul meiðsli í baki
sig upp og eftir það beitti hún sér
litið. gk—
Tvöfalt hjá Ármann i
ÁRMENNINGAR urðu bikarmeistarar í körfuknattleik 1976, og þar með tókst þeim að sigra
tvöfalt, þ.e. íslandsmót og bikarkeppni, en fram að þv! hafði slíkt aðeins gerzt einu sinni —
KR 1974. Þar með lauk glæsilegasta keppnistimabili Ármanns í körfuboltanum, því auk
þessa höfnuðu þeir ! 2. sæti i Reykjavíkurmótinu. Þetta var þvi glæsilegur endasprettur hjá
„þremur gömlum" i liðinu, sem allir hætta nú að leika körfuknattleik með m.fl. Ármanns.
Það eru þeir Birgir Birgirs, Hallgrimur Gunnarsson og Sigurður Ingólfsson, og voru þeir allir
kvaddir með blómum af félögum sínum í leikslok bikarkeppninnar.
En sigur Ármanns yfir UMFN í bikar-
úrslitaleiknum í fyrrakvöld var langt frá
þv! að vera auðsóttur Njarðvíkingarnir
léku sinn langbezta leik á keppnistima-
bilinu, ákveðnir i vörn og sókn, og það
var ekki fyrr en á síðustu mínútum
leiksins að Ármann hafði það af að
tryggja sér sigurinn.
Curtis Carter treður knettinum
I körfuna I leik sfnum við Þóri
Magnússon.
Trukkurinn
ósigrandi
„TRUKKUR" Carter var í
miklum ham á fjölum Laugar-
dalshallarinnar í fyrrakvöld
þegar síðustu leikirnir í Firma-
keppni KKI voru leiknir. Þá lék
hann tvo leiki, fyrst við Þóri
Magnússon (Nýja Fasteignasal-
an), sem sigraði í þessari
keppni i fyrra, og í úrslitaleik
við Stefán Bjarkarson, sem
keppti fyrir Félagsheimilið
Stapa.
„Trukkurinn" sem keppti
fyrir Körfuboltablaðið KÖRF-
UNA sem er rit um körfu-
bolta, gefið út af ungum
áhugamönnum um körfuknatt-
leik, var ekki í vandræðum með
þessa mótherja sína. Hann
nýtti hina miklu líkamsburði
sína til fullnustu og það gaf
honum sigur í keppninni, og
verðlaunastyttu að auki sem
hann tekur nú með sér heim til
Kansas. gk-
Það var Brynjar Slgmundsson, bak
vörður UMFN, sem „gaf tóninn" strax í
upphafi leiksins með tveimur langskot-
um sem höfnuðu ! körfu Ármanns og
þar með voru Njarðvíkingarnir komnir i
gang Þeir léku fyrstu mfnútur leiksins
alveg sérstaklega vel, og komu
Ármenningum greinilega á óvart.
Studdir áfram af fjölda áhorfenda sem
komu í rútum sunnan úr Njarðvík kom-
ust þeir sunnanmenn strax í 13:3
forustu og Ármenningar virtust ekki
eiga svar, því hittni þeirra var afar slök
ef Jimmy Rogers er undanskilinn. En
þetta breyttist von bráðar og leikmenn
Ármarins komu meira með I leikinn.
