Alþýðublaðið - 27.11.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1930, Blaðsíða 4
* ▲fcÞYÐUBUAÐIÐ Kosningafandur í Vínarborg. í ræöustólnura er dr. Schober, foringi miðflokksins. IfldstæðinoarRáðstjðíMr'Russ lands fyrir rétti. Moskva, 26. aóv. Uníted Press. — FB. p»egar rétturinn, sem dæmir í máli hinna ákærðu verkfræðinga, fciafði setið 12 stundir, var réttar- höldunum frestað kl. 10 í gær- kveldi. Ramzin prófessor játaði á 'sig í réttinum, að hann hefði ver- ið leiðtogi hins svo kallaða Iðn- aðarflokks. Ramzin bar vitni um |já pátttöku, sem frakkneska yfir- herstjórnin hefði átt í áfontnun- iuim, og sagðí, að fé það, sem flokkurinn hefði haft til umráða, hefði verið frá fyrrverandi iðju- höldum og frá mönnum, sem etaðið hefðu í nánu sambandi við frakknesku stjórnina. Yfir- heyrsla Ramzins heldur áfram í dag og hefst kl. 10 árdegis. Síðar: Yfirheyrsla verkfræðing- anna og annara, sem ráðstjómin hefir ákært, hélt áfram í dag.. Ramzin játaði og Iagði áherzlu á, að Frakkland hefði átt mestan hlut að áformunum um að stofna fil vandræða, er leiddu til styrj- aldar, með ráðgerðri hernáðar- þátttöku Bretlands, Póllands og Rúmeníu, en líkur hefðu verið taldar til, að Búlgaría og Júgó- slaviá hefðu tekið þátt í styrjöld, ef til hefði komið, en vafasamt nm Þýzkaland. Komst Ramzin svo að orði: Við töldum, að heppilegasti tíminn yrði átið 1931, ella yrðu Rússar of vel við öllu búnir. Moskva, 27. nóv. United Press. — FB. Réttarhöldunum hefir verið frestað til kl. 10 f- h. í dag. Játningar prófessoranna Kalini- kov og Charnovski hafa vakið fá- dæma eftirtekt. Hafa peir báðir fátað réttar vera ráðagerðjírnar mn að koma rússneskmn iðnaði í kalda kol. Útvarpið. FB., 26. nóv. Vegna ófyrirsjáanlegra atvika við prófun útvarpsstöðvarinnax er ákveðið að fresta opnun hennar að minsta kosti um eina viku frá næstu mánaðamótum. Verður opnunin tilkynt með nokkrum fyrirvara í blöðum og um loft- skeytastöðina í Reykjavík. Jarðskjálfti í Japnn. Tokio, 26. nóv. United Press. — FB. Að m'insta kosti 200 manna hafa farist í jarðskjálfta, sem er talinn mesti jarðskjálfti, er komið hefir í Japán síðan jarðskjálft- amir miklu voru árið 1924. Aðal- jarðskjálftasvæðið er Izu-svæðið, en mestan usla gerði jarðskjálft- inn í Shizucka. Þar fórust 187 menn, en 300 hús lögðust i eyði. Frá Belgiu. Brússel, 26. nóv. United Press. — FB. Stjórnin hefir gefið skýrslu í þinginu um deilur þær út af Ghentháskólanum, sem leiddu ttl þess, að hún sagði af sér á clögunum. (Albert konungur tók ekki lausnarbeiðni hennar til / greina.) Þegar stjórnin hafði gef- ið skýrslu samþykti þingið traustsyfirlýsingu til hennar með 95 atkvæðum gegn 69. HJsn etafglmsi og vegtnsæ. Nœturlaðknir Br í nótt Sveinn Gunnarsson, Öðinsgötu 1, sími 2263. Verkamannafélagið „Dagsbrún“. I skýrslu yfir félög í Alþýðu- sambandi íslands í blaðinU í gær rangprentaðist stofnár „Dags- brúnar". Hún var stofnuð árið 1906. Suðuriand og ferðalag þess. Maður sá, er þá grein ritaði, er beðinn að hringja í ritstjórn- arsíma ' Alþbl.; 2394, fyrri hluta dags. Ungbarnavernd ,Liknar‘, Bárugötu 2, er opin hvern föstudag ki. 3—4. Tíl foreidra drengsins fxá Flatey: 10 krónur frá X. Stúdentafræðslan. Fyrirlestur Guðmundar G. Bárðarsonar náttúrufræðings, er hann hélt í gærkveldi, var svo vel sóttur sem húsrúmið í bað- stofu Iðnaðarmannafélagsins frekast leyfði. Þar gat að líta