Morgunblaðið - 03.04.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRÍL 1976
31
Lítil atvinna á
Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfirði, 2. april —
TALSVERT atvinnuleysi hefur
verið hér í vetur og meira en
áður. Er þar margt sem kemur til,
svo sem lítill afli, slæmar gæftir
og vfirstandandi verkföll í vetur.
Von manna er að úr fari að ræt-
ast. Togarinn Ljósafell er nú á sjó
á undanþágu. þar sem samningar
hafa enn ekki verið samþykktir,
en atkvæðagreiðsla um þá
stendur yfir.
Stýrimanna-
skólakynning
á laugardag
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
mun laugardaginn 3. apríl standa
fyrir kynningu á skólanum og
þeim réttindum sem hann veitir
og verður kynningin í skólanum
milli kl. 2 og 5. Kennarar og
nemendur munu leiðbeina gest-
um og siglinga- og fiskleitartæki
munu verða í gangi, m.a. radar-
samlíkir. Samkvæmt upplýsing-
um Jónasar Sigurðssonar skóla-
stjóra hafa þessar kynningar á
undanförnum árum ávallt verið
vel sóttar af fólki á ýmsum aldri,
en á kynningartimanum i skólan-
um mun Kvenfélagið Aldan sjá
um kaffiveitingar í veitingasal
Hótelskólans og eru allir
velkomnir þangað.
------« » •
Nýr uppboðssalur
tekinn í notkun í
Tollhúsinu í dag
TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ tekur
í dag i notkun uppboðssal á 1. hæð
Tollhússins, norð-austur enda. Er
þetta 200 fermetra saiur og er í
öðrum enda hans sérstök aðstaða
fyrir uppboðsgeti. Geta þeir orðið
flestir um 200 talsins. Að sögn
Björns Hermannssonar tollstjóra
er þetta fyrsti salur sinnar teg-
undar á Islandi. Fyrsta uppboðið
verður haldið i salnum í dag
klukkan 13.30 og verða þar seldar
ýmsar vörur, sem ekki hafa verið
leystar úr tolli.
Rússar
reknir
Haag, 1. april. Reuter.
Hollenzka stjórnin hefur
farið fram á að tveir Rússar,
sem starfa I Hollandi, fari úr
landi vegna tilrauna til að
komast yfir leynilegar upplýs-
ingar að sögn utanrfkisráðu-
neytisins I Haag.
G.M. Burmistrov, starfsmað-
ur sovézku verzlunarskrifstof-
unnar I Amsterdam, er sakað-
ur um tilraunir til að fá gegn
greiðslu upplýsingar um
orrustuflugvélar og notkun
rafeindatækni í flugvélum og
geimskipum.
G. M. Burmistrov, starfsmað-
ur sovézku verzlunarskrifstof-
unnar i Amsterdam, er sakað-
ur um tilraunir til að fá gegn
greiðslu upplýsingar um
orrustuflugvélar og notkun
rafeindatækni f flugvélum og
geimskipum.
V. T. Khlystov, forstjóri
hollenzks-sovézks fyrirtækis,
Elorg, i Hilversum, er sakaður
um að hafa aðstoðað Burmis-
trov og reynt að komast yfir
leynilegar upplýsingar á eigin
spýtur.
í ágúst í fyrra kvaddi So-
vétstjórnin einn starfsmann
sendiráðs síns heim þar sem
hollenzka stjórnin kvartaði yf-
ir starfsemi hans.
Ljósafell kom hér inn í vikunni
og landaði 105 tonnum. Þann afla
fékk togarinn fyrir norðan land.
Mið Austfjarðatogaranna hafa
verið lokuð í vetur vegna þess
ástands sem þar hefur verið, her-
skip og brezkir togarar. I siðustu
veiðiferð fór Ljósafellið og hóf
veiðar úti fyrir Austfjörðum, en
varð að hætta vegna nærveru
brezkrar freigátu.
Tveir netabátar hafa verið
gerðir héðan út í vetur, Þorri SU
402 og var afli hans um mánaða-
mótin um 365 tonn. Af því hefur
hann fengið 112 tonn á linu. Hinn
er Sólborg SU 202 og er afli 299
tonn. Vertiðin hefur verið sér-
staklega erfið hjá þessum bátum
og mikið veiðarfæratap.
Hilmir SU 171 er á loðnu.
— Albert.
— Þróunarsjóður
Framhald af bls. 32
sagði Björn. Fræræktarverkefnið
felur í sér úrval og kynbætur á
islenzkum grösum, sem betur
mundu hæfa uppgræðslu örfoka
lands en útlenzku afbrigðin, sem
notuð eru, og framleiðslu á fræi
af þessum stofnum hérlendis. Nú
þegar er búið að byggja tilrauna-
stöðina á Sámsstöðum með tækj-
um til fræræktunar og fræ-
vinnslu og var beðið eftir sérfræð-
ingum til að kenna okkur aðferðir
við frærækt og þvi að tilrauna-
stjórinn Kristinn Jónsson, færi út
til þjálfunar á þessu sviði. Þriðja
verkefnið, sem stöðvast, er rann-
sóknir á þvi hvernig ætti að
standa að vetrarræktun ýmissa
blóm- og matjurta með jarðhita og
raflýsingu og er frumtilraunin i
gangi á Reykjum í Hveragerði, en
aðaltilraunin átti að hefjast i
haust og var von á 3 sérfræð-
ingum til að koma henni af stað.
Er nú allt í óvissu um framgang
þessarar mikilvægu rannsókna.
— Misstu bor-
hausinn
Framhald af bls. 32
eins og áður sagði þrýstiprófuð.
Kom strax í ljós við það að holan
var frekar léleg. Hún gaf sama og
ekkert eftir borun, en við prófun-
ina kom i hana eitthvað rennsli,
en þó ekki nema nokkrir
sekúndulítrar. Fyrri holan er með
beztu holum, sem gerast á lághita-
svæðum landsins. Gefur hús um
75 sekúndulitra af 94ra stiga
heitu vatni í sjálfrennsli. Er hún
óvenjugóð og einhvers staðar á
milli fjórðungs og þriðjungs af
því vatni, sem Akureyringar
þurfa.
Eftir þetta er mjög erfitt að
segja nokkuð til um svæðið á
Laugalandi — sagði Axel Björns-
son. Þyrfti endilega að bora
a.m.k. eina ef ekki tvær holur í
viðbót áður en unnt verður að
meta afkastagetu svæðisins og
hvort það stendur undir hitaveitu
Akureyringa. Enn hefur ákvörð-
un ekki verið tekin um það, hvort
boruð verður ein hola áður en
borinn verður fluttur til Kröflu,
en samkvæmt áætlun á hann að
fara þangað næst. Akureyringar
vilja bora áfram á Laugalandi, en
aðrir vilja fá borinn að Kröflu.
Axel sagði að nauðsynlegt væri að
bora eina holu enn að Laugalandi
og kvað hann það sína skoðun að
það ætti að gera áður en hann
færi til Kröflu.
— Sjóðir Breta
Framhald af bls. 10
hálft cent og var skráð á 1.87
dollara við lokun miðað við
1.8645 þegar lækkunin varð
mest í dag og 1.8837 við lokun í
gær. Gengissigið nemur 35.8%
síðan i desember 1971 en nam
35.3% i gær.
Ástæðurnar til erfiðleika
pundsins nú eru taldar óvissa
um ástandið í brezkum efna-
hagsmálum og stjórnmálum og
verkföll í bílaiðnaðinum.
Söluæðið i dag átti upptök í
Austurlöndum fjær þar sem
orðrómur var um að olíufram-
leiðendur í Miðausturlöndum
væru að losa sig við pund í gríð
og erg.
Brezk þingnefnd dró í efa i
dag að tölur sem efnahagsspá
stjórnarinnar byggðist á væru
réttar. Þingmennirnir sögðu
að stefna stjórnarinnar um
fulla atvinnu og hagstæðan
greiðslujöfnuð bæri sennilega
ekki árangur nema kraftaverk
ætti sér stað.
Denis Healey fjármálaráð-
herra leggur fram fjárlaga-
frumvarp sitt á þriðjudag.
Búizt er við að hann boði
frekar takmarkaðar ráðstafan-
ir til að bæta efnahagsástand-
ió.
Öttazt hefur verið að pundið
verði fyrir nýrri atlögu ef
Michael Foot atvinnuráðherra
sigrar í baráttunni við James
Callaghan utanríkisráðherra
um stöðu forsætisráðherra
þótt Callaghan sé spáð sigri.
— Líklegt
Framhald af bls. 1
tveggja mánaða fvrirvara. Ef
Kanadamenn færa út er gert
ráð fvrir að Norðmenn geri það
líka, og væntanlega verða Dan-
ir þá að hugsa um grænlenzka
hagsmuni og færa út í 200
milur við Grænland.
,,1 gær urðu fyrstu umræð-
urnar á hafréttarráðstefnunni,
sem vöktu verulega athygli
okkar Islendinganna, því þá
var tekið til við að ræða þau
málefni, sem okkur varðar
mestu,“ sagði Eyjólfur í símtali
við Morgunblaðið. „Ekkert
óvænt kom þó fram en augljóst,
að fulltrúum landluktu ríkj-
anna og landfræðilega afskiptu,
sem svo eru nefnd, er illa við
ákvæði uppkastsins að því ei
auðlindalögsöguna varðar
Þessi riki telja sig vera 49 tals-
ins, og leitast við að halda
saman, þótt margt beri á milli.“
Hans G. Andersen flutti
stutta ræðu í gærkvöldi og
hvatti menn til að vera stutt-
orða og hraða störfunum. Hann
lýsti yfir fullum stuðningi við
greinina sem til umræðu var —
inngangsgrein kaflans um efna-
hagslögsöguna og minnti á að
þar væri um að ræða hornstein
undir heildarsamkomulagi og
ekkert samkomulag yrði um
nein efni nema tækist að leysa
þennan vanda.
Um hugsanleg réttindi
annarra ríkja innan auðlinda-
lögsögunnar væri rætt i síðari
greinum, og ástæðulaust að
deila um þau á þessu stigi máls-
ins.
í stuttu viðtali við Hans eftir
að hann hafði flutt ræðu sina
gat hann þess að i sambandi við
efnahagslögsöguna væru
hættulegar kröfur frá land-
luktu ríkjunum og hinum land-
fræðilega afskiptu, en unnið
væri að því bak við tjöldin,
bæði i strandríkjanefndinni
svonefndu og Jens Evensen-
nefndinni að reyna að finna
sanngjarnan milliveg. Hann
sagði islenzku sendinefndina
alltaf hafa tekið þá afstöðu, að
ekkert væri við það að athuga
að veita þróunarríkjunum sér-
stök réttindi á nærliggjandi
svæðum en allt annað gilti að
því er varðaði þróuðu og auð-
ugu rikin.
Hans taldi, að eðlilegur hraði
væri á störfum ráðstefnunnar
fram að þessu. Takmarkið væri
að fyrir lægi endurskoðað upp-
kast þegar þessum fundi lyki
en öll atriði málsins væru tengd
hvert öðru. Þvi væri ekki mik-
illa frétta að vænta alveg á
næstunni.
Á mánudag og þriðjudag
verða almennar umræður um
lausn deilumála og siðan verða
einstök atriði þessara þátta
rædd grein fyrir grein. Að-
spurður kvaðst formaður
íslenzku sendinefndarinnar
gera sér vonir um, að niður-
staðan af þessum fundi yrði sú,
að efnislega yrðu þau ákvæði
uppkastsins, sem Islendinga
varðaði mestu, óbreytt, og þar
mundu ekki falla niður þau
atriði sem við hefðum lagt
áherzlu á.
„Málin þokast hér áfram i
öllum nefndum en þó hægt.
Athyglisvert er, að Afríku-
ríkin, §em lönd eiga að sjó,
leggja sig fram um það að finna
lausn sem þau ríki, sem land-
lukt eru í þeirri heimsálfu, geti
sætt sig við. Ef sú yrði niður-
staðarl mundi að sjálfsögðu
fækka mjög hópnum, sem berst
gegn þeim hagsmunum, sem Is-
lendinga varðar mestu, og jafn-
vel talið, að lausn, sem flest eða
öll Afríkuriki g'ætu við unað
varðandi fiskveiðar undan
Afríkuströnd, gæti þýtt það að í
þessum hópi fækkaði um allt að
helming.
I morgun héldu fulltrúar
sendinefnda Norðurlandanna
fund með sér, og er fyrirhugað
að halda slika fundi vikulega.“
— Enginn vafi
á að Bretar
Framhald af bls. 3
gera yrði allt til þess að torvelda
veiðarnar. „Hef ég aðeins vakið
máls á þessu, ekki til þess að
þvinga Færeyinga, heldur til þess
að allt yrði gert til að torvelda
Bretum að geta stundað þessar
veiðar.“
— Róttækt
Framhald af bls. 1
þykki, svo og í öldungadeildinni
allri. Hins vegar er þess vænzt að
frumvarpið muni mæta harðri
andstöðu f fulltrúadeildinni ef
það á að verða að lögum.
Stærstu olíufélögin, eins og
Exxon, sem nú er stærsta fyrir-
tæki heims, Texaco, Shell og
Mobil, reka sínar eigin olíuhreins-
unarstöðvar, flutninga- og mark-
aðskerfi. Frumvarpið, sem miðar
að því að auka samkeppnina og
lækka verð til neytenda, krefst
þess að þau selji hreinsunarstöðv-
arnar, oliuleiðslurnar og smásölu-
stöðvar sinar. Talsmenn olíufélag-
anna hafa þegar harðlega gagn-
rýnt frumvarp þetta og segja það
munu valda algjörri ringulreið
fyrir olíufélögin og hækka en
ekki draga úr kostnaði. Forseti
Exxon, Clifton Garvin, sagði að
frumvarpið stofnaði efnahag og
öryggi landsins i hættu.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
siðustu mánuðum. Talsmaður
miðdemókrata hefur fordæmt það
orðalag að Portúgal eigi að vera
sósíalískt ríki og leiðtogi kristi-
legra demókrata sem er hægri-
flokkur og var bannaður í kosn-
ingunum í fyrra, hefur kallað
stjórnarskrána marxískt plagg.
Um leið og Costa Gomes stað-
festi stjórnarskrána leysti hann
formlega upp þingið en á því áttu
sæti 250 fulltrúar og meiri hluti
þeirra er andsnúinn kommún-
isma en hlynntur „hægfara og
gætnum portúgölskum sósíal-
isma“ eins og það hefur verið
orðað.
— Toppfund-
urinn
Framhald af bls. 1
Við fundarlokin tóku og flestir
forystumannanna i þann streng
en reyndu að gera minna úr því
með þvi að segja að ekki hefði
verið hægt að ganga út frá því
sem gefnu að samstaða myndi
nást. Frakklandsforseti sagði að
aóalmarkmiðið væri að efla styrk
Evrópu og það hefði tekizt. En
hann lét þau orð falla að fundirn-
ir væru að verða of formlegir og
þungir i vöfum og leita yrði eftir
einhverjum þeim leiðum, sem
gætu orðið til þess að fundir af
þessu tagi yrðu árangursrikari.
Undir þetta tók og Leo Tinde-
mans, forsætisráðherra Belgíu, og
sagði hann að augljóst væri að
þessir forsætisráðherrafundir
hefðu ekki fundið sér enn þann
farveg sem æskilegt væri.
Schmidt kanslari sagði og á blaða-
mannafundinum eftir að umræð-
um lauk að kapp yrði að leggja á
að þessir fundir yrðu ekki skrif-
finnskunni að bráð og gæfu ekki
aðeins frá sér meiningarlausar
yfirlýsingar.
Harold Wilson, forsætisráð-
herra Breta, sat nú í síðasta skipti
þennan fund og ræddi glaðbeittur
við blaðamenn um að hann myndi
ekki gefa kost á sér til EBE-
þingsins. „Ég hef verið að reyna
að koma ykkur i skilning um að
ég er ekki metnðargjarn maður
og fer varla að verða það skyndi-
lega nú,“ sagði Wilson.
— Tölfræði
Framhald af bls. 11
hver nemandi hefur þegar gengið
í gegnum. hve mörg skólaár i
hverri tegund skóla og ennfremur
hvaða próf hann hefur, og hvaða
skóla hann var innritaður í sl.
haust eða þegar hann seinast var í
skóla og þá hvaða ár það var, auk
upplýsinga um bekk eða deild og
um sérgrein, ef um hana er að
ræða.
Fræðslumálaskrifstofan hefur
annast alla öflun upplýsinga fyrir
nemendaskrána frá skólastjórum
viðkomandi skóla á hverju hausti.
Fá skólastjórarnir á hverju hausti
senda vélframleidda nemenda-
lista frá árinu áður eftir bekkjum
og flest hlutverk þeirra í að bæta
einu ári við i dálki fyrri skóla-
göngu, fullvissa sig um að per-
sónulýsingar séu réttar og rita við
nöfn nemenda skipun þeirra í
bekki á nýbyrjuðu skólaári. Þá
þarf og að fella niður nöfn þeirra
nemenda, sem hættir eru, og bæta
við nöfnum þeirra sem nýir eru.
Nemendalista þess bekkjar, sem
efstur var í skóla sl. skólaárs, fá
skólastjórar einnig til að merkja á
lokapróf við nöfn nemenda eftir
því sem við á. Jafnframt þarf að
skrásetja utanskólanemendur,
sem prófið stóðust. Skráningin er
síðan tvískipt, ef svo má segja —
og á byrjunarstigi skráningar eru
nemendur í síðustu bekkjum
skyldunámsins í gagnfræðadeild-
um eða héraðsskölum. Varðandi
framhaldsstig skráningarinnar er
aðalreglan að í skránni séu allir
nemendur við alla skóla landsins
frá og með gagnfræðastigi og er
fylgzt með námi hvers og eins
eftir þvi sem skólagöngu og próf-
um miðar áfram. Er þarna um að
ræða iðn- og tækniskóla, mennta-
skóla, kennaraskóla, sjómanna-
skóla, bænda- og garðyrkjuskóla,
húsmæðraskóla, hjúkrunar-, ljós-
mæðra og fóstruskóla og verzlun-
arskóla ásamt Háskóla Islands og
islenzka námsmenn erlendis.
Sérfræðingar i fræðslu- og
skólamálum ættu þannig að fá
nóg til að moða úr, þegar data-
bankinn sér dagsins ljós.
— Guðmundur
Kjærnested
Framhald af bls. 3
klukkustund fór Statésman að
dragast aftur úr, Lloydsman
hafði þá ekki náð okkur og
hættu þá freigáturnar.
Klukkan var þá að vera 20.“
Guðmundur kvað þessa
viðureign vera eina hina
lengstu, sem hann hefði lent í.
Hann kvað það ekki vera sín
orð, sem sögð hefðu verið i út-
varpinu i gær, að hann hefði
viljandi siglt á herskipið. Hann
sagðist ekki hafa getað séð
neinn annan tilgang með
þessari aðför freigátnanna en
að eyðileggja Tý. „En þeir. sem
báðir eru nú græningjar i
þessu," sagði Guðmundur.
„héldu að togarar va'ru út uni
allan sjó. Ég hefi aldrei séð
þessa tvo freigátuherra fyrr
hér við land. Hið eina. sem ég
mátti stefna. var norður i isinn.
því að alls staðar sáu þeir
togara."
A miðunum fyrir austan voru
i gær 35 togarar. 6 freigátur, 3
dráttarbátar og 2 eftirlitsskip.
Ekki ber mikið á skemmdum á
Tý, þótt tjónið nerni nokkrum
tugum milljóna. Týr kom inn til
Seyðisfjarðar, þar sem hita-
kerfið i skipinu bilaði er
skorsteinn skipsins lagðist
saman við áreksturinn.