Ármann hafði jafnað á 12 min og í
hálfleik var staðan 43:42 fyrir UMFN
Ármann komst síðan yfir i upphafi
siðari hálfleiks, mest 7 stig, en um
miðjan hálfleikinn leiddi þó UMFN
72:70 Þegar þrjár mín. voru til leiks-
loka var jafnt 86 86, en þá kom vel i
Ijós að Ármenningar eru vanari því að
leika undir pressu eins og fylgdi þess-
um leik, og þeir sigu örugglega fram-
úr. Þeir nýttu færi sín og sóknir til
fullnustu, á meðan Njarðvikingarnir
æstu sig of mikið upp og skutu úr
lélegum færum Lokatölur 98:89 fyrir
Ármann, og glæsilegu keppnistimabili
lokið
Ef Jón Sigurðsson hefði leikið með
UMFN i þessum leik hefði ekki þurftað
spyrja að leikslokum. En þvi miður fyrir
Njarðvikinga er Jón i Ármanni, og það
var hann sem var maðurinn bak við
sigur liðs síns. Jón var lengi í gang i
þessum leik, en þegar hann var kom-
inn af stað stóð ekkert fyrir honum Þá
var Jimmy einnig mjög góður og hélt
liðinu á floti lengi vel með sinni góðu
hittni, auk þess sem hann hirti mikiðaf
fráköstum. Auk þeirra má nefna Harald
Hauksson og Birgi Örn, sem kvaddi
með mjög þokkalegum leLk
Þrátt fyrir ósigurinn var margt i þess-
um leik hjá UMFN sem þeir geta glatt
sig yfir Liðinu hefur greinilega farið
mikið fram seinni hluta vetrar og þeir
Njarðvikingar geta horft björtum aug-
um fram til næsta keppnistimabils Lið
með miðherja eins og Jónas Jóhannes-
son sem er 2,03 m á hæð og hefur
sýnt undraverðar framfarir i vetur, bak-
verði eins og Kára og Brynjar, og þá
Gunnar og Stefán er ekki á flæðiskeri
statt í þessum leik var Jónas bestur
þeirra þó ekki skoraði hann mikið, en
hann var frábær i vörninni og gerði
marga fallega hluti undir körfunum
Brynjar byrjaði mjög vel en þegar hann
fór að dala i siðari hálfleik tók Stefán
Bjarkason við að skora og Kári
stjórnaði spilinu vel. Ósigur er að visu
alltaf ósigur, en þessi leikur var mjög
góður hjá liðinu og áhorfendur fengu
sannkallaðan bikarúrslítaleik. leik eins
og úrslitaleikir eiga að vera
Stighæstir hjá Ármanni: Jimmy
Rogers 32, Jón Sig 30. Haraldur
Hauksson 1 6. Björn Magnússon 8.
Hjá UMFN: Stefán Bjarkason og
Brynjar Sigmundsson 24 hvor,
Gunnar Þorvarðarson 18, Kári Maris-
son 10
Mjög góðir dómarar i þessum leik
voru þeir Jón Otti Ólafsson og Hólm-
steinn Sigurðsson.
gk—
Beztu leikmennirnir
fá sérstök verðlaun
Sú venja hefur verið rikjandi í sambandi við Norðurlandamót pilta í
bandknattleik að verðlauna beztu leikmennina sérstaklega. Hafa blaða
menn venjulega tilnefnt bezta sóknarmanninn, varnarmanninn og
markvörðinn og svo verður einnig að þessu sinni. Verða verðlaun þessi
afhen^ í lok Noðurlandamótsins i Laugardalshöllinni á sunnudaginn.
Er Norðurlandamótið var haldið hér á landi árið 1971 var einn
íslenumgur valinn bezti leikmaðurinn i sinni stöðu. markvörðurinn
Guðjón Erlendsson úr Fram. Guðjón á nú orðið marga landsleiki að baki
°g sömu sögu er að segja um þá leikmenn, sem fréttamenn völdu beztu
sóknar- og varnarmennina i mótinu. Voru það Daninn Ole Eliassen, sem
fékk varnarmannstitilinn enda vakti dugnaður hans og ósérhlífni
verðskuldaða athygli. Siðan 1971 hefur þessi leikmaður leikið marga
landsleiki og ávallt verið sami dugnaðarforkurinn. Sama er að segja um
sænska piltinn Poul Peterson sem valinn var bezti sóknarmaðurinn.
Hann hefur leikið nokkra landsleiki.