m. a. steinrunnin hvalbein og fornar skeljar úr jarðlögum á Tjörnesi, og lýsing fyrirlesarans var glögg. Næsta jarðfræðifyrir- lesturinn flytur Guðmundur ann- að kvöld kl. 8y3, einnig í bað- stofu Iðnaðarmannafélagsins. Þá segir hann frá Snæfellsnesi og sýnir margar skuggamyndir. Heilsufarsfréttir. (Frá landlækninmn.) Vikuna 9. — 15. nóv. veiktust nokkru færri af kvefsótt en vikuna áður hér í Reykjavík, 6 mannslát hér þá viku. Veðrið. Kl. 8 í morgun var hitastigið í Reykjavík 0 (frost\'art). Útlit hér um slóðir: Hæg suðaustanátt i dag, en fer vaxandi með nóttu og þykknar upp. Fiskifélagsdeildin á Eyrarbakka hélt fund fyrir skömrnu. Voru þar kosnir full- trúar á fjórðungsþing Fiskifélags- ins, þeir Þorleifur Guðmundsson, form. deildarinnar, og Jón Helga- son útvegsmaður. Til vara voru kosnir Bjarni Eggertsson, gjald- keri deildarinnar og Árni Helga- son útvegsm. Ýms mál voru Tædd á fundinum, þar á meðal „bygg- ing garðs við Eyrarhakka til varnar sandságangi úr Ölfusá. Lesstofa ungra jafnaðarmanna verður opnuð um helgina. Hún verður í húsinu nr. 18 við Þing- holtsstræti. Sjómannafélagar í Hafnarfirði, Munið árshátíðina í Góðtempl- arahúsinu annað kvöld. í slysatrétt úr Mýrdal, er birt var í gær samkvæmt bréfi til FB., var mis- hermt föðurnafn og bæjarnafn mannsins, sem dó þar af slysi Bðkanaregg. KLEIN, Baldurssötu 14. Sími 73. ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon- ar tækifærisprentun, svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s. frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu Nverði. Opid bréf frá Oddi ritstjóra til Valtýs dittó. Enn þá einu sinni hefir þú, faðir fjólanna, ráðist á mág með ofstopa inni á ritstjórn blaðs þíns og sagt, að það væri réttara að það væri ég en þú, sem færi á letigarðinn. Við skul- um ekki að sinni deila um það, pabbi sæll, hvor okkar hafi flat- magað meira um dagana, ég sjó- maðurinn, veðurbarinn af úthaf- inu, eða þú, málblómanna faðir, sem þurftir að fara alla leið suð- ur á ítalíu til þess að finna nóga legubekki til þess að geispa í og sofa í miðdegissvefn, meðan' garnir þínar og önnur innyfli gauluðu undan áreynslunni 'að melta sælkeramat þann, er þú tróðst með vömb þína. En ég hefi lifað á alþýðumat: súru slátri, hertum hausum og mola- kaffi. Ég kom ekki í neinum gassa inn til þín, heldur leið ég inn eins og furðuljósin þín, sem líða að þinni sögn um loftin blá. Það var þvi óþaTfi fyrir þig að fara að telja eftir þær 20 kr. á viku, er ég fæ sem heiðurs- styrk fyrir vel unnið starf á langri æfi, og til þess að vera reiðubúinn að ganga fyrir kon- ung og taka í hendina á honum, honum til hugarléttis, ■ þegar hon- um eftir. lestur fornsagna vorra liggur viö uppköstum af að sjá í kringum sig tóma ættlera eins og þig og þína líka, svo og til þess að kóngur geti látið mynda sig með mér, svo hann geti stært sig af því úti í löndum, þegar hann hittir þar aðra kónga, drottningax, gosa og slík ■ há- tromp, að þegar hann komi tiJ íslands, þá sé hann þar með karlmennum og köppum. / Þetta ‘ættir þú að geta skilið, Valtýr, því það er víst frekar að þér, að þú sért illa vaninn en heimsk- ur. Oddur af Skaganum. 27. f. m. Hann hét Oddur Sverr- isson frá Skamanadal. Skipafréttir. „Esja“ kom í nótt austan um land úr hringferð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson.. